Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1999, Side 4
Fjórir kátir piltar, sem sátu
saman á skólabekk í Verzló,
eru nú teknir við rekstri
Wunderbars sem er einn ungi
Astróveldisins. Drengirnir eru
allir um tvítugt og ætla að
stíla inn á að fólk á þeim
aldri sæki staðinn sem verður
opnaður í nýrri mynd í kvöld.
„Allir þessir skemmtistaðir
eru með hátt aldurstakmark,
oft 24 ára. Markhópur okkar
er þess vegna fólk á aldrinum
19 til 23 ára,“ segir Magnús
Örn Guðmundsson, einn pilt-
anna. Hinir þrír eru Árni Pét-
ur Jónsson, Eirík Sordal og
Herjólfur Guðbjartsson en
hann er betur þekktur undir
nafninu Búffi.
„Magnús Ármann kom að
máli við okkur og bað okkur
um að taka við staðnum. Okk-
ur þótti tilboðið ögrandi og
ætlum að rífa staðinn upp.
Með því að stíla inn á yngra
djammfólkið erum við líka að
fylla upp í skarð sem hefur
alltaf verið ákveðið vandamál
í skemmtanalífinu. Núna
erum við búnir að taka til
hérna og gera staðinn flottari.
Þetta var náttúrlega orðin
frekar lúin búlla,“ segir
Magnús.
Aðspurður hvers vegna þeir
hleypi ekki takmarkinu niður
í átján ár segir hann það vera
of mikið basl fyrir barþjónana
sem mega ekki afgreiða áfengi
til yngra fólks en tvítugs.
Hann tekur jafnframt fram að
barinn verði ekki neinn
„Verzlóbar“ heldur muni
rikja þar partístemning í anda
kröftugs félagslífs sem pilt-
arnir fjórir hafa nokkra
reynslu af.
Baldur Helga-
son á vefslóðina
m
Er ekki
listarmaður byrjaði í Myndlistar-
skóla Kópavogs, fór siðan í Myndlist-
arskóla Reykjavíkur, svo á myndlist-
arbraut í FB og nú er hann útskrifað-
ur frá Mynd- og hand.
Hvaö hyggstu gera núna þegar þú
ert útskrifaöur?
„Ég vinn við hönnun hjá Gæða-
miðlun. Er á smátölvufylliríi og næ
með því að tengja áhugann algerlega
við vinnu,“ segir Baldur og nokkuð
ljóst að hér er að ræða um mann sem,
þrátt fyrir að vera myndlistarmaður,
hefur hlutverki að gegna fyrir pen-
ingavaldið.
Er mikil myndlistargróska á Netinu?
„Það er allavega mjög mikið af
myndlistarmönnum að þreifa fyrir sér
á Netinu en það er varla hægt að selja
netverk eða sjá fyrir sér með þeirri
vinnu. Ég held að það sé einn karl úti í
heimi sem hefur selt netverk og ég man
ekki einu sinni hvað hann heitir."
En er ekki draumur myndlistar-
mannsins aö losna viö ríkiö og geta
þess í staó fengiö atvinnurekendur og
peningavaldiö meö sér eins og þú?
„Jú. Ég er náttúrlega æðislega
heppinn hvað það varðar og þess
vegna eru margir myndlistarmenn að
fara á tölvufyllirí,“ segir Baldur og
vill annars ekkert ræða um að hann
sé einhvers konar post-endurreisnar-
maður sem hefur tilgang fyrir ein-
hvem annan en listina sjálfa, líkt og
Leonardo da Vinci.
En virka myndlist og peningavald
vel saman í tölvugeiranum?
„Samstarfið á milli atvinnu og lista
skilar sér á báða vegu milli min og at-
vinnurekandans," segir Baldur og
bendir á að hann sé að gera tilraunir
í myndlist sem nýtast atvinnurekand-
anum þegar Baldur er i vinnunni.
„En síðan er spurning hvort verkin,
sem ég er að gera, standa og falla með
tæknibreytingum eða verða enn þá
skemmtileg eftir nokkur ár.“
„Make it snappy
or get lost,“
„Netið bíður upp á mjög stóran
áhorfendahóp. Ég er til dæmis með
póstlista á minni vefsíðu og á hon-
um er fólk frá Bandaríkjunum,
Evrópu og Rússlandi. Enginn frá
Asíu að vísu en fólk hvaðanæva
heiminum er að detta inn á síðuna
hjá mér.“
Er ekki annars búið að drepa mynd-
listina með þessari endalaustu leit aö
frumleika og enginn myndlistarmaöur
nœr í áhorfendur nema þá sem eru
innan geirans?
„Það hefur náttúrlega alltaf virkað
að gera eitthvað nýtt til að vekja á sér
athygli. En hvað sýningarnar varðar
þá er ég allavega æðislega latur við
að fara á myndlistarsýningar. Ég er
líka svolítið óþolinmóður og vil fá
auglýsingahlé eftir 20 sekúndur. „In-
stant Entertainment" er eitthvað fyr-
www.baldur.com
en þar heldur
hann myndlistar-
sýningu þessa
dagana. Hann
sýndi hana líka með
fullt af tölvum upp í
MHÍ um daginn en
þaðan var henni stolið.
Baldur vinnur annars hjá
Gæðamiðlun og er því í raun
endurreisnin holdi klædd.
trúboði
„Nei. Skólinn gerir mann ekki að
neinu,“ segir Baldur Helgason sem
var að útskrifast úr Myndlista- og
handiðaskólanum fyrir fáeinum vik-
um. „Þetta er ekki eins og ef ég hefði
verið að læra tannlækninn. En ætli
ég sé ekki myndlistarmaður og hönn-
uður þar sem ég útskrifaðist af fjöl-
tæknideild."
Sýning Baldurs samanstendur af
málverkum og alls konar flippi á
vefslóðinni www.baldur.com. Þar
er hann einnig að vinna með tón-
listarmanninum Bibba í Curver og
ljósmyndaranum Hara. En á út-
skriftarsýningu skólans var Bald-
ur með þrjár tölvur, geislaspilara
og annað tæknidót sem hann not-
aði til að sýna gestunum sýning-
una. Þessu dóti var stolið.
„Án þess að ég vilji fullyrða það,þá
held ég að þetta sé í fyrsta skipti sem
útskriftarverki sé stolið í MHÍ,“ segir
Baldur og bætir því viö að þjófamir
hafi ekki einu sinni þurft að brjótast
inn í skólann heldur gengu þeir bara
út með allt draslið. „En ég er auðvit-
að heppinn því verkið er á Netinu og
fólk getur kikt á það þótt búið sé að
stela því.“
Endurreisn og
Leonardo da Vinci
Baldur Helgason hefur verið í raun
verið í myndlistamámi frá því hann
var ellefu ára. Þessi 23ja ára mynd-
ir mig. „Make it snappy or get lost,““
segir Baldur og hlær.
Ertu þá afsprengi af þessari vídeó-
MTV-kynslóö sem stundum er talaó
um?
„Ég horfl ekki á sjónvarp. Það er í
mesta lagi að ég nái Startrek í sunnu-
dagasteikinni hjá foreldrum mínum.“
Hvert er stefnan tekin
núna? Framhaldsnám?
„Ég er bara í skólafríi núna,“ svarar
Baldur. „Vinna, borga skuldir og leika
mér en ég fer örugglega tO Bretlands
eða Bandaríkjanna í svoldið græj-
uglaðan skóla eftir eitt, tvö, þrjú ár.“
Af hverju þarftu aö fara í skóla?
„Með skóla kaupir maður sér fri til
að stúdera myndlist."
Er MHÍ ekki nóg?
„Það er varla hægt að gera það sem
ég hef verið að gera í MHÍ því hann
er svo illa tækjum búinn."
Hvaö með boöskap, hefuröu eitthvaö
aö segja meö því sem þú ert að gera?
„Ég er ekki í einhverju trúboði."
Myndlistin hefur kannski ekkert aö
segja lengur?
„Hún getur það en er auðvitað af-
þreying,“ segir Baldur og gefur því
skít í allar meiningar.
-MT
rrn —- —- 4X4I
J+-
. u lL
. fVKlft
OUHtANAN
ÚRSAKö
jUFR*NAN
j ÚR6ANS
JL
JÁ, ÉG BORÐAÐI ÞARNA "K3ARNA60RSARA"
HJÁ TKKUR t HÁ&EGtNU, HVERNIG ER. t»AO...
ER EtNHVER KJARNORKUÚRúANSUR 1
f Ó k U S 28. maí 1999