Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1999, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 14. JÚNÍ 1999 33 \ I>V Sport Formúla eitt í Montreal í gær Finninn Mika Hákkinen fagn- ar sigri sínum eftir sigurinn í Montreal í gær og meö honum náði hann topp- sætinu í stiga- keppninni. Reuter Það er óhætt að segja að Formúla 1 keppnin í Montreal í gær hafi verið viðburðarík. Öryggisbíllinn þurfti í fjórgang að hægja á ferð keppenda, rúmlega helmingur ökumanna féll út, mikið var um framúrakstur og Mika Hákkinen komst í forystu heims- meistarakeppninnar eftir að Michael Schumacher féll út og færði Hákkinen sigurinn á siifurfati. Italski ökumað- urinn Gianicarlo Fisichella á Benetton kom annar í mark og maður keppninar, Eddie Irvine, náði að beij- ast upp í þriðja sætið eftir árekstur hans og Davids Coulthards. Við það féll hann úr öðru sæti í það síðasta. Það var ekki að sjá á æfingatímum Mika Hákkinen að hann ætti öruggan sigur í vændum á Circut de Villeneu- ve kappakstursbrautinni í Kanada í gær. Alla helgina hafði hann verið í bölvuðu strögh með bíl sinn og átti jafnframt í miklum erfiðleikum, í timatökum á laugardag, að ná á ann- an rásstað á eftir Michael Schumacher sem hafði ekkert fyrir því að ná fremsta rásstaðnum. Það var í fyrsta skiptið sem annar en Hákkinen ræsir af þeirri stöðu í ár. Schumacher klessti á vegg Naumir yfirburðir Ferrari voru augljósir fyrir keppnina. Svo það kom fæstum á óvart að Schumacher næði að halda forystunni af rásmarkinu og leiða keppnina. En Hakkinen náði að halda í við Þjóðverj- ann og skiptust þeir á að setja hröðustu hringi og var veru- leg barátta á milli þeirra. Aðrir kepp- endur drógust jafnt og þétt aftur úr. Pressa Hákkinens gerði gæfúmuninn og rétt eftir að Schumacher hafði tekið fram úr hæg- fara bíl sem var hring á eftir, á 30. hring, fór hann of greitt í síðustu beygjuna og missti bílinn af aksturlínunni þar sem allra síst mátti gera mistök þvi veggur er aðeins í fárra metra fjarlægð. Þá var sagan öll fyrir Schumacher sem klessti bilnum utan í vegginn. Hákkinen leiddi næsta hring og gat eftir það slakað á og einbeitt sér að koma bílnum í mark á þessari braut sem er frægur bíla-bani. AUir ökumenn voru á einu viö- gerðarhléi og fóru þeir allir inn á 35. tU 40. hring. En strax eftir að flest- ir höfðu tekið við- gerðarhléin sín kom öryggisbUl- inn inn á vegna bUs heima- mannsins Jaques ViUeneuve sem fór utan í sama vegg og Schumacher, Damon HUl og Ricardo Zonta. Þegar hraðanum var hleypt upp aftur reyndi Coulthard, sem þá var í þriðja sæti, að hrista af sér slenið sem ein- kennt hefúr hann undanfarið, og taka fram úr Eddie Irvine sem gaf ekkert eftir og enduðu þeir báðir utan braut- ar. Coulthard fór verr úr þeirri byltu og varð að skipta um hjólbarða og fékk vægar skemmdir á bílinn og gat ekki beitt sér eftir það. Irvine aftur á móti gat haldið áfram og ók frábær- lega eftir það. Náði hann að fara fram úr fjölda bUa sem höfðu ekki roð í Ferrari-bUinn og setti hann hraðasta hring keppninnar 1:20,674 mín. Irvine náði að komast á verð- launapaU eftir að Jordan ökumaður- inn Heinz H. Frentzen, sem hafði verið í öðru sæti, fór harkalega út af brautinni þegar aðeins 4 hringir voru eftir og mátti þakka öruggum bíl að vera ekki stórslasaður. Hakkinen kom svo í mark undir gulu flaggi og fagnaði þriðja sigri ársins og er nú í þeirri kunnuglegu stöðu að leiða heimsmeistarakeppn- ina. -ÓSG Úrslitin í Montreal 1. Mika Hákkinen 2. Giancarlo FisicheUa 3. Eddie Irvine 4. Ralf Schumacher 5. Johnny Herbert Staða ökumanna 1. Hákkinen..................34 2. M. Schumacher.............30 3. Eddie Irvine .............25 4. FisicheUa.................13 4. Frentzen .................13 Staða ökuliðanna 1. Ferrari ..................55 2. McLaren ..................46 3. Jordan....................16 4. Benetton .................14 5. WUliams ..................12 Frakkinn Oliver Panis lenti í vandræðum strax ifyrstu beygjunni og þurfti að hætta keppni. Reuter Mika Hákkinen kemur hér fagnandi í endamarkið eftir sigurinn í Montreal í gær. Reuter Bensín- dropar Vegna eóli braut-\ arinnar má lit-x ið bregða út af hjá ökumönnum svo iUa fari. Vegiúð umleika hana aö stórum hluta og eru því fáir staðir sem leyfa mistök. öryggisbUlinn verður þvi að koma oft út og var það reyndin í gær að strax á fyrsta hring varð bUlinn að koma út tU að hægt væri að hreinsa burt bUa Jarnos TruUis og Jeans Álesis sem báðir féUu út á fyrsta hring. Fjórir ökumenn lentu á veggnum við viðgerðarsvæðið eftir síðustu beygju í keppninni i gær. Schumacher, Villeneuve, Hill og Zonta. Þaö er at- hyglisvert að þrír þeirra eru fyrrverandi heims- „ meistarar. Aö- eins tiu bilar káruðu í gær og sannaöist aö Circuit de Vii- leneuve er bUunum erf- ið og ekki hvað síst áttu ökumenn í erfiðleikum með að halda sér innan hennar. Hákkinen hafði fram að þessu ræst af fremsta rásstaö þar til Schumacher rauf hefðina og sló hann út. Hákkinen var aðeins 29/1000 úr sek. lengur að aka hringinn. Mika Hcikkinen hefur ekki átt glæsUegan feril á Mpntreal-brautinni. Fram að sigrinum í gær hafði hann aðeins komist einu sinni í mark en þá varð hann i sjötta sæti árið 1996. David Coulthard, sem þurfti að fara inn á viðgerðarsvæði og var lang- síðastur eftir árekstur við Eddie Irvine, náöi að klára keppnina og lenda í 7. sæti. Hann var því aðeins einu sæti frá því að næla sér í stig en hann er í 6. sæti í stigakeppninni með 12 stig. í tímatök- um á laugardag notaöi Schumacher aöeins 7 hringi af 12 mögulegum tU að ná besta tímanum. Hann fór ekki inn á brautina fyrr en 30 mín. voru liðnar af tímatökunni. Næsta keppni fer fram á Magny Cours brautinni í Frakklandi 27. júní og þá verður fróðlegt að sjá hvort, Schumacher tekst að komast í efsta sætið að nýju. -ÓSG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.