Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1999, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 17. MAÍ 1999 41 DV Sport ‘ Komust ekki fram hjá tjörninni í gæðingaskeiði - Gustarar í veðurhremmingum Gustarar í Kópavogi lentu í mikl- um hremmingum vegna veðurs á íþróttamóti félagsins um helgina. Það tókst að ljúka mótinu en gæð- ingaskeiðið varð afgangs vegna stórrar tjarnar sem myndaðist á að- alkeppnisbrautinni. Keppt var í sex flokkum. Full- orðnir kepptu í 1. og 2. flokki en ungknapar i ungmenna-, unglinga-, barna- og poliaflokki. Guðmundur Skúlason og dætur hans tvær voru sigursæl. Hann hlaut tvo gullpeninga, Berglind Rósa fjóra gullpeninga og Guðný Birna einn gullpening. Flest hrossa þeirra eru frá Svignaskarði eins og ættfaðirinn Guðmundur sem er son- ur Skúla í Svignaskarði. í 1. flokki voru hjónakomin Páll Bragi Hólmarsson og Hugrún Jó- hannsdóttir sigursæl og hirtu nán- ast alla gullpeningana og bikarana. Hugrún sigraði í fjórgangi, tölti og íslenskri tvíkeppni á Blæ frá Siglu- vík en Páll Bragi í slaktaumatölti á Brúnhildi frá Minni-Borg og flmm- gangi á ísak frá Eyjólfsstöðum. Jafn- framt var hann stigahæsti knapinn. Sigurjón Gylfason sigraði í 150 metra skeiöi á Neistla frá Gili á 15,6 sek. í 2. flokki skiptust gullverðlaun milli þriggja knapa. Guðmundur Skúlason sigraði í tölti og íslenskri tvíkeppni á Sjöstjörnu frá Svigna- skarði, Sirrý Halla Stefánsdóttir sigraði í fjórgangi á Toppi úr Kópa- vogi og Maríanna S. Bjarnleifsdóttir 'varð stigahæst í 2. flokki. I ungmennaflokki skiptu Birgitta D. Kristinsdóttir og Sigurður Hall- dórsson á milli sín gullverðlaunum. Birgitta sigraði í fjórgangi, tölti og íslenskri tvíkeppni á Ósk frá Refs- stað en Sigurður í frmmgangi á Lómi frá Bjamastöðum en jafnframt varð hann stigahæstur ungmenna. Berglind Rósa Guðmundsdóttir fékk fern gullverðlaun af fimm í unglingaflokki. Hún sigraði í tölti og íslenskri tvíkeppni á Maístjömu frá Svignaskarði og fimmgangi á Óttu frá Svignaskarði. Jafnframt varð hún stigahæst unglinga. Svan- dís Dóra Einarsdóttir sigraði í fjór- gangi á Ögra frá Uxahrygg. í barnaflokki fengu þrír knapar gullpening. Vala Dís Birgisdóttir fékk tvo gullpeninga fyrir sigur í ís- lenskri tvíkeppni og hún var stiga- hæsti knapi barna. Vala Dís keppti á Kolgrími frá Hellnatúni. Bjamleifur Bjarnleifsson sigraði í tölti á Tinna frá Tungu og Ólafur Andri Guðmundsson sigraði í fjór- gangi á Óðni frá Skógskoti. Gustarar leyfa einnig alyngstu knöpunum að spreyta sig. Þeir keppa í þrígangi (feti, brokki og tölti) í pollaflokki. Guðlaug Rut Þórsdóttir sigraði í þrígangi á Sælu frá Reykjavík en einnig kepptu þeir í tölti og þar sigraði Guðný Bima Guðmundsdóttir á Litla Rauð frá Svignaskarði. Hjónakornin Páll Bragi Hólmarsson og Hugrún Jóhannsdóttir voru sigursæl á íþróttamóti Gusts. -e Y Landsliðseinvaldurinn sýndi meistaratakta - á World Rank-móti Geysis „Hvemig haldið þið að kýrin sé fyrst kálfamir em svona,“ sagði eitt sinn bóndi er sá kálfa griðkonu á bæ Bland i Svíar heldu fyrsta viðmiðun- armót sitt fyrir val á landslið- sknöpum um helgina. Fljótt á litið eru fimm stóð- hestar í Svíþjóð líklegir lands- liðskandidatar. Þrír knapar og hestar skáru sig úr í fjórgangsgreinunum og slást um sæti í tölti og fjórgangi. Hreggviður Eyvindsson sigraði í tölti og fjórgangi á stóðhestinum Kjama frá Kálfsstöðum og hefur Kjami aldrei verið betri, að sögn kunnugra. Yfirferðartöltið og brokkið vekja sérstaka aðdáun. Sveinn Hauksson stóð sig vel með stóðhestinn Hrímni frá Ödmárden og Ylfa Hagander, heimsmeistari í slaktaumatöiti, þykir einnig líkleg með stóðhest- inn Mökk frá Varmalæk. í flmmgangi er Hreggviður Ey- vindsson með stóðhestinn Flipa frá Österáker og Sveinn Hauks- son með stóðhestinn Frama frá Haringe. Næsta viðmiðunarmót í Sví- þjóð er 20. júní en síöasta mótið verður 8.-12. júlí. sínum. Þessi saga kemur opnu World Rank-móti Geysis ekki við að öðru leyti en því að erlendir knapar hljóta að spyija. „Hvemig verður íslenska lands- liðið fyrst landsliðseinvaldurinn er svona sterkur." Geysismenn kláruðu íþróttamót sitt á einum degi. Mótið var opið World Rank-mót og fara einkunn- ir knapa á World Rank-listann. Nokkur óánægja var með misræmi í dómum og munaði töluverðu á einkunnum dóm- ara þegar munurinn var mestur. Einnig töldu margir knapar að ein- kunnir hefðu verið lágar og það hindr- aði möguleika þeirra á að komast á ís- landsmót því knapar verða aö hafa náð lágmarkseinkunnum til að komast á ís- landmótið. Sömu sigurvegarar voru á opna mót- inu og Geysismótinu í bama-, ung- linga- og 1. flokki og vora Geysismenn þar tvöfaldir meistarar en Sigurbimi Bárðarsyni og Vigni Siggeirssyni tókst að ná í bikara í 1. flokki á opna mótinu. Keppt var í fjórum flokkum hjá Geysi. í 1. flokki sigraði Sigurður Sæ- mundsson landsliðseinvaldur í fjór- gangi, tölti og íslenskri tvíkeppni á Esj- ari frá Holtsmúla. Dóttir hans Katrin sigraði í funmgangi á Sögu frá Holts- múla. Magnús Benediktsson sigraði í gæðingaskeiði á Leó frá Hítarnesi, Hallgrímur Birkisson var stigahæstur knapa og Guðmundur Guðmundsson sigraði í skeiðtvíkeppni á Jarli frá Álf- hólum. í 2. flokki sigraði Ólafur Þórisson í fjórgangi og íslenskri tvíkeppni á Stæl frá Miðkoti og hann varð einnig stiga- hæsti knapinn. Nicki Pfau sigraði í tölti á Páfa frá Stekkjarbakka. í unglingaflokki fékk Rakel Róberts- dóttir öll fimm guilverðlaunin. Hún keppti á Hersi frá Þverá og Fáfni frá Hala. í bamaflokki sigraði Elín Sigurðar- dóttir í fjórgangi og íslenskri tvíkeppni á Ósk frá Ey og hún varð einnig stiga- hæsti knapinn. Hekla Kristinsdóttir sigraði í tölti á Fána frá Hala. í 2. flokki, unglingaflokki og bama- flokki voru sömu sigurvegarar og á Geysismótinu. Þeir hafa ailir verið taldir upp hér að framan. Sigurbjöm Bárðarson, bóndi að Oddhóli á Rangárvöllum, mætti til keppni á opna mótinu ásamt konu sinni, Fríði H. Steinarsdóttur, og fleiri knöpum. Sigurbjöm keppir enn fyrir Fák en Fríða fyrir Geysi. í 1. flokki sigraði Sigurbjöm í funmgangi, gæð- ingaskeiði og skeiðtvíkeppni á Byl frá Skáney en hann varð einnig stigahæst- ur keppenda. Sigurður Sæmundsson sigraði í fjórgangi á Esjari frá Holts- múia og Vignir Siggeirsson á Ofsa frá Viðborðsseli. Gráblesa ekki í úrtöku Logi Laxdal, heimsmeistari i skeiði, hefur ekki ákveðið hvort hann nýtir rétt sinn til að fara sem ríkjandi heimsmeistari á næsta heimsmeistaramót meö keppnishest sinn Sprengi-Hvell. Hann á marga aðra möguleika enda er hann með góða skeiðhesta hér heima. „Ég þarf að fara út og sjá hvort Sprengi-Hvellur er í góðu formi. Ef mér líst ekki á hann fer ég ekki með hann en prófa annað hross hér heima. Ekki verður farið með Gráblesu frá Efsta-Dal í úrtökuna fyrir heimsmeist- aramótið í Þýskalandi," seg- ir Logi. Logi er ekki lengi að nefna þá sjö knapa og hesta sem hann vildi hafa í sínu lands- liði. Þeir eru: Ásgeir S. Herbertsson með Farsæl frá Amarhóli Hans F. Kjerúlf með Laufa frá Kollaleiru Logi Laxdal, heims- meistari í skeiði. Auðunn Kristjánsson með Baldur frá Bakka Sigurður V. Matthías- son með Glað frá Sigríð- custöðum Guömundur Einars- son með Ótta frá Miðhjá- leigu Atli Guðmundsson með Orm frá Dallandi Sveinn Ragnarsson með Reyk frá Hoftúnum. -EJ Bland í poka Hafnfirðingar frestuðu úr- slitum íþróttamóts sins um viku. Eftir forkeppni á íþrótta- móti Sörla í Hafnarfirði síðast- liðinn laugardag var ákveðið að fresta úrslitunum til næsta laugardags. Ástæðan er mikil rigning á sunnudeginum. Völlurinn var orðinn erfiður yfirferðar og leiðinlegt fyrir knapa að sýna hesta sína í rigningu og í raun- inni lá ekkert á. Flest öll hestamannasam- bönd í FEIF, Félagi eigenda og vina íslenska hestsins, sem ætla að keppa á heimsmeistara- mótinu í Þýskalandi, hafa gert áætlun um úrtökur í sumar. Austurríkismenn hafa skip- að Dr. Claudia Glúck lands- liðseinvald. Úrtökur í Austurríki verða tvær auk austurríska meist- aramótsins. Besti árangur tveggja mótanna gildir í lands- liðið. Þetta eru svipaðar reglur og víða annars staðar. V. Þrír keppendur mynda ítalska landsliðið. Nina MúUer keppir á Spuna frá Syðra-Skörðugili. Hún er á íslandi sem stendur að afla sér meiri keppnisreynslu. Ewald Schmid keppir á Stormi frá Ármóti og kærastan hans, Jacky Staub, á Feng sem er fæddur í Noregi. Ewald og Jacky eru með 50 íslenska hesta í Terenten í Norður-Ítalíu sem er skammt frá Austurríki. Þau fara öðru hverju til Austurríkis á nám- skeið og að keppa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.