Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1999, Qupperneq 1

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1999, Qupperneq 1
Erfðalækningar: Heillandi og hrollvekjandi möguleikar Bls. 20-21 Misgáfaðir apar Bls. 23 Ofsóttir gegnum Internetið Bls. 19 PlayStation Gleypti 2000- vírusinn Komandi aldamót eru þegar byrjuð að valda ofskynjunum og ofsóknaræði hjá geðsjúku fólki í Bret- landi. Átta eða níu tilfelli hafa kom- ið upp síðan í mars sem tengjast aldamótunum. Einn þeirra sagðist hafa gle^fpt 2000-vírusinn (sem reyndar er ekki vírus) og taldi sig þannig bjarga milljónum mannslífa. Annar hóf að eyðileggja allt sem að höndum kom af því að raddir höfðu sagt honum að hann gæti bjargað fólki frá Q hörmungunum ' með þvi að berja niöur veggi. Viðbrögð sem þessi fylgja iðulega stórum atburðum. Þegar geimkapp- hlaupið á sjöunda áratugnum stóð sem hæst sögðust margir hafa verið sýktir af tungl- geislum en siðan hafa Stjörnustríðs- myndimar og alnæmi vakið óhug í brjósti geðsjúkra. Innar í blaðinu er umijöllun um svipað dæmi nema hvað þar snýst áráttan um Internetið. 2000 Búðir fyrir bústin börn í Bretlandi voru ný- verið opnaðar fyrstu sumarbúðirnar sér- staklega fyrir böm sem eiga við offitu- vandamál að stríða. Fyrirmyndin er frá Bandaríkjunum. Börnunum verður kennt að forð- ast feitan mat á borð við hamborg- ara og þau hvött til þess að stunda íþróttir og gæta að mataræðinu. í búðunum fá börnin að borða há- mark 1300 til 2300 hitaeiningar á dag sem er þó sannkölluð veisla miðað við 1000 kalóría skammtinn sem er í bandarískum búðum af þessu skutlustyra í dag tekur sæti „kommander" Eileen Collins á spjöldum sög- unnar sem fyrsta konan við stjórnvöl- inn á geimflaug þegar hún flýgur með Chandra röntgensjónaukann út í geim ásamt áhöfn sinni sem í eru fjórir. Þar munu þau koma sjónaukanum á braut um jörðu. Þessa dagana er mikið inn að vera hjá NASA en í gær var Pete Conrad, þriðji maðurinn til þess að ganga á tunglinu, lagður til hvíldar í þjóðarkirkjugarðinum í Arlington. Conrad, sem var tæp- lega sjötugur að aldri, lést í mótór- hjólaslysi fyrr í mánuðinum. Einnig standa nú yfir hátíðahöld vegna 30 ára afmælis tunglgöngu Neils Armstrong og félaga en í dag, 20. júlí, eru nákvæmlega 30 ár síðan hann lenti á tunglinu ásamt Buzz Aldrin. Chandra röntgensjónaukinn er stærsti og öflugasti sjónauki sinn- ar tegundar og mun hann gera vísindamönnum kleift að ná ævin- týralega skýrum myndum af ýms- um fyrirbærum geimsins, allt frá halastjörnum til tifstjarna. Ferðin hjá Eileen og félögum tekur fjóra daga og er búist við þeim aftur til jarðar 24. júlí næst- komandi. Á myndinn sjást Eileen og félagar með líkan af Chandra sjónaukanum og á innfelldu myndinni brosir Eileen Collins, fyrsta geimskutlustýran, framan í heiminn. Vóíú Jj*

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.