Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1999, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 9. ÁGÚST 1999 27 Fjórða umferð íslandsmótsins i rallakstri fór fram á fóstudagskvöldið. Keppt var á hefð- bundnum leiðum sem er góð æfing fyrir Alþjóð- arallið sem verður haldið hér í byrjun næsta mánaðar. Keppnin hófst við Laugarvatn og ekið var um Lyngdalsheiði, Tröllháls, Uxahryggi, Kaldadal og Tröllháls til baka. Allt eru þetta margreynd- ar rallleiðir sem bjóða upp á mikinn hraða. Rúnar og Jón voru búnir að leggja nótt við dag við að lagfæra Subaru Impresa-keppnisbíl- inn sem valt út úr síðasta ralli við Hólmavík. Þeir settu strax á fulla ferð og náðu forustu á fyrstu leið um Lyngdalsheiði sem þeir juku eft- ir því sem á keppnina leið. Hjörtur og ísak á Toyota Corolla veittu þeim harða keppni, voru t.d. aðeins 4. sekúndum á eftir þeim á fyrstu leið, 12 á annari og jafnir á lengstu leið keppninnar um Kaldadal, þrátt fyr- ir að bíll þeirra festist í öðrum gír seinni hluta leiðarinnar. Þeir urðu því að sætta sig við ann- að sætið en það er nokkur sárabót eftir von- brigði í síðustu keppni er þeir misstu af sigri á síðustu sérleið. íslandsmeistarar síðasta árs, Páll og Jóhann- es á Lancer, óku hratt og örugglega og skiluðu sér í mark í þriðja sæti, þrátt fyrir að hafa sprengt dekk á Kaldadal. Páll hefur sýnt mikla framfór. Sem dæmi um það bætti hann sérleið- artíma sinn um heilar 60 sekúndur á TröOhálsi frá fyrra ári en það dugði ekki til! Kaldar kveðjur á Kaldadal Fjórir af fimm toppbílunum lentu í töfum á Kaldadal. Drifrás bilaði í Rover metro þeirra Sigurðar Braga og Rögnvaldar og ákváðu þeir að hætta keppni fremur en að taka áhættu á frekari skemmdum. Þá færðist Baldur Jónsson upp í íjórða sæti um sinn en sprengdi dekk á sömu leið, taldi hann sig vera nær endamarki en raun var á. Gerði hann því tilraun til að ljúka leiðinni á dekkjalufsunni en varð að lok- um að skipta um og tapaði miklum tíma og endaði í sjötta sæti á eftir þeim Steina Palla og Witek sem komust án tafa yfir Kaldadal og hlutu að launum fimmta sætið. Brasið á Baldri varð Þórði Bragasyni til happs því nú færðist hann upp í fjórða sætið og hélt því til loka á á afturdrifnum heimasmíð- uðum Ford Escort, sem hann hafði ekið með tilþrifum. Þrátt fyrir gríðarlega harða baráttu í þessari keppni er það í raun nokkuð umhugsunarefni að þeir feðgar skuli ekki vera lengra á undan keppinautum sínum en raun ber vitni. Þeir aka yfirburðabil og ættu í raun að vera ósnert- anlegir, slíkir eru yfirburðir Subaru Impresa- bílsins og reynsla áhafnarinnar. Sem dæmi um keppnishörkuna þá notuðu þeir þrjá nýja ganga af keppnisdekkjum á að- eins 105 kílómetrum af sérleiðum. En þeir uppskáru eins og þeir stefndu að, sigur og dýrmæt stig í harðri keppni um ís- landsmeistaratitilinn eftirsótta. Keppnisstjórn, brautarvarsla, tímataka og öryggiseftirlit var í hinum mesta ólestri. Það þarf verulegt átak til að bæta keppnishaldið og öryggi keppenda ef ekki á illa að fara. -BG slandsmeistararnir frá því í fyrra, Páll og Jóhannes, eru hér á fleygiferð á Lancer-bíl sínum en þeir höfnuðu í þriðja sæti í rallinu. íslandsmótiö í tennis: Arnar og íris meistarar Amar Sigurðsson og íris Staub urðu í gær íslandsmeistarar í einliðaleik karla og kvenna í tennis en Islandsmótinu lauk í tennishöllinni í Kópavogi í gær. Amar tryggði sér titilinn með því aö sigra Raj Bonifacius í úrslitaleik, 7-6 og 6-2 en í undanúrslitunum hafði hann betur gegn Davíð Halldórssyni í spennandi leik, 6-3 og 7-5. Bonifacius, sem fékk islenskan ríkisborgararétt á dögunum og var að keppa á sínu fyrsta íslandsmóti, sigraði hins vegar Einar Sigurgeirsson í undanúrslitum, 6-2 og 6-1. íris Staub vann Stellu Rún Kristjánsdóttir í einliðaleik kvenna, 6-1 og 6-0. í undanúrslitunum lagði íris hina 14 ára gömlu Sigurlaugu Sigurðardóttur, 6-0 og 6-0 og Stella vann Rakel Pétursdóttur, 6-4 og 6-0. -GH Körfuknattleikur: Birgir Örn til Þýskalands Birgir Örn Birgisson, körfuknattleiksmaðurinn sterki sem leikið hefur með Keflvíkingum undanfarin ár, hélt af landi brott í gærkvöldi en hann hefur gengið frá samningi við þýska B-deildarliðið Túbingen. Liðið er í Stuttgart en eiginkona Birgis hyggur á nám þar. Þar með hafa íslandsmeistarar Keflvikinga misst tvo sterka leikmenn úr sínum röðum en Falur Harðarson gekk fyrir skömmu frá samningi við eitt af sterkustu liðum Finnlands. Feðgarnir Rúnar Jónsson og Jón Ragnarsson gefa hér hressilega í á Subrau Impreza-bfl sínum á Lyngdalsheiðinni. Feðgarnlr náðu forystu í upphafi rallsins og héldu henni allt til loka. DV-myndir BG IV/I I ■ U • Rall í Reykjavík • Go-Kart • Formúla 1 • Enduro-Dubai • Terra Firma- áhættuökuþórar Umsjón efnis hefur Njáll Gunnlaugsson í síma 550 5723, netfang: njall@ff.is Umsjón auglýsinga hefur Gústaf Kristinsson í síma 550 5731, netfang: gk@ff.is Auglýsendur, athugið að síðasti pöntunardagui auglýsinga er fimmtudagurinn 12. ágúst. Miðvikudaginn 18. ágúst mun veglegt sérblað um mótorsport tylgja DV. -GH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.