Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1999, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1999, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 17. MAÍ 1999 23 DV Sport New York sló Miami út New York tryggði sér sæti í und- anúrslitum NBA-deildarinnar í körfuknattleik í gærkvöldi þegar liðið sigraði Miami, 78-77, i odda- leik sem fram fór á heimavelli Mi- ami. Allan Houston var hetja New York-liðsins en hann skoraði sigur- körfuna þegar innan við ein sek- únda var til leiksloka. Patrick Ewing skoraði 22 stig fyrir New York, Sprewell 14 og Larry John- son 13 en fyrir Miami var Morning með 21 stig, Brown 16 og Mashburn 16. Urslit um helgina: Aðfaranótt sunnudags: Philadelphia-Orlando.......101-91 Iverson 37, Snow 20, Hughes 14 - Ander- son 29, Hardaway 17, D.Armstrong 14. Philadelphia áfram, 3-1. Minnesota-San Antonio.......85-92 Brandon 27, Gamett 20, Smith 12 - Robinson 19, Johnson 17, Duncan 16. San Antonio áfram, 3-1. Houston-LA Lakers ...........88-98 Barkley 20, Pippen 19, Olajuwon 18 - Shaq 37, Bryant 24, Harper 13. Lakers áfram, 3-1. Aðfaranótt laugardags: Detroit-Atlanta ...........103-82 Hill 23, Dumars 20, Dele 17 - Smith 21, Long 13, Gray 13. Staðan var 2-2 fyrir oddaleik í nótt. New York-Miami..............72-87 Ward 12, Houston 12„ Ewing 11 - Porter 16, Mouming 16, Weatherspoon 14. Sacramento-Utah ............89-90 Webber 18, Wahad 16, Divac 14 - Malone 23, Anderson 16, Stockton 12. Staóan var 2-2 fyrir oddaleik í nótt. -VS/GH Tékki í HK - örvhent skytta frá Dukla Prag HK er að fá til sín öflugan tékkneskan handknattleiksmann, Jiri Videk að nafni. Videk er 22 ára gamall, örvhent skytta, og á að fylla skarð Sig- urðar Sveinssonar, þjálfara HK, sem hefur lagt skóna á hilluna eins og kunnugt er og mun stjóma liðinu af bekknum. Videk, sem á dögunum varð tékkneskur meistari með Dukla Prag, er hávaxinn, 1,97 m á hæð, og sagður einn efnilegasti handknattleiksmaður Tékka. Hann á sæti í landsliðshópi þeirra. HK hefur náð samkomulagi um félagaskiptin, bæði við Videk og Dukla Prag, og samningur hefur ver- ið sendur til Tékklands til undirritunar. Lið HK styrkist því enn því áður hafði Sverrir Bjömsson úr KA geng- ið til liðs við Kópavogsfélagið. Hann skrifaði undir samning á föstudag- inn. -VS island vann fyrri landsleikinn gegn Kýpur, 42-11, í Kaplakrika á laugar- daginn og setti um leið tvö met í landsliðssögunni. 31 marks sigur er stærsti sigur hjá landsliðinu frá upp- hafi en ísland haföi áður unnið Grænlendinga stærst með 26 marka mun 25. desember 1995. Stærstu sigrar frá upphafi: 31 Ísland-Kýpur 15/5/99 ..... 42-11 26 Ísland-Græniand 15/12/95 .. 40-14 23 Ísland-Lúxemborg 10/1/70 .. 35-12 23 Ísland-Belgía 20/12/80 ... 33-10 Auk þess að vinna leikinn með 31 marki setti liðið markamet er það bætti 33 ára gamalt markamet frá því í leik gegn Bandaríkjamönnum í New Jersey 17. maí 1966. Þá skoraði ís- lenska liðið 41 mark en þetta var i þriðja sinn sem ísland nær að skora 40 mörk í leik. Flest mörk í leik frá upphafl: 42 Ísland-Kýpur 15/5/99 41 fsland-Bandaríkin 17/5/66 40 Ísland-Grænland 15/12/95 Ingólfur Snorrason karatemaður sigraði i opnum flokki á danska meistaramótinu um helgina og varð í 3. sæti i sínum þyngdarflokki. Að auki varð hann fyrir valinu sem efnilegasti keppandinn í flokki kyu- gráða. Edda L. Blöndal stóð sig einnig vel en hún varð í 2. sæti i +60 kg. flokki. -GH/ÓÓJ ■ \ * 0-1, 5-1, 5-3, 10-3, 11-4, 19-4, 20-5, (20-6), 20-7, 25-7, 25-8, 27-8, 30-9, 31-11, 42-11. Mörk íslands: Valdimar Gríms- son 10/4, Gústaf Bjarnason 8, Bjarki Sigurðsson 5, Aron Kristjánsson 4, Ólafur Stefánsson 3, Geir Sveinsson 3, Dagur Sigurðsson 3, Sigurður Bjamason 3, Róbert Sighvatsson 2, Júlíus Jónasson 1. Varin skot: Birkir fvar Guð- mundsson 4, Sebastian Alexanders- son 15. Mörk Kýpur: Sawas Constinou 5, Coastas Kokkinos 4, Filaretos Filar- etou 1, Christos Palacontas 1. Varin skot: Nicos Onoufriou 5, Conatas Giorgos 2. Brottvísanir: ísland 2 mín., Kýp- ur 2 mín. Dómarar: Malena Nilsson og Mon- ika Hagen frá Sviþjóð. Dæmdu auð- dæmdan leik vel. Áhorfendur: Um 200. Maður leiksins: Gústaf Bjama- son. Kýpur (2)13 Island (16)34 Valdimar Grímsson, Olafur Stefánsson, Sigurður Bjarnason, Aron Kristjánsson og Róbert Sighvatsson gátu leyft sér að brosa í leikjunum gegn Kýpur í Kaplakrika um helgina. DV-mynd ÞÖK hjá íslendingum í tveimur leikjum gegn Kýpurbúum ísland (20) 42 Kýpur (6)11 BKand i poka 0-10,1-10,1-14, 2-14, (2-16), 2-19,3-19, 4-23, 6-26, 7-28, 10-28, 10-32, 12-32, 12-33, 13-33, 13-34. Mörk Kýpur: Kokkinos Coastas 6/2, Tsiolis Klitos 2, Tsiolis Christos 2, Tauosianis Zacharias 1, Constinou Savas 1, Michael Apostolos 1. Varin skot: Giorgos Conatas 5. Mörk íslands: Valdimar Gríms- son 11/7, Bjarki Sigurðsson 7, Ólafur Stefánsson 6, Aron Kristjánsosn 2, Dagur Sigurðsson 2, Konráð Olavson 2, Júlíus Jónasson 2, Róbert Sighvats- son 1, Geir Sveinsson 1. Varin skot: Sebastian Alexanders- son 12, Birkir ívar Guðmundsosn 8. Brottvisanir: Kýpur 8 mín., ísland 8 min. Dómarar: Malena Nilsson og Mon- ika Hagen frá Svíþjóð. Áhorfendur: Um 150 Maður leiksins: Sebastian Alex- andersson. Sebastian varði 29 af 36 skotum sem komu á hann gegn Kýpur eða 81% skota þeirra sem á markið komu. Þeir voru ekki eftirminnilegir landsleikirnir tveir í undankeppni Evrópumótsins í handbolta sem ís- lendingar léku gegn Kýpverjum um helgina. Þaö var þá kannski helst fyrir þær sakir aö þetta voru tveir af stærstu sigrum íslands frá upphafi, því mótherjarnir eru örugglega slakasta handboltaliö sem komið hefur til landsins. Alls unnust leik- imir tveir með 52 marka mun og gleymast eflaust fljótt því nú tekur alvaran við hjá landsliöinu og þaö þarf heldur betur meira en vinstri höndina til að leggja Svisslendinga af velli í lok mánaðarins. Fyrsta markið á 22. mínútu ísland vann seinni leikinn, 34-13, þar sem eina spennan í leiknum var yfir því hvort Kýpverjum tækist nú að skora í fyrri hálfleik. Þeir gerðu sitt fyrsta mark ekki fyrr en eftir 21 mínútu og 36 sekúndur en þá hafði íslenska liðið þó aðeins gert 10 mörk í leiknum. Islenska liðið hélt haus í fyrri hálfleik, gerði þá 16 mörk gegn 2 og hélt Kýpverjum í 8,3% skotnýtingu í hálfleiknum. í seinni hálfleik var kæruleysið í liðinu allsráðandi, Kýpverjar gerðu 11 mörk, þar á meðal 3 í röð sem lýsir aðeins afar döprum kafla hjá íslenska liðinu. Vcddimar Grímsson gerði 21 mark í 24 skotum í leikjunum tveimur og nýtti öll 7 víti sín og var líklega sá eini sem hélt haus allan tímann ef frá er talinn Sebastian Al- exandersson sem varði 83% skora Kýpverja í leikjunum tveimur. Hin- ir leikmenn liðsins gerðu það sem þurfti en í seinni leiknum duttu okkar menn þó oft niður á hið lága plan Kýpverja. Bjarki Sigurðsson tapaði sem dæmi 5 boltum í seinni leiknum sem er alltof mikiö. Sá stærsti frá upphafi íslendingar unnu sinn stærsta sigur frá upphafi í fyrri leiknum en lokatölur leiksins urðu 42-11 eftir að staðan í hálfleik var 20-6. Eins og úrslit leiksins gefa til kynna var þetta sannkallaður leikur kattarins að músinni. Það sem vakti mesta athygli var hvað íslensku leikmennimir héldu einbeitingunni allan tímann en það er jafnan erfitt þegar mótherjinn er í meira lagi slakur. Það er fátt um þennan leika að segja. Það sem stendur upp úr og kemur leiknum á spjöld sögunnar er 31 marks sigur íslenska liðsins. Engum blöðum er um það að fletta að Kýpverjar eiga margt eftir ólært í íþróttinni en markvisst uppbygg- ingarstarf handboltans þar í landi er hafið og mun eflaust skila beitt- ara landsliði í framtíðinni. Rúmlega helmingur markanna kom eftir hraðaupphlaup í öllum regnbogans litum og allir leikmenn liðsins komust á blað. 11 hraðaupphlaup í röð Alls urðu hraðaupphlaupsmörkin 25 í fyrri leiknum og 11 í seinni leiknum en i fyrri leiknum náði lið- ið því afreki að gera 11 hraðaupp- hlaupsmörk í röð þegar ísland breytti stöðunni úr 8-3 í 19-4. -JKS/ÓÓJ ÞÍN FRÍSTUND -OKKAR FAG / Bíldshöfða 20 • 112 Reykjavík • 510 8020 • www.intersport.is INTER SPORT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.