Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1999, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1999, Page 8
Verið Það hafa eflaust margir rekið upp stór augu þegar fjallkonan okkar hún Björk Guðmundsdótt- ir var allt í einu farin að syngja gamla smellinn sinn „It’s Oh So Quiet“ í auglýsingu fyrir japansk- an fólksbíl. Björk hefur aldrei tek- ið þátt í að auglýsa nokkum skap- aðan hlut svo það var eðlilegt að fólk hefði velt fyrir sér hvað olli þessari hugarfarsbreytingu. Sann- leikurinn í málinu er sá að ís- lenska auglýsingastofan fékk ekki tilskilin leyfi og útgáfan með Björk fór í loftið fyrir mistök. Hún var ekki sýnd oft og mistökin voru settluð. Auglýsingastofan dó þó ekki ráðalaus og fékk söngkonuna Regínu Ósk Óskarsdóttur, sem þessa dagana má sjá í Litlu hryll- ingsbúðinni, til að syngja lagið í stað Bjarkar. Það gerir hún svo vel að varla er hægt að heyra muninn. Björk dansar í Kaupmannahöfn Talandi um Björk. Hún hefur síð- ustu þrjá mánuði dvalið í Kaup- mannahöfn og leikið í söng- og dansamyndinni „Dancer in the Björk Dark“ eftir Lars Von Trier. Tökum lýkur í ágúst en stefnt er á að frum- sýna myndina í apríl á næsta ári. Björk hefur tekið upp átta lög fyrir myndina og á bara eftir að hljóð- blanda þau. Þá er hún byrjuð að spá í næstu plötu og er komin nokkuð áleiðis. Vinnan fer fram í hljóðveri sem var hent upp í leigu- húsnæði í Amager og hefur Valgeir Sig- urðsson (úr Birthmark og Unun) verið h e n n a r hægri hönd. Þó það hafi ekki verið endanlega ákveðið má fastlega búast við að næsta sólóplata » Bjarkar komi út ' seint á næsta ári en • á undan verða lögin / úr kvikmyndinni i væntanlega gefin út. Sem sagt: nóg! fyrir Bjarkar-aðdá- endur árið 2000. Ljóðið er ekki alveg dautt. Það eru alla vega enn þá gefnar út Ijóðabækur og Fókus rakst á eina slíka og tók höfundinn tali. Hann virðist í fyrstu vera úr hinni alræmdu Hólabrekkuskólaklíku sem er að taka yfir ísland en um leið er hann nýbökuð miðbæjarrotta. „Eg bý í fyrsta húsinu í 105 og neyðist því til að fara út fyr- ir 101,“ segir Davíö Stefánsson Ijóöskáld. avíð Stefánsson ra Hólabrekkuskóla „Þessi bók varð til síðasta vet- ur,“ segir Davíð Stefánsson Ijóð- skáld um bókina Kveddu mig sem hann er að gefa út sjálfur. „Ég skrifaði hana mjög markvisst og hún er alveg tímalaus og staðlaus. Þessi bók er svona „back to basics". Hún fjallar um ástina og lífið." Þetta er þá enginn ádeila? „Nei. Þama er ekkert sem heitir samtímaskráning né aulahúmor. Þetta er bara bók um mig og ástina í gegnum annað fólk.“ Þetta er sem sagt eitthvað torf? „Nei. Þetta er samt bók sem á að lesa hægt og allir ættu að geta skil- ið hana ef þeir lesa hana nógu hægt og vandlega." Miðbæjarrotta úr Breiðholti Davíð er í ensku í Háskólanum en áður en hann fór þangað var hann í hinum landsfræga Hóla- brekkuskóla. „Það var fín stemning á milli krakkanna í Hólabrekkuskóla," segir Davíð, en úr sama skóla kem- ur lítil klíka sem virðist ætla að hertaka ísland. „Gísli Marteinn Baldursson er einu ári eldri en ég en Sigurður Kári, verðandi for- maður SUS, og leikarinn og evró- visjonfarinn Rúnar Freyr Gísla- son vora í sama árgangi." Davíð er þó búinn að breytast í miðbæjarrottu og hættur að vera úthverfaplebbi. Það gerðist fyrir þremur árum og nú segist kauði varla fara út fyrir póstnúmer 105. Þú ferð samt út fyrir 101? „Já. Ég bý í fyrsta húsinu í 105 og neyðist því til að fara út fyrir 101,“ svarar Davíð sem þjónar á Kaffibrennslunni í sumar og þar til hann fer aftur í Háskólann í haust. Mjög stórt nafn „Það er einn stór ljóðabálkur fremst í bókinni sem samanstend- ur af mörgum litlum ljóðum og svo byggist bókin líka á prósum," út- skýrir Davíð, en segir auk þess að lítið sé um stuðla og höfuðstafi í þessari ljóðabók, sem er önnur ljóðabók Davíðs. Sú fyrri kom út árið 1996 og hét Orð sem sigra heiminn. Það á nú örugglega allt eftir að koma í ljós. Hvað með nafnið, Davíð Stefáns- son, er það ekkert of stórt? „Jú, jú. Sjálfsagt, en það er alltof fallegt til að breyta því. Annar hver maður á það þó til aö gera ein- hverja athugasemd við nafnið. Það verður bara að koma í ljós hvort það er of stórt." -MT b æ k u r mm Hvað á ég að geri Á því herrans ári 1988 kom út handbók fyrir ungt fólk á hraðri leið inn í hversdagsleikann. Eva María úr Stutt í spuna var á forsíðu ásamt einhverjum hárfroðutöffara. Jón Karl Helgason skrifaði bókina og hugmyndina fékk hann þegar vinur hans flutti einn til Danmerkur með minnispunkta varðandi matseld og þvotta frá mömmu. Bókin skiptist í fimm skemmti- lega og útspekúleraða kafla. Það er ekki hægt að hanka höfundinn á því að vera ekki nógu ítarlegur. Hann fer alla leið og leiðbeining- amar eru nánast tæmandi. Það eina leiðinlega við þetta er að bók- in fæst ekki í bókabúðum lengur en hægt er að nálgast þær á fom- bókasölu eða þegar sérstakar útsöl- ur eru á bókalagerum. Bókin er sem sagt til en hefur þurft að víkja úr hillum búðanna fyrir öllum jóla- bókunum en vonandi breytist það á næstunni því bókin er skyldueign fyrir alla sem eru að hefja búskap. Landneminn Allt frá húsaleigusamningum yfir í flókin fasteignaviðskipti. Það fylgja meira aö segja leiðbeiningar um hvemig á að bera kassana inn i íbúðina, upp stigann og auðvitað hvemig á að merkja hvern kassa svo skipulag verði á flutningunum. Þessi kafli er tæmandi eins og öll bókin. Einn listinn segir til dæmis frá því hvað eigi aö vera í vel búnu baðherbergi: „Sápa, salemispappír, handklæði, ruslafata, salernis- bursti, spegill og þau áhöld sem þú notar við eigin þrif (ef ekkert sal- emispappírshengi er ’ __ herberginu má útbi úr keðju, vír ( snæri).“ Völundurinn Hér emm við komin yfir í verk- legu hliðina. Hvernig á að draga nagla úr vegg eða negla stóra, litla, granna og deiga nagla í vegg. Svo vitnað sé beint í bókina um hvern- ig á að negla án hamarsfara í vegg: „Oft koma hamarsfór í veggi þar sem neglt er. Ráð er að klippa fer- kantaðan bút úr pappa eða ein- hverju svipuðu efni og skera síðan V-laga skarð í eina hliðina. Naglan- um er komið fyrir i skarðinu þannig að hamarinn lendir á bútn- um og skilur síður eftir sig for.“ ^N^WLRGOMMf Græðarinn Þó flutt sé út af Hótel mömmu þarf enn að hafa áhyggjur af heils- unni. Þá þarf auðvitað að þekkja einkenni flensu og kunna góð ráð við timburmönnum. „Óbrigðult rað til að koma í veg fyrir timburmenn er að bragða ekki áfengi." Annars er það bara B-vítamín áður en þú ferð að sofa. „Kynsjúkdómar og eyðni þurfa ekki að hafa nein sjá- anleg einkenni í fyrstu," segir í bókinni og svo er bent á að besta vömin sé að forðast fjöllyndi og les- endur beðnir að hafa setninguna „greindur notar gúrnrní!" á bak við eyrað. Kokkurinn Uppskriftir að os köku, kartöflun hrísgrjómun, píts- um, poppkorni ol Nauösynleg handbók á hverju almennilegu heimili. bara öllu því helsta sem hægt er að éta hér á landi. Skemmtilegasti kaflinn er samt sá sem fjallar um drykki. Þar em útlistun á því hvaða vín eiga að vera með hin- um ýmsu hráefnum og fullyrt að vatnsglas sé gott við þorsta. Kaffi er líka útskýrt í þaula: „Kaffi má drekka eintómt eða með mjólk, rjóma og/eða s í.“ Þrifillinn Hvernig þrí maður útbía klósett? Það fæðist enginn með vitneskju um svarið Þetta er eitt því sem verðm læra ásamt 1 öllum þrifum. Svo þarf líka að kunna á þvottavél og hafa grund- vallarskilning á því hvað „suða“ er eða hvemig á að losna við bletti úr fllk eða teppi. Öllu þessu og meiru til svarar handbókin Mamma! Hvað á ég að gera? f Ó k U S 16. júlí 1999 8

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.