Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1999, Side 12
Á íslandi er varla til svo aumt krummaskuð að þar sé ekki rúntur.
Um hverja helgi hópast krakkar á rúntinn um land allt og keyra í hringi
í eilífri leit að stuði og hugsanlegum drætti. Nýlokið er tökum á leiknu
heimildarmyndinni Rúnturinn, þar sem tékkað er á rúnt-stuðinu á
tíu stöðum á landinu. Fókus fékk að njóta sérþekkingar rúntmanna.
runtunn
V*v N ‘
, • *
v
-
Þegar Friðrik Þór hitti Steingrím Dúa
sagði hann að Rúnturinn væri
„Let’s make a movie“-dæmi:
____ tvímæla
laust með
landsbyggoi
*
„Mér datt þetta í hug þegar ég
var 19 og vann í Víðidalnum.
Blönduós var menningarstaðurinn
sem maður fór á ball á. Einhvem
tímann sá ég rúntinn og mér fannst
þetta fyndið og skemmtilegt fyrir-
bæri og það sat í mér. Síðasta vetur
fór hugmyndin að myndinni að
krauma í mér og ég impraði á
henni við nokkra aðUa. Þegar ég
kynnti hana fyrir Friðriki Þór
stökk hann á hugmyndina. Hann
ljómaði allur og sagði að þetta væri
„Let’s make a movie“-dæmi.“
Fólk á fylliríi
Hér talar Steingrímur Dúi Más-
son, leikstjóri Rúntsins. Hann fór á
stað með myndina
þegar Frikki gaf
grænt ljós og nú
er tökum lokið.
Dúi er orðinn
uppflettibók um
íslenska rúntinn:
„Það sem kom í
ljós er að hver
rúntur hefur sinn
karakter,“ segir
hann. „Þeir eru
allir ólíkir en lið-
ið í bílunum er
allt á sama róli:
fólk á fylliríi og
strákar í stelpu-
leit og öfugt. Þetta
er aðallega það.
En það sem kom
okkur mest á
óvart var að þaö
er rúntur alls staðar, jafnvel á stað
eins og Hólmavík."
Dúi heldur áfram: „Allir staðirn-
ir eiga það sameiginlegt, fyrir utan
Reykjavík, að þegar þar er ball þá
er ekki rúntur. Á öllum stöðunum
Dúií
er líka rúntað á sunnudögum en sá
rúntur er öðruvísi, svona edrú ís-
rúntur, eftir-bíó rúntur."
Skandinavískur miðbær
Bíllinn sem er notaður í mynd-
inni er útjaskaður Ford Econoline
og Dúi segir hann ekki hafa vakið
mikla aðdáun eða athygli á rúntin-
um. Reyndar vöktu hvorki bíllinn
né Viddi og Óli mikla athygli á stór-
um stöðum en krummaskuðin tóku
þeim opnari örmum. Myndin geng-
ur út á það að fylgst er með Vidda
og Óla sem skoöa rúntinn og stuðið
í hverju plássi.
„Þeir voru hvergi lamdir svo það
er því miður lítið ofbeldi í mynd-
inni,“ segir Dúi.
„Og við sneiddum
hjá mjög ungu
liði. Fólkið sem
við töluðum við
var fólk á aldrin-
um 17 til 20 ára.“
Dúi segist vona
að það náist að
klára myndina á
skömmum tíma:
„Vonandi verður
hún frumsýnd
um miðjan vetur,
helst fyrir jól,“
segir hann. „En
það er stíf eftir-
vinnsla fram und-
an því teknir
voru upp eitthvað
aksjón. um 150 tímar.“
Dúi hefur kom-
ist aö einu: „Eftir að hafa gert þessa
mynd mæli ég tvímælalaust meö
landsbyggðinni," segir hann.
„Reykjavík verður aldrei annað en
pínulítið of strekktur skandinavísk-
ur miðbær.“
Isafjörður: Lamaður rúntur
Dúl: Við lentum á miklu sukkkvöldi og rúnturinn var lamaður.
Þaö var aggressjón I loftinu en við geröum gott úr því.
Viddl og Óll: Viö lentum á kvöldi þar sem rándýrir skemmti-
kraftar að sunnan voru komnir til að skemmta og því var rún-
turinn í eitt allsherjar fyllirí. Allir sem viö hittum á rúntinum
voru að koma af ballinu eða á leiöinni þangað. Það var frek-
ar leiðinlegt svo við fórum niörá bryggju og fengum gefins fisk
hjá trillukörlum. Við grilluöum og bjuggum til hundasúrusósu.
isfirski rúnturinn er samt nokkuð skemmtilegur, hann er í lag-
inu eins og 8 og maður hefur góða yfirsýn yfir hann allan. Á
þessum ferðum okkar sagði fólk oft: „Þið hefðuð átt að koma
síðustu helgi þeg-
ar var ball", en
það var einmitt
ekki þaö sem við
leituöum að.
Kjöraðstæður
voru þegar fólk
var hæfilega edrú
því þegar allir eru
of fullir getur eng-
inn keyrt.
Akranes: Dress-kódi á rúntinum
Dúi: Akranes er mikill rúntbær og þekktur fýrir öflugan rúnt.
Vlddl og Óll:
Rúnturinn er
ein gata fram
ogtil baka. Hér
mætast bílarn-
ir og þeir eru
alltaf að
stoppa og fólk
að tala saman.
Akurnesingar
taka rúntinn al-
varlega og
hann er trúar-
brögð. Fólk var frekar opinskátt en samt alvarlegt. Það var
mikið lagt upp úr bílum og græjurnar voru öflugar í bílunum.
Við hittum 18 ára stráka sem höfðu fengið rauðan van
sendan frá ísafirði. Þetta var landsfrægur rúntbíll en var nú
orðinn ógangfær. Þeir ætluðu aö gera hann upp sem hóru-
hús á hjólum. Það átti að vera gæra alls staðar og speglar
út um allt, bar og diskókúla í loftinu. Akranes er finn bær
fyrir rúntara. Það er dress-kódi á rúntinum á Akranesi, fólk
hélt t.d. að við værum frá Færeyjum af því við vorum í lopa-
peysum. Helst á aö vera á flottum bíl en ef ekki þá er hægt
að vera i hallærislegum fðturn því þá heldur fólk að maöur
sé útlendingur og er næs við mann.
Hólmavík: Mergjaður staður
Dúl: Mergjaður staður. Hóimavík hljómaði I mínum eyrum sem mesta krummaskuð landsins en
þegar til kom var rúnturinn skemmtilegur og mjög flott kaffi- og veitingahús - Cafe Riis - í bæn-
um. Það var fullt af liði á rúntinum, allavega fimm bílar, og allt mjög traust lið.
Vlddl og ÓlbAlveg frábær staður. Þarna var Helgi og hann var með kótilettu undir stýri, hlaöborð.
Hann var til í allt og undir morgun var hann orðinn kylfusveinninn okkar. Rúnturinn er ein gata,
bensínstöö á öðrum enda og Cafe Riis á hinum. Krakkarnir eru ótrúlega vinalegir, enginn rígur
ekkert ofbeldi. Þeir voru bara i stuði. Það versta viö
Hólmavík og mörg önnur krummaskuö er ákveðinn
„White Power"-fílingur sem er i gangi. Fólk er ekki
hrætt viö aðkomumenn heldur við hiö ókunna, í
þessu tilfelli svertingja. Þetta er svona svipaö og ef
fólk sem hefði aldrei komið til Eyja héldi að lundar
væru tveggja metra há illfygli óg væri því meö ein-
hvern „Fokk ðe lundi"-móral.
Þrátt fyrir þetta eru minnstu staðirnir alltaf bestir upp
á rúntinn að gera. Þar eru allir ánægðir með að fá ein-
hvern í heimsókn.
Blönduós: Rúntleikur með eggjabakka
Dúl: Rúnturinn á Blönduósi
er eldfimur. Mjög góður í
rúntur, með þeim betri á
landinu.
Vlddi og Óll: Þegar við kom-
um til Blönduóss var allt
dautt og við sáum engan.
Það heföi getað verið gat í
landakortinu. Þarna er fullt
af stórum steypukössum,
löggustöðin er t.d. á þrem
hæðum og næstum þvi jafn-
stór og löggustöðin við
Hlemm. Löggan á Blönduósi er líka mjög dugleg við að sekta fyrir
hraðakstur því þjóðvegurinn liggur i gegnum bæinn. í byrjun minnti bær-
inn mann á Smiðjuhverfið í Kóþavogi. En svo sáum við smálíf, tvo bíla á
rúntinum. I sjoppunni hittum við svo rúntara sem voru meö sögustund og
sögöu okkur frá frægum rúnt-kagga sem hafði verið keyrður 150.000 km
á rúntinum á Blönduósi. Þetta kvöld var einmitt kveöjuathöfn fyrir þenn-
an kagga. Á Blönduósi hafa þróast ákveönir rúntleikir, t.d. keyra menn
hver á móti öðrum með eggjabakka og drita hverjir á aðra, ekki ólíkt ridd-
urum. Rúntararnir leika sér líka að því að vera hraðahindrun á þjóðvegin-
um, t.d. um verslunarmannahelgi. Þá keyra þeir hægt og gera utanbæj-
arfólkiö sem er að flýta sér í gegn brjálaö.
Einn af þeim sem voru á rúntinum var nýbúinn að kaupa sér bíl. Þegar
viö vöknuðum daginn eftir var hann enn að rúnta. Kannski hélt hann að
hann væri strætó. Ætli löggan hafi ekki sprautað hann niöur fyrir rest.
Akureyri: Kynkaldur rúntur
Dúl: Rúnturinn er virkur á Akureyri en Akureyringar
eru feimnir viö utanbæjarfólk. Fólk er ekki mjög út
á við. Þaö er fullt af bílum á rúntinum en staðurinn
er ekki heitur heldur ferkantaður og inn í sig.
Viddl og Óll: Þegar fólk heyrði að viö værum að
fara til Akureyrar reyndu allir aö telja okkur af þvi.
Landsbyggðin hefur mjög mikið á móti Akureyri,
staðurinn er dálitið eins og lA, það hata allir ÍA. Ak-
ureyri er líka einfaldlega leiöinlegur bær og fólkið
ruddalegt. Allir með kjaft og fokk-jú-merki á lofti.
Rúnturinn er skaddaöur og löggan sektar fólk um
10 þúsund kall ef það stoppar á bílunum til að tala
saman. Helmingur af rúntinum er bílastæði og þar
þarf aö snúa. Rúnturinn var miklu flottari fýrir 2-3
árum en verkfræöingurinn á staðnum er í striði við
krakkana. Þetta er svipuð staða og í Reykjavfk, þar
sem meðvitaö er reynt að eyða rúntinum. Rúntur-
inn er í flækju fram hjá göngugötum og lokuðum
hringtorgum og akureyrskir rúntarar eru orðnir kyn-
kaldir á þessu.
Það besta sem
gerðist á Akur-
eyri var að við
hættum á rúntin-
um og fundum
Itali sem við
dorguðum með
niðri á höfn.
vÁflt i „ <P> ts'
¥
Reykjavík: Kæfður rúntur
Dúi: Rúnturinn er orðinn ofvaxinn í Reykjavík og hann er hul-
inn í öllu hinu sem er aö gerast. Það eru komnir strippbarir,
uppabarir og listabarir og þar eru svo margir hópar á sveimi
og mismunandi fólk.
Vlddi og Óli: Ef Reykjavík þykist ætla að veröa einhver menn-
ingarborg verður að bæta rúntinn. Þetta var bara viðbjóöslegt
fýllirí og slagsmál. Ekki var hægt aö sjá hverjir voru á rúntin-
um og hverjir ekki því það var allt fullt af leigubílum, fólki að
skutla fullu fólki og
fullt fólk aö vafra
um og þetta kæfði
allt rúntinn. Svo er
búiö að skemma
rúntinn með því aö
setja upp hindranir.
Við mælum ekki
með Reykjavik fyrir
fólk sem vill rúnta.
Egilsstaðir: Framúrstefnufólk
Dúl: Alveg frábær staður. Frábær rúntur. Á Egils-
stöðum var ball svo við vorum ekki mikið á rúntin-
um. Við vorum með fólki á balli og úti á götu. Það
var mjög góð stemning. Egilsstaöir voru menning-
arlegasti staðurinn sem við fórum til."
Vlddl og Óll: Við fórum á megafylliri. Rúnturinn er
L-laga á Egilsstöðum, liggur frá Orminum að bíla-
stæði. Viö sáum einhverja vera að rúnta en ákváð-
um að fara á ball, kynnast fólki þar og fara með því
á rúntinn seinna. Það voru tvö böll í gangi: ekta
gamaldags ball f stíl við Ingimar Eydal og annað
þar sem var lókal band. Egilsstaðir eru kjörstærð
af bæ. Þar eiga menn sin eigin bönd sem eru ekki
að spila eitthvert Korn-þungarokk. Það eru allir
með rautt hár þarna og búið var að byggja vind-
myllur fýrir utan Orminn til að mótmæla virkjunar-
framkvæmdum. Á Egilsstöðum býr eiginlega hálf-
gert framúrstefnufólk."
Keflavík: Mekka rúntsins
Dúi: Keflavík er mekka
rúntsins, höfuðborg ís-
lenska rúntsins. Rúntur-
inn þar á mjög sterkar
rætur enda hefur amerisk
menning átt greiöa leið f
bæinn. Það sést á rúntin-
um, og svo voru bflarnir
Keflavík áberandi flottir.
Viddi og Óll: Það er mjög
þróuð sjoppumenning í
Keflavfk og rúnturinn er
ein gata. Það er bíla-
snobb eins og á Akranesi og það má segja að rúnturinn sé mjög svip-
aður f þessum tveim bæjum. Við vorum varaðir við að vera á of flott-
um bíl þvf þá myndi löggan alltaf vera að stoppa okkur. Við komumst
að þvi að lögreglan í Keflavik er mjög áhugasöm um bfla og stoppar
flotta bfla frekar en Ijóta. Samt vorum við teknir af þvf við vorum á
stórum van. Við vorum með kassagitarpartf með kvenlegum strák-
um sem viö pikkuðum upp afturí en löggan leysti það upp. Viö fund-
um ekki fyrir því aö Keflavík væri rokkbær. Á rúntinum spilar fólk aö-
allega danstónlist með miklum botni til að dýru græjurnar njóti sfn.
Viö vorum dálítið fullir og pissuðum í flösku.
Höfn: Röff rúntur
Dúl: Sterkur rúntur með sterkar rætur. Þetta er röff rúntur, enda er þetta
sjóarastaður. Mjög kraftmiklar stelpur, skemmtilega frekar og fínar. Viddi
keyrði á svart lamþ á leiðinni og fór á algjört öriagafýlliri.
Vlddi og Óll: Viö keyrðum á rollu og það tók á taugarnar. Á rúntinum voru
allir blindfullir og einhver satanísk stemning f loftinu. Það var bara einn
bfll á rúntinum og gaurinn sem keyrði var eini edrú maöurinn á svæðinu.
Hann var rifbeinsbrotinn af því vin-
ur hans hafði sparkað f hann helg-
ina áður. Þarna voru gelgjustelpur
að reyna við okkur. Þetta var
stelpnamafía sem var með mottó
sem var einhvern veginn svona:
„Sjúgum hann, sleikjum hann og
bleytum hann", eins og ostaaug-
lýsingin. Þarna var Ifka gaur sem
gekk undir viðurnefninu Satan.
Vestmannaeyjar: Pysjurúntur
Dúl: Þaö er örugglega mjög góður rúntur I Vestmannaeyjum en þegar við kom-
um var pysjurúntur: ekkert nema krakkar og foreldrar i bílum aö safr.a pysjum.
Við hittum reyndar hressa stráka, svona bílastráka.
Vlddl og Óll: Staðurinn var fullur af
náttúrufólki. Allir voru úti til kl. 2-3
aö tína pysjur og hinn hefðbundni
rúntur leið fýrir þetta. Rúnturinn sner-
ist um að ná í fugla. Þannig rúntuöu
börn og gamalmenni saman en það
voru samt einhverjir krakkar sem viö
hittum f sjoþpunni. Ekki þætti svo
feröin með Herjólfi málið. Það vantar
alla spilakassa og þari f Herjólf. Að
sigla með skipinu er eins og að vera
á elliheimili að hlusta á Rás 1.
Leikararnir Viddi og Óli drukku sig fulla fimm
helgar í röð til að kynnast lífinu á rúntinum:
Hina hressu rúntara leika Við-
ar H. Gíslason og Ólafur Jóns-
son - Viddi og Óli. Fimm helgar í
röð fóru þeir á rúntinn.
„Við erum bara hálfvitar úr
Reykjavík sem voru fengnir til að
fara á rúntinn úti á landi,“ segir
Viddi. „Þegar við lögðum af stað
höfðum við í sjálfu sér aldrei farið
á rúntinn. Ekki þannig. Það að
keyra einn hring og fara svo heim
er ekki að fara á rúntinn eins og
maður hafði gert, kannski eftir
bíó.“
Tók á að liggja í sukki fimm
helgar í röö?
„Já, það var erfitt. Líka samlok-
urnar í sjoppunum og Elitesse-
súkkulaðið, þetta var frekar
ógeðslegt líf. Keith Richards
hefði ekki látið bjóða sér þetta.“
„Það var auðveldast að vera
fullur,“ segir Óli. „En svo vaknaði
maður upp og fór beint í aðra töku
í þynnkunni."
Bara lúðar
Heimildarmynd um íslenskt
fyllirí og rúntinn ætti að verða
þyrnir í augum bindindisfrömuða,
eða hvað?
„Fyrirsætan þarna, Þorgrímur
Þráinsson, verður kannski brjál-
aður. En samt
er myndin
mjög góð for-
vörn. Áhorf-
endur sjá
hvernig fólk
er fullt og
verða að
spyrja: Vil ég
vera svona
líka? Þú sérð
mann æla í
í krampa í
Viddi.
öskutunnu og
þynnku. Þig langar þá ekki til að
herma eftir því og þess vegna
sleppur myndin. Þar fyrir utan
erum við ekki góð fyrirmynd, það
er ekki eftirsóknarvert að vera
eins og við. Við erum bara lúðar
og fólk mun hugsa: „Svona gera
lúðarnir."
Eruöi þá aö meina að allir sem
eru á rúntinum séu lúöar?
„Nei, alls ekki. Þetta er alls kon-
ar fólk. Þú býrð bara í litlum bæ
og allir vinir þínir eru á rúntin-
um. Rúnturinn er bara félagsmið-
stöðin, aðalgatan verður heimili
og löggan mamma og pabbi.
Strákar og stelpur
Hvernig týpur eru á rúntinum?
„Það er metnaðarfulli rúntarinn
á Volkswagen Golf, kannski með
bassabox í skottinu. Oft er þessi
týpa með græjur fyrir hundrað
þúsund kall eða meira i bílnum og
á Akureyri hittum við m.a.s.
stelpu sem var með dýrari græjur
en bíllinn. Síð-
an er það
krakkinn á
heimilisbíln-
um sem
dreymir um
að eignast
eigin bíl. Svo
eru það gaur-
ar eins og
Helgi á
Hólmavík.
Það eru
gaurar sem
eru á vaktinni og ættu að fá
styrk því þeir eru faktískt hús-
verðir á rúntinum. Þeir taka púls-
inn á öllu sem er að gerast. Þegar
þú hittir svona mann veistu um
allt sem er að gerast í bænum.
Svona gaurar ættu eiginlega að
vera með „information“-merki á
húddinu. Síðan eru það stelpurn-
ar, þær eru undantekningarlaust
ótrúlega vitlausar."
Hingað til hafa strákarnir verið
sammála en nú mótmælir Viddi
þessu með stelpurnar: „Nei, stelp-
ur sem voru með kærasta voru oft
skemmtilegar."
„Nei, þær sögðu bara (með
stelpurödd); „Nei, ekki taka mynd-
ir af mér“.“
Strákarnir skeggræða aðeins
betur um stelpurnar á rúntinum
en fá svo sameiginlega niður-
stöðu: „Það var ótrúlega mikið af
stelpum sem voru mállausar og
sátu bara eins og steyptar í hliðar-
sætin á bílunum. Þegar stelpuhóp-
ur er á rúntinum má engin þeirra
vera of áberandi því þá verða hin-
ar pirraðar út í hana því hún á
meiri séns. Þaö má engin vera of
sæt í hópnum. Þær verða allar að
vera jafnsætar eða jafnljótar."
gardagar
Opið: mán.- fim. 10.00 - 18.30
fös. 10.00-19.00
f Ó k U S 20. ágúst 1999
20. ágúst 1999 f Ó k U S
l
I