Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1999, Síða 15
«
Þaö verður enginn svikinn af hringspörkum Van Dammes í Stjörnubíói.
„Universal Soldier er ein af
stærstu hittunum mínum og ég
held að framhaldið komi á mjög
góðum tíma á ferli mínum,“ segir
Jean Claude Van Damme sjádfur
um myndina Universal Soldier:
The Return. En fyrri myndin hal-
aði inn dágóða upphæð og var að
spennufíkla sögn fantagóð mynd þó
hún hafi kannski farið heldur illa í
bíógagnrýnendur.
Tölvur hugsa sjálfstætt
Framhaldsmyndin, The Retum,
er skrifuð af John Fasano, kon-
ungi í framhaldsmyndagerð. Hann
skrifaði alla vega Alien: Resurrect-
ion, Die Hard Vengeance og
Another 48Hrs. Leikstjórinn, Mic
Rodgers, er að vísu ekki mjög sjó-
aður en hann hefur samt verið að-
stoðarleikstjóri á myndum eins og
Volcano, Fled og Braveheart: En
þess á milli hefur kauði verið
stuntmaður í öllum Lethal Wea-
pon-myndunum, Payback og Ma-
Stjörnubíó frum-
sýnir Universal
Soldier: The
Return í kvöld.
Þetta er mynd fyrir
nagla að hætti
Van Dammes.
Framhaldsmynd af
Universal Soldier
og án efa mynd
sem enginn unnandi
góðra bardaga-
mynda ætti að láta
fram hjá sér fara.
verick. Hann hefur því komið ná-
lægt bíói þó hann sé ekki sjóaður
leikstjóri.
The Return fjallar um Van
Damme sem hinn óstöðvandi Luc
Deveraux. Hann er hermaður og
starfar við að þjálfa upp nýja teg-
und af tölvustríðsmönnum sem
eiga að vera betur siðaðir, gáfaðri
og sterkari en nokkru sinni fyrr.
Hann er líka einstæður faðir, kall-
inn, og býst ekki við neinu nema
góðu af heiminum þar til S.E.T.H.
(einn af tölvuhermönnunum) fer að
hugsa sjálfstætt og gerir uppreisn.
Það endar náttúrlega bara á einn
veg: Endalaust af frábærum bar-
dagaatriðum að hætti Van Damme
og viss fyrirheit um ástersenu með
Heidi Schanz úr The Truman
Show, Kiss the Girls og Seven.
Vel vaxinn hörkunagli
Annars þekkið þið auðvitað öll
belgíska vöðvabúntiö Van Damme
og flest ykkar hafa einhverja skoð-
un á honum. Hann þykir róman-
tískur, samkvæmt slúðurblöðun-
um, og kvenfólki þykir hann ef-
laust mjög vel vaxinn og strákar
líta upp til hans af því að hann er
hörkunagli sem getur tekið
hringspörk og kýlt í gegnum mann
og annan. Það fer minni sögum af
stórkostlegum leik og listrænum
metnaði. En hver er svo sem að
biðja um það í myndunum hans
Van Damme. Þar vilja menn fá
slagsmál, eina ástarsenu, blóðugar
bardagasenur og svo meiri slags-
mál. Og Van Damme kann sitt fag.
Hann hefur leikið i myndunum
Timecop, Double Impact, Hard
Target, Nowhere to Run, Maximum
Risk, Double Team, Knock Off, Leg-
ionnaire, Infemo og auðvitað Uni-
versal Soldier. Flestir hafa nú séð
alla vega eina af þessum myndum.
Ef ekki þá ættu þeir að skefla sér á
næstu leigu eða í Stjörnubíó í
kvöld.
Ifiro feiksiýri
Leikari allra leikara, Robert
De Niro, er sagður ætla að leik-
stýra CIA-myndinni The Good
Sheppard. Ólíklegustu leik-
stjórar hafa þegar hafnað
myndinni; Wayne Wang, Philip
Kaufman og John Franken-
heimer (leikstýrði De Niro
einmitt í Ronin). En handrits-
höfundur myndarinnar er Eric
Roth, höfundur Forest Gump
og The Postman. Misjafn höf-
undur þar og vonandi að De
Niro sé að fá almennilegt hand-
rit.
Bíza&etii feckmuái
á Indlánci
Kvikmyndin Elizabeth, sem
var að koma út á vídeói hér
heima, var á dögxmum bönnuð
á Indlandi af því að leikstjór-
inn, Shekhar Kapur, neitaði að
klippa myndina. Kvikmynda-
eftirlitið úti heimtaði að
nokkrar senur yrðu klipptar út
en hvaða senur, veit enginn.
Það eru því bara stálin stinn
sem mætast og það var að
vissu leyti bömmer fyrir Kapur
og félaga því hann var mættur
ásamt Cate Blanchett og Jos-
eph Fiennes til Nýju Dehli til
að vera viðstaddur frumsýning-
una þegar myndin var endan-
lega bönnuð í landinu.
'Cí
The Blair Witch Project hefur vægast sagt slegið í gegn
í Bandaríkjunum, öllum að óvörum. Það bjóst enginn við
þessari mynd, enginn vissi hvers konar mynd þetta var eða
hvaða fólk það væri sem gerði myndina. Allt hefur þetta komið
í Ijós á síðustu vikum og óhætt að benda bíóeigendum á að
redda okkur þessari mynd hið fyrsta.
Krakkarnir hurfu
The Runaway Bride með Ric-
hard Gere og Juliu Roberts er í
efsta sæti aðsóknarlistans I
Bandaríkjunum. Sú mynd er for-
múla sem ætti að ganga upp og
ekki furða að myndin sé í efsta
sæti en það er annað sætið sem er
mjög forvitnilegt því þar er
hræódýr mynd að
berj-
Michael Williams í stuði.
- oiair Witch og <
ast við stórmyndina. Hún heitir
The Blair Witch Project og er leik-
stýrt og skrifuð af félögunum
Daniel Myrick og Eduardo
Sánches. Þeir eru ekki þekktir
fyrir neitt nema að Daniel klippti
myndina All Shook up sem litlar
sögur fara af.
Heimildarmynd
Myndin fjallar um þau Heather
Donahue, Michael Williams og
Joshua Leonard sem öll leika sjálf
sig í myndinni. Þessir krakk-
MISSING
Hoatíicf Cwchue ÍDthið Uoiurd Mlchðo! iffilliamð
** t»v* 4**- 16' wMgKriJí*- 24 «« rfl" i««*w
• ♦**< C)«* ttw ifí*; omHM *** »»»««
4H» HIM* r*n«*t *•»». *<*• *.«vi!«.
PLJEASC CALL FREOERICK COUSTV 6HERIFF’S OFFICE WITH
AHV INFORM.VIOU YOU MAY H.WE
ar eru í kvikmyndaskóla og í
myndinni ákveða þau að gera
heimildarmynd um úthverfagoð-
sögnina The Blair Witch. í raun-
inni endar sagan næstum því þar
hvað þessa krakka varðar því þeir
hverfa sporlaust. Leit er hafin og
hún ber engan árangur. Ári seinna
finnast spólurnar og tæki krakk-
anna fyrir tilviljun og það er okkar
leið inn í þessa mögnuðu sögu sem
hefur slegið öll aðsóknarmet ytra.
Sannleikurinn blífur
Það sem er heillandi við filmuna
er raunveruleikinn. Þetta virðist
hljóma eins og bandarísk nálgun
við dogma-form Dananna. Þar er
það sagan sem ræður öflu og gefinn
er skítur í tæknina. Hér er það
sannleikurinn sem blífur og gefinn
er skítur í allt annað en raunveru-
leikann. Úr verður mögnuð hryll-
ingsmynd sem hefur það mikla
dulúð yfir sér að kvikmyndagerð-
armennirnir óþekktu tjá sig sama
og ekkert um myndina. Sömu sögu
er að segja af leikurunum. Það eina
sem var hægt að finna raunveru-
legt um þá á Netinu var að einhver
brjálæðingur frá Georgíu taldi sig
eiga nektarmyndir af Heather
Donahue. Myndin ber sem sagt
með sér mikinn sannleiksblæ en er
samt uppspuni þeirra Daniels Myr-
ick og Eduardos Sánches.
(
6. ágúst 1999 f Ó k U S