Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1999, Blaðsíða 2
20 MÁNUDAGUR 9. ÁGÚST 1999 Sport DV Elfa B. Erlingsdóttir sést hér í hörkubaráttu um boltann í leik gegn Svíum á Opna Norð- urlandamótinu. Edda Garðarsdóttir fylgist með. íslenska liðið tapaði í gær á grátlegan hátt á móti Dönum í leik um 5. sætið eftir að hafa komist í stöðuna 3-0 og verið mun betri aðilinn í fyrri hálfleik. Það dugði ekki til því dönsku stelpurnar börðust vel og náðu að sigra með fjórum mörkum í röð og fögnuðu því ógurlega að leik loknum. DV mynd E.ÓI. Grátlegt - tap hjá íslenska liöinu á NM íslenska U-21 landsliðið í kvennaknattspymu tapaöi í gær 3-4 á móti Danmörku eftir að hafa komist 3-0 yfir í leik um 5. sæti Norðurlandamótsins. Tap liösins var grátlegt þar sem þær spiluðu frábærlega í iýrri háif- leik og skoruðu stórglæsileg mörk. Leikurinn byrjaði fiörlega og fengu þær dönsku færi eftir um 10 sekúndna leik sem Ragnheið- ur Jónsdóttir markvörður varði með höfðinu. í kjölfar þess sóttu íslensku stúlkumar hratt upp völlinn og spiluðu boltanum á milli sín og skilaði það þeim marki á þriðju mínútu leiksins en þar vai' að verki Rakel Loga- dóttir, eftir gott samspil við Ás- gerði Ingibergsdóttur og Eddu Garðarsdóttur. Frábær fyrri hálfleikur Á 16. mínútu bættu þær við öðra marki sínu er Edda tók aukaspymu sem markvörður Dana varði í slána en Ingibjörg Ólafsdóttir var fyrst að átta sig og ýtti boltanum yfir línuna. Aðeins 10 mínútum siðar stakk Ásgerð- ur fjóra vamarmenn Danmerkur af og skaut þrumuskoti yfir markvörðinn og þvi var staðan orðin 3-0. Á 35. mínútu þurfti Ás- gerður að yfirgefa völlinn vegna meiðsla þar sem sauma þurfti tvö spor í augnkrók hennar. Ásgerð- ur hafði fram að þessu leikið stórvel og hreinlega verið úti um allan völl. Við þetta misstu ís- lensku stúlkumar nokkuð sjálfs- traustið og fengu á sig slæmt mark rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. Dönsku stúikumar mættu tví- efldar til síðari háifleiks og minnkuðu muninn fljótlega í eitt mark. íslenska liðið fékk þó nokkur færi en varðist mestan tímann. Hraðinn í fyrri hálfleik fór að segja til sin og íslensku stúlkumar héldu einfaldlega ekki út. Þær fengu á sig tvö mörk á tveimur mínútum og þar með var draumurinn um 5. sætið úti. Duttum niður á hælana „Þær ætluðu að selja sig dýrt og þær gerðu það, stóðu sig bara mjög vel. Að mínu mati vorum við betra hðið bæði á móti Svíum og Dönum þannig að raunhæft hefði verið þriðja eða fjórða sæt- ið í mótinu finnst mér,“ sagði Þórður Lárusson þjálfari. „Við spiluðum fyrri hálfeikinn mjög vel og af öryggi en ég veit ekki hvað kom fyrir í seinni hálf- leik, við eitthvað fórum niður á hælana og vantaði að komast upp á tæmar aftur,“ sagði Ragn- hildur, sem var mjög góð í marki íslands. Ásgerður, Edda og Guð- rún Gunnarsdóttir spiluðu mjög vel ásamt öllu liðinu í fyrri háif- leik en duttu svolítið niður í síð- arihálfleik. Bandaríkin sigraði Noreg, 2-1, í úrslitaleik mótsins þar sem úrshtin réðust með guilmarki. í leik um 3. sætið sigraði Svíþjóð hð Finnlands, 1-0 og í leik um 7. sæti sigraði Þýskaland hð Ástrahu, 4-0. -ÍBE NOREGUR Boda-Rosenborg...............2-4 Kongsvinger-Viking...........1-3 Lilleström-Odd Grenland......1-2 Moss-Skeid ..................5-0 Stromsgodset-Molde...........0-2 Tromso-Stabæk................3-3 Válerenga-Brann..............2-1 Rosenborg 17 12 2 3 48-16 38 Molde 17 11 2 4 29-18 35 Lilleström 17 10 2 5 39-28 32 Stabæk 17 9 3 5 38-28 30 Brann 16 10 0 6 28-25 30 Tromsö 16 8 3 5 41-28 27 Viking 17 7 2 8 29-26 23 Odd Grenl. 17 7 2 8 24-35 23 Bodö 17 6 3 8 31-37 21 Moss 17 6 1 10 28-33 19 Valerenga 17 5 3 9 23-33 18 Skeid 17 5 2 10 20-41 17 Strömsg. 17 5 1 11 25-39 16 Kongsving. 17 4 0 13 25-41 12 Ríkharöur Daðason var eini íslendingurinn sem skoraði í norsku A-deildinni í gær. Rikharður skoraði tvö marka Vikings í sigurleiknum gegn Síeinari Adolfssyni og félögum í Kongsvinger. 2. DEILD KARLA Völsungur-Léttir..............0-0 Sindri-Leiknir R..............0-0 HK-Tindastóll.................0-4 Joseph Sears 2, Auðunn Blöndal, Sverrir Þór Sverrisson. Selfoss-Þór A.................1-2 Brynjólfur Bjamason - Elmar Eiriksson, Orri Hjaltalin. KS-ÆgÍr ......................1-0 Miralem Hazeda Tindastóll 13 10 2 1 46-8 32 Sindri 13 6 6 1 18-5 24 Þór A. 13 7 2 4 26-19 23 Selfoss 13 6 4 3 31-24 22 Leiknir R. 13 5 6 2 21-15 21 KS 13 4 3 6 14-18 15 HK 13 4 3 6 23-30 15 Ægir 13 1 6 6 17-32 9 Völsungur 13 2 2 9 13-35 8 Léttir 13 1 4 8 19-42 7 Knattspyrna - 1. deild karla: Einar hættur með KA-liðið Einar Einarsson er hættur þjálf- un 1. deildarliðs KA í knattspymu. „Þetta var hans ákvörðun. Eftir leikinn gegn ÍR í síðasta mánuði til- kynnti Einar að hann hyggðist hætta meö liðið ef þaö ynni ekki næstu þrjá leiki. Við í stjóminni samþykktum þetta og þar sem liðið tapaði svo gegn Skahagrími á fóstu- daginn var orðið ljóst að hann væri hættur," sagði Stefán Gunnlaugs- son, formaður knattspymudeildar KA, við DV, í gær. Ekki hefur verið ráðinn eftirmað- ur Einars en að sögn Stefáns mun Slobodan Milisic, fyrirliði KA, stjórna æfingum liðsins þar til nýr þjálfari verður ráðinn. Miklar væntingar vora bundnar við lið KA á þessu tímabili en þegar 12 umferðir em búnar er KA-liðið í fahsæti ásamt Skahagrími. Ekki ásættanlegur árangur „Okkur í stjóm deildarinnar og stuðningsmönnum liðsins finnst þetta ekki ásættanlegur árangur með þennan góða hóp. Viö höfum hins vegar verið mjög óheppnir með meiðsli. Einar lagði sig ahan ffarn en því miður tókst það ekki í þetta sinn,“ sagði Stefán. Næsti leikur KA í deildinni er gegn Þrótti á Valbjamarvelli á fóstudagskvöldið. -GH Slobodan Milisic mun stjórna aefingum KA fyrst um sinn. j£*. DANMÖRK AB-Lyngby 3-0 Herfolge-OB 1-0 Viborg-AGF 1-1 Bröndby-Silkeborg 1-8 AB-AaB . . . .0-2 AB 3 3 0 0 7-0 9 Bröndby 3 3 0 0 6-0 9 Herfölge 3 2 1 0 5-2 7 AaB 3 2 0 1 5-3 6 Silkeborg 3 1 1 1 4-1 4 Viborg 3 1 1 1 64 4 Lyngby 3 1 0 2 5-5 3 Esbjerg 2 1 0 1 3-5 3 AGF 3 0 2 1 2-3 2 Copenhagen 3 0 1 2 1 -A 1 Odense 3 0 0 3 0-6 0 Vejle 2 0 0 2 0-8 0 BELGÍA Geel-Gent . 1-5 Westerlo-Genk .6-6 Standard-Mechelen . 2-1 Charleroi-Harelbake . 2-1 Lommel-Lokeren . 1-0 Lierse-Ekeren .3-1 Beveren-Aalst .0-2 Anderlecht-Mouskroen Club Brúgge-Sint-Truiden . . . . . 4-0 Þóróur Guójónsson skoraði eitt mark Genk í ótrúlegum leik gegn Wasterlo þar sem tveir leikmenn úr hvom liði vom reknir af velli og fimm af mörkunum komu úr vítaspymum. Bjarni Guðjónsson og Jóhannes Karl Guðjónsson ekki í hópnum hjá Genk. voru Arnar Þór Viðarsson var ekki í liði Lokeren. 8$ FRAKKLAND ™ »>“----------- Metz-Auxerre .................3-0 Montpellier-Bordeaux .........2-2 Rennes-Paris SG...............1-3 Bastia-Strasbourg ............3-0 Lens-Monaco...................1-0 Saint Etienne-Nantes..........0-2 Staða efstu liða: Paris SG 2 2 0 0 4-1 6 Nantes 2 2 0 0 3-0 6 Marseille 2 1 1 0 3-0 4 Metz 2 1 1 0 3-0 4 Bordeaux 2 1 1 0 3-0 4 Montpellier 2 1 1 0 4-3 4 Bastia 2 1 0 1 5-3 3 Lyon 2 1 0 1 3-3 3 Lens 2 1 0 1 1-1 3 Sedan 2 1 0 1 64 3 Auxerre 2 1 0 1 2-4 3 Strasbourg 2 1 0 1 2-3 3 Blavtd i poka Einar Karl Hjartarson felldi byrj- unarhæðina, 2,08 metra, í úrslita- keppninni í hástökki á Evrópumeist- aramóti 19 ára og yngri sem fram fór i Lettlandi um helgina. Silja Úlfarsdóttir, hlaupakonan efnilega úr FH, komst ekki i úrslit í 200 né 400 metra hlaupinu á Evrópu- mótinu. í 200 metra hlaupinu kom hún i mark á 24,96 sekúndum. Tími hennar í í 400 metra hlaupinu var 55,44 sek. Óðinn B. Þorsteinsson var langt frá sínu besta í kúluvarpinu og komst ekki í úrslitin. Óðinn kastaöi 43,12 metra en hann á best 54,72 metra. Wang Nan frá Kína tryggði sér um helgina heimsmeistaratitilinn í ein- liðaleik kvenna i borðtennis þegar hún lagði Iöndu sína, Zhang Yin- ing, að velli i úr- slitaleik. Nan tap- aði fyrstu tveimur lotunum, 15-21 og 14-21 en vann næstu þrjár 21-5, 21-12 og 21-11. Þá varð Wang einnig heimsmeistari í tvíliðaleik ásamt löndu sinni Li Juin en þær höfðu betur gegn Yang Ying og Sun Jin, 22-20, 21-14 og 21-19. Kinverjar voru einnig sigursælir í einliðaleik karla. Heimsmeistari varð Liu Guoliang en hann lagði landa sinn, Ma Lin, i úrslitum, 21-16,19-21, 21-16 og 24-22. Guoliang varð einnig heimsmeistari í tvíliðaleik ásamt Kong Linghui. Bretinn Colin Montgomerie sigraði á skandinaviska meistaramótinu í golfi sem lauk í Malmö í Svíþjóð í gær. Montgomerie var í miklu stuði og sigraði með niu högga mun. Hann lauk keppni á 268 höggum. Svi- inn Jesper Parnevik kom næstur á 277 höggum og Banda- ríkjamaður- inn Bob May og Geoff Ogilvy frá Ástralíu léku á 278 höggum. íslenska U-20 ára landslið kvenna í handknattleik tapaði fyrir Kongó, 17-14, í síðasta leik sínum í riðla- keppni heimsmeistaramótsins í Kína um helgina. íslensku stúlkurnar töp- uðu öllum leikjum sínum í riðlinum. íslenska landsliðið í körfuknattleik undir 18 ára sigraði Hollendinga í síð- asta leik sínum í Evrópukeppni landsliða í Dublin á írlandi og tryggði sér þar með annað sætið og þáttöku- rétt í lokaúrslitum EM. Belgar urðu efstir, íslendingar í öðru sæti og Tyrkir urðu síðan þriðju. Þetta eru sömu strákar og slógu í gegn hér á Norðurlandamótinu sem haldið var í Hveragerði um áramótin. Þá lenti liðið í öðru sæti eftir ótrúleg- an úrslitaleik gegn Finnum. Jón Arnór Stefánsson, til hægri, var valinn besti leikmaður mótsins af þjálfurum liðanna sem er mikill heiður fyrir hann. Jón Amór er bróðir Ólafs Stef- ánssonar handknatt- leikskappa og spilar með mennta- skólaliði úti í Bandaríkjunum. -GH/-ÓÓJ 7^i SKOTIAND Celtic-St.Johnstone .........3-0 Hearts-Rangrs................0-4 Kilmamock-Aberdeen...........2-0 Motherwell-Dundee Utd........2-2 Dundee-Hibeminan.............3-4 Svíinn Johan Mjallby, Ástralinn Mark Viduka og Daninn Morten Wieghorst skoruðu mörk Celtic. Bandariski landsliðsmaðurinn Claudio Reyna skoraöi tvö marka Rangers og þeir Michael Molar og Jörg Albertz gerðu sitt markiö hver. Sigurður Jónsson lék allan tímann með Dundee United sem lenti 2-0 undir gegn Motherwell. Ólafur Gottskálksson lék í marki Hibemian sem tryggði sér sigur með tveimur mörkum á síðustu 5 minútunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.