Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1999, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1999 ferðir Klassískar og krefjandi ferðir - kjörorð Ferðaskrifstofu stúdenta er Qölbreytileikinn „Nei, nei. Þetta er allt frá tvítugu og upp úr því þama geta allir fundið eitt- hvað áhugavert, óháð aldri.“ Ferðaskrifstofa stúdenta þykir mörgum vera samheiti yfir ódýrar, „ungar“ og oftar en ekki óvenjulegar ferðir. í haust kennir ýmissa grasa hjá stúd- entum, eins og fyrri daginn: „Við erum enn þá að bjóða ódýr far- gjöld. Sumarfargjöldin renna út ýmist í lok september eða í lok október. Þar erum við til dæmis með Lúxemborg á 17.100 kr., London á 19.900 kr. og ýmis tilboð til Kaupmannahafhar. Þetta eru sígildir borgarpakkar ásamt Amster- dam, Bcircelona og París. Haust í París er náttúrlega alltaf sjarmerandi og i ár bjóða Flugleiðir í fýrsta skipti upp á ferðir þangað allan ársins hring. Málaskólamir em einnig mjög vin- sælir á haustin, til dæmis hjá þeim sem byija í skóla eftir áramót og fólki sem tekur sumarfríið seint. Vinsæl- ustu tungumáiin hjá okkur hafa verið franska og spænska, bæði í Evrópu og Suður-Ameríku. Á annað hundrað manns vom i málaskóla erlendis á okkar vegum í sumar og í haust byija strax bókanir fyrir næsta sumar.“ Nú, þið emð alltaf með Jiessar ævin- týraferðir? Hvert farið þið í haust? „Það veltur nú eiginlega bara á því hvert fólk vill fara. Asia kemur sterkt inn í haust, margir á leiðinni þangað, til dæmis Taíland, Víetnam og Laos. Þessar ferðir em á vegum erlendra ferðaskrifstofa sem við höfum umboð fyrir.“ Mekong, bílar og fílar Ævintýraferðimar em fyrir fólk sem sættir sig við að þægindin séu sett aftar í forgangsröðina en spenna og framandi lífsreynsla hvers konar. Hrund segir ferðimar mismunandi og sumar kreflist meira af þátttakendum en aðrar. „Ferðimar em mjög mismunandi. Til dæmis reynir fyrirtækið Intrepid að hafa ferðamátann eins nálægt því sem innfæddir ferðast og mögulegt er. Ferðast er með almenningsfarartækj- um, rútum, flugvélum, bátum - jafnvel á filsbaki - og gist í tjöldum. í sumum ferðunum er siglt eftir ám í frumskóg- inum, til dæmis Mekong-ánni, og stoppað við þorpin á leiðinni." Gambía en engir skæruliðar Að sögn Hrundar er Asia mjög vin- sæll vettvangur ferða af jiessu tagi. En hvað meira má ftnna hjá stúdentum? „Það er ýmislegt og mishefðbundið. Við verðum með skiðaferðir til Ítalíu eftir áramót, sólarferðir til Gambíu ..." Til GambíuV. „Já. Gambía er pínulítið ríki, ensku- mælandi, umkringt af Senegal í Afr- íku. íslendingar eru nýbúnir að upp- götva að til eru aðrir kostir en þessir hefðbundnu sólarlandastaðir. Gambía er vel þekkt meðal Evrópubúa sem sól- arparadís og íslendingar eru byrjaðir að kynnast því líka.“ Nær landiö að sjó? „Já, það nær að sjó. Þar er mjög jafnt og milt loftslag, gott veður allan ársins hring. Þar eru nýtísku hótel en síðan, þegar komið er út fyrir hótel- garðinn, er fólk bara komið til Afriku, eins og fólk ímyndar sér hana. Þá er stutt í skógana, fúglana og dýralífið ...“ ... og skæruliðana? Hrund hlær og fullvissar blaðamann um að þá sé hvergi að flnna á þessu svæði. „Reyndar eru þeir ekki þama. Við erum það heppin. En þarna eru golf- vellir, aðstaða til hvers konar vatnaí- þrótta, seglbretta, sjóskíða og fleira. Hótelin eru frá þremur stjömum. Verð með flugi til London er í kringum 120 þúsund fyrir fiögurra stjömu hótel í hálfan mánuð með morgunmat og far- arstjóm. Þetta er ekki einn allsheijar „djammstaður" heldur fer fólk þama meira tO að upplifa eitthvað nýtt.“ Varla em það þó bara ellismellimir sem heimsækja Gambíu? Sumir ferðast um fjarlæg lönd í huganum Aðrir láta hjartað ráða för Gerðu drauminn að veruleika Söluskrifstofa SAS Laugavegi 172 105 Reykjavík Sími 562 2211 Netfang sasis@sas.dk SAS Scandinavian Airlines

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.