Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1999, Blaðsíða 10
30 MÁNUDAGUR 14. JÚNÍ 1999 Sport i>v Bland í Meöan á Pœjumótinu stóð var starfrækt útvarp í Eyjum, FM 104,7, þar sem stiklað var á því helsta sem gerðist á mót- inu. í lok hvers keppnisdags var gefið út blað þar sem helstu úrslit komu fram og skemmtilegar sögur voru skrifaðar. Á setningarathöfn móts- ins áttu fjórir fallhlífar- stökkvarar að lenda á Týsvell- inum en að- eins einn hitti. Tveir lentu á umferðargötu og sá síð- asti rétt slapp við að lenda niðri i sjó en sem betur fer slasaðist enginn þeirra. Óhöppin virtust elta mótið því á kvöldvöku sem haldin var á fóstudag áttu eldgleypar að sýna listir sínar. Þeir voru að- eins of bráðir að kveikja á kyndlum sinum eða hálftíma of snemma. Þegar eldgleyparnir uppgötvuðu það, reyndu þeir að slökkva eldinn en ekki tókst betur en svo að þeir kveiktu í gólfinu í íþróttahúsinu þannig að allt fylltist af reyk. Þaö tókst að slökkva eldinn áður en illa fór. Pœjumótiö fékk nýja styrktaraðila til liðs við sig i ár og nefndist mótið því KÁ-mótið i fyrsta sinn í stað Pepsí-móts undanfarinna ára. Rigningin á mótinu jók starfsábyrgð fararstjóra til muna og unnu þeir margir baki brotnu á kvöldin við að þurrka rennblaut fot stúlknanna og handþvo skituga bún- inga sem þekktust vart fyrir drullu. Setningarathöfn móts- ins í ár var sú glæsileg- asta frá upphafi. Hjalti Úrsus Árnason og Auð- unn Jónsson sýndu krafta sína og stúlkumar tóku þátt í skemmtilegri risaskrúðgöngu. Ný regla um markatölu heppnaðist mjög vel á mótinu en hún segir að ekki sé hægt að sigra í leik með fleiri en þremur mörkum þannig að þrátt fyrir að lið ynni 10-0 fékk það sigurinn skráðan sem 3-0. Þessi nýja regla varð til þess að betri varnar- leikur var spilaður og því voru vamarmennirnir á mótinu eftirtektarveröir en ekki bara þeir sem skoraðu mörkin. Mótsstjórn boðaði kepp- endur á Hásteinsvöll í lok keppni í gær og verðlaun- aði óvænt aila keppendur með medalíu fyrir þátt- tökuna. Sólveig Þórarinsdóttir úr KR: Loksins í úrslit Sólveig Þórarinsdóttir er fyrirliði 3. flokks KR en KR- stúlkur urmu Breiðablik í undanúrslitum. Þessar stúlkur komust því í úrslit í fyrsta skipti á Pæjumóti. „Við stefnum á að vinna Val í úrslitunum. Það er rosa góður mórall I liðinu og við erum allar mjög góðar vinkon- ur. Það eru bæði mjög góðir einstaklingar í liðinu og góð liðsheild. Við reynum að spila vel á milli okkar og svo fer maður sjálfur lika og sólar,“ sagði Sólveig. KR-stúlkur gera líka margt annað á Pæjumóti en að spila fótbolta. „Við förum í sund og tölvuspil og svo erum við voða mikið inni í herbergi að spjalla saman og dúlla okkur,“ sagði Sólveig að lokum. VOLV Stúlkurnar frá Siglufirði voru lengst að komnar en þær skemmtu sér konunglega eins og aðrar pæjur í Eyjum um helgina. Siglfirðingar: Lukkudýrið Afi Robbi KS-stúlkur voru með það lið sem komnar voru lengst að tO að keppa á Pæjumótinu. Þær óku í rútu frá Siglufirði til Þorlákshafnar og síðan tóku þær Herjólf til Eyja. „Flestir .voru með gubbupestina á leiðinni. Ég ældi ekki neitt þvi ég verð aldrei sjóveik," sagði Ragnheiður Steina Róbertsdóttir sem lét ferðalagið ekkert á sig fá. „Þetta mót er mjög skemmtilegt þótt við töpum. Við erum að vísu búnar að vinna tvo leiki. Það er skemmtOegast að vinna leikina og líka að spranga," sagði Ragnheiður í kapp við vinkonu sína Ölmu Birgisdóttur. KS-stúlkurnar voru með lukkudýr sem heitir Afi Robbi. „Hann heitir í höfuðið á afa mfnum. Afi Robbi gaf okkur eiginlega bara lukku í tvö skipti," sögðu stúlkurnar sem voru byrjaðar að undirbúa sig fyrir ferðalagið tO baka en þær lögðu af stað í gærkvöldi með Herjólfi og óku svo í aOa nótt með rútu tO Siglufjarðar. Stigsmunur milli ára Hólmar Sigþórsson og sonur hans, Ómar Karl, voru kampakátir að fylgjast með 5. flokks liði Fjölnis en þar var dóttir Hólmars í eldlínunni. „Ég er þjálfari sjálfur og mér finnst þróunin vera mjög góð hér á landi. Það er stigsmunur frá ári til árs og stelpunum hefur farið mikið fram, það er engin spurning," sagði Hólmar. œi_______________ Við erum bestar Katrín Björgvinsdóttir úr Fjölni, 12 ára, var á sínu fyrsta Pæjumóti og hefur aðeins æft knattspyrnu í einn mánuð. Hún sagði að dvölin f Eyjum væri fín, nema veðrið. „Við erum búnar að vinna tvo leiki af þremur og ég er búin að skora eitt mark. Mér finnst við vera bestar," sagði Katrín. Fótbolti og píanó Oddný A. Kjartansdóttir var mjög sókndjörf og skoraði grimmt fyrir 3. flokk B hjá Val. Hún hefur keppt á Pæjumóti síðan 1994 og sagði að það væri alltaf jafngaman og nóg við að vera. Oddný sagði að píanóleikur og fótbolti væru aðaláhugamáiin, þau færu vel saman og stönguðust ekkert á. Brosmildar úr Mosó Þessar brosmildu stúlkur úr Mosfellsbæ kepptu að sjálfsögðu fyrir Aftureldingu. Þær létu rigninguna ekkert á sig fá og skemmtu sér stórkostlega, innan vallar sem utan. Höfuðföt og úlpur komu sér vel í vætunni sem réð ríkjum framan af móti en þeirra var ekki þörf á iokasprettinum þegar veðrið batnaði. r Þreyttar en ánægðar - stúlkur á Pæjumótinu sem tókst frábærlega í ár þrátt fyrir mikla rigningu Tæplega 1.000 knattspyrnustúlk- ur mættu á tíunda Pæjumótið sem lauk í Vestmannaeyjum í gær. Mót- ið hófst á miðvikudag í blíðskapar- veðri með setningarathöfn og skrúðgöngu. Á fimmtudaginn breyttist veðrið heldur betur en þrátt fyrir hávaða- rok og grenjandi rigningu hófu stúlkumar að leika snilldarknatt- spyrnu. Leikgleðin skein úr hverju andliti og stúlkurnar létu ekki veðrið trufla sig. „Mér finnst þetta hafa farið mjög vel fram þrátt fyrir rigninguna. Þetta hefur bara allt tekist mjög vel, sagði Einar Friðþjófsson, fram- kvæmdastjóri móts- ins, raddlaus eftir allt umstangið. Góð stemning „Það er mjög góð stemning hjá stúlk- unum. Mér finnst þær hafa staðið sig alveg frábærlega. Það skín úr þeim gleðin við að fá að spila fótbolta,“ bætti Einar við. Kvennadeildin frábær „Við mótið vann fjöldi sjálf- boðaliða, enda mikið verk að halda svona stórt mót. Kvennadeild iBV er frábær. Hún gerir það að verkum að við getum haldið þetta mót. Án þeirra gætum við þetta ekki. Strákarnir í 2. flokki ÍBV hafa séð um dómgæsluna og hafa líka staðið sig frábærlega. Ég vil bara þakka öllum sem komu á mót- ið fyrir frábært mót og góða sam- vinnu því þannig verða til alvöru mót eins og þetta," sagði Einar Friðþjófsson að lokum við DV. Veðrið gekk niður Á laugardagskvöld gekk veðrið loks niður og nutu stúlkumar þess að spila fótbolta langt fram á kvöld. Einnig var hægt að gera margt annað en spila fótbolta á Pæjumót- inu,- Stúlkunum var boðið í grill- veislu, kvöldvaka var haldin og ball þar sem hljómsveitin D-7 lék fyrir dansi. Bæjarlífið í Eyjum fékk nýjan lit þar sem stúlkurnar skreyttu götur bæjarins með söng og leik. Mótinu lauk síðan í gær með verðlaunaafhendingu og voru það þreyttar en ánægðar stúlkur sem héldu heim á leið. -ÍBE

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.