Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1999, Síða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1999, Síða 36
■ Vinningstölur laugardagimi: 14, ‘ Vinningar Fjöldi vinninga Vinnings- upphæð 1. 5 af 5 0 2.001.440 2. 4 af 5*tíg2 2 152.510 3. 4 af 5 52 7.790 4. 3 af 5 1.790 520 5 0 9 7 i @ FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá t síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö t hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MÁNUDAGUR 16. ÁGÚST 1999 Mýrdalsjökull: Litlar breytingar Litlar breytingar eru sjáanlegar á yfirborði Mýrdalsjökuls frá því í síðustu viku. Reynir Ragnarsson, lögreglumaður í Vík, flaug yflr jökulinn seinnipartinn í gær. Sagði hann að litlar sem engar breytingar væri að sjá á jöklinum inni í Kötlu- öskjunni. Sprungur sem sáust í síð- ustu viku og sigkatlarnir, sem hafa myndast á síðustu vikum, séu á að lita eins og síðast þegar hann flaug þar yflr. -NH Banaslys í loðnuskipi Banaslys varð um borð í loðnu- skipinu Bjarna Ólafssyni AK 70 á laugardagskvöld, um kl. 22. Slysið varð með þeim hætti að nítján ára piltur klemmdist á milli þegar verið r** var að draga inn hlerann á nótinni. Þyrla Landhelgisgæslunnar var send á staðinn en þegar þangað var komið var pilturinn úrskurðaður látinn. Þyrlan sneri því við og pilturinn var fluttur í land sjóleiðis. Hann hét Ragnar Már Ólafsson, Aðalbraut 2, Raufarhöfn. Sjópróf vegna slyssins eru fyrirhuguð á þriðjudag. -HG Sjúkrabfll var sendur eftir ungum manni sem var illa á sig kominn rétt við Lúllabúð í Hverfisgötu á föstu- dagskvöld. Hann sagði að ráðist hefði verið á sig og hann rændur. Ekki er þó nákvæmlega Ijóst hvað gerðist þar sem maðurinn var mjög ölvaður. DV-mynd S ♦ Ókinnígarð Ökumaður á ferð um Smiðjuveg í Kópavogi missti stjórn á bíl stnum með þeim afleiðingum að hann lenti inni í húsagarði. Atvikið átti sér stað um hálftvöleytið aðfaranótt sunnudagsins. Ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur en enginn meiddist við óhappið. -HG Hveragerði: Fíkniefni og þýfi Hjón voru tekin með flkniefni, um 15 grömm af hassi og eitthvað af amfetamíni, auk þýfis, við húsleit í Hveragerði um helgina. Lögreglan vill sem minnst um málið segja en rannsókn stendur yfir. -HG 250 manns tóku þátt í íslandsmeistarakeppni f tölvuleiknum Quake um helgina. Quake er skotleikur og gengur út á að drepa sem flesta af andstæðingun- um. Þetta er stærsta tölvuleikjamót sem haldið hefur verið hér á landi. Keppt er í fimm flokkum, bæði í liðakeppni og einstaklingskeppni. Á myndinni má sjá einbeitta keppendur með fingur „á gikknum". Sjá bls. 6 DV-mynd S Vél hjólabáts bilaöi utan við Vík í Mýrdal: 40 manns í hættu - fengu áfallahjálp eftir að hafa verið bjargað til lands Rúmlega 40 manna ferðahópur á vegum lyfjafyrirtækisins Pharmaco, að stórum hluta Danir, urðu fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu um borð í hjólabát utan við Vík í Mýr- dal sl. föstudag að báturinn varð fyrir vélcirbilun og munaði litlu að hann ræki upp í Reynisdranga. Mikill ótti greip um sig meðal far- þeganna í bátnum og eftir að tekist hafði að bjarga fólkinu í land heilu á húfi var ekið með það að Hótel Örk i Hveragerði þar sem því var veitt áfallahjálp. Einn farþeganna um borð í bátn- um segir við DV að mjög litlu hafi munað að illa færi. Hann gágnrýnir jafnframt að öryggisbúnaði hafi ver- ið áfátt um borð, m.a. hafl björgun- arvesti ekki blásist út og fólki hafi ekki verið leiðbeint um notkun ann- ars öryggis- og björgunarbúnaðar. Ema Jóna Sigmundsdóttir, deild- arstjóri hjá Pharmaco, staðfesti at- vikið við DV í gærkvöld. Hún óskaði að öðm leyti ekki eftir að tjá sig um það en vísaði á ferðaskrif- stofuna sem skipulagði þessa ferð. Reynir Ragnarsson lögreglumaður sagði í samtali við DV í gærkvöld að tveir hjólabátar hefðu verið á sigl- ingu í fremur rysjóttu veðri þegar DV; Selfossi: Vegleg hátíð fór fram í Þorlákshöfn um helgina í tilefhi af 70 ára afinæli hafnarinnar í sveitarfélaginu. Mikil bryggjustemning var á hafharsvæð- inu, hljómleikar, ræðuhöld, tjald- markaður, dorgveiðikeppni, brenna, flugeldasýning, dansleikur o.fl. í nýbyggingu ráðhússins var sett upp sýning á gömlum Ijósmyndum af sögu hafharinnar og þar var einnig vél annars bilaði og hann rak í átt að Reynisdröngum. Talsverð aust- angjóla og sjógangur hefði tafið nokkuð tilraunir stjómenda bát- anna að koma taug í bilaða bátinn en þegar það hafði tekist hafi bilaði báturinn veriö dreginn frá klettun- að finna gaml- ar og nýjar teikningar. Bæjarstjór- fim i Ölfusi, Sesselja Jóns- Hér er landbún- aðarráðherra, Guðni Ágústs- son, með upp- rennandi skip- stjóra f Þorláks- höfn. um. Síðan hafi akkerum hilaða báts- ins verið varpað og þegar hann var orðinn fastur hafi bátnum sem í lagi var verið siglt til lands og farþegum hans skilað á land. Síðan hefði ver- ið siglt út á ný og farþegamir í bil- aða bátnum sóttir til lands. -SÁ dóttir, tók á laugardaginn fyrstu skóflustungu að nýju 500 fermetra tollvöruhúsi sem mun rísa á hafiiar- svæðinu. Saga Þorlákshafhar er merkileg. Þar þróuðust athafhir í takt við tím- ann þar til athafhamaðurinn Egill Thorarensen, kaupfélagsstjóri á Sel- fossi, hleypti krafti í framkvæmdir á árunum 1934-1961 og hefur uppgang- ur hafharinnar verið stöðugur síðan. -KE Hafnarhátíð í Þorlákshöfn Veörið á morgun: Rigning austan til Norðan 8-13 m/s með austur- ströndinni en annars víðast 5-8. Rigning austan til, skýjað með köflum norðvestan til en bjart- viðri suðvestan til. Hiti 7 til 12 stig austanlands en 9 til 14 vest- anlands. Veðrið í dag er á bls. 45. m < úrbnitar iiifœstsnigar ÖOT tr* 'n=ri-l ===!= Siniðjuvegur 5 200 Kóp. Sími: 535 1200

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.