Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1999, Blaðsíða 8
r f Ó k U S 13. ágúst 1999 Árni Þór Vigfússon heitir maður. Hann er búinn að taka þátt í uppsetningu sex leikhússtykkja, standa að tímaritaútgáfu, kaupa kaffihús og nú síðast sjónvarpsstöð Árni er samt ekki nema tuttugu og þriggja ára. Fókus fór í heimsókn til þessa unga súpermanns og var boðið upp á orkudrykk í glasi á fæti. Prests- sonurinn rn }< WJ r „Nei, en auövitað staldra ég stundum við og reyni að átta mig á því hvort ég fari villur vegar. Hins vegar er lífsmottó mitt að fylgja alltaf hjartanu og stökkva á það sem mig langar til að gera. Þeir sem aldrei þora neinu og eltast aldrei við neitt sem er ögrandi og krefjandi, hljóta að lifa mjög leiðin- legu lífl og deyja smátt og smátt inni í sér. Ef ég fylgi minni eigin sannfæringu þá er meira að segja næstum því sama hvernig mádið fer. Ég hef þá alltént látið á málið reyna og þarf ekki að naga mig í handabökin það sem eftir er æv- innar yfir því að hafa aldrei þorað að gera neitt af viti. Svo lærir mað- ur líka af mistökunum," svaraði Árni, með ábúðarfullum svip manns sem hefur ígrundað lífið og tilveruna í áraraðir. Kannski af því að hann er prestssonur? „Æ, ég veit nú ekki hvort það breyti neinu. Líklega hef ég nú samt mótast eitthvað af þvi að eiga pabba sem er prestur. En hvort það er gott eða ekki, veit ég ekki. Ég veit bara að það er æðislegt að vera sonur séra Vigfúsar Þórs Árnason- ar. Og af því að hann er prestur hefur kannski verið rætt meira um trú á heimili mínu en gengur og gerist og ég verið þess heiðurs að- njótandi að fá meiri kennslu í þeim efnum en margur annar. Ég er nú samt enginn öfgatrúmaður og hef aldrei fundið fyrir neinni ýtni hvað trúna varðar frá föður mínum. Ég trúi einfaldlega á minn hátt og veit hvað ég vil,“ sagði Ámi. Dansar við vinkonu Þegar hér var komið sögu hafði GSM-sími Áma hringt um það bil fjörutíu sinnum enda brjálað að gera hjá honum þessa dagana út af sjónvarpsstöðinni sem enduropna á í haust. Af stakri kurteisi við blaðamanninn, hafði hann tekið hringinguna af símanum og ekki svarað einu einasta símtali. Hvernig fer svona upptekinn maö- ur aö því aö slaka á? „Nú áttu örugglega eftir að springa úr hlátri," sagði Árni og leysti hálffeimnislega frá skjóð- unni. „Ég er byrjaður í golfkennslu og búinn verða mér úti um einka- tima í dansi einu sinni í viku ásamt vinkonu minni. Það er nefni- lega nauðsynlegt að slaka á öðru hverju og tæma hugann algjörlega. Annars verður maður vitlaus." Gaman að gleðja Hvernig stendur á því að þú ert aö gera alla þessa spennandi hluti? Af hverju fórstu ekki bara í Háskól- ann eins og flestir á þínu reki? „Eitt leiddi einfaldlega af öðm. Ég hafði hreint ekkert spáð í fram- haldið eftir stúdentspróf fyrr en ég var kominn I sjötta bekk í Versló. Þá var ég formaður Nemendamóts- nefndar skólans og setti upp söng- leikinn Cats í félagi við skólafélaga mína. Einhvem veginn fann ég þá að þessi „entertainment“-bransi væri eins og skapaður fyrir mig og ; áttaði mig á því að ég ætti að reyna að eiga eitthvað frekar við hann eftir útskrift. Ég hef yndi af að sjá árangur erfiðis míns í formi gleði og ánægju hjá fólki." Takmark lífsins „Mér finnst því miður allt of margir fara í Háskólann „af því bara“ eða af því að „allir hinir“ eru á leiðinni þangað líka. Ungt fólk á að fara þá leið sem það langar til og ef það veit ekki hvað það v-ill, á það i bara að bíða aðeins og sjá til en f ekki hella sér út í eitthvað sem lít- 1 ill áhugi er fyrir. Við eigum að vera hamingjusöm og róa að því takmarki öllum áram. Allt of marg- ir eru í einhverri ládeyðu og gleyma að það þarf að vinna til að ná hamingjunni, rétt eins og ást- inni,“ svaraði Árni og brosti. út í annað. Já, ástin. Ert þú búinn aö finna ástina í lífi þínu? „Nei, ekki enn þá. En ég hlakka mikið til.“ -ILK ar Árni tók að sér markaðssetningu á söngleiknum Evitu. Hann hafði þá heyrt af Krissa, sem var að standa sig með stakri prýði í embætti fé- hirðis í Verzlunarskóla íslands og snúa tapi nemendafélagsins upp í andhverfu sína. Og Ámi fékk féhirð- inn snjalla með sér í lið. „Já, við Krissi skoðuðum Skjá 1 í langan tíma og fannst báðum margt gott að gerast þar en sömuleiðis að margt mætti betur fara. Eftir að hafa átt í viðræðum við sterka fjár- festa ákváðum við að kýla á þetta. Sóknarfærin eru mörg á þessum markaði og takmarkið er að búa til verðmætt fyrirtæki þegar fram líða stundir. Við emm mjög spenntir að hella okkur út í þetta ævintýri og þótt hlutimir gangi ekki alltaf eins og maður vill þá höfum við að minnsta kosti gaman af því sem við erum að gera.“ Gefst ekki upp Hvaö meö tímaritiö Húsbœndur og hjú sem þú vannst aö ásamt Oddi Þórissyni og Ara Magg? Gáfust þiö bara upp á því? „Neineineinei. Við gáfumst ekk- ert upp. Okkur langaði til að gefa út blað með þessu sniði og gerðum það. Því miður kom á daginn að það sem við vomm að gera var of dýrt fyrir íslenskan markað. Von- andi breytist það einhvern tíma og þá getum við haldið áfram þar sem frá var horfið. Ég myndi glaður fara aftur af stað með þetta,“ sagði Árni og ekkert virtist vanta upp á athafnaþrána. Eins og þjóð veit líklega öll, hef- ur nýjasta leikhúsverkefni Áma og félaga, Hellisbúinn, gengið með af- brigðum vel. Svo vel að út frá því varð til grundvöllur að nýjustu fjárfestingunum, Skjá 1 og kaffihús- inu Prikinu á Laugavegi, sem nú standa yfir endurbætur á. Svo virð- ist sem Ámi veigri sér aldrei við að taka að sér verkefni sem margir myndu álíta vonlaus í upphafi. Séra pabbi Veröurðu aldrei hrœddur um aö þú sért aö gera einhverjar gloríur? Heimili unga sjónvarpsstjórans er í miðbæ Reykjavíkur. Þar býr hann einn í vel útfærðri og vandlega stíl- færðri íbúð. Þegar blaðamaður mætti á svæðið var honum boðið sæti í mjúkum og stóram sófa, auðvitað fyr- ir framan risastórt sjónvarp (líklega þetta sem kallað er heimabíó) enda hvurslags sjónvarpsstjóri væri það nú líka sem ætti ekki nema tuttugu tommu tæki í stofunni? Að bíóinu undanskildu og öðrum fallegum hlut- um á svæðinu, vakti það mesta at- hygli hversu hreint og fint var hjá Áma. Eina „draslið", sem hægt var að koma auga á, voru tvö glös í vask- inum. Merkilega snyrtileg og tipptopp piparsveinsíbúð. Enda merkilegur piparsveinn sem býr í henni. Hvaö segiröu Árni, hvemig datt þér í hug aö kaupa þér sjónvarpsstöö? „Ég hef alltaf verið sjónvarps- og kvikmyndasjúklingur. Sem smá- krakki gleypti ég allt slíkt efni í mig og áhuginn margfaldaðist þegar ég bjó í Bandaríkjunum sem unglingur," svaraði Ámi og tók einn sopa af drykknum sínum, viðurkenndi að Matlock hefði verið í sérlegu uppá- haldi og bætti svo við: „Þar fyrir utan hefur mér lengi fundist vanta hér á landi sjónvarps- stöð sem er ekki á sömu slóðum og aðrar stöðvar hafa þegar troðið. Hér er líka fyrir löngu orðið tímabært að bjóða upp á endurgjaldslausa stöð. Raunar finnst mér áskriftarsjónvarp vera tímaskekkja. Að minnsta kosti þegar verið er að bjóða upp á alhliða dagskrá. Sjónvarpsstöðvar eiga að bjóða upp á dagskrá sem fólk hefur áhuga á en neyða það ekki til að borga fyrir fjöldann allan af öðra efni um leið. Á okkar stöð munu allir geta horft endurgjaldslaust og hún verður sérlega sniðin að aldurshópnum fimmtán til fjörutíu ára,“ sagði Ámi. Félaginn Þegar hann sagði „okkar“ átti hann væntanlega við félaga sinn og vin, Kristján Ra. Kristjánsson, sem hefur verið honum samferða í gegnum súrt og sætt og hin og þessi verkefni. Þeir hófu samstarf sitt þeg-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.