Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1999, Side 6
GSM
□ □□
□ □□
□ □□
nan
v i ö t a 1
iö
Qunnlaugur
Jónsson
rétt óútskrifaður verkfræðingur
sem vinnur hjá FBA.
Gunnlaugur: „Gulli.“
Fókus: „Hæ, þetta er Fókus.“
G: „Já, sæl og blessuð."
Smábið. Gulli talar við ein-
hvem....
F: „Er ég nokkuð að trufla þig?“
G: „Nei, nei.“
F: „Gott. Hvar ertu annars?“
G: „Ég er héma í FBA.“
F: „Jaaaá, alveg rétt. Þú ert ný-
byrjaður að vinna þar?“
G: „Eeee, já. Ég byrjaði í síðustu
viku.“
F: „Og hvemig líkar þér?“
G: „Bara mjög vel.“
F: „Er það ekki?“
G: „Afskaplega vel.“
F: „Hvað ertu að gera þarna?"
G: „Ég er i gjaldeyrisviðskiptum.“
F: „Jaá. Gefandi starf?“
G: „Mjög.“
F: „Er þetta skemmtilegt fólk sem
þú ert að vinna með?“
G: „Ha?“
F: „Er þetta skemmtilegt fólk sem
þú ert að vinna með?“
G: „Já, mjög svo.“
F: „Já.“
G: „Sérstaklega Einar.“
F: „Sérstaklega Einar? Hver er
Einar?“
G: „Einar? Hann er... hann er
svona náungi."
F: „Hann er svona náungi?"
G: „Jáh.“
F: „Jaá. Er hann sætur?“
G: „Já, mjög svo. Mjög.“
F: „Hi, hi. Er hann á lausu?“
G: „Já. Viltu að ég spyrji hann
hvort hann vilji byrja með þér?“
F: „Já, neinei. Nei, nei, hættu
þessari vitleysu. Þú ert að fara að
horfa á Júróvisjón um helgina?"
G: „Uuu. Já, ætli maður horfi ekki
á Júróvisjón svona til tilbreyting-
ar.“
F: „Er partí?“
G: „Ha?“
F: „Eitthvert partí?"
G: „Já, ég kem til þín í partí"
F: „Þú ætlar að koma til mín?“
G: „Já.“
F: „Og ætlarðu að taka Einar
með?“
G: „Ha?“
F: „Ætlarðu að taka þennan Einar
með?“
G: „Já.“
Fliss og hlátur.
F: „Ókei. Ég ætlaði bara að tékka
aðeins á því hvemig þú hefðir
það. Gott að þér líkar vel í nýju
vinnunni.“
G: „Gaman að heyra í þér.“
F: „Sömuleiðis. Við sjáumst þá.“
G: „Ókei.“
F: „Bæbæ.“
G: „Bæ.“
Tíminn frá því að fólk fer á fætur og þangað til það fer í vínnuna er svoiítið sérstakur. Sumír hafa aðeíns
10 mínútum úr að moða en aðrir geta dólað sér í nokkra klukkutíma. Sarrrt vírðast alltaf allír vera að ffýta sér á
þessum tíma. Reyna að nýta mínúturnar sem best og koma sem flestu í verk áður en faríð er að heiman.
Fókus fylgdíst með fímm manneskjum fara á fætur í víkunní og varð vrtní að fyrstu morgunverkunum.
Góðan daginn
Vekjarakiukkan
hringir 8.15
Leikarar era með lífsklukkuna
öðravísi stillta en gerist og gengur.
Enda vinna þeir ekki frá níu til
fimm og fara svo heim. Leiklistin
er að miklu leyti iðkuð á kvöldin
og þar af leiðandi geta morgnamir
verið bæði langir og rólegir hjá
leikuram. Eins og kvöldin eru hjá
níu til fimm fólkinu. Stefán Karl
Stefánsson er nýútskrifaður úr
Leiklistarskólanum. Hann er að
æfa fyrir tvö leikrit núna og mætir
á æfingar klukkan tíu á morgnana.
„Þessa dagana hringir vekjara-
klukkan mín rúmlega átta. Eins og
gefur að skilja fer ég þá fram úr
rúminu og skelli mér á salemið til
að verða mér út um eina bunu eða
svo. Að því loknu liggur leið mín
yfirleitt í eldhúsið þar sem ég reyni
að finna eitthvað ætilegt," segir
Stefán Karl sem býr í foreldrahús-
um í Hafnarfirði. Venjulega era
mamma hans og pabbi farin til
vinnu þegar hann fer á fætur.
Hann er því einn í kotinu og verð-
ur að redda sér sjádfur.
„Oftast finn ég brauð og bý til úr
því samloku með skinku eða öðru
áleggi sem á boðstólum er. Eins er
alltaf gaman að rekast á jógúrt í ís-
skápnum. Samt verð ég að hafa það
í huga að það er ekki gott að belgja
sig út rétt fyrir æfingu. Þegar ég er
tímanlega á fótum kem ég gjaman
við á hinu ágæta kaffihúsi Súfist-
anum á Strandgötu í Hafnarfirði og
fæ mér einn Cappuchino. Bolli af
svoleiðis kaffi er finn morgunmat-
ur. A Súfistanum kveiki ég líka oft
í fyrstu sígarettu dagsins,“ segir
Stefán en reykingarnar eru nokkuð
sem hann stefnir á að gefa upp á
bátinn fljótlega.
„Röddin er atvinnutæki í mínu
tilfelli. Samt vinn ég skipulega að
því að eyðileggja hana og það geng-
ur ekki. Þessum ósið verð ég að
hætta,“ segir hann og bætir við að
rödd sína verði hann að vekja á
hverjum morgni.
„Þá humma ég og ræski mig og
syng kannski aðeins líka. Þetta
geri ég venjulega í bílnum á leið-
inni á æfingu. Ég á rauðan Nissan
Sunny ‘91 fjórhjóladrifinn með
spojler og gerviálfelgum. Það er
fínt að humma í honum. Þaðan
hringi ég líka stundum í bankann
eða endurskoðandann til að nota
tímann."
Stefán segir að engir tveir
morgnar séu eins. Stundum vaknar
hann of seint en hann hefur þróað
með sér aðferð til að halda ró sinni
þegar það gerist.
„Það þýðir ekkert að stressa sig
upp þegar maður er hvort eð er
orðinn of seinn. Aldrei skyldi seinn
maður flýta sér, þá fer bara allt í
klessu. Enda skiptir miklu máli
hvemig maður vaknar, dagurinn
mótast af því,“ segir Stefán Karl.
Allt snýst um
Þórey Vilhjálmsdóttir er tuttugu
og sex ára. Hún er annar eiganda
fyrirsætuskrifstofunnar Eskimo
models og tiltölulega nýbökuð móð-
ir. Sonur hennar er sjö mánaða og
hans vegna er vekjaraklukka óþörf
á heimilinu.
„Hann vaknar klukkan hálfsjö
og alltaf geri ég klukkutíma langa
tilraun til að svæfa hann aftur. Sú
tilraun mistekst undantekningar-
laust. Á endanum förum við fram
úr klukkan hálfátta og þá vind ég
mér undir eins í að útbúa morgun-
mat, stappa banana og svoleiðis.
Sjálf fæ ég mér yfirleitt komflex og
mjólk, ýmist heilsukornflex eða
óhollt með sykri. Það fer eftir skap-
inu,“ segir Þórey.
Eins og hjá öllum mæðrum snú-
ast morgnamir nær eingöngu um
barnið. Þegar hún er búin að gefa
syninum morgunmat, klæðir hún
hann í föt, leikur við hann og fer
með hann í göngutúr.
„Ég reyni líka að nýta morgnana
í að sinna heimilinu. Sá stutti fær
sér hálftíma blund fyrir hádegið og
þá tek ég til og er ægilega myndar-
leg. Enda er það eini tíminn sem ég
hef til að halda heimilinu í þokka-
legu standi.“
Þórey mætir í vinnuna um há-
degisbU og þá tekur mamma henn-
ar við baminu. Maðurinn hennar
Þóreyjar sefur til átta og fer þá í
vinnuna. Brátt mun hann þó þurfa
að taka meiri þátt i morgunverkun-
um þar sem Þórey stefnir á að
byrja að vinna frá níu tU fjögur eft-
ir nokkra daga.
„Það kemur ekki nógu vel út að
reyna að vera aUt í einu, húsmóðir,
móðir og bisnesskona. Þess vegna
ætla ég að byrja að vinna eins og
venjuleg manneskja og láta það
gott heita þótt það bitni á húshald-
inu. Bamið er númer eitt, svo
vinnan og íbúðin í þriðja sæti. Eins
þarf ég að virkja manninn minn
betur á morgnana svo þetta gangi
upp,“ segir Þórey.
Hreiðar Már Sigurðsson,
aðstoðarforstjóri Kaupþings,
vaknar aUtaf og ævinlega á sama
tíma. Morgnarnir hjá honum eru i
föstum skorðum og hann gengur
hreint tU verks um leið og hann
vaknar.
„Það fyrsta sem ég geri er að
bursta í mér tennurnar. Svo fer ég
í sturtu og hef hana heita. Mér
líkar Ula við kaldar sturtur á
morgnana og eins er betra að húð-
in sé heit þegar ég raka mig eftir
sturtuna. Inni á baðherberginu
tek ég líka aUtaf eina magnamín-
piUu,“ segir Hreiðar Már.
Hann er ekki einn á morgnana.
Með honum vaknar sjö ára sonur
hans og þeir feðgar borða saman
seríós og lesa blöðin á meðan
mæðgurnar á heimUinu sofa.
„Það er mjög mikUvægt fyrir
mig að lesa blöðin á morgnana. Ég
þarf að fylgjast með nýjustu
fréttum, og þá sérstaklega úr
viðskiptalífinu en klukkan hálf-
níu fer ég aUtaf á fund með vinnu-
félögunum þar sem farið er yfir
þróun og horfur á fjármálamark-
aðnum. Þegar við feðgamir erum
búnir að nærast, lesa blöðin og
ræða málin, held ég af stað í vinn-
una. Það siðasta sem ég geri áður
en ég fer út úr húsinu er að binda
bindishnútinn. Ég man ekki eftir
að hafa farið í vinnuna án þess að
hafa bindishnútinn hnýttan. Hann
er jafnframt það fyrsta sem ég losa
mig við þegar ég kem heim á
kvöldin,“ segir Hreiðar og leggur
af stað í vinnuna fjörutíu
minútuum eftir að hann vaknar.
6
f Ó k U S 28. maí 1999