Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1999, Page 15
bíódómur
Star Wars, Episode 1: The Phantom Menace
Glerperlan
UIlJIJ^
George Lucas. Kvikmyndataka: David
Tattersall. Tónlist: John Williams.
Aðalhlutverk: Liam Neeson, Ewan
McGregor, Natalie Portman,
Jake Lloyd, Ahmed Best.
Nýja Stjömustríðsmyndin virk-
ar - en ekki sérlega vel án sam-
hengis við eldri myndirnar. Til
þess er hún of tíðindalítil og vant-
ar bæði meiri átök og sterkari hug-
hrif. Þegar serían öll liggur fyrir
verður óneitanlega skrýtið að upp-
lifa hina eiginlegu opnun heildar-
verksins í 4. þætti; hina uppruna-
legu Stjörnustríðsmynd. Ég er að
tala um atriðið þegar Logi geim-
gengill gengur út í eyðimörkina á
plánetunni Naboo eftir að fóstur-
foreldrar hans hafa verið myrtir og
horfist í augu við forlög sín - ef tU
vUl í líki sólanna tveggja sem skína
á plánetuna; sjálfan Máttinn og
skuggahliðar hans. Engu slíku er
til að dreifa í The Phantom
Menace, aðallega vegna þess að að-
alpersónuna vantar. Þetta þarf þó
ekki að koma að sök því miklir
sagnabálkar á borð við þennan og
tU dæmis sumar íslendingasögur
taka sér oft góðan tíma að segja frá
aðstæðum og undirrótum þeirra at-
burða sem mynda meginuppistöðu
frásagnarinnar. Einhver kann líka
að benda á að Lucas hafi aUtaf hugs-
að sér seríuna svona, þ.e. byrja í
verkinu miðju og fara síðan á vit
baksögunnar. En á móti kemur að
myndin er kynnt sem fyrsti hluti
verksins, upphaf linulegrar frásagn-
ar sem hefst með eingetnum pUti og
endar með uppgjöri foðurs og sonar.
Jedi-riddarinn Qui-Gon Jinn
(Neeson) og lærlingur hans Obi-
Wan Kenobi (McGregor) eru sendir
að plánetunni Naboo til að semja
við Viðskiptasambandið sem sett
hefur plánetuna í hafnbann út af
toUadeUu. Þeir verða þess áskynja
að eitthvað annað býr undir og
þegar hermenn Viðskiptasam-
bandsins hemema plánetuna tekst
þeim að komast undan með drottn-
inguna Amidala (Portman). Þau
halda tU plánetunnar Coruscant
þar sem cdheimsþingið situr, tU að
fá stuðning þess. Vegna skorts á
varahlutum þurfa þau að droppa
við á plánetunni Tattooine þar sem
Jinn rekst á ungan pUt, Anakin
(Lloyd) að nafni. Jinn verður sann-
færður um að drengstaulinn sé
hinn útvaldi, sá sem koma muni
jafnvægi á Máttinn og færa heim-
inum varanlegan frið. Aðrir Jedar,
þar á meðal Obi-Wan og meistari
Yoda, eru ekki jafh sannfærðir.
Yoda gefur meira að segja í skyn að
í drengnum búi öfl sem gætu leitt
hann yflr í skuggahliðar Máttar-
ins. Þingið reynist gagnslaus
kjaftasamkunda þar sem hæst ber
valdabrölt þingmannsins Palpatine
(sem við vitum að verður síðar
hinn Uli keisari). Hann þykist vUja
hjálpa drottningunni en sterklega
er gefið i skyn að hann sé á bak við
aUt plottið. Jedámir og drottningin
snúa síðan aftur til Naboo og
hyggjast reka hemámsliðið af
höndum sér. Verður úr því Ör-
lygsstaðabardagi mikUl.
Hér skortir fátt upp á hina
sjónrænu veislu, stjörnu-
stríðsheimur Lucasar hefur
aldrei fyrr verið jafn kynn-
gimagnaður og blæbrigða-
ríkur. AUt er þetta þó frek-
ar eðlUeg þróun en einhvers konar
bylting, eldri myndimar standast
ágætlega samanburðinn. Hins veg-
ar vantar nokkuð upp á skemmti-
lega persónusköpun, nauðsynlega
eftirvæntingu og hinn ljúfa hroU
óvissu og uppgötvana sem er aðaU
ævintýrasagna. Flýtibragur ein-
kennir frásögnina líkt og Lucas
telji nóg að gefa eiginleika persón-
anna í skyn i stað þess að varpa
ljósi á þær með ítarlegri hætti. Líkt
og í fyrri myndunum tekst vel að
koma því tU skUa að þetta er gam-
aU heimur með mikla sögu en
stundum líður myndin fyrir það að
verið er að leggja upp atburði
næsta og þamæsta hluta. Neeson
er traustur sem hinn stóiski Jedi
sem fer sínar eigin leiðir.
McGregor stendur sig einnig vel en
persóna hans, Obi-Wan, er of óljós
og tU hliðar í frá-
sögninni tU að ná að setja
mark sitt á hana. Mér þykir þó lík-
legt að honum verði gerð betri skil
í næstu myndum. Portman hefur
til að bera sjaldgæft innra öryggi af
svo ungri leikkonu að vera en það
er ekkert við hinn unga en knáa Ll-
oyd sem gefur hið minnsta til
kynna hver Anakin muni að lokum
verða þannig að gjörvUeiki hans er
eingöngu tU umræðu en ekki tU
sýnis, ef undan er skUin mikU
kappreið sem fram fer á Tattooine
og er ein besta sena myndarinnar.
Tölvuséníin og leikarinn Ahmed
Best skapa sameiginlega Jar Jar
Binks, nokkurs konar hirðfifl
myndarinnar, tæknin er álíka un-
aðsleg á að horfa og persónan er
þreytandi auk þess sem auðvelt er
að sjá hið rasíska upplegg hennar,
sem er eins og ættað úr Kipling eða
gamaUi Tinnabók.
Það verður þó ekki af Lucasi tek-
iö að Stjömustríðssagnabálkurinn
er eitt af stórvikjum nútímafrá-
sagnarlistar. Þetta er endurvinnsla
minna úr goðsögnum, ævintýmm
og trúarbrögðum þar sem flestir
ættu að geta fundið einhvers konar
samhljóm. Sá hljómur klingir ef tU
vUl ekki mjög djúpt í sálinni og það
væri svo sem hægt að eyða löngu
máli í að þrasa yfir þeirri stöðnuðu
heimsmynd sem blasir við. En þó
að þessi perla sé aðeins úr gleri
skín hún engu að síður skært og
það er bara þokkalega gaman að
njóta ljómans af henni um stund.
Ásgrímur Sverrisson
Besta lið
allra tíma
nú fáanlegt
á myndbandi
Allir leikirnir!
Öll mörkin!
Sendum i póstkröfu
PÓSTKRðFUSÍMI: SB8 5333
VIDEOHOL L
Á p”''nu toncli _
LÁGMÚLA 7 SÍMI 568 53 33
13. ágúst 1999 f Ó k U S
15