Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1999, Síða 6
Nexus VI, var vitstola í skólanum.
Ég fékk popp
og kök en snerti
ekki við því
„Þarna um dagiim hef ég verið vit-
stola i Digranesskóla i Kópavogi að bíða
eftir að komast á Stjörnustrfð á níu-sýn-
ingu um kvöldið. Ég hafði gífurlegan
áhuga á Star Wars, var búinn að fá
myndasöguna á dönsku og haföi leikið
mér í Star Wars-leik allt sumarið þó ég
ætti ekkert dót. Maður þurfti bara
ímyndunaraflið enda var ég tiu ára. Ég
fór með mömmu og ömmu og sat á
fremsta bekk á svölunum. Ég fékk popp
og kók en snerti ekki við því. Mér
fannst þetta besta mynd sem ég hafði
séð. Ég man ekki hvað ömmu fannst en
mömmu fannst gaman, kannski mest
gaman að fylgjast með því hvað ég var
spenntur. Hef ég séð nýju myndina? Já,
en bara sex sinnum. Ég var á frumsýn-
ingunni í Kanada en fór ekki með hóp-
feröinni til Halifax heldur kom ég mér
sjálfur til Toronto. Af hveiju? Nú, það
eru miklu betri bíó þar. Ég vil Ieyfa
fólki aö ákveöa sjálft hvort sú nýja er
betri eöa verri en sú fyrsta en hún er þó
alla vega mynd sem allir verða að sjá.“
Nýja bíó frumsýndi Stjörnustríð (Star Wars) á Is-
landi kl. 14.30, föstudaginn 20. október 1978,
ekki nema rúmlega ári á eftir frumsýningunni í
Bandaríkjunum. Mikill viöbúnaður var í Nýja bíói,
m.a. var ekki svarað í síma, miðasalan hófst klukk-
an eitt og bíóinu þótti ástæða til að hækka miða-
verðið i tilefni myndarinnar, sem auglýst var sem
.frægasta og mest sótta mynd allra tíma". Ágætt
framboö var í öðrum bíóum þennan dag. Háskóla-
bíó sýndi Saturday Night Fever og Stjörnubíó Close
Encounters Of The Third Kind. Gamla bíó var með
Kjarnorkudrenginn (The Bionic Boy) og bíóin í Hafn-
arfirði létu ekki sitt eftir liggja. Hafnarfjarðarbíó
bauð upp á Some Like It Hot með Marilyn Monroe
og Bæjarbíó sýndi Á valdi eiturlyfja: .Raunsæja og
ágætlega leikna kvikmynd um skyn og skúrir í
poppheiminum vestanhafs." Ef fólk vildi komast á
ball þennan dag hefði verið hægt að velja á milli
þess að sjá TTvoli I Klúbbnum, Geimstein í Stapa,
Galdrakarla í Sigtúni eða Kid Jensen í Hollywood.
Ekki bauð svo Ríkissjónvarpið upp á neitt slor:
Prúðuleikarana, Kastljós og Sálfræði, stórmynd
með James Mason frá 1968.
Hún fermeð eitt að
S.O.S.-kabarett sem
^ ,A Vfj
v yj ■ t 1
tvífarar
Það hafa heyrst ýmsar samsæriskenningar um dagana og margar vitlausari
en sú að Hillary Clinton og Ástþór Magnússon séu ein og sama manneskjan. Ef
myndimar af þeim eru skoðaðar vel má sjá hversu gífurlega lik þau eru. Eflaust
muna margir eftir myndinni sem Ástþór á af sér að taka í höndina á Bill. Fyrst
Ástþóri var hleypt inn í Hvíta húsið getur þá ekki eins verið að hann hafi falið
sig í fataskáp Hillary og klætt sig upp sem hún á meðan aðrir meðlimir Friðar
2000 tóku forsetafrúna í gíslingu? Auðvitað er það möguleiki - eða hefur einhver
séð Ástþór nýlega? Besta leiðin til að ná árangri í friðarbaráttu er auðvitað að
þykjast vera hægri hönd valdamesta manns heims og það ætti að vera Ástþóri
auðvelt því dæmin sýna að ekki hefur Bill mikinn áhuga á „konunni sinni“ í
rúminu. Málin munu fyrst fara að vandast þegar „Hillary" kemur til íslands.
Kristjana er fædd og alin upp á
Selfossi. Hún er mjög ánægð með
það enda náði hún því að vera ung-
lingur þegar alvöru-sveitaballa-
menning var enn við lýði.
„Núna er stemningin allt öðru-
vísi. Skemmtistaðir hafa dúkkað
upp í bænum og það er aðeins á rétt-
arböllum sem hægt er að fá nasaþef-
inn af gamla sveitaballastuðinu,“
segir Kristjana sem er orðin þrítug
og einu ári betur.
Fyrir viku var S.O.S.-kabarettinn
frumsýndur í Loftkastalanum. Þar
leikur Kristjana eitt af aðalhlutverk-
unum, léttlynda konu sem er öll af
vilja gerð til að gera öðrum til hæf-
is. í byrjun vikunnar birtist misgóð
gagnrýni á verkið í ýmsum fjölmiðl-
um.
Ertu ósátt viö dómana?
„Þeir voru ekki nógu góðir. En þá
er líka hægt að spyrja sig hversu
mikið mark maður á aö taka á dómi
einhvers eins blaðamanns á ein-
hverju blaði. Sjálf færi ég ekki upp á
svið ef ég væri óánægð með það sem
ég væri að gera. Ég nenni að
minnsta kosti ekki að vera neinn
„crowd pleaser“,“ segir Kristjana en
allir gagnrýnendurnir voru sam-
mála um að hér væri á ferðinni
hörkusöngkona. Enda er hér um að
ræða hámenntaða dömu.
Draumur um jazzklúbba
Eftir stúdentinn fór hún í Söng-
skóla Reykjavíkur og þegar hún
hafði útskrifast þaðan sem klassísk
söngkona eftir sex ár fór hún til
Hollands og útskrifast næsta vor
sem jazzsöngkona úr Konunglega
tónlistarháskólanum í Den Haag -
fyrsta íslenska konan sem það gerir.
Margir muna kannski eftir henni
sem aðstoðarkonu Skara Skrípó fyr-
ir nokkru og hún er líka konan sem
söng á jazzjólalagageisladiskinum
sem kom út fyrir jólin 1996.
Núna er Kristjana í eins árs leyfi
frá skólanum og hefur haft nóg að
gera við sönginn. Fyrir utan þátttök-
una í S.O.S.-kabarett hefur hún
haldið þrénna tónleika með Stór-
sveit Reykjavíkur, tekið þátt í
jazzhátíðum, komið fram á Múlan-
um og næst á dagskrá er jazz- og
blúshátíð á Selfossi þar sem hún
mun koma fram ásamt tríóinu Ein-
ari Scheving, Þórði Högnasyni og
Agnari Má Magnússyni. Svo sér hún
líka um morgunþátt Útvarps Suður-
lands með vinkonu sinni, Soffíu
Stefánsdóttur.
„Draumur minn er að enda í
þeirri stöðu að geta unnið fyrir mér
með söng á jazzklúbbum víða um
heim. Mig langar að ferðast út um
allt og hugsanlega læt ég bara verða
af því fyrst ég er enn bamlaus og
frjáls minna ferða. Leiklistin er
nokkuð sem ég ætla ekki að leggja
fyrir mig þó mér fmnist frábært að
prófa hana. Það er þroskandi og
skemmtilegt að reyna sem flest,“
segir Kristjana.
Pínulitlir og sætir strákar
Eftir frækilega frammistöðu sel-
fyssku hljómsveitarinnar Skíta-
mórals undanfarin misseri eru allir
Selfyssingar nú spurðir hvort það
geti verið að þeir þekki þessar
sveitaballahetjur. Og Kristjana fær
sömu spumingu:
„Ég held nú þaö. Þeir voru í bekk
með litlu systur minni. Þegar þeir
vora tólf ára, pínulitlir og sætir,
vann ég í félagsmiðstöð unglinga á
Selfossi og þar fengu þeir að aefa sig
einu sinni í viku, blessaðir. Ég get
því sagt með góðri samvisku að þeir
hafi byrjað ferilinn hjá mér.“ -ILK
6
f Ó k U S 13. ágúst 1999