Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1999, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 14. JÚNÍ 1999 31 Sport________________________________________________________________________________________________________________________dv Texti: íris B. Eysteinsdóttir Rútur Snorrason Myndir: Ómar Garðarsson Markadrottningar: 3. flokkur A-lið: Elva Dögg Grímsdóttir, ÍBV 7 B-lið: Ásta Hrönn Guðmundsdóttir, ÍBV 7 Ingunn Benedlktsdóttir, Breiðabliki 7 Kristín B. Ólafsdóttir, Fjölni 7 4. flokkur A-lið: Margrét Lára Viðarsdóttir, ÍBV 22 B-lið: Erla Signý Sigurðardóttir, ÍBV 14 5. flokkur A-lið: Rósa Hauksdóttir, Val 13 B-lið: Bryndís Bjarkardóttir, Val 10 Jóhanna Rut Hauksdóttir, Breiðabliki 10 C-lið: Þóranna Þórarinsd., Haukum 17 6. flokkur A-lið: Sóley Þorsteinsdóttir, Breiðab. 12 B-lið: Elísabet Þorvaldsdóttir, ÍBV 12 Heimastulkur - sigursælastar á Pæjumótinu í Eyjum um helgina Pæjumótinu í Vestmannaeyjum lauk í gær í blíðskaparveðri eftir ansi vota tíð dagana á undan. Það var ekki hægt að kvarta yfir markaleysi hjá stúlkunum sem skoruðu um 1.200 mörk í leikjun- um 300 og sýndu góð tilþrif á völl- unum. Úrslitin fóru fram á sunnu- dag á Hásteinsvelli, Týs- og Þórs- velli og þar var nóg um að vera í sólinni og blíðunni. Heimastúlkur úr ÍBV voru sigur- sælastar á mótinu, tóku 4 gull og unnu alla úrslitaleikina sína enda vel studdar af fjölmörgum heima- mönnum sem létu sig ekki vanta á stórviðburð sumarsins. Blikar með flest verðlaun Breiðablik vann aftur á móti flest verðlaun eða 8 ( 2 gull, 3 silf- ur og 3 brons), Eyjastúlkur unnu fimm verðlaun og lið frá Fjölni og Val unnu til þrennra verðlauna. Það var nokkur dramtík í úr- slitaleikjunum eins og oft vill verða, þrír leikir unnust á gull- marki og einn fór alla leið í víta- keppni, auk þess sem sjö úrslita- leikir um verðalaunapening réðust með eins marks mun. Það voru því margar taugar þandar á lokadegin- um áður en úrslitin réðust. Markatalan 25-3 Fjórði flokkur ÍBV vann afar glæsilegan sigur á mótinu hjá A- liðum og er þar um gríðarlega sterkt lið að ræða. Liðið vann aila sjö leikina með markatölunni 25-3. Innan raða þess var líka marka- hæsti leikmaður mótsins, Margi’ét Lára Viðarsdóttir sem skoraði 22 mörk í leikjunum sjö eða yfir þrennu að meðaltali í leik. Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar alla flokka hjá Val og komst með tvo þeirra alla leið í úrslitin. Ekki tókst henni að vinna úrslitaleikina en hún hefur aldrei náð aö vinna gull með lið sín á Pæjumótinu. Allir fengu verðlaunapening í lok mótsins voru allir þátttak- endur kallaðir út á Týsvöllinn og verðlaunaðir en auk hinna hefð- bundnu verðlauna fengu allir verð- launapening sem viðurkenningu fyrir þátttökunna. Hressar Haukastúlkur nota regnhlífar til að skýla sér fyrir úrhellinu í Eyjum. Til hægri er hin átta ára gamla Bryndís Jóhannes- dóttir sem ætlar að verða listmálari og fótboltakona. Bryndís Jóhannesdóttir í 6. flokki Hauka: „Finnst við vera góðar“ Bryndís Jóhannsdóttir í 6. flokki Hauka var að koma á sitt þriðja Pæjumót, aðeins 8 ára gömul og ætl- ar að koma á miklu fleiri mót til Eyja. Henni finnst rosalega gaman að sjá allar þessar stelpur spila og ekki spillti það fyrir að hún fékk að sjá Keikó í bátsferðinni á fóstudag. Er búið að vera gaman hér í Eyj- um? „Já, mér finnst allt búið að vera skemmtilegt." Hvað hefur þitt lið leikið marga leiki núna? „Við erum búnar að spila við ÍBV, Breiðablik og Fjölni. Mér finnst við vera góðar en við höfum bæði tapað og unnið.“ Hvaða stöðu spilar þú? „Ég er á hægri kantinum, því mér finnst svo gaman að geta skorað mikið af mörkum." Er hópurinn hjá ykkur skemmti- legur? „Já, og mínar bestu vinkonur eru með mér i liðinu og það gerir þetta svo skemmtilegt, enda byrjaði ég að æfa þegar ég var bara smá- stelpa." Er eitthvað skemmtilegt búið að gerast á mótinu? „Já, það er alltaf verið að segja okkur svo skemmti- legar sögur og svo höfum við farið í marga skemmtilega leiki þar sem gerist svo mikið.“ Hvað langar þig svo til að verða þegar þú verður eldri? „Ég ætla, sko, að verða listmálari og svo ætla ég lika að spila fótbolta." Úrslitin á KÁ- Pæjumótinu 3. flokkur kvenna A: 1.-2. KR - Valur..................3-1 3.-4. ÍBV - Breiðablik.............1-4 5. Stjarnan, 6. Fjölnir 7. Afturelding, 8. ÍA. 3. flokkur kvenna B: 1.-2. Fjölnir - Breiðablik... 1-2 (Breiðablik vann á gullmarki) 3.-4. Stjarnan - ÍBV..........2-0 5. Valur, 6. BreiðabIik-2, 7. lBV-2, 8. lA. 4. flokkur kvenna A: 1.-2. ÍBV-KR .................3-0 3.-4. Breiðablik - Fjölnir...4-1 5.-6. Stjaman og Haukar, 7.-8. Valur og KS, 9.-10. ÍA og Viðir, 11.-12. Afturelding og HK. 4. flokkur kvenna B: 1.-2. Breiðablik - Stjarnan.......2-1 (Breiöablik vann á gullmarki) 3.-4. ÍBV- Valur..................1-2 (Valur vann á gullmarki) 5.-6. ÍA og Haukar, 7.-8. ÍBV-2 og KS, 9.-10. Fjölnir og KR, 11.-12. Fjölnir-2 og Fjöinir-3, 13.-14 Afturelding og Breiðablik-2. 5. flokkur kvenna A: 1.-2. IBV - Valur..............4-3 (ÍBV vann í vítakeppni, lokatölur 0-0) 3.-4. Fjölnir - ÍA ........... . 3-0 5.-6. Breiðablik og KR, 7.-8. HK og Haukar, 9.-10. Selfoss og ÍR, 11.-12. Stjarnan og KS, 13.-14. Afturelding og FH. 5. flokkur kvenna B: 1.-2. ÍR - Fjölnir ..............0-3 3.-4. Breiðabiik - Valur.........1-0 5.-6. ÍBV og ÍA, 7.-8. Haukar og KS, 9.-10. Stjarnan og KR, 11.-12. Selfoss og FH. 5. flokkur kvenna C: 1.-2. Haukar - Breiðablik........2-1 3.-4. Fjöinir - HK...............0-1 5. Valur, 6. Selfoss, 7. Stjarnan, 8. Breiðablik-2. 6. flokkur kvenna A: 1. ÍBV 2. Breiðablik 3. Haukar 4. Fjölnir 5. KR 6. flokkur kvenna B: 1.-2. ÍBV-2 - Breiðablik-1.......1-0 3.-4. ÍBV-1 - Breiðablik-2........4-2 5. ÍBV-3, 6. Haukar-1, 7. Haukar-2. Lokahófið í gærkvöld Lokahátíð Pæjumótsins fór fram í gærkvöld. Þar voru afhent verðlaun til einstaklinga og liða fyrir frammistöðuna í Eyjum. Nánar verður sagt frá því á unglingasíðu á morgun. Hluti af hinum stóra hópi Breiðabliks á Pæjumótinu. Blikar með stærsta hópinn: Þrettán lið Breiöablik mætti á Pæju- mótið með stærstan hóp þátttakenda, um 100 stúlkur eða alls 13 lið. Það þurfti því að halda vel utan um þenn- an stóra hóp keppenda. Ester Ásbjörnsdóttir og Hafdís Ólafsdóttir voru far- arstjórar og höfðu þær í mörgu að snúast. „Þetta gengur alveg frá- bærlega vel. Það er mesta furða hvernig þær hafa staðið sig miðað við rign- inguna. Við vorum að þurrka fótin þeirra í marga klukkutíma á fimmtudags- kvöldið. Þær voru blautar yst sem innst en þær hafa ekkert látið þetta fara í skapið á sér,“ sögðu farar- stjórarnir sem voru þotnir út á völlinn með vatnsbrús- ana þar sem leikur Breiða- bliks var að hefjast.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.