Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1999, Qupperneq 14
14
MÁNUDAGUR 16. ÁGÚST 1999
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
StjórnarformaSur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÓRN KÁRASON
Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK,
SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Vísir, netútgáfa Frjálsrar plmiðlunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverö á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viömælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Markaðurinn refsar
Aukið frjálsræði á íslenskum fjármálamarkaði er ekki
aðeins heillavænlegt vegna þess að það tryggir, að öðru
jöfnu, betri nýtingu fjármagns heldur vegna þess að
frjálsræðið kemur sjálfkrafa í veg fyrir samþjöppun
valds sem annars ætti sér stað. Heiðarleg samkeppni, þar
sem allir standa jafnir, er trygging almennings fyrir því
að eigendur fjármálafyrirtækja misnoti þau ekki. Mark-
aðurinn refsar þeim sem láta önnur en eðlileg viðskipta-
sjónarmið ráða ferðinni.
Ríkisstjórn og alþingismenn ættu að hafa þessi ein-
földu sannindi í huga þegar þeir reyna að finna leiðir til
að koma í veg fyrir að fámennir hópar fjárfesta fái yfir-
höndina í einkavæddum fjármálafyrirtækjum. Raunar
eru hugmyndir um að breyta lögum til að tryggja dreifða
eignaraðild byggðar á rangri hugsun, eins og áður hefur
verið haldið fram á þessum stað. í stað þess að hafa
áhyggjur og eyða tíma í að semja lög af þessu tagi ættu
ráðherrar ríkisstjórnarinnar fremur að beina athygli
sinni að því hvernig best sé hægt að tryggja samkeppni
á íslenskum íjármálamarkaði.
Stærð og völd fyrirtækja eða einstakra fjárfesta ráðast
ekki aðeins af aðstæðum sem ekki verður ráðið við, svo
sem hæflleikum og ráðsnilld þeirra sem eru í forsvari
fyrir viðkomandi fyrirtæki. Stærð og yfirburðir ráðast
oft af óeðlilegum yfirburðum - yfirburðum sem eru ekki
tilkomnir vegna þess að eigendur og stjórnendur fyrir-
tækisins standa sig betur en keppinautamir heldur
vegna þess að fyrirtækið nýtur sérréttinda. Þessi sérrétt-
indi geta falist í skattlagningu eða annarri fyrirgreiðslu
stjómmálamanna, s.s. innflutningshöftum eins og á
haftaárunum eða fyrirgreiðslu í ríkisbönkum og opinber-
um sjóðum eins og gerðist á tímum óðaverðbólgu og nið-
urgreiddra vaxta. Þessu er hægt að breyta og hefur raun-
ar verið breytt að hluta.
í stað pilsfaldakapítalisma, sem var á góðri leið með að
keyra íslenskt efnahagslíf í gjaldþrot, hefur afl sam-
keppninnar verið virkjað að nýju. Framtakssömum ein-
staklingum hefur verið gert kleift að uppskera eins og
þeir hafa sáð til. Refsivöndur samkeppninnar hefur aftur
náð að koma aga á rekstur fyrirtækja. Það er hlutverk
löggjafans að virkja þennan refsivönd með almennum og
skýrum leikreglum þar sem allir sitja við sama borð.
Löggjafinn á hins vegar ekki að beita ofbeldi til að koma
í veg fyrir uppgang einstakra fjárfesta eða auðmanna.
Stærð fyrirtækis, völd og áhrif fámenns hóps manna
getur hins vegar verið áhyggjuefni, ekki síst í litlu þjóð-
félagi. Fyrirtæki getur orðið það stórt að stjórnmála-
menn telji nauðsynlegt að hlaupa undir bagga og bjarga
því frá gjaldþroti ef eitthvað bjátar á. Ef það er almennt
viðurkennt að ekki sé hægt að láta eitthvert fyrirtæki
fara á hausinn nýtur það óeðlilegra yfirburða yfir keppi-
nautana. Eigendum fyrirtækisins er komið undan refsi-
vendi samkeppninnar. Eina leiðin til að koma í veg fyr-
ir þetta er að banna ríkinu og opinberum aðilum með
lögum að veita fyrirtæki aðstoð beint eða óbeint á kostn-
að skattgreiðenda.
Á meðan stjórnmálamenn hafa völd til þess að veita
ákveðnum fyrirtækjum og/eða atvinnugreinum fyrir-
greiðslu verða völd og áhrif forráðamanna þeirra langt
umfram það sem annars væri ef heiðarleg samkeppni
fengi að blómstra.
Óli Björn Kárason
„Þjóð, sem áratugum saman hefur búið á láglaunasvæði og þrælað sér út myrkranna á milii til að hafa í sig og
á, hlýtur að sýna þess rnerki." - Tveir öldungar er muna tímana tvenna...
Þunglyndir
hamingjuhrólfar
kom Norður-írland
þarsem stríðsástand
ríkti allan áratuginn.
Þarvið bætast róandi
lyf, svefnlyf og verkja-
lyf, sem öll eru ofnotuð
hérlendis.
Hvað veldur?
Án efa hafa auglýsing-
ar og annarskonar
kynningar mikil áhrif.
Að auki eru íslending-
ar óþarflega fljótir að
ánetjast nýjum lyfjum,
meðþví einatt er lítið
vitað um aukaverkan-
ir fyrren að fimm eða
tíu árum liðnum.
Ofnotkun lyfla má að
einhverju leyti rekja
„Framhjá hinu veröur samt ekki
litið, að ofnotkun þunglyndis-
lyfja og mjög há tíðni sjálfsvíga
endurspegla samfélag sem er í
mörgum greinum ákaflega mann-
fjandsamlegt. Um það geta þeir
íslendingar borið sem flust hafa
til annarra Norðurlanda eða haft
kynni af Miðjarðarþjóðum. “
Kjallarinn
Sigurður A.
Magnússon
rithöfundur
Samkvæmt alþjóð-
legri skoðanakönn-
un, sem gerð var fyr-
ir allmörgum árum,
eru íslendingar að
eigin sögn hamingju-
samasta þjóð á jarð-
ríki - og þó víðar
væri leitað. Sú niður-
staða kom mörgum á
óvart, ekki síst með
hliðsjón af mjög
hárri tíðni sjálfs-
morða hérlendis.
Voru íslendingar að
blekkja sjálfa sig eða
reyna að slá ryki í
augu umheimsins?
Um það skal ekki
dæmt hér.
Þunglyndislyf
Hitt vekur til um-
hugsunar að íslend-
ingar nota miklu
meira af þunglyndis-
lyfjum en aðrir Norð-
urlandabúar - en
minna af sykursýkis-
lyfjum en nokkur
önnur norræn þjóð.
Við notum til dæmis
helmingi meira af
þunglyndslyfjum en
Danir. Skýringin er
þó ekki sú að við
séum helmingi þrmg-
lyndari en Danir, heldur hefur
notkunarsvið þunglyndislyíja hér-
lendis víkkað og við notum meira
af nýrri og dýrari lyfjum.
Samt stendur óhaggað að notkun
þunglyndislyfja hefur tífaldast á
undanfórnum tuttugu árum. Á ár-
unum 1970-80 var hugsýkislyfið Di-
azepam notað meira á íslandi en
annarstaðar í heiminum. Næst
til þess, að okkur er tamt að grípa
til einfaldra lausna. Feitir einstak-
lingar borða ekki minna, heldur
taka pillur.
Sýklalyf eru ofnotuð bæði af
læknum og sjúklingum, þó hinu
verði ekki neitað að sýklalyf hafa
bjargað lífi og heilsu ótölulegra
bama og fullorðinna. Þannig má
kannski til sanns vegar færa, að
stundum séu vandamálin fremur í
höfðinu en umhverfmu.
Mannfjandsamlegt þjóðfélag
Framhjá hinu verður samt ekki
litið, að ofnotkun þunglyndislyfja
og mjög há tíðni sjálfsvíga endur-
spegla samfélag sem er í mörgum
greinum ákaflega mannfjandsam-
legt. Um það geta þeir íslendingar
borið sem flust hafa til annarra
Norðurlanda eða haft kynni af Mið-
jarðarþjóðum. Þjóð, sem lotið hefur
íhaldsöflum um áratugaskeið og
búið við látlausan samkeppnisáróð-
ur myrkranna á milli, hlýtur að
bera þess einhver merki. Þjóð, sem
áratugum saman hefur búið á lág-
launasvæði og þrælað sér út
myrkranna á milli til að hafa í sig
og á, hlýtur að sýna þess merki.
í samfélagi óvæginnar sérhyggju
og samkeppni lúta samkennd, sam-
úð, samlyndi og samvinna í lægra
haldi með þeim afleiðingum að
mannlíf allt verður harðneskjulegt
og grimmt. Foreldrar hafa ekki
tíma til að sinna börnum sínum
sem skyldi og ofvernda þau til að
friða samviskuna. Böm rísa upp
gegn hverskonar aga og stofna
skólastarfi í tvísýnu. Kennarar eru
misvirtir og rægðir af hrokafullum
valdsmönnum á borð við sveitar-
stjóranefnuna á Seltjarnarnesi.
Verkalýðurinn hatast við burgeis-
ana og sægreifana.
Semsagt, gervallt þjóðfélagið er í
skotgrafahernaði, sem að vísu er
ekki eins mannskæður og stríðsá-
tökin á Norður-írlandi, en er samt
svo skaðvænn að bæði þessi samfé-
lög telja sig þurfa að leita fróunar í
ofneyslu lyfja í stað þess að leita
skynsamlegrar lausnar á afdrifa-
ríkum sameiginlegum vanda.
Sigurður A. Magnússon
Skoðanir annarra
Dreifð eignaraðild er forsendan
„Úr því að hægt er í flestum ríkjum beggja vegna
Atlantshafsins að setja strangar og flóknar reglur
um eignarhald á fjölmiðlum og fylgja þeim eftir er
ekki síður hægt hér á íslandi að setja strangar regl-
ur um takmörkun á eignarhlut einstakra aðila og
tengdra aðila að bönkum á íslandi. Þeir sem hafa
haldið öðra fram era aö slá fram staðhæfingum, sem
þeir geta ekki staðið við ... Stjórnmálamenn í öllum
flokkum eiga nú aö taka höndum saman um mál-
efnalegan undirbúning að löggjöf, sem tryggir þau
markmið að eignaraðild að bönkunum verði dreifð.“
Úr forystugrein Mbl. 13. ágúst.
Erfitt að dreifa eignaraðild - og þó
„Ég er í hópi þeirra sem telja að það verði afskap-
lega erfitt að setja lög um dreifða eignaraðild við söl-
una á hlut ríkisins i bönkunum og Landssímanum.
Ég vil þó að sest veröi niður og bókstaflega allra
leiða leitað til að lögum um dreifða eignaraðild verði
komið á. Ef það aftur á móti kemur í ljós að ekki er
hægt að setja lög um dreiföa eignaraðild sem halda,
þá vii ég að áformin um sölu á bönkunum og Lands-
símanum verði endurskoöuð enda verður þá að
standa öðra visi að þessum málum en talað hefur
verið um hingað til.“
Margrét Frimannsdóttir í viðtali við Dag 13. ágúst.
Fíkniefnin og milljarðurinn
„Það eru liðnir tæpir þrir mánuðir frá kosning-
um. Strax er farið að svíkja kosningaloforðin. Þetta
gengur ekki. í baráttunni gegn fikniefnum þarf ekki
fleiri orð heldur efndir - það þarf að láta verkin tala.
Samfylkingin mun ganga hart eftir því að fyrirheit
um aðgerðir i þessum málaflokki verði að veruleika;
aðgerðir á borð við aukið eftirlit tollgæslu, eflda lög-
gæslu, bætt meðferðarúrræði og enn viðameiri
fræðslu til áhættuhópa, svo fátt eitt sé talið, sem
mikilvægt er að grípa til í baráttunni gegn þessum
stóra samfélagsvanda."
Guömundur Árni Stefánsson i Mbl.-grein 13. ágúst.