Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1999, Blaðsíða 6
22 Sjávarútvegur MIÐVIKUDAGUR 7. JULI 1999 Hjörleifur Jakobsson, nýr forstjóri Hampiöjunnar: er stöðug vöruþróun - sem byggir á góðri samvinnu við viðskiptavini Ekki alls fyrir löngu lét Gunnar Svavans- son af störfum sem forstjóni Hampiðj- unnar og tók við forstjónastól SH. Hampiðjan néð sér nýjan forstjóna og heitin sá Hjönleifun Jakobsson. Hjönleifun stanfaði áðun hjá Eimskip í fimmtán án. Pnátt fynin að hafa einungis stanfað í viku á nýjum vinnustað vintist hann vel inni í öllu sem viðkemun nekstninum þegar DV tók hann tali. Hvar hefur Hjörleifur Jakobsson aliö manninn fram til dagsins í dag? „Ég er fæddur í Neskaupstað en fluttist sem krakki í Kópavoginn. Þar var maður töluvert í íþróttum eins og aðrir krakkar, bæði í fót- bolta og handbolta. Ég spilaöi fót- bolta með Breiðabliki í yngri flokkunum en eitthvað vorum við strákarnir ósáttir við Breiðablik í handboltanum þannig að við stofn- uðum Handknattleiksfélag Kópa- vogs, HK, og þar æfði ég i nokkur ár. í dag keppa bæði félögin í þess- um greinum sem setur mann í smávandræði en ég held með Breiðabliki í fótboltanum og HK í handboltanum. Ég fylgist vel með skemmtilegur. Ég fór í framhalds- nám til Bandarikjanna strax eftir verkfræðiprófið og lauk því árið 1983. Vélaverkfræðin er skemmtileg blanda af fræðigreinum og rekstr- arnámi. Þegar ég kom heim ákvað ég að stunda fræðin og fór til Orku- stofnunar. Ég hafði hins vegar alltaf haft mikinn áhuga á rekstri og ákvað því eftir árs veru hjá Orkustofnun að breyta um áhersl- ur og sótti um starf hjá Eimskip. Ég byrjaði sem fulltrúi í Ameríku- deild við að þróa Trans Atlantic- flutninga á milli Evrópu og Amer- íku en síðan fékk maður smám saman að feta sig upp stjómunar- Hjörleifur segir að það sé mikil áskorun fyrir sig að taka við starfinu. íuflottrolliö. Hvernig er sagan af því? „Það sem gerðist með Gloríutroll- ið er löngu þekkt. Við byrjuðum að þróa Gloríuflottrollið í samstarfi við aðila sem voru á úthafsveiðum á þeim tíma. Það samstarf gekk eins og í sögu og árangurinn við veiðar var mjög góður. Samstarf við þá sem nota veiðarfærin hverju sinni er okkur lífsnauðsynlegt. Nú er svo komið í dag að það eru fáir ef ein- hverjir sem stunda úthafskarfaveiö- ar hér við land sem ekki nota þetta troll. Glorían er nú notuð í öllum heimsálfum og ég held að það sé óhætt að segja að allir sem stunda úthafsveiðar hafi heyrt um þetta vörumerki og margir reynt það af eigin raun.“ Uppsjávarfiskun næstur Er einhver ný vara í þróun? „í dag emm við að þróa troll til að nota við veiðar á uppsjávarfiski. Norðmenn hafa verið sterkastir í þessum veiðarfærum enda með stór- an heimamarkað. Mörg íslensk skip em hins vegar að útbúa sig til kolmunnaveiða og stefna á stærri hluti í uppsjávarfiski. Við erum því komnir með góða samstarfsaðila til að þróa þessa tegund flottrolla og stefnum ótrauðir að því. Ef vel gengur er hægt að gera sér vonir um að Hampiðjan geti náð að byggja upp svipáðan markað í þessum trollum og tekist hefur að ná með Gloríunni. Þetta er mjög stór mark- aður en samkeppnin er líka mjög hörð.“ í fnemstu nöð „Vömþróun er mikilvægasta tæk- ið sem við höfum til þess að halda áfram að vera í fremstu röð. Nú höf- um við verið að þróa nýtt kaðlaefni sem er sterkara en vír með sama sverleika, hið svokallaða Dynex. Við reiknum með að þetta efni eigi eftir að ryðja sér til rúms í sjávarút- vegi bæði hér á landi og erlendis því það er sterkt og auðvelt að vinna við það. Við erum einnig að skoða ýmsa sérhæfða notkunar- möguleika á því í öðram atvinnu- greinum“ Halda sinni hlutdeild Er hörö samkeppni í þessum geira? „Hér á landi hefur samkeppni aukist mjög í hinum hefðbundnu vörum Hampiðjunnar, þ.e. netum og köðlum, með innflutningi á ýmsu ódýru efni. Við höfum hins vegar náð að halda mjög vel okkar hlut- deild og hefur það tekist með vand- aðri vöru og góðri þjónustu. Okkar stærstu viðskiptavinir í þessum vörum era netaverkstæðin og höf- um við náð að þróa með þeim gott samstarf um að þjóna útgerðunum. Skipin eru dýr tæki og mega ekki við því að vera lengi frá veiöum. Við höfum mikinn sveigjanleika í framleiðslunni þannig að ef neta- verkstæðin vantar ákveðin stykki fyrir ákveðið skip þá breytum við uppsetningu í vélum og getum þannig afgreitt vöruna fljótt til neta- verkstæðisins. Ég held að sam- keppnin muni halda áfram að vaxa á þessu sviði og við verðum að halda áfram að gera betur en aðrir.“ Framtíðin bjort Hvernig leggst svo starfiö í nýjan forstjóra? „Ég er nú bara búinn að vera á vaktinni hér í rúma viku en starfið leggst mjög vel í mig. Það hefur komið mér skemmtilega á óvart hversu mikil áhersla er lögð hér á vöruþróun og hversu samstarflð er gott við neytendann í þeirri vinnu. íslenskur sjávarútvegur er stór og sterkur og útgerðin hefur verið að eflast hér heima og jafnframt sækja út á við. í Hampiðjunni vinnur hæft fólk á öllum sviðum og ég held að með áframhaldandi góðri samvinnu við viðskipavini okkar getum við í Hampiðjunni litið björtum augum til framtíðarinnar." -hdm/EIS Tekur við goðu búi Hvernig leggst nýja starfió í þig? „Hampiðjan er sterkt fyrirtæki og ég tek við góðu búi. Fyr- irtækið er samt I harðri samkeppni og þar má hvergi slaka á. Lykillinn að vel- gengni okkar er stöðug vöruþróun sem byggir á góðri samvinnu við við- skiptavini okkar. Þessu er síðan fylgt eftir með vandaðri framleiðslu, öflugu sölustarfi, og umfram allt góðri þjónustu. Það er því mikil áskorun fyrir mig að fylgja eftir þessari uppbyggingu og ég held að við eigum áfram fullt af tæki- færum. Að sögn Hjörleifs er Hampiðjan í harðri samkeppni og má hvergi slaka á. öllu sem viðkemur íþróttum og horfi á flest íþróttaefni sem sýnt er. Ég stunda sjálfur bridge nokk- uð reglulega og hef mjög gaman af,“ segir Hjörleifur. „Það var mjög gaman að alast upp í Kópavoginum á þessum tíma enda mikið af krökkum og bæjar- félagið ungt. Skólarnir risu í takt við þróunina og þannig fékk mað- ur að upplifa steminguna í nýjum skólum og með nýja kennara bæði í Þinghólsskóla í vesturbæ Kópa- vogs og seinna í Menntaskólanum í Kópavogi. Eftir stúdentsprófið fór ég svo í vélaverkfræði í Há- skólanum hér heima og útskrifað- ist þaðan árið 1981. Fyrri hlutinn af náminu var frekar þurr en seinni hlutinn hins vegar mjög keðjuna og síðustu fimm árin var ég framkvæmdastjóri rekstrar- og innanlandssviðs. Þessi tími hjá Eimskip var mjög skemmtilegur og gefandi. Maður fékk tækifæri til að vera í fjölbreyttum störfum og vinna með hæfu og skemmtilegu fólki á öllum stigum fyrirtækisins og ekki skemmir það fyrir að rekstur félagsins hefur gengið vel og andrúmsloftið því almennt mjög jákvætt. Það var því mjög erfið ákvörðun sem ég stóð frammi fyrir þegar mér var svo boðið að koma og taka við Hampiðjunni. Ég velti því fyrir mér í nokkra daga en ákvað svo að slá til. Ég hafði verið ánægður hjá Eimskip og gengið vel en fannst þetta tækifæri hins veg- ar mjög áhugavert." Alþjóðlegt fynirtæki DV-myndir ÞÖK Hvernig fer rekstur fyrirtœkisins fram? „Hampiðjan er í dag alþjóðlegt fyrirtæki. Við eram með stóran hluta framleiðslu okkar í Portúgal og rekum svo markaðs- og þjónustustöðvar í Noregi, Namib- íu, Nýja-Sjálandi, og í Seattle á vest- urströnd Bandaríkjanna. Þessi úti- bú eru hluti af þeirri þróun sem Hampiðjan hefur verið að ganga í gegnum á undanfómum árum Eins og staðan er í dag hjá Hampiðjunni er tæpur helmingur framleiðslunn- ar seldur til erlendra viðskiptavina. Hjá Hampiðjunni starfa í dag um 240 manns og þar af um 100 manns erlendis.“ Notuð í öllum heimsálfum Heyrst hafa ýmsar sögur um Glor-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.