Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1999, Qupperneq 1

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1999, Qupperneq 1
íslenskir stjarn- fræðingar Bls. 21 f íslenskur hugbúnaður fær góða dóma Bls. 19 Sexí með sólgleraugu Bls. 18 PlayStation Um síðustu helgi héldu ’ CC-tölvur Quake-mót sem stóð yfir samtleytt frá klukkan átta á fostudagskvöldið og nánast fram á mánudagsmorgun. Keppt var í ýmsum flokkum, liða- og einstak- lingskeppni, og voru þátttakendur rúmlega fimmtíu, á aldrinum þrettán og upp í fertugt. Að sögn Jóhanns Hauks Gunnarssonar, 'fiMhí umsjónarmanns mótsins ásamt Paul G. Garðarssyni, fór keppnin vel fram og sveif íþróttaandinn yfir vötnum á milli þess sem ungir og aldnir murkuðu lífið hver úr öðrum á tölvuskjánum: „Þetta gekk frábærlega. Einu raunveru- legu fórnarlömbin um helgina voru um það bil tvö þúsund kók- flöskur og hundrað pitsur sem féllu í valinn við góðar undirtektir. Við höfðum smááhyggjur af raf- magninu en það hékk sem betur fer uppi. Þetta var glimrandi helgi.“ Aðspurður hvort einhverri tölu hafi verið varpað á fjölda stafrænna mannvíga þessa helgi sagði Jóhann: „Stórt er spurt. Ég veit það ekki ná- kvæmlega, en mér tókst að drepa 78 á 20 mínútum, sem þykir nokkuð gott.“ Jóhann segir Quake-ara, eins og þeir kalla sig, koma úr öllum stig- um þjóðfélagsins - leikurinn sé ekki bundinn við börn: „Einn keppenda um helgina var netstjóri Olís en svo var líka hjá okkur fólk frá Skýrr, Opnum kerfum, Skímu og fleiri fyr- irtækjum. Haft var á orði að ef allir þessir aðilar legðu niður vinnu í einn dag og spiluðu Quake þá myndi þjóðfélagið lamast. Ég er ekki frá því að það sé nærri lagi.“ -fln 1200 milljarða höfuðverkur Neikvæðni auð- veldari á Netinu Nýjar rannsóknir sýna að fólk gæti verið heiðarlegra og hreinskilnara þegar það færir slæmar fréttir með tölvupósti en símleiðis eða munnlega. Aðstand- endur rannsóknarinnar segja þetta geta hjálpað við stjórnun og rekstur fyrirtækja þar sem auð- veldara sé fyrir yfirmenn að tjá já- kvæða gagnrýni með tölvunni en tungunni. Fólk tjái sig frekar á hreinskilinn hátt óháð viðbrögð- um viðmælandans og hægt sé að komast hjá oft óþægilegum túlk- unum radd- og svipbrigða, sem segja á tíðum aðra og meiri sögu en mælt mál. Aðrir spyrja hvað sé að verða um mannleg samskipti. i'JhiÍJij Læknar í Banda- ríkjunum hvetja nú fólk til að taka höf- uðverk alvarlega og leita sér meðferðar við honum. Nýleg könnun sýndi nefhilega fram á að kvillinn hefur ekki aðeins líkamleg óþægindi í fór með sér fyrir þolendur hans heldur einnig tjárhagslegan höfuð- verk fyrir vinnuveitendur en vís- indamenn meta tap þeirra vegna vinnutaps og skertrar starfsorku á litla 1200 milljarða króna. Eftir þennan umtals- verða sting í budduna hafa vinnuveit- endur skorið upp herör gegn höfuðverkjum og keppast nú við að fá fólk til að viðurkenna nauðsyn þess að leita læknis til að vinna bug á vandanum. Orsakir höfuðverkja geta verið allt frá gamaldags streitu og álagi til mígrenis og heilasjúkdóma. Óneit- anlega vaknar nú sú spurning hvort elsta afsökun kynkaldra geti nú verið í hættu og óánægðir mak- ar sendi lífsforunautinn til læknis frekar en að snúa sér á hina hlið- jJ^jJ^il SHARP ER-A150 Sjóðvél ► -. > • / ◄ SHARP AR-280/335 28/33 eintök á mínútu Stafrœn VilSilMSLA itH'iri | i < SHARP AL-1000 10 eintök á mínútu k J I m Stafrcen ViNNSLA Skrifstofutæki Ljósritunarvélar, faxtæki og sjóðvélar Betri tækí eru vandfundin! Leitið nánari npplýsinga hjá sölumönnum okkar | bræðurnirÍ QRMSSON Lágmúla 8 • Sími 533 2800

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.