Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1999, Blaðsíða 2
22 MÁNUDAGUR 17. MAÍ 1999 Sport Hvað finnst þér? Hverjir verða íslandsmeistarar í knattspyrnu og hverjir falla? Davió Sigurdsson: „Svona í íljótu bragöi virðast mér KR-ingar vera sterkastir og ég tippa á það aö þeir verði meistarar. Víkingar og líklega Grindvíkingar bíta í það súra epli að falla.“ Þóróur Þórmundarson: „Ég spái því að það verði KR- ingar sem vinni, þeir eru með besta liðið. Ég á voöalega erfitt með að spá um hverjir falla en hið minnsta verða það líklega Víkingar." Kjartan Björnsson: „Ég segi að það verði Skaga- menn í þetta skiptið. Þeir eiga eftir að sýna hvaö í þeim býr. Það er erfitt að spá í fallið en það verða örugglega Víkingar sem fara beint niður aftur.“ „Það verða KR-ingar sem hampa titlinum þetta árið. Um botnbaráttuna vil ég segja að það verða Grindvíkingar og Víkingar sem falla niður í 1. deild.“ x>v „Meiri tími með börnunum" - segir Haraldur Ingólfsson, knattspyrnumaður hjá Elfsborg þroska þeirra og uppvexti. Það var lítill tími aflögu heima. Mað- ur var að vinna til 17 eða 18 og eft- ir það var æfing, svo maöur hitti bömin eld- snemma á morgnana eða á kvöldin. A Nú M hef- JmL „Elfsborg er með mjög sterkan hóp,“ segir Harald- ur Ingólfsson, sem er að hefja annað keppnistímabil sitt hjá knattspymufélaginu Elfsborg í Svíþjóð. Elfsborg er i 100 þúsund manna borg, Borás, um 60 kílómetra frá Gautaborg. „Við unnum keppni vara- liða í fyrra. Liðunum er skipt í riðla landfræðilega. 1 okkar riðli em liðin í og við Gautaborg, þar á meðal hið fræga lið Göteborg. í vara- liði Göteborg voru frægir kallar, svo sem Johnny Ekström sem náði sér ekki á strik með liðinu í fyrra. Við unnum okkar riöil og sigmðum í átta liða úrslit- um. Þetta em mikil ferðalög. Við erum nánast alltaf í rútu, sérstaklega þeir sem eru líka í varaliðinu. 1 Gautaborg eru þrjú liö, Göteborg, Örgryte og Vástra Frölunda, en töluverður akstur er til hinna lið- anna.“ Meiri sóknar- ^jgj knattspyrna ' ár „Elfsborg i hefur verið þekkt fyrir skemmti- lega sókn- j arknatt- spymu en í fyrra breyttist það með þjálfara, Kalle Björklund. Hann er þekktur fyrir leið- inlegan varnarbolta og áhorfendum fækkaði að meðaltali úr 7.000 í 6.000. Nú má merkja breytingar á leikstílnum, við sækjum meira, sérstaklega á heima- veUi. Sænsk lið hcifa þann leiðinlega sið á útivelli að bakka heim og pakka í vöm. Ég missti úr þrjá mánuði á undirbúnings- tímabilinu í fyrra og ^ - þegar ég var frískur í apríl var Björklund búinn að móta liðið. Hann var ekki tilbú- inn að veita mönnum tæki- færi. Ég fékk einn leik gegn Hammarby og var valinn annar af bestu mönnum liðsins en var svo sparkað úr liðinu í næsta leik. Þetta er mjög svekkjandi og menn missa sjálfstraustið." Þess má geta að Haraldur hefur komið inn á sem varamaður í öllum leikjum Elfsborgar á þessu tímabili. Það er mikil aðsókn á leik- ina og er mikið skrafað og spjallað um knattspymu." Lítill tími aflögu heima „Ég er mjög ánægður að geta haft af því atvinnu að spila knattspymu. Við kon- an mín, Jónína Víglunds- dóttir, eigum tvö börn, þriggja og fimm ára, og það er skemmti- ur maður meira tækifæri að kynnast bömunum. Ég vildi ekki hafa misst af þessu tækifæri. Einnig er gaman að kynnast nýrri menningu og siðum. Ég er með samn- ing út árið 2000 og ætla að taka þessu rólega til hausts- ins, en þá tek ég ákvörðun um framhaldið en er salla- rólegur nú,“ segir Haraldur Ingólfsson. -EJ Keppi um stoðuna við gamlan jaxl „Björklund sagði í vor að nú myndi hann gefa fleiri leikmönnum tæki- færi og að menn yrðu að I grípa það þegar að þeim kæmi. Við spilum yfir- leitt 4-3-3 og ég er að keppa við gamlan jaxl um stöðu. Hann hefur verið að spila vel, en ég hef einnig fengið tækifæri. HW Boras mjaf mm Haraldur ingoifsson ætlar að bíðá rólegur til haustsins en skoða þá framhaldið hjá sér. Hann er með samning við Elfsborg út tímabilið‘2001. DV-mynd EJ nyj um Hermann stjórnar Leikmenn enska knattspyrnuliðsins Brentford eru komnir til Tenerife á Kanaríeyjum í boði félags- ins og halda þar upp á meistaratitil D-deildarinnar út þessa viku. Engir þjálfarar eru með í fór en í tveimur æfíngaleikjum i ferðinni munu tveir leik- manna, Eyjapeyinn og landsliðsbakvörðurinn Her- mann Hreiðarsson og fyrirliðinn, Paul Evans, stjórna liðinu. MikUl hugur er í herbúðum Brent- ford og stefnan hefur verið sett á að fara aftur upp um deild næsta vetur. -VS IF er 20 ára í dag íþróttasamband fatlaðra er 20 ára í dag, 17. maí, og er afmælisins minnst á margvíslegan hátt. í gær var á dagskrá ratleikur í Laugardal og í dag fer fram gróðursetning í Vilborgarlundi í Grafarvogi. Þá verður af- mælismóttaka klukkan 17 í Ársölum á Hótel Sögu en þar koma fram tón- listarmenn, sumir þeirra úr röðum fatlaðra, auk þess sem fluttar verða kveðjur og ávörp. Robert D. Steadward frá Kanada, forseti Alþjóða Ólympíusambands fatlaðra, er staddur hér á landi í tilefni afmælisins og ræðir m.a. við forseta íslands, forseta ÍSÍ og íþróttafulltrúa ríkisins. -VS Bland í poka Bergur Jacobsen, sem lék með Leiftri í úrvalsdeildinni í knattspyrnu i fyrra, er genginn til liðs við 2. deildarlið HK. Bergur, sem er sænskur rikisborgari, er sonur Páls Guólaugssonar, þjálfara Leifturs. Schutterwald heldur sæti sínu í þýsku A-deildinni í handknattleik. Hameln, gamla lið Alfreös Gislasonar, sigraði Schutterwald, 23-18, i síðari leik liöanna um sæti í A-deildinni á laugardaginn en Schutterwald hafði áður unnið á heima- velli sínum, 21-16, og hélt því sæti sínu með því að skora fleiri mörk á úti- velli. Framarar sigruðu Þrótt R., 5-1, í æf- ingaleik á grasvellinum á Laugar- vatni á laugardaginn. Athygli vakti að þýski knattspymumaðurinn Mario Batista, sem kominn er til Framara til reynslu, fékk ekkert að spreyta sig i leiknum. Zoran Miljkovic kom til landsins frá Júgóslavíu á laugardag og vonast til að geta spilað með ÍBV í sumar. Eyjamenn bíða þó enn eftir að fá leikheimUd fyrir hann frá júgóslavneska knattspyrnu- sambandinu, en þar er hann í eins árs banni, eins og fram hefur komið. Arnljótur Daviós- son knattspyrnu- maður er hættur hjá Fram en hann hafði æft með liðinu i allan vetur. „Það náðist ekki sam- komulag um áfram- hald og ég æfi því bara sjálfur þessa dagana. Ég hef þó fullan hug á aö spila í úrvalsdeildinni í sumar," sagði Amljót- ur við DV í gær. Þjóðverjar unnu tvo ótrúlega ömgga sigra á Ungvetjum i vináttulandsleikj- um í handbolta sem fram fóm í Ung- verjalandi um helgina. Þeir enduðu 25-16 og 23-15. Sigramir voru þó dýr- keyptir því bæði Stefan Kretzschmar og markvörðurinn Henning Fritz meiddust og tvísýnt er hvort þeir geta spilað með Þjóðveijum á HM i Egypta- landi í næsta mánuði. Norska kvennaliðið Bœkkelaget sigr- aði í Evrópukeppni bikarhafa í hand- knattleik. Bækkelaget sigraði spænska liðið Mislata, 22-24, í síðari leik liðanna á Spáni og vann samanlagt 50-35. Danska landsliðskonan Anja Andersen var markahæst í Bækkelaget með 9 mörk. Þá vann danska liðið Viborg sig- ur í EHF-keppninni. Viborg vann Györ frá Ungverjalandi, 28-21, og samanlagt með fjögurra marka mun. -VS/GH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.