Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1999, Page 2
2
MÁNUDAGUR 16. ÁGÚST 1999
Fréttir
Nýtt fiskvinnslufyrirtæki stofnaö á Þingeyri:
Fær byggðakvótann
næstu fimm ár
- Sigurður G. Guöjónsson og samstarfsmenn hans íhuga framhaldið í dag
Búið er að stofha nýtt fiskvinnslu-
fyrirtæki á Þingeyri. Var fyrirtækið
stoftiað í gær. Vísir og Burðarás eru
stærstu hluthafamir ásarat Byggða-
stofnun. Nokkrir litlir hluthafar eru
einnig í félaginu, m.a. flestir af sveitar-
stjórnarmönnum ísafjaröarbæjar.
Fleiri hluthafar eiga eftir að bætast
við, t.d. Tryggingamiðstöðin, en hún
mun kaupa hlutabréf af Vísi fyrft- um
20 milljónir. Fyrirtækið heitir Fisk-
vinnslan Fjölnir og mun skapa um 25
störf. Fær þetta fyrirtæki byggðar-
kvóta Ísaíjarðarbæjar næstu fimm
árin en ætlunin er að kaupa kvóta til
viðbótar. Það verða skip frá Vísi sem
munu veiða kvótann, tveir línubátar.
Líklegt er að þar séu um 30 störf en
óvíst er hvort Þingeyringar fá þau
störf. Auk þessa kostar hið nýja fyrir-
tæki samning um að Tölvu-
skólinn Framtíðarböm og
Grunnskólinn á Þingeyri starfi
saman næstu þrjú árin. Er ætl-
unin að auðvelda grunnskóla-
nemum að læra á tölvur og um
upplýsingabyltinguna.
Mjög margir em óánægðir
með hið nýja fyrirtæki og
finnst að það skapi ekki nægilega
mörg störf. Hefur verið bent á að í
raun séu það eingöngu níu ný störf
sem verða tii því nýlega misstu íjórtán
manns vinnuna vegna hráefnisskorts
hjá saltfiskvinnslunni Unni. Mjög
margir Pólveijar misstu sín störf
vegna gjaldþrots Rauða hersins og
hafa þeir ekki fengið vinnu á Þingeyri.
Hafa margir bent á að fyrirtæki sem
Siguröur G. Guðjónsson stýrir vildi
opna fiskvinnslu sem átti að skapa um
70 störf. Forsvarsmenn Básafells hafa
líka látið það frá sér í fjölmiðlum að
þeir séu ekki ánægðir með hvemig að
úthlutinni var staðið.
„Sigurður G. og félagar höfðu ekki
formlegt samhand við okkur. Eftir að
hafa talað við fjölmarga aðila, bæði á
Vestfjörðum og annars staðar á land-
inu, var ákveðið að fara í samstarf við
Vísi, sérstaklega með hliðsjón af því að
aðrir fjárfestar kæmu þá að félaginu,"
segir Haraldur Líndal Haraldsson en
hann sá um þessi mál fyrir hönd ísa-
fjarðarbæjar.
„Við ræddum við bæjarráð og bæj-
arstjóm um þessi mál og Haraldur
Líndal sat þá fundi. Menn vissu okkar
hugmyndir en það ræddi enginn við
okkur um þessi mál. Við munum hitt-
ast á morgun og ræða okkar mál og
hvað við gemm í framhaldinu," segir
Sigurður G. Guðjónsson en hann hefur
verið í forsvari fyrir fyrirtæki sem
heitir Hraðfrystistöð Þingeyrar. Var
ætlun fyrirtækisins að vinna Rússa-
fisk í bland við íslenskan en reynt var
að fá byggðarkvóta ísafjarðarbæjar.
Falast hefur verið eftir því að kaupa
frystihús Rauðsíðu á Þingeyri til að
stofna fiskvinnslu. -EIS
Fyrirhuguð Fljótsdalsvirkjun:
Hörð og einbeitt andstaða
- fólk mun una því illa að viðhorf nátttrölla nái fram að ganga, segir Steingrimur J. Sigfússon
„Ég fmn það meðal almennings, um-
hverfisvemdarhópa og ferðaþjónustu-
aðila að andstaða gegn þessum virkj-
unaráformum er mjög hörð og einbeitt
og fólk mun una því mjög illa ef ekkert
á að gera með þau breyttu viðhorf sem
orðin em í þessum efnum og nátttröll
frá hverfandi öld, eins og Framsóknar-
flokkurinn birtist í þessu máli, vilja
halda til streitu," segir Steingrímur J.
Sigfússon, formaður Vinstrisamtak-
anna - græns framboðs, um fyrirhug-
aða Fljótsdalsvirkjun. „Fari fram-
kvæmdir af stað þá mun verða mjög
mikfi og hörð andstaða gegn þeim,“
sagði Steingrímur enn fremur.
Þingflokkur Vinstrisamtakanna -
græns framboðs, sem hélt þingflokks-
fund á Egilsstöðum á fóstudag, gekkst
fyrir um 70 manna hópferð á
slóðir fyrirhugaðrar stór-
virkjunar á Austurlandi.
Hópurinn gekk um Eyja-
bakka og að Hafra-
hvammagljúfrum á laugar-
dag og i gær og lauk ferðinni
síðdegis í gær. „Þetta var
mikil upplifun og ég botna
satt að segja ekkert í því fólki
sem getur farið um þetta
svæði og komið ósnortið til
baka, allra síst fólki sem gefur sig eitt-
hvað að umhverfismálum," sagði
Steingrímur J. Sigfússon í samtali við
DV í gærkvöld og vitnaði þar til orða
umhverfisráðherra eftir skoðunarferð
að Eyjabökkum í síðustu viku..
Steingrímur sagðist ekki trúa öðru
en hvem þann sem skoðaði
þetta svæði, sem fer undir
vatn verði virkjunin byggð,
ræki í rogastans þegar hann
sæi hversu miklu á að fóma
með þessum virkjunum. „Það
era ekki bara Eyjabakkamir
heldur líka gulifallegir fossar í
Jökulsá, hin stórkostlegu
gljúfur, Hafrahvammagljúfur
og jafhvel Arnardalur. Þetta
em það brjálæðislegar hug-
myndir að engu tali tekur,“ sagði
Steingrímur. Steingrímur sagði ljóst
að ríkisstjómin væri komin í gífurleg-
an og vaxandi mótvind með þetta mál
sem yrði henni afar dýrkeypt og erfitt
héldi hún því til streitu. „Ég held að
hún megi reikna með því aö andstaðan
gegn þessu verði hörð og hér er ekki
um að ræða mál þar sem fólk lætur sér
nægja að mótmæla og yppir svo öxlum
þegar ekki er hlustað á það.“
í ályktun þingflokksfundar flokks-
ins er lýst andstöðu við fyrirhugaða
stórvirkjun í Fljótsdal og minnt á að
allar ráðgerðar stórframkvæmdir
skuli fara í umhverfismat. í ályktun-
inni segir enn fremur að þjóðin hafi
lítið við mnhverfisráðherra að gera
sem skorti bæði metnað og áræði til að
standa vörð um náttúru landsins. Loks
tekur þingflokkurinn undir hugmynd
Náttúmverndarsamtaka Austurlands
um að stofna Snæfellsþjóðgarð en bæði
Eyjabakkar og Hafrahvammagljúfur
yrðu innan hans.
Steingrímur J.
Sigfússon.
Laugardalurinn í Reykjavík:
Kristnihátíð hafin
Útiguðsþjónusta og fjölskylduhá-
tíð, sem hófst kl 13.30 í gær á Laug-
ardalsvelli í Reykjavík, markar upp-
haf kristnitökuhátíðar sem nær há-
marki á Þingvöllum næsta sumar á
þúsund ára afmæli kristni á íslandi.
Biskup íslands, herra Karl Sigur-
björnsson, predikaði, þúsund
manna kór söng og á sjötta þúsund
manns hlýddu á. Að guðsþjónustu
lokinni var fjölskylduhátíð í Laug-
ardalnum og var dagskrá á svæðinu
á vegum flestallra kristinna safnaða
og trúfélaga.
Hljómleikar hófust í Laugardals-
höllinni kl. 16 en á þeim var flutt
rokkuð trúarleg hljómlist, svonefnd
gospel-tónlist. I gærkvöld var grillað
framan við skautahöllina í Laugar-
dalnum en kl. 21 hófust síðan ung-
lingatónleikar í skautahöllinni. Há-
tíðarhöldum í Laugardal lauk kl. 22
í gærkvöld.
-SÁ
Einar Vilhjálmsson segist slökkva elda í Waves-málinu:
Sárt að vera kallaður brennuvargur
„Það þykir alltaf fint að hengja
bakara fyrir smið. Það hefur alltaf
fylgt því áhætta að fara fram á svið-
iö til að bjarga fólki. Það er alveg
ljóst að helmingurinn af liðinu er
svekkur og hvekktur og gefur sér
þessa niðurstöðu á hlutunum. Sann-
leikurinn fölnar hins vegar aldrei
en þaö er sárt að fara út á akurinn
með björgunaraðgerðir og reyna að
slökkva logandi eldana sem um-
lykja fólkið og vera kallaður
brennuvargur fyrir,“ sagði Einar
yilhjálmsson í samtali við DV.
Margir þeirra sem keyptu Waves-
söluvörur fyrir um ári til að selja í
beinni sölu í fyrirhuguðu
fjölþrepa sölukerfi fengu
aldrei vörurnar. Þeir gagn-
rýna Einar fyrir að sitja
beggja vegna borðs. Hann
hafi verið einn frumkvöðla
þess að stofna til Waves-
sölukerfis á íslandi og for-
maöur hagsmunafélags Wa-
ves-þátttakenda en hafi nú
stofnað hlutafélagið ísöldur
ehf. og ætli að selja þessu
sama fólki vörumar í annað sinn.
Einar Vilhjálmsson sagði í viðtali
við helgarblað DV að á næstunni
væri von á Waves-vörunum til
landsins, vörunum sem
væntanlegir sölumenn
greiddu fyrir ári en hafa
enn fæstir fengið. Einar
sagði að ísöldur flyttu vör-
urnar inn samkvæmt sam-
komulagi sem gert hefði
verið milli hagsmunafélags-
ins og Bandarikjamann-
anna, þeirra Lawrence
Barrett og fleiri sem áttu
bandaríska móðurfyrirtæk-
ið Waves, og hins nýja hlutafélags,
Isöldur. Ölium þeim sem keyptu
vörur á sínum tíma og gengu í hags-
munafélagið sé frjálst að gerast
hluthafar í ísöldum og muni þá fá
Waves-vörurnar án nýs endur-
gjalds. Þeir verði hins vegar að
kaupa af ísöldum viðbótarvörur,
eða stoðvörur.
Með þessu móti sé veriö að freista
þess að bjarga hlutunum eftir klúð-
ur hinna bandarísku eigenda móð-
urfélagsins, Waves International,
sem síðar fékk nafnið World Wide
Waves. Einar segir að Lawrence
hafi endaö feril sinn í Waves-mál-
inu með því að vera rekinn frá móð-
urfélaginu og að hann dveldi nú í
Kanada.
-SÁ
Einar
Vilhjálmsson.
Stuttar fréttir i>v
Dregið saman
íslenskar sjávarafurðir ætla
að selja höfuðstöðvar sínar í
Laugardal og fækka starfsfólki
til að rétta við afkomu sína. Fyr-
irtækið hefur haft aðsetur í
Laugai'dal í 4 ár en nú þykir rétt
að minnka yfirbyggingu og eru
höfuðstöðvarnar það fyrsta sem
fær að fjúka. Stöð 2 greindi frá.
Hundrað ný störf
íslensk miðl-
un hefur tekið
að sér svarþjón-
ustu fyrir ís-
landssíma sem
hefla mun starf-
semi sina í
haust ef heldur
fram sem horfir.
Ein af starfsstöðvum svarþjónust-
unnar var opnuð í gær á Stöðvar-
firði. Talið er að um 100 ný störf
geti skapast á landsbyggðinni.
Tíu jþúsund undirskriftir
Meira en tíu þúsund undirskrift-
ir hafa safnast hjá samtökunum
Vemdum Laugardalinn. Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir borgarstjóri hef-
ur látið þau ummæli falia að tíu
þúsund manns séu merki um þaö
að almenn andstaða kunni að vera
gegn* framkvæmdum og ef svo sé
muni borgaryfirvöld taka tiilit til
þess.
102 óðalsjarðir
Samkvæmt tölum sem nefnd, er
falið hefur verið að endurskoða
jarðaiögin, hefur aflað eru nú að
minnsta kosti 102 óðalsjarðir á ís-
landi. Um þær gilda sérstök
ákvæði í jarðalögum. Mbl. greindi
frá.
Erindum fjölgar
Munnlegum
erindum hjá
embætti um-
boðsmanns
barna flölgaði
um 40% á síð-
asta ári, voru
um 1040. í
skýrslu Þór-
hildar Líndal, umboðsmanns
bama, til Davíðs Oddssonar forsæt-
isráðherra segir að afar algengt sé
að ganga þurfi eftir svörum við fyr-
irspumum frá embættinu sem sé
mjög fáliðað. Hún segir að bömum
og unglingum sé iðulega sýnt virð-
ingarleysi í samskiptum við full-
orðna. Bylgjan greindi frá
Bensínleki
Nokkur viðbúnaður var á
Reykjavíkurflugvelli í gærkvöld er
lítil eins hreyfils flugvél varð að
snúa við eftir flugtak þar sem vart
var við bensínleka. Vélin lenti
heilu og höldnu og gert var við lek-
ann.
Stöðvaöurá 177 km
Nokkuð erilsamt var hjá lögregl-
unni í Hafnarfirði í fyrrinótt og
stöðvaði hún m.a. bifhjól á Reykja-
nesbrautinni sem ekið var á 177
kílómetra hraða. Mbl.is greindi frá.
Endurskoða
Margrét Frí-
mannsdóttir,
taismaðm- Sam-
fylkingarinnar,
segir að endur-
skoða verði
áform um
einkavæðingu
ríkisfyrirtækja
ef ekki sé hægt
að tryggja dreifða eignaraðild við
sölu þeirra. Dagur greindi frá.
Hittu forseta
Nítján ungmenni af íslenskum
uppmna frá Kanada og Bandaríkj-
unum hafa dvaiið hér á landi í sex
vikur. Hópurinn hitti Ólaf Ragnar
Grímsson, forseta íslands, á Bessa-
stöðum á laugardag og hélt heim í
gær. Mbl.is greindi frá.
Eignaraðild könnuð
Viðskiptaráðuneytið mun kanna
hvort unnt sé að tryggja með lögum
og reglum dreifða eignaraðiid að
fiármáiastofnunum. Finnur Ingólfs-
son viðskiptaráðherra segist þó
ekki vilja fóma ftjáisræði og sam-
keppni með eftirliti og skrif-
finnsku. RÚV greindi frá. -hdm
ný storf