Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1999, Síða 11
j ö rspren9,n9
Ministry of Sound er nánast
McDonalds dans- og klúbbaheims-
ins. Ministry of Sound-klúbburinn
í London er sá stærsti og besti þar
í borg og batteríið rekur útgáfu-
fyrirtæki sem hefur gefið út marg-
an smellinn, t.d. lagið „9PM (Tiil I
Come)“ með ATB, sem hefur ver-
ið tvær vikur í efsta sæti breska
smáskífulistans. Fyrirtækið er
með öflugan útflutning á stuðinu
og Andy Sellar er útsendari þess
á íslandi. Á næstu mánuðum
hyggst hann bjarga íslenskri
skemmtanamenningu í nafni MoS
og rífa hana upp á rassinum.
„Ministry of Sound er stærsti
skipuleggjari dansklúbba i heim-
inum og er stöðugt að dreifa sér
yflr heimsbyggðina," segir Andy.
„ísland er eitt þeirra landa sem
við ætlum að herja á og það er
tími til kominn, því íslenskt
skemmtanalíf er orðið víðfrægt
um allan hinn vestræna heim og
nú er bara að gera það enn betra.
Við viljum breyta klúbbamenn-
ingunni hérna á íslandi."
í hverju felst yfirtakan?
„Það sem gerist er að tónlistin
og Ministry of Sound-varningur-
inn verður bráðlega settur í sölu
héma hjá Sam-tónlist í Kringl-
unni og verður þetta í fyrsta
skipti sem þessi varningur er fá-
anlegur í búð. Seinni partinn í
ágúst verður svo fyrsti klúbbavið-
burðurinn og hefur Astró verið
valinn undir hann. Flogið verður
með fræga Ministry of Sound-
plötusnúða hingað yfir og staður-
inn verður allur skreyttur í okkar
stíl og MTV kemur líklega til með
að gera viðburðinum skil.“
Heildarupplifun
Ministry of sound er með fræga
snúða á sínum snærum, t.d. Erick
Morillo, Grooverider og sjálfan
Boy George. Útvarpsþættir fyrir-
tækisins eru þekkt og vinsælt fyr-
irbæri og MoS-klúbbakvöld hafa
verið haldin um allan heim, jafn-
vel í Kína og Moskvu. Á hverju
sumri tekur batteríið svo yfir
plötudómur
Nas
I am ★ ★
Ministry of Sound
ætlar að taka yfir
íslenskt skemmt-
anatíf, eða að
minnsta kosti
gera sitt
besta til
þess að
það
verði
enn c
betra.
Andy Sell-
ar er trúboði
stuðsins.
stemninguna á Ibiza og ræður
þar ferðinni og stuðinu. Andy er
íslandsvinur og hefur komið
hérna áður. Hann er orðinn sæmi-
legur í islensku og hefur verið að
leita uppi íslenska plötusnúða sem
gætu gengið í MoS-mafíuna.
„Hér eru miklir hæflleikar en
plötusnúðarnir fá ekki mörg tæki-
færi innanlands. Við viljum
flytja þessa hæfileika úr landi
og gefa þeim bestu tækifæri til
að sanna sig á diskótekum í
Evrópu.“
Er Ministry of Sound lífsstíll?
„Já, MoS er sérstök dansmenn-
ing, heildarupplifun í skemmtana-
lífinu. Þú getur farið á einhvem
klúbb og það er eitthvert skraut á
veggjunum og snúður út í horni.
MoS gengur hins vegar út á að
setja upp heildarmynd. Þegar fólk
Andy Sellar frá Ministry of
Sound: „íslendingar geta
skemmt sér helmingi bet-
ur en útlendingar."
kemur á MoS-kvöld finnur það
muninn. Snúðarnir hjá MoS eru
t.d. miklu líflegri en venjulegir
snúðar, besta danstónlistin er hjá
okkur og hún er spiluð án hlés
eins lengi og opið er. Ástæðan fyr-
ir vinsældum okkar er einfaldlega
að við mætum kröfum „klúbb-
ara“.“
Eitthvað nýtt og
ferskt
Eru nógu góöir
staðir á íslandi til
að standast kröf-
ur MoS?
„Já já, Astró
er t.d. frábær
staður og verður
enn betri þegar MoS
hefur tekið þar til hendinni og
þar sem Kaffi Frank var verður
bráðlega opnaður staður sem lofar
góðu. íslenskir skemmtistaðir virð-
ast annars ekki lifa lengur en
svona 8-9 mánuði af því að kynn-
ingarstjórarnir eru alltaf með
sömu hugmyndirnar, að gefa
áfengi og skipta út plötusnúðum.
Fólk er sólgið í eitthvað nýtt og
eitthvað ferskt og þar kemur MoS
inn í myndina."
Hjálpin kemur þá að utan - mun
MoS redda stuöinu?
„Ja, ég vil alls ekki segja að þið
getið þetta ekki, ég er bara að segja
að við komum með eitthvað nýtt og
ferskt. íslendingar geta skemmt sér
helmingi betur en útlendingar og
þegar meðfætt stuðið í ykkur
kemur saman við okkar klúbba-
menningu trúi ég ekki öðru en
að útkoman verði alger spreng-
ing.“
Síminn hjá MoS á íslandi
er 895 5590 og Andy hvetur
fólk til að hafa samband ef
það hefur spurningar. Plötu-
snúðar meó stóra drauma eru
sérstaklega velkomnir.
-glh
íTHE CLflSHjTRiBUTE
plötudómur
Burning London
— The Clash
Tribute ★★
Æii, þetta var ekki það sem ég
vildi heyra. Það er nú ekki hægt
að kalla Nas síðasta vígi rappsins
en hann er samt einn af þeim sem
maður vill hafa alvöru - enda
maðurinn sem gerði HLmatic. Þá
hált enginn vatni yfir drengnum.
Hins vegcu: sýndi hann það og
sannaði á síðustu plötu sinni að
hann er eins og allt of margir limr-
arar, ræður ekki við glansinn.
Þannig er hann líka á þessari
plötu. Það laumast að vísu inn ein-
staka þrælgóð lög. Skemmtileg til-
viljun að tvö þeirra skuli vera
hljóðblönduð af DJ Premier. Auð-
vitað sýnir Nas það og sannar
nokkrum sinnum að þegar kemur
að því að vera með vatns-, hljóð-
og eldheldar rímur er hann einn af
þeim bestu. En það er bara of
sjaldan. Hins vegar ræður hann
engan veginn við glansinn og ger-
Hann Nas er að verða
búinn með alla sína sénsa,
eins og allt of margir góðir
rímugerðarmenn.
ir varla annað en velta sér upp úr
honum. Eitt af síðustu lögum plöt-
unnar er Money is my bitch. Þar
þykist Nas vera með bakþanka
yfir því að hafa farið út í snobbið
og reynir að bera það fyrir sig að
peningarnir séu með hann „pus-
sywhipped". Það er bara ekki nóg.
Það lá við að ég bryti plötuna þeg-
ar ég sá myndbandið við Hate Me
Now. Ekki nóg með að lagið sé
ógeðsleg Puffy vella heldur er
myndbandið verra. Nas í ein-
hverju rauðu spandexdressi með
rennt frá svartri bumbunni og
Puffy sköll að dilla rassinum í
bakgrunni. Viðbjóður. Hvað varð
um strætaskáldið í thugfötunum
sem rölti um hverfið og hleypti
manni inn í heimspekilegan
vangaveltuheila sinn. Hann Nas er
að verða búinn með alla sína
sénsa, eins og allt of margir góðir
rimugerðarmenn.
Halldór V. Sveinsson
amr
Bretarnir í The Clash spiluðu
hreinræktað pönkrokk á fyrstu
tveim plötunum sínum en þróuð-
ust svo út í allar áttir, tóku döbb-
tónlist, raggea og jafnvel diskó inn
í pönkið. I það heila var bandið þó
aðallega gott poppband með eftir-
minnileg og grípandi lög í hrönn-
um.
Meðlimir Clash voru aldrei
feimnir við að blanda saman mús-
íkstefnum og aðstandendur þessar-
ar plötu eru að sama skapi ekki
smeykir við að mixa saman ólík-
um flytjendum. Hér kemur í ljós að
aðdáendur Clash eru úr öllum
geirum poppsins en allt of margir
hér tjá aðdáun sína með því að
herma nánast nákvæmlega eftir
gömlu goðunum. Þannig er t.d. lít-
ið fútt í eftirprentun ameríska
Fdrvitnir krakkar ættu því
frekar að tékka á gömlu
Clash-plötunum heldur en
láta mata sig á hæpinni
framleiðslu eins og þessari.
Rancid-hópsins, og því skemmti-
legra að heyra eitthvað þokkalega
ferskt gert við lögin, eins og þegar
Cracker breytir pönkkeyrslunni í
„White Riot“ í lufsulegt kántrý eða
þegar Ice Cube og Mack 10 beita
gamalgrónum hipp-hopp-töktum á
„Should I stay or shouM I go“.
Annars er alltaf eitthvað til-
gangslaust við „tribjút“ plötur og
maður spyr bara: Til hvers? Þó til-
gangurinn á bak við plötu eins og
þessa sé eflaust góður (að kynna
nýja kynslóð fyrir gamalli snilld)
er alltaf heillavænlegra fyrir fram-
sýna hlustendur að fara beint að
rótinni. Forvitnir krakkar ættu
þvi frekar að tékka á gömlu Clash-
plötunum heldur en láta mata sig á
hæpinni framleiðslu eins og þess-
ari.
Gunnar Hjálmarsson
Á síðustu Brit-verðlaunaaf-
hendingu fékk Eurythmics
heiðursverðlaun. Þetta virðist
hafa hrært upp í Annie Lennox
og Dave Stewart því nú hafa
þau boðað tónleikaför og nýja
plötu í haust. Þetta tilkynntu
þau með því að spila á ánni
Thames í London þar sem þau
sigldu um í vikunni á Green-
peace-dallinum Rainbow
Warrior og spiluðu fimm lög
fyrir fjölmarga aðdáendur sem
stóðu á bakkanum. Þetta voru
gömul lög eins og Sweet
Dreams Are Made of This og
There Must Be an Angel, en
eitt nýtt, Peace, sem er einmitt
titillag nýju plötimnar. Platan,
sem er fyrsta stúdíóskifa
bandsins í tíu ár, og túrinn
(“The Peace-Tour“) verða bæði
voðalega meðvituð og ágóðan-
um verður skipt á milli bands-
ins, Greenpeace og Amnesty
International. Þeir sem vilja
kynna sér betur hvað þetta
góða fólk er að gera geta tékk-
að á heimasíðunni
www.peacetour.net.
Söngvari
Morphine látinn
Söngvarinn og bassaleikar-
inn Mark Sandman lést á laug-
ardaginn. Mark var aðalmað-
urinn í gítarlausa spæjaratríó-
inu Morphine, sem hafði aflað
sér mikillar virðingar í popp-
inu og nokkurra vinsælda.
Mark fékk hjartaslag í miðju
lagi (ekki er vitað hvaða lag
það var - kannski Cure for
Pain?) á tónleikxun á festivali í
Róm og féll í gólfið örendur
fyrir framan mörg þúsimd
áhorfendur. Mark var 46 ára.
Önnur South
Hver man ekki Chocolate
Balls sem Kokksi söng svo eft-
irminnilega á fyrstu South
Park-plötunni? Nú á að kreista
eins mikið út úr South Park-
æðinu og mögulegt er og bráð-
lega kemur bíómyndin: South
Park; Bigger, Longer, Uncut.
Þessu fylgir auðvitað samnefnd
plata og þar koma fram
risatransan RuPaul, meðlimir
úr Rush og KidRock. Þá tekur
Big Gay A1 lagið I’m Super og
Saddam Hussein og myrkra-
höfðinginn taka dúett.
9. júlí 1999
f ó k u s