Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1999, Blaðsíða 6
ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 1999
Sálfræöin á íþróttavellinum:
Háværir áhorfendur eru
lykilmenn heimaliðsins
Guðjón og Þor-
björn vita hvað
þeir syngja þeg-
ar þeir hvetja
áhorfendur til að
láta sem mest í
sér heyra á
landsleikjum íslenskra knattspymu-
og handboltamanna inni í Laugar-
dal. Já, iþróttamenn og þjálfarar
hafa lengi vitað það og nú hefur það
verið sannað með vísindalegum að-
ferðum tölfræðinnnar: Hávaðinn í
áhorfendum skiptir öllu máli fyrir
heimaliðið í íþróttakappleik, ef það
ætlar sér að vera nokkuð öruggt um
að sigra.
„Ég myndi segja að þetta væri það
sem mestu máli skiptir. Áhrif mann-
fjöldans á bæði leikmenn og dómara
em líklega það sem mestu varðar
þegar kostir heimavailarins eru ann-
ars vegar,“ segir prófessor Alan
Nevill við íþróttafræðistofnunina í
Liverpool.
Tengslin milli fjölda áhorfenda og
betri stöðu vegna leiks á heimavelli
hafa lengi verið kunn en Nevill og
starfsbræður hans telja sig hafa orð-
ið fyrsta til að færa á það vísindaleg-
ar sönnur með tilraunum.
Tölfræðin hefur sýnt fram á að
nokkuð tryggt sé að lið fari með sig-
ur af hólmi í meira en helmingi
leikja á heimavelli. Nevill og félagar
hans hönnuðu rannsókn til að sýna
fram á hvemig hávaðinn í áhorfend-
um hefur áhrif á þau.
Vísindamennimir fengu til liðs við
sig ellefu hálfatvinnumenn í knatt-
spymu, leikmenn, þjálfara og dóm-
ara. Þátttakendurnir í tilrauninni
vom fengnir til að leggja dóm á lög-
mæti tuttugu og flmm umdeildra at-
vika sem tekin voru upp á mynd-
band, með lýsingu fransks þular, í
Vísindamenn þykjast nú hafa sannað að hávaðasamir áhorfendur geti skipt sköpum fyrir heimaliðið á íþróttakapp-
leik. Hér er sá franski David Ginola hjá Tottenham að fagna sigri með stuðningsmönnum sínum.
Evrópuleik franska liðsins Lens og
hins gríska Panathinaikos.
„Helmingur hópsins horfði á atvik-
in með hávaðann frá áhorfendum í
bakgrunninum en hinn helmingur-
inn horfði á upptökuna með engu
hljóði. Hópurinn sem horfði á upp-
tökuna með hljóði hafði tilhneigingu
til að refsa gestaliðinu meira en
heimaliðinu," segir Nevill.
Eins og nærri má geta var allt
annað upp á teningnum hjá þeim
horfðu á hljóðlausu upptökuna.
Þeir voru gjarnari á að refsa
heimaliðinu meira. Ákvörðun dóm-
arans var svo mjög í takt við af-
stöðu þeirra sem höfðu hljóðið á.
Alan Nevill og starfsbræður hans
segja frá niðurstöðum sínum í bréfi
til læknaritsins Lancet.
Hópurínn sem horfði á
upptökuna með hljóði
hafði tilhneigingu til
að refsa gestaliðinu
meira en heimaliðinu.
Erum við þaö sem viö borðum?
Erfðaþættir hafa áhrif á fæðuvalið
Við erum það
sem við borð-
um, segir ein-
hvers staðar og
með smávægi-
legum útúr-
snúningi má allt eins segja að við
borðum það sem við erum. Dönsk
rannsókn hefur sem sé leitt í ljós
að félagslegir þættir einir saman
ráða ekki úrslitum um hvaða mat
við erum hrifnust af. Þar leikur
erfðamengið stórt hlutverk.
Berit Lilienthal Heitman við
amtssjúkrahúsið í Glostrup gerði
rannsókn á 548 fullorðnum tvíbur-
um á aldrinum 26 til 60 ára. Þar
kom í ljós að meiri líkur voru á
pví að eineggja tvíburar veldu
Sínum augum lítur hver á silfrið
þegar matur er annars vegar. Ekki
eru allir jafnhrifnir af öllum mat og
eiga erfðaþættir þar nokkra sök á.
sömu fæðu en tvíeggja tvíburar.
„Það bendir til að erfðaþættir
ráði því að hluta hvað við veljum
okkur að borða. En erfðaþættirnir
ráða ekki einir ferðinni. Rann-
sóknin sýnir einnig fram á að mat-
arval okkar og hvað það er sem
okkur finnst best ræðst einnig af
því sem okkur var kennt að borða
þegar við vorum börn,“ segir Berit
Heitman í viðtali við danska blað-
ið Politiken.
Rannsóknin, sem greint er ffá í
virtu bandarísku tímariti um nær-
ingarfræði, leiddi í ljós að það er
einkum löngun okkar í ákveðnar
fæðutegundir sem er háð erfðun-
um, það er að segja fæðu sem inni-
heldur mikið af kolvetnum, svo
sem brauð, kornmeti, graut, ávexti
og grænmeti.
Berit Heitman segir að þess kon-
ar fæða eigi sinn þátt í að fólk er
grannt. Rannsóknin bendi því til
að erfðaþættirnir ákvarði kannski
hver okkar eigi að vera grannur
og spengilegur og hver ekki. Eink-
um vegna þess að erfðaþættimir
geri ákveðið fólk sérlega hrifið af
fæðu sem inniheldur mikla
sterkju og treQar.
Fyrri rannsóknir hafa meðal
Rannsóknin sýnir
einnig fram á að
matarval okkar ræðst
einnig afþvi sem okk-
ur var kennt að borða
þegar við vorum böm.
annars sýnt að til er fólk sem er
einkar viðkvæmt fyrir fituinni-
haldi fæðunnar.
Leonardo da
Vinci varð ekki
fyrstur til að
draga upp kort af
tunglinu við upp-
haf 16. aldarinnar, eins og hingað
til hefur verið trú vísindamanna.
Nei, það voru menn sem bjuggu á
írlandi fyrir fimm þús-
und árum.
Tunglkortið þeirra
er skorið í stein sem
fannst í gröf frá ný-
steinöld á þeim ffæga
fornleifastað Knowth í
Meath-sýslu, skammt
norður af Dyflinni.
Kortið ku vera allná-
kvæmt.
„Ég var furðu lost-
inn þegar ég sá þetta.
Það leikur ekki nokk-
ur vafi á að þetta er
elsta kortið sem
nokkurn
tíma hefur
fimdist af
tunglinu,"
segir
kanadiski
Það hleður utan á sig þegar það
snæðir feitt fæði á meðan fitan
hefur engin áhrif á aðra.
visindamaðurinn Philip Stooke
frá háskólanum í Vestur-Ontario
í viðtali við BBC.
Stooke segir að bogarnir á kort-
inu komi nákvæmlega heim og
saman við bogana sem dregnir
voru upp á kortum af tunglinu
löngu síðar.
„Þama er allt. Al-
menn einkenni tungls-
ins og tilteknir staðir
sva sem Mare Humor-
un og Mare Crisium,"
segir Stooke.
„Þeir sem drógu upp
þetta kort af tunglinu
voru fyrstu vísinda-
mennimir. Þeir vissu
heilmikið rnn efhið og
voru langt frá því að
vera ffumstæðir."
Rannsóknir á nýstein-
aldargröfunum á ír-
iandi höfðu áður leitt í
ljós að arkitektar
þessa tíma höfðu
áhuga á himinhvolf-
inu og bjuggu yfir
staðgóðri þekkingu á
gangi sólarinnar.
Forn-írar fyrstir til
að kortleggja tunglið
' "" ■ " ^
1 ^ )} í)\1\ J1 :
Mánasteinn
á hringsóli
um sólina
Stjarnvísinda-
uppgötv-
uðu nýlega
stein á sporbaug
um sólina, mjög
nálægt sporbaug jarðarinnar.
Steinninn er talinn vera milli
30 og 50 metrar í þvermál, að
því er fram kemur í tímaritinu
New Scientist.
Samkvæmt útreikningum
tekur hringferð steinsins um
sólina 1,09 ár og hann er aðeins
9 milljón kílómetrum flær sólu
en jörðin.
Næsta víst er að steinninn,
sem hefur verið gefið auðkenn-
ið 1999 CG9, hafi brotnað af
tunglinu einhvem tíma í fymd-
inni og svifið á brott vegna lit-
ils þyngdarkrafts tunglsins.
Eitt egg á dag
skaðar engan
Eggjabændur
fagna því nú að
framleiðsla
þeirra hefin*
fengið uppreisn
æru. Umfangsmikil rannsókn á
áhrifum eggjaáts þykir sanna
að það auki ekki likumar á
hjartasjúkdómum að borða eitt
egg á dag.
Rannsóknin náði til meira en
eitt hundrað þúsund manna og
var sumum fylgt eftir í fiórtán ár.
Hugsanlegt er að næringar-
efnin í eggjum vegi einhvern
veginn upp á móti öllu kólester-
ólinu sem í þeim er.
„í eggjum er umtalsvert
magn kólesteróls en hófleg
neysla virðist ekki hafa nein af-
gerandi áhrif á hjartasjúk-
dóma,“ segir aðalhöftmdur
rannsóknarinnar.
Eystrasalts-
fiskur dregur
úr frjósemi
Nýjar rann-
sóknir sýna að
konur sem
borða reglulega
feitan fisk úr
Eystrasaltinu og reykja í
ofanálag geta átt í
mesta basli með
að verða óléttar.
Niðurstöður
þessar fengust
við samanburðar- ▼
rannsóknir á fiski-
mönnum við Eystra-
saltsströnd Svíþjóðar og
skyldum þeirra annars vegar og
fjölskyldum á vesturströnd
landsins hins vegar. Feitur fisk-
ur úr Eystrasalti, einkum lax og
síld, inniheldur þrávirk klórefni
eins og PCB. Miklu minna er
um slík efni í flski sem vestur-
strandarbúamir láta ofan í sig.
Rannsókn vísindamanna frá
háskólasjúkrahúsinu í Lundi
leiddi í ljós að konur sem borða
feitan fisk að minnsta kosti
einu sinni í viku og reykja líka
eiga tvisvar sinnum erfiðara
með að verða þungaðar.
fjöl-