Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1999, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1999, Side 3
 f m e ö m æ 1 i „Þaö hefur alla vega aldrei neinn hótaö aö berja mig. Annars er ég alltaf aö bíöa eftir því aö fá aö slást í þessu starfi. Þaö lenda margir í alveg ótrúlegum hlutum." Já, islenska þjóðin verður að fara að ákveöa hvernig leigubíla á að hafa í Reykjavík. Þetta er eitthvað sem kemur okkur öllum við. New York hefur gulu taxana, London svörtu og Reykvíkingar bara allan fjandann. Það getur hvaða drusla sem er orðið að leigubíl. En við ættum að fara að festa þetta. Velja bara ein- hverja tegund. Kannski að Ladan geti orðið þessi bill? Það væri alla vega karakter í því. | Stígvél hafa veriö á und- anhaldi undanfarin ár en nú finnst manni kominn á að við séum i bomsum. Þetta er ömur- rigningarsumar og það er hálfömurlegt að vera alltaf blautur í fæt- urna. Förum í stígvél. Láttu hafa fyrir þér á barnum. Bloody Mary eða Margarita er eitthvað sem bæði barþjónum og drykkjufólki þykir flott að drekka. Sér- staklega uppunum. Það er því snið- ugt að panta sér svona drykk á stöðum eins og Astró, Skuggabarnum og Rex. Ekki fá þér fjallahjól. Þau eru svo mikil klisja og í raun bara fyrir fólk sem ætlar að hjóla á hálendinu. Borgarbúar ættu að fá sér gamalt sterkt hjól með þægilegu sæti. Þetta eru líka miklu flottari hjól með ein- hver sérein- kenni. Ekki vera eins og hinir. Svona risasjónvarp kostar mörg hundruö þúsund með heimamagnara og alvöru há- tölurum. Það ætti að borga sig upþ á nokkrum árum ef þú selur vinum þínum að- gang. Það væri líka sniðugt fyrir félaga og jafnvel heilu fjölskyldurnar að samein- ast um vídeóspóluna. Ef til dæmis tíu manns leigðu spólu saman á dýrustu vídeóleigu bæjarins myndi spólan bara kosta fimmtíu kall á haus. Sama fólk væri að borga um sex þúsund krón- ur samtals í bíó. Þetta kallar maður hagsýni. Vondir J ón s i trommarann „Já, við erum mjög hissa á söl- unni,“ segir Jónsi í Sigur Rós þeg- ar Fókus imprar á vinsældum bandsins við hann. „Ekki það að það væri ekki vitað að þetta er mjög gott efni.“ Þið framleidduó fimmtán hund- ruö eintök og þau hafa verió rifin út. Var ekki vitað hvert stefndi? „Nei, það lá ekki fyrir það þetta yrði rifið út miðað við hvernig fyrri platan okkar seldist. Okkur datt satt að segja ekki í hug að slíkt gæti gerst. En við erum auðvitað mjög glaðir yflr þessari velgengni." Djamma lögin til Hvernig virkar nýi meólimurinn? „Hann „synkar" mjög vel. Þetta er allt að ganga mjög vel upp og hann fellur vel að stemningunni. En við höfum nú ekkert verið neitt voða skemmtiiegir við hann, nennum ekk- ert að æfa gömlu lögin og svona. En hann er búinn að vera mjög dugleg- ur, hlustar á plötuna og er búinn að aðlagast hratt." Sér gamli trommarinn, Ágúst, ekkert eftir því að hafa hætt svona á þröskuldi velgengninnar? „Þú verður að spyrja hann að því. Hann sneri sér að öðrum hlutum, er kominn í nám í MHÍ í graflskri hönnun. Við höldum finu sambandi við hann og ég hef nú ekki heyrt neina eftirsjá.“ Af hverju nenniöi ekki aó spila sama lagió oft? „Sum lög endast verr en önnur. Þó að efnisskráin sé ný og fersk fyr- ir áhorfendum erum við búnir að vera að hjakka í þessu hundlengi. Það er ekki rétt að við nennum ekki að spila lögin en okkur finnst gott að djamma þau aðeins til og fá fram nýjan blæ.“ Metnaðarfullur slæpingsháttur Landstúrinn er ekki mjög þétt bókaöur. Nenniöi ekki aö spila? „Hvað meinarðu? Ertu búinn að \Si V slegið í Platan er uppseld og hún var í fyrsta sæti metsölulistans í síðustu viku (Skítamórall í 6. sæti) og nú eru þeir að hefja túr um landið. sjá bókanimar. Við erum úti um allt land...“ Tja, þetta eru hva, 8 gigg á heilu sumri, getur nú varla talist mjög þéttbókaö. „Nei, það er enginn sveitaballa- bragur á þessu. Við miðuðum við að vera að þessu um helgarnar.“ Ó, eruö þiö að vinna launavinnu með þessu? „Nei. Við erum bara að slæpast." Slœpast, já? Þessi slœpingsháttur viröist nú vera aö skila ansi miklu. „Já, það má kalla þetta metnaðar- fullan slæpingshátt. Þó orðið virki neikvætt þá er slæpingsháttur oft- ast mikil uppspretta sköpunar." Landsbyggðin forvitnileg Hvernig líst ykkur á húsin sem þið muniö spila í? „Við höfum varla spilað neitt úti á landi, eiginlega bara spilað í Fjöl- brautaskólanum á ísafirði þannig að þetta er forvitnilegt.“ Húsin eru öll frekar stór en þiö náttúrlega troöfylliö þau, ekki satt? „Ég vona að einhverjir sjái sér fært að mæta.“ Úúú, þetta var hógvœrt, helduröur aö landsbyggöin sé svona mikiö á eftir? „Við vitum náttúrlega ekkert hvort fregnin hefur borist um landið. En, jú, ég á nú von á því að fólk komi. Það verður fyndið að sjá hvað gerist." -Bb Túr Sigur Rósar: 16. júlí: Bíóhöllin, Akranesi 17. júlí: Ísafjaröarbíó 22. júlí: Hlööufell, Húsavík 23. júlí: Sjallinn, Akureyri 24. júlí: Mælifell, Sauðárkróki 13. ágúst: Hótel Valaskjálf, Egilsstöðum 14. ágúst: Hótel Selfoss Staður og stund í Reykjavík kemur í ljós síðar. Stöðumælaverðir eru misjafnlega víga- legir en þurfa allir að berjast við smá- borgaralega glæpamenn sem nenna ekki að greiða í stöðumæla. Einn sá illilegasti í þessum bransa er Gummi trommari: Er alltaf að bíða efUr slagsmáliinm „Eg er búinn að vera stöðumæla- vörður síðan í janúar," segir Gummi, stöðumælavörður númer 23 og einn sá vígalegasti í bransanum. Framtiðarstarf? „Nei. Ég hef nú ekki hugsað um það sem slíkt.“ Hvað ætlarðu þá að verða? „Poppstjama," segir Gummi og hlær en hann er einmitt trommari í hljómsveitinni Sólstafir. „Sem er ekki eitthvað píkupopp eins og nafn- ið gefur til kynna.“ Þú ert í leðurbuxum, Snigill? „Nei. Ég á ekki einu sinni mótor- hjól, þvi miður. En ef ég ætti hjól væri ég ekki í Sniglunum." En áttu ekki að vera í búning í vinnunni? „Það er víst nóg að vera með hatt- inn. Enda er líka alltof fokking heitt þessa dagana til að vera í einhverri eskimóaúlpu," segir Gummi og er ekkert að skafa utan af því. Hvað sektarðu marga á dag? „Svona frá 100 til 160. Eftir því hvað maður er duglegur." Hvað með böggið, það þorir eng- inn að lemja þig er þáð? „Það hefur alla vega aldrei néinn hótað að berja mig. Annars er ég alltaf að bíða eftir því að fá að slást í þessu starfi. Það lenda margir í al- veg ótrúlegum hlutum." Mikið af geðsjúklingum á götun- um? „Það er alltaf eitthvað. Móður- sjúkar kellingar og alls konar fólk. En það er líka það skemmtilega við þetta starf. Maður fær að kynnast þessufólki sem flestir fá bara að lesa um,“ segir Gummi og rennir sér upp að Mazda-bifreið sem lagt er við stöðumæli. -MT e f n i Jagúar: Annað og meira en gæsahúð Fyrirmyndir kvenna: Móðir, kona, meyja Davíð Stefánsson: Skáldið úr Hólabrekku skóla 10-11 Poppið: Subbu- fönk og lint kex Haukur M. Hrafnsson: Vann 3 íslandsmeist- aratitla blindfullur Bíó: Tvöfaldur kostnaður á einni helgi Páll Óskar: Þorir ekki að segja kærastanum upp Lífid eftir íri vinnu / is í Irafári Titanic-sýning láhaidsm ga Björr Mverjir voni 17-23 -V- i .. fókus S fylgir DV á föstudögum Forsíöumyndina tók Teitur af Hauki M. Hrafnssyni kvikmyndagerðarmanni. 16. júlí 1999 f Ó k U S

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.