Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1999, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1999, Blaðsíða 5
JLy%' MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1999 ferðir 23 það orð sem fer af léttúð íbúanna þyk- ir sumum nafnið nokkuð langsótt, nema englamir séu i dularklæðum. Hitt má til sanns vegar færa að kurt- eisi og aðlaðandi framkoma fólksins, bros þess og ljúfmennska sé engObor- in, miðað við umgengnisvenjur Vest- urlandabúa. Þessi þáttur þjóðarkarakt- ers Thailendinga er eitt helsta stolt þjóðarinnar. Þrátt fyrir þjónustusemi og kurteisi eiga Thailendingar mikið þjóðarstolt og sterka þjóðemisvitund, enda hafa þeir öldum saman staðið vörð um sjálfstæði sitt, meðan allar ná- grannaþjóðimar urðu handbendi evr- ópskra nýlenduherra. Það er einstök tilfmning að vera gestur á góðum stað í Thailandi, njótandi ljúfinannlegrar þjónustu og gestrisni þar sem tekið er á móti þér með ávarpinu Sawasdee - velkominn! í Bangkok búa nú orðið 8 milljónir íbúa. Hún hefúr mörg andlit, eins og flestar stórborgir heimsins, en fáar borgir eiga jafnmörg vinaleg andlit. Helst er henni fundið til foráttu hve hún sé menguð, fyrst og fremst vegna mikillar bílaumferðar, og sein yfirferð- ar. Fyrir rúmum 130 ámm var aðeins ein gata til í Bangkok og umferðin þar á fílsbaki en annars á bátum eftir síkj- unum, klongs. Þá vora húsin lágreist úr timbri en nú er Bangkok með ný- tískulegri borgum heimsins þar sem hvert stórhýsið rís við annað úr stáli og spegilgleri. Umferðin hefur lagast mikið, einkum til flugvallarins, með lagningu hraðbrauta svo að jafnframt hefur mengunin minnkað en jafnvel aðalgötur borgarinnar tengjast orðið hávegum uppi i loftinu sem létta um- ferðaröngþveitið á jörðu niðri. Nokkuð hefur dregið úr fram- kvæmdum við byggingar og gatnagerð í kjöifar kreppunnar síðastliðin tvö ár en nú er hún á undanhaldi, og gjald- miðill landsins, Thai Bath, aftur á upp- leið. Enn er verðlag í Thailandi samt með því lægsta sem þekkist í heimin- um og er það m.a. orsök hinnar miklu aukningar ferðamanna til landsins. Þannig verður ekki aðeins ferðin sjálf ódýr, svo að jafhvel er jafhað til jafh- langrar ferðar innan Evrópu, heldur verður allur dvalarkostnaður lægri, sem flestir gleyma að reikna, viljandi eða óviljandi, þar til heim kemur og litið er á keditkortareikninginn. Þar við bætist, að verslun á fatnaði úr vönduðum efnum og með heims- merkjasniði, er ótrúlega hagkvæm, svo og skartgripir og fleira sem hugur- inn gimist á erlendri grund. Thailensk matarmenning Thailenskur matur er bæði hollur og bragðgóður, og kostar aðeins brot af verði á veitingastöðum á Vesturlönd- um. Allir vita að eitt hið skemmtileg- asta við ferðlög erlendis er að reyna framleiðslu landsins sjáifs í mat og drykk. í Bangkok er urmuil matsölu- staða flestra þjóða heims og fimm stjömu gististaðir bjóða jöfhum hönd- um austræna og vestræna matreiðslu í glæsilegum veitingasölum. Kynnist Thailandi frá Bangkok Meðan dvalist er í Bangkok býðst úrval kynnisferða út fyrir borgina. Þekktasta dagsferðin er til Damnefn Saduak, á hinn fræga flotmarkað þar sem konur róa bátum sínum á stór- markað, drekkhlöðnum góðgæti, ávöxtum af öllu tagi, grænmeti, og jafnvel handunnum vamingi og silki. Þykir sú sjón ein sú myndrænasta sem um getur og afervinsælt myndefni. I sömu ferð er farið í einn hinna fógra þjóðgarða Thailands, Rósagarðinn, þar sem hádegisverður er reiddur fram. Stærðar leikhús með um 100 sýnend- um, leikurum, dönsurum, skylminga- mönnum, hnefaleikaköppum (Thai boxing) o.fl. efnir til þjóðháttasýningar þar sem birtast lifandi myndir úr sögu landsins í 1000 ár, hefðurn í atvinnu- háttum, þjóðlífi, hátíðum og skemmt- unum. Þannig sést í hnotskum hin margháttaða menning þessarar merku menningarþjóðar sem lýkur upp mörg- um gluggum fyrir hinn fávísa, vest- ræna gest. í lok sýningar era filar látn- ir leika listir sínar, og gestir geta skroppið á filsbak. Önnur vinsæl ferð út fýrir borgina til norðausturs er heimsókn i Safari Park þar sem fiöldi villtra dýra gengur laus úti í náttúr- unni í svo eðlilegu umhverfi að minn- ir á gresjur Afríku. Stærsti krókodila- búgarður heimsins er einnig rétt hjá. Hópur Heimsklúbbsins við Musteri Smaragðsbúddans. Sól og skemmtun Flest betri hótelin í Bangkok bjóða ágætis sundlaugar, þrektækjasali, gufuböð og nudd. Allt þetta hressir og eflir líkamann til að njóta daganna og hinna fiölbreyttu lífsgæða út í æsar. Svo býður kvöldið með ótal gylliboð um drykki og misdjarfar sýningar i skemmtihverfum borgarinnar, sem era mörg, en þekktust við Patpong svæðið milli Suriwongse Road og Silom Road en nýlega hefur Nana-torg við Sukhumwit Road orðið skæður keppinautur. Eitt er vist að annað- hvort er fólk óvenju hneykslunar- gjamt eða dautt úr öllum æðum ef því getur leiðst í Bangkok. Beint leiguflug með breiðþotu Atlanta - eingöngu fyrir VISA korthafa. Tvöföld ATLAS ávísun 8.000 krónur fyrir fyrstu 100 Eurocard korthafana sem ^greiða með ATLAS ávísun. Lágmúla 4: sími 585 4000, grænt númer: 800 6300, Hafnarfirði: sími 565 2366, Keflavík: sfmi 421 1353 Selfoss: sfmi 482 1666, Akureyri: sfmi 462 5000 - og hjá umboðsmönnum um land allt. www.urvalutsyn.is Uppáhaldsborg islendinga - falleg, fjörug, ódýr og umfram allt skemmtileg. í ferð 27. okt. 4 nætur á verði á mann í tvíbýli í 3 nætur,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.