Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1999, Blaðsíða 7
24 MÁNUDAGUR 9. ÁGÚST 1999 MÁNUDAGUR 9. ÁGÚST 1999 25 Sport Landsmótið í golfi 1999 Urslitin 1. flokkur kvenna (8 keppendur) Alda Ægisdóttir, GR ............328 Helga Gunnarsdóttir, GK........335 Anna Jódís Sigurbergsdóttir, GK 340 Magdalena S. Þórisdóttir, GS . . . 356 Unnur Sæmundsdóttir, GK .... 357 Ingibjörg Ó. Einarsdóttir, GR . . . 362 Þóra Eggertsdóttir, GKG ........373 Arna Magnúsdóttir, GL...........373 2. flokkur karla (111 keppendur): Pétur V. Georgsson, GSE........324 Hilmar Viöarsson, GSE ..........332 Árni E. örnólfsson, NK..........332 Sverrir Valgarðsson, GSS .......332 Jón Þorsteinn Hjartarson, GF . . 333 Páll Arnar Sveinbjönrsson, GK . 335 Hermann Gunnlaugsson, GSE . . 336 Guðgeir Jónsson, GN.............337 Gunnar Már Gíslason, GKG .... 337 Kristinn J. Gíslason, GKJ ......338 Gunnlaugur Reynissin, GR .... 338 Snorri Hjaltason, GR............338 Þórainn B. Birgisson, NK.......339 Kristinn J. Kristinsson, GKJ ... 339 Ásgeir Á. Ragnarsson, GO.......340 Ólafur Danivalsson, GK..........340 Jóhann Sigurbergsson, GK.......341 Þröstur Sigvaldason, GÓ ........341 Pálmi Einarsson, GO.............342 Guðmundur Jónasson, GR.........342 Eggert fsfeld, GO...............343 Jóhannes Sveinsson, GSE ........343 Rikharður Brynjólfsson, GO .... 344 Hjörtur Brynjarsson, GSE .......344 Hjötur Kristjánsson, GO ........345 Guðjón Árnason, GK..............345 3. flokkur karla (83 keppendur): Hilmar Sighvatsson, GO .........329 Rúnar Ó. Einarsson, GS..........351 Ingvi Þ. Elliðason, GR..........353 Sæmundur Oddsson, GO ...........359 Guðlaugur Harðarson, GKD .... 360 Guðmundur Bragason, GR.........363 Bjöm Þór Arnarson, GO ..........363 Eyjólfur Jónsson, GR............363 Ársæll Ársælsson, GO............364 Gunnar 0. Sigurðsson, GG.......364 Sveinbjöm Hansson, GK ..........366 Vignir Brynjólfsson, GO ........368 Þorsteinn Einarsson, GR........368 ísleifur Leifsson, GO ..........369 Jakob Magnússon, GF.............370 Klemens Gunnlaugsson, GK .... 370 Ásbjöm Gíslason, GKG ...........370 Ólafur Sveinbjömsson, GR.......371 Reynir Jónsson, GR..............371 Hans Henttinen, GOB ............371 1. flokkur karla (107 keppendur): Ólafur Jóhannesson, GSE .... 300 Þórbergur Guðjónsson, GL .... 304 Jónas Hagan Guðmundsson, GK 306 Jakob Már Böðvarsson, GK . .. 307 Gestur Már Sigurðsson, GK ... 311 Hróðmar Halldórsson, GL .... 311 Sveinbjörn Jóhannesson, GO . . 312 Gunnar Marel Einarsson, GK . 312 Karl Haraldsson, GV...........313 Jón H. Guðmundsson, GR .... 314 Birgir Már Vigfússon, GKJ ... 314 Bjami Þór Hannesson, GL .... 314 2. flokkur kvenna (keppendur 20 ): Regina Sveinsdóttir, GR.......368 Ragnheiður Sigurðardóttir, GKG 369 Þuríður Jóhannsdóttir, GB ... 373 Sigríður Kristinsdóttir, GR .. . 374 Amfríður I. Grétarsdóttir, GG . 374 Sigrún Gunnarsdóttir, GR .... 376 Anna Snædís Sigmarsdóttir, GK 381 Hólmfríður Kristinsdóttir, GR . 381 Guðrún Sigurþórsdóttir, GKG . 382 Keilismenn geróu betur i Meistara- flokki karla í ár heldur en fyrir 26 árum þegar þeir héldu síðast lands- mót í Hvaleyrinni. 1973 vann Björg- vin Þorsteinsson úr GA eftir harða keppni við Þorbjörn Kcerbo, GS og Loft Ólafsson úr NK. Þá var enghinn úr Keili meðal topp átta. í ár voru aft- ur á móti fjórir Keilismenn meðal fimm hæstu mönnum. Björgvin Þorsteinsson, GA, sem vann síðast þegar Landsmótið var haldið í, Hvaleyrinni var með f ár, lenti í 24. sæti á sínu 35. landsmóti frá upphafi en hann hefur oftast orð- ið íslandsmeistari ásamt Keilismann- inum Úlfari Jónssyni eða 6 sinnum. Á fyrstu holu umspils hafði áhorf- andi fært kúlu Björgvins Sigurbergs- sonar úr upphaflegri stöðu hans. Dómari og Örn Ævar Hjartarson þurftu að samþykkja að færa hana aftur á upphaflegan stað svo Björgvin gæti slegið aö nýju. -ÓÓJ/-ÍBE Umvafinn ást Sigurvegarinn á landsmótinu um helgina, Björgvin Sigurbergs- son, var svo sannarlega umvafinn ást allan tímann meöan á mótinu stóð. Konan hans, Heiðrún Jó- hannsdóttir, er nefnilega kylfu- sveinninn hans og hefur verið allt frá því er þau kynntust, ef frá eru talin tvö landsmót þegar bömin tvö voru nýfædd. „Mér finnst þetta alveg rosalega gaman og að draga kylfurnar á landsmótinu er með því skemmti- legasta sem ég geri. Þetta er ekkert stress en gífurlegt álag,“ sagði Heiðrún sem byrjaði sjálf að spila í sumar af alvöru en hefur lengi leikið sér við það. Heiðrún þekkir íþróttina vel og gæti því oft gefið Björgvini góð ráð. Augngotur og snertingar „Þetta eru meira svona þögul ráð, meira svona að styðja við bakið á honum. Hann veit af mér. Við tölum ekki mikið saman. Það eru augngotur og snertingar, meira svona sem ekki er hægt að lýsa.“ Þegar Björgvin náði að setja kúluna beint ofan í holuna af um 100 metra færi á 13. holu á laugar- dag gekk hann rakleiðis til Heiðrúnar og kyssti hana. Vafinn í bómull „Maður fær einn og einn koss ef það gengur rosalega vel. Við bara þekkjumst afar vel. Ég veit hvenær hann vill hafa mig hjá sér og hvenær ég á að standa aðeins fjær,“ sagði Heiðrún sem er greini- lega fær í sínu fagi. Golflð er mik- il einbeitingaríþrótt og mikilvægt er að vera úthvildur og tilbúinn fyrir jafnmikilvæg mót og lands- mótið. „Hann er vafinn inn í bómull landsmótsdagana. Við njótum stundanna alveg rosalega vel, höf- um það notalegt á kvöldin og reyn- um að hafa allt bara þægilegt," sagði Heiðrún en hún þekkir skap- gerð Björgvins líklega betur en nokkur annar. „Hann er rosalega sterkur karakter. Núna er hann búinn að vera bara mjög góður, rosalega stilltur myndi ég segja, honum líö- ur voða vel. Ef ofsalega illa gengur þá sér maður það vel,“ sagði Heiðrún að lokum. -ÍBE Björgvin Sigurbergsson og Heiðrún Jóhannsdóttir. Ólöf Maria Jónsdóttir naut aðstoðar foreldra sinna á landsmótinu. Faðir hennar var kylfusveinninn og bar kylfurnar á rafknúnum hjólastól en hann er lamaður eftir aö hann lenti í alvarlegu umferðarslysi fyrir nokkrum árum. Foreldrar Ólafar skiptust á að nudda mjóhrygg dóttur sinnar en hún fann fyrir verkjum sérstaklega eftir löngu höggin. Mótstjórnin þurfti að reka á eftir stúlkunum í meistaraflokki kvenna í gær en þá voru kylfingarnir í meistaraflokki karla farnir að bíða. Áhorfendur fengu að vera mjög nálægt keppendum á landsmótinu. Þetta skapaði sérstaka stemningu og mjög skemmtilega. Nokkrum sinnum munaði þó litlu og á 3. degi hitti Helgi Birkir Þórisson óvart ungan dreng á 13. holu en sem betur fer var þeim litla ekki meint af. Landsmótiö i ár er þaö fjölmennasta frá uppafi. 415 kylfingar voru skráðir til leiks, 207 kepptu á Hvaleyrarvelli og 208 á golfvellinum hjá Oddi. Landsmótiö á nœsta ári fer fram fyrir norðan. Meistaraflokkar karla- og kvenna ásamt 1. flokki karla- og kvenna leika á Akureyri, 2. flokkur keppir á Húsavík og 3. flokkurinn keppir á Sauðárkróki. Ólöf María Jónsdóttir setti landsmótsmet er hún spilaði holurnar 72 á 297, eða 13 höggum yfir pari. Hún varð þar með fyrsta konan til að spila undir 300 höggmn en bætti jafnfram besta árangur miöað við par vallar en Ragnhildur Siguröardóttir (1998) og Karen Sœvarsdóttir (1994) höfðu best spilað 22 yfir pari en lægst skor konu á landsmóti var hjá Karenu 1996 er hún lék á 305 höggum. Ragnhildur Siguröardóttir lenti í 2. sæti í sjöunda sinn á siðustu tíu árum en hún hefur aðeins einu sinni ekki náð að vera meðal þriggja efstu á Landsmóti á síðasta áratug. Þetta var i níunda sinn í sögu Landsmótsins í golfi að félag vann tvöfalt. Það var Keilir sem einmitt náði síðast þessum árangri fyrir 12 árrnn er Úlfar Jónsson og Þórdis Geirsdóttir unnu tvöfalt á Akureyri 1987 en Keilir náði þessum árangri í 2. skiptið í ár. Oftast hefur GR-fólk unniö tvöfalt, eða 6 sinnum, og það voru einmitt þau Siguröur Pétursson og Ásgeróur Sverrisdóttir sem síðast unnu tvöfalt á heimavelli sínum í Grafarholti fyrir heilum 15 árum, 1984. Örn Ævar Hjartarson var fyrsti i GS til að lenda meðal þriggja efstu síðan Siguröur Sigurðsson vann landsmótið fyrir 11 árum í Grafarholti. Öm Ævar hafði best náð áður 5. sæti á landsmóti. -GH/-ÓÓJ Landsmótið í golfi 1999 Fann fyrir miklum stuðningi á heimavelli Ólöf María Jónsdóttir vann nokkuð auðveldan sigur á Landsmótinu í golfi. „Á æfinga- svæðinu áður en ég fór út þá var ég bæði kvíðin og alit í bland en svo leið mér bara ótrú- lega vel. Þegar tiu holur voru eftir átti ég átta högg inni og þá var þetta orðið öruggt. Ég bjóst alveg við að vinna og ég bjóst alveg eins við að vinna með svona miklum mun, ég var að spila mjög vel. Nú ætla ég aðeins að reyna að ná mér í bakinu, það er smáhvíld og síðan er íslandsmótið í sveitakeppni næstu helgi, það verður mjög strembið. Svo er Evrópumót í Tékklandi í lok mánaðarins," sagði Ólöf sem fer þangað ásamt aðalkeppi- nauti sínum, Ragnhildi Sigurðardóttir. í kvöld ætlar Ólöf samt að njóta sigursins. „Það var hrikalegt að hafa tapað þessu í fyrra þannig að þetta var mjög gott enda er þetta héma á heimavelli og á frábæru skori,“ sagði Ólöf en pabbi hennar var kylfusveinn- inn hennar á mótinu. „Ég fann fyrir svo miklum stuðning. Pabbi heldur mér rólegri og ég hef aldrei tapað golfmóti þegar pabbi hefur dregið kylfurnai' fyrir mig þannig að hann sagðist verða að draga hvemig sem þetta yrði þannig að það var bara vit- að fyrir fram að ég myndi vinna,“ sagði Ólöf sigurreif. -ÍBE Ólöf María Jónsdóttir úr Keili, að til vinstri, nýkrýndur íslandsmeist- ari kvenna í golfi. Stóra myndin. Talið frá vinstri Örn Ævar Hjartarson, GS, Björgvin Sigurbergsson, GK, og Ólafur Már Sigurðsson, GK, sem bregða hér á leik í allri spennunni. Lengst til hægri er nýr íslands- meistari karla í golfi, Björgvin Sig- urbergsson. Áhorfendur settu mikinn svip á mótið eins og sjá má hér til hægri. DV-myndir E. Ól. Björgvin Sigurbergsson og Olöf María Jónsdóttir bæði Islandsmeistarar í annað s Þetta var bara gert fyrir áhorfendur Björgvin Sigurbergsson var að vonum ánægður með sigurinn á Landsmótinu i golfi. Hann hélt áhorfendum í nokkurri spennu en skemmti sér vel og naut þess greinilega að spila. „Þetta var náttúrlega stress en mér leið alveg ágætlega. Ég gerði mistök á 18 holu og þau voru dýr en þetta var bara meira fyrir áhorfendur," sagði Björgvin sem síðan hafði tvö högg til að klára stutt pútt á lokaholunni í umspilinu til að sigra en þegar hann hitti ekki úr því fyrra magnaðist spennan. „Ég trúði því ekki að fyrra púttið færi fram hjá en ég vissi að ég myndi aldrei missa það seinna. Þetta var bara mjög þægilegt að vinna hérna heima, ég fann að fólkið var mikið á bak við mig þannig að ég vil bara þakka því fyrir. Mér finnst alltaf gott að spila með áhorfendur þannig að ég naut mín vel. Það kom ein simhringing á leiðinni og hún var dýr,“ sagði Björgvin Sigurbergsson. -ÍBE Keilisfólk var óumdeilanlega sigur- vegarar landsmótsins í golfi í ár. Fé- lagið hélt mótið með miklum glæsi- brag á stórglæsilegum Hvaleyrarvell- inum í Hafnarfirði og fagnaði síðan glæsilegum tvöföldum sigri þeirra Björgvins Sigurbergssonar, Keili, og Ólafar Maríu Jónsdóttur, Keili. Rafmagnaö andrúmsloft Það var rafmagnað andrúmsloftið á landsmótinu í gærkvöld þegar keppni í meistaraflokki karla fór í umspil. Þögn sló á um 700 áhorfendur sem fylgdust með þeim Björgvini og Emi Ævari Hjartarsyni, GS, eigast við. Fyrir lokaholuna í venjulegu spili hafði Björgvin tveggja högga forystu. Örn Ævar átti frábært annað högg á meðan Björgvin lenti í vandræðum. Örn Ævar vann því upp forystu Björgvins og því var ljóst að þeir voru jafnir eftir fjögurra daga spila- mennsku, báðir með 283 högg. Þá tók við umspil en leiknar voru þrjár aukaholur. Umspilið um titilinn Eftir fyrstu holuna voru félagamir enn jafnir en á þeirri næstu náði Björgvin tveggja högga forystu að nýju þar sem Örn Ævar lenti í hraun- inu í upphafshöggi sínu. Á lokahol- unni. sem var par þrír. slógu félag- arnir báðir mjög góð upphafshögg og Öm Ævar lauk henni á pari. I lokin var Björgvin um hálfan metra frá hol- unni og hafði tvö högg til að sigra. Fyrra púttið fór naumlega fram hjá og spennan jókst og dauðaþögn sló á áhorfendur. Lokapúttið hjá Björgvini stefndi síðan að holunni og fór beint ofan í holuna og þar með tryggði hann sér íslandsmeistaratitilinn. Keppnin hjá körlunum var því eins spennandi og mögulegt var og ljóst er að Björgvin og Örn Ævar eru mjög jafnir spilarar þar sem þeir vom jafn- ir eftir fyrsta keppnisdag, þriðja keppnisdag og í lok síðasta keppnis- dags. Meira að segja vom þeir jafnir eftir fyrri níu holurnar í gærkvöld. I öðra sæti var Ólafur Már Sigurðsson, GK, og þriðji var hinn litríki Helgi Birkir Þórisson, GK. Yfirburðir Ólafar Hjá konunum var keppnin ekki eins spennandi. Þar hafði Ólöf María nokkra yfirburði á Ragnhildi Sigurð- ardóttur, GR, sem hafnaði í öðra sæti. Ólöf er greinilega í feiknaformi og tók forystu strax á fyrsta degi og jók hana jafnt og þétt hina þrjá dag- ana. Ólöf spilaði vel á allan hátt. Hún var örugg í upphafshöggunum þrátt fyrir að bakið angraði hana. Stutta spilið var einnig gott og oftast fann hún sig vel í púttunum. Ólöf náði sínum besta árangri á móti og er þetta í fyrsta skipti sem kona fer landsmótið á undir 300 höggum. Ragnhildur lauk keppni átta höggum á eftir Ólöfu sem er betri árangur en þegar hún vann mótið í fyrra. í þriðja sæti var Herborg Amarsdóttir, GR, og Kristín Elsa Erlendsdóttir, GK, sú fjórða. Frábært mót Landsmótið fór frábærlega fram í ár á stórglæsilegum velli Keilis- manna í Hafnarfirðinum. Um 2000 áhorfendur komu á völlinn síðasta keppnisdaginn og var stemningin eins og hún gerist best á landsmóti. „Þetta hefur tekist bara mjög vel. Það var erfitt að eiga við þetta miðað við allan þennan áhorfendafjölda sem hefur verið hér í dag (í gærkvöld) en gaman að þessu, alveg frábært. Þetta er það fjölmennasta sem við höfum séð á landsmóti. Þetta er alvöragolf- mót og ég býst við að þetta verði svona áfram. Veðrið er búið að vera alveg frábært og það hjálpar. Ég vil bara þakka áhorfendum fyrir að vera svona rólegir yfir þessu,“ sagði Ágúst Húbertsson úr mótsstjórn. -ÍBE/ÓÓJ Sport 1 1 Landsmótið í golfi 1999 Úrslitin i Meistaraflokkur karla: Björgvin Sigurbergsson, GK . 283 (Hringirnir: 70 - 68 - 73 - 72 umspil:13) Örn Ævar Hjartarson, GS . . . 283 (Hringirnir: 74 - 67 - 70 - 72 umspil:14) Ólafur Már Sigurðsson, GK . . 290 (Hringimir: 71 - 72 - 76 - 71) Helgi Birkir Þórisson, GK . . . 291 (Hringirnir: 71 - 74 - 71 - 75) Guðmundur Sveinbjömss., GK 292 (Hringirnir: 74 - 70 - 76 - 72) Ómar Halldórsson, GA .... . 293 (Hringirnir: 70 - 75 - 73 - 75) Júlíus Hallgrlmsson, GV . . . 294 (Hringirnir: 73 - 73 - 73 - 75) Tomas Salmon, GR .295 Ottó Sigurðsson, GKG .296 Sigurpáll Geir Sveinsson, GA . . . 296 Kristinn Árnason, GR . 296 Örn Sölvi Halldórsson, GR . . . . . 297 Þorsteinn Hallgrímsson, GR . .. . 298 Ólafur Þór Ágústsson, GK . . . . . 299 Tryggvi Traustason, GSE . 300 Sveinn Sigurbergsson, GK . ... . 301 Björn Knútsson, GK . 301 Styrmir Gunnarsson, NK . 301 Ásgeir Jón Guðbjartsson, GK .. . 302 Hjalti Pálmason, GR . 302 Heiðar Bragason, GÓS . 304 Auðunn Einarsdóttir, GÍ . 304 Tryggvi Pétursson, GR . 304 Björgvin Þorsteinsson, GA .... . 307 Haraldur H. Heimisson, GR . . . . 308 Gunnar Þór Gunnarsson, GKG . 309 Aðalsteinn Ingvarsson, GV ... . 310 Davíð Jónsson, GS . 310 Kristvin Bjarnason, GL . 310 Davíð Már Vilhjálmsson, GKJ . . 311 Ingi Rúnar Gíslason, GL . 311 Ragnar Þ. Ragnarsson, GKG . . . 312 Pétur Ó. Sigurðsson, GR . 312 Hjalti Nielsen, GL . 312 Viggó Viggósson, GR . 313 Guðmundur Siguijónsson, GS . . 314 Friðbjöm Oddsson, GK . 315 Hörður Már Gylfason, GK .... . 315 Sæmundur Pálsson, GR . 315 * Gunnlaugur Erlendsson, GO .. . 315 Einar Long, GR . 318 Gunnsteinn Jónsson, GSE .... . 318 Albert Brynjar Elísson, GK . . . . 319 Rúnar Geir Gunnarsson, NK .. . 319 Jens Sigurðsson, GR . 319 ólafur Sigurjónsson, GR . 319 Jón Steindór Árnason, GA . . . . 320 Vilhjálmur Ingibergsson, NK . . 320 Ingólfur Pálsson, NK 323 Ólafur Kr. Steinarsson, GR .. . 323 Hjörtur Levi, GOS 331 Egill Orri Hólmsteinson, GA . . 332 Sigurþór Jónsson, GK 333 Þórleifur Karl Karlsson, GA . . . 336 Kári Emilsson, GKJ 338 Meistaraflokkur kvenna: Ólöf María Jónsdóttir, GK . . . 297 (Hringirnir: 73 - 75 - 74 - 75) Ragnhildur Sigurðard., GR . . 305 (Hringimir: 75 - 76 - 77 - 77) Herborg Arnarsdóttir, GR . . . 319 (Hringirnir: 78 - 78 - 83 - 80) Kristín Elsa Erlendsdóttir, GK 321 (Hringirnir: 76 - 79 - 82 - 84) Helga Rut Svanbergsd., GKJ . 325 (Hringimir: 84 - 78 - 83 - 80) Kolbrún Sól Ingólfsdóttir, GK 331 (Hringirnir: 79 - 80 - 82 - 90) Nína Björk Geirsdóttir, GKJ . . 335 Katrín Dögg Hilmisdóttir, GKJ 337 Kafla Kristjánsdóttir, GR 339 Andrea Ásgrímsdóttir, GA .... 344 Snæfriður Magnúsdóttir, GKJ . 361 Landsmótið í golfi 1999 Er Björgvin Sigurbergsson var að fara að pútta á 14. holu hringdi simi hjá einhverjum áhorfendanum. Björgvin var ekki ánægður og hætti við að pútta í bili. Eftir aö hafa undirbúið sig að nýju fyrir púttið, sló hann kúluna en hitti ekki úr frekar auðveldu færi. Ljóst er að farsíminn truflaði einbeitingu hans. í umspilinu lenti kúla Arnar Ævars Hjartarsonar út í hrauni við stórt moldarflagð. Örn Ævar fékk ekki að færa kúluna þvi dómari taldi flagðið gróið fast við jörðina. Örn Ævar þurfti tvö högg til að komast inná brautina að nýju og tap- aði þar með mikilvægum höggum. -ÍBE Y.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.