Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1999, Side 11
Þegar Alanis Moríssette gerði síðustu plötu sannaði hún að af
toppnum er bara hægt að fara niður. Söngkonan tekur
gengisfellingunni með jafnaðargeði og er með margt á prjónunum.
Alanis þarf ekki
að æfa hlutverk G
Alanis Morissette varð án efa ein
allra skærasta stjarna poppsins þegar
hún gaf út plötuna „Jagged Little
Pill“ árið 1995. Platan seldi ein 25
milljón eintök og Alanis stóð í tón-
leikaferðalögum í tvö ár. Eftir töm-
ina skrapp hún til Indlands og fann
andlegan frið en sneri aftur í hring-
iðuna í fyrra með „Supposed Former
Infatuation Junkie", langa og mis-
jafna plötu sem hlaut ekki nærri því
sömu vinsældir og fyrsta platan.
Úrklippubók
Alanis kann því ágætlega að hafa
fallið af stallinum og er með ýmis
jám í eldinum. Hún mun leika Guð í
næstu mynd Kevins Smith, sem
þekktastur er fyrir myndirnar
„Clerks“ og „Chasing Amy“. Myndin
heitir „Dogma", en hefur þó ekkert
með danska kvikmyndatiskustílinn
að gera. Alanis hefur einnig tekið
upp nýtt lag fyrir myndina sem heit-
ir „Still".
„Lagið gerði mig mjög spennta og
ég hugsa mér gott til glóðarinnar með
mina næstu plötu,“ segir Alanis og er
ánægð með nýja lagið. Áður en næsta
plata kemur mega aðdáendur
kanadíska söngfuglsins eiga von á
öðram glaðningi sem er bók.
„Ég er alltaf að skrifa eitthvað hjá
mér, einhver orð. Sumt verður að
ljóðum eða textum, annað að dagbók-
ardúlliríi og sumt ætti kannski best
heima í raslinu,“ segir Alanis og bæt-
ir við: „Bókin verður eins konar úr-
klippubók með ýmsum yfirlýsingum
og afhjúpunum."
Alanis er Guð
Auk úrklippubókarinnar er Alanis
með kvikmyndahandrit í handraðan-
um: „Það kemur eflaust einhvem
timann að því að kvikmynd verði
gerð eftir því,“ segir hún. í verkinu
fjallar Alanis um samband karls og
konu og allra innri þáttanna sem tog-
ast sífellt á í samskiptum kynjanna.
En hvemig ætli sú kanadíska búi
sig undir það að takast á við hlutverk
Guðs?
„Það eina sem maður getur gert er
að undirbúa sig ekki neitt," segir hún
og útskýrir: „Ég og Kevin Smith trú-
um því að Guð sé hver og einn, að
Guð búi í hverjum manni. Því segir
það sig sjálft að það er ekki þörf á
neinum undirbúningi og ég þarf ekki
að æfa mig. Þar fyrir utan er þetta lít-
ið hlutverk."
Trukkur fullur af glossi
Dogma verður frumsýnd í haust en
næsta mál á dagskrá hjá Alanis er
sex vikna tónleikatúr um Bandaríkin
með Tori Amos. Það verða engir
prímadonnustælar á söngkonunum
því þær segjast bera mikla virðingu
hvor fyrir annarri. Tori segir þær svo
miklar pæjur að þær verði að taka
með sér tvo sérstaka trukka til að lifa
túrinn af; annar verði fullur af eð-
alvírii, hinn af glossi.
BMW
Compact Sport Edition
Grjótháls 1
söludeild 575 1210
Glæsilegur BMW sportbíll!
Glæsilegur BMW, hlaðinn aukahlutum
og búnaði, með aksturseiginleika sem
aðeins BMW státar af.
Sérstakur búnaður:
• M-leður/tau áklæði á sætum
• M-leðurklætt stýri
• M-fjöðrun
• M-spoilerar allan hringinn
• 10 hátalara hljómkerfi
• Þokuljós
• Fjarstýrðar samlæsingar og ræsivörn
BMW ánægja og öryggi:
• BMW útvarp með geislaspilara
• ABS og ASC+T spólvörn
• 4 loftpúðar, 5 höfuðpúðar
• Vökva- og veltistýri
• Frjókornasía í loftræstingu
1 .948.000 kr.
Engum líkur
13. ágúst 1999 f Ó k U S