Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1999, Blaðsíða 6
24 RSteSÍ ferðir MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1999 JLJ ■ 1 Samstarf við Deutsche Bahn Flugleiðir og þýska lestafýrir- tækið Deutsche Bahn hafa tekið upp samstarf sem tengir alþjóðlegt leiðakerfi Flugleiða í flugi og lestakerfi Deutsche Bahn innanlands. Flugleiðir geta nú boðið við- skiptavinum sínum lestarmiða til hvaða borgar og bæjar sem er í Þýskalandi á sér- stökum kjörum. Tilboðið felst í því að boðið er eitt verð fyrir alla áfangastaði. Ef flogið er til áfangastaða félagsins í Þýskalandi, Frankfurt, Ham- borgar eða Munchen, er þess vegna unnt að kaupa lestarmiða hvert sem er inn- an Þýskalands á sama verði. Þúsund ára hátíð í London Fáar borgir státa af jafn- gróskumiklu menningarltfi, jafnmörgum leikhúsum, söfn- um og merkisbyggingum, kvikmyndahúsum og tónleika- sölum og London. Við allt þetta bætist í vetur að Bretar hyggjast heilsa nýrri öld með miklum glæsibrag, allt fram til ; ársloka 2000. Miðpunktur há- tíðarhaldanna verður í Þús- : und ára höllinni, The Millenni- ' um Dome, í Greenwich á suðurbakka Thames. Þúsund ára höllin er gríðarlega stórt og glæsilegt mannvirki. Allt árið 2000 verður umfangs- míkil sýning í höllinni þar sem athyglinni er beint að mann- heimi í víðtækasta skilningi. Fjöldi annarra viðburða verð- ur í London í tilefni af árþús- undamótunum. Kvennaferð j til London og Parísar Kvennaferð til London og Par- ísar er meðal þess sem ferða- skrifstofan Samvinnuferðir- Landsýn efnir til þann 16. sept- ember næstkomandi. Farar- stjórar verða þær Margrét Blöndal og Inger Anna Aikman og verður flórum dögum varið í London og einum í París. Far- ið verður í skoðunarferð um London, kvöldsiglingu á Thames og hinn frægi antik- og flóamarkaður við Porto- beilo Road verður heimsóttur. Þá verður haldið morgunverð- arpartí og að sjálfsögðu farið í miðdagste að enskum sið. Hápunktur ferðarinnar er svo dagsferð til Parísar og verður farið með hinni hraðskreiðu lest Eurostar. Lestarferðin tek- ur þrjár stundir en í París verð- ur farið í skoðunarferð, rölt á milli kaffihúsa og snæddur ekta franskur kvöldverður. íslenskir ferðamenn njóta lífsins á ströndinni. Samvinnuferðir-Landsýn fjölga ferðum til Taílands: Miklu fleira sem heillar en golfið Dagsferð til Bangkok er meðal margra skoðunarferða á vegum SL á Taílandi í vetur. Hin fræga Búddastytta, sem er úr skíragulli og vegur fimm tonn, er meðal þeirra staða sem heimsóttir eru í ferðinni. - segir Kjartan L. Strendurnar eru eins og best verður á kosið, ótrúlegt úrval veitingahúsa og gæðastaðall- inn á öllu er góður. Verðlag er lágt og miklu lægra en til dæmis á Spáni, þar sem það hefur farið hækkandi. íslenskir ferðamenn hafa undanfar- in ár sótt í auknum mæli tO Taflands. Samvinnuferð- ir Landsýn hafa að jafnaði eöit til einnar Taílandsferðar áárienívetur verður þeim fiölgað í flmm. íslenskur far- arstjóri, Kjart- an L. Pálsson, mun dvelja á Taílandi og verða ferða- mönnum til halds og trausts auk þess að annast leiðsögn i fjölda skoðunarferða. „Taíland hefur mikið sótt á síðustu árin og áhuginn fer vaxandi. Við fór- um í fyrstu ferðina fyrir þremur árum og síðan hefur þetta verið að vinda upp á sig. Meðal þeirra sem eru að heimsækja Tafland er fólk sem oft- sinnis farið tfl Kanaríeyja og Spánar en vill breyta til. Það hafa verið famar golfferðir enda írábært að spila golf á Taflandi. í og við Pattaya er að finna sextán frábæra golfvelli. En það er miklu fleira en golflð sem heillar í Pattaya; menningin er einstök eins og menn vita og ótrúlega margt skemmti- Pálsson fararstjóri legt að skoða. Fyrir þá sem vilja vera í sól er Pattaya rétti staðurinn. Veður- far er mjög stöðugt, 30 stiga hiti og lít- ill raki í loftinu. Strendumar eru eins og best verður á kosið, ótrúlegt úrval veitingahúsa og gæðastaðallinn á öllu er góður. Verðlag er lágt og miklu lægra en til dæmis á Spáni, þar sem það hefúr farið hækkandi. Það er hægt er gera ótrúleg kaup í þessu Iandi,“ segir Kjartan L. Pálsson, sem innan Við Kwai-fljótið gista ferðalangar eina nótt í húsum þar sem olíulýs- ingin ræður ríkjum. tiðar heldur til Taílands þar sem hann mun taka á móti farþegum SL í Patta- ya í Taílandi í vetur. Skemmtileg upplifun Taílandsferðimar em þriggja vikna langar og verður fyrsta ferðin farin í nóvember. Síðan verða þijár ferðir í janúar og fram í mars. Dvalið er í borginni Pattaya, sem er í um 147 km fjarlægð frá Bangkok. Á fyrri hluta aldarinnar var Pattaya stærsta staka hrísgrjónasvæði heims en er nú stærsti ferðamannastaður landsins. Þrátt fyrir það er Pattaya venjuleg borg og þar sem venjulegt fólk býr og starfar. Kjartan segir en engan skort á afþr- eyingu enda sé gríðarlega margt að skoða á þessum slóðum. Fyrir utan það sé strandlífið flölbreytt og hægt að stunda ýmsar íþróttir. Meðal skoðun- arferða sem SL bjóða er ferð tfl Kwai- fljótsins. „Þetta er tveggja daga ferð og við gistum í húsum með olíulýsingu. Það er ekkert rafmagn á svæðinu. Þetta er stórskemmtileg upplifun," seg- ir Kjartan. Þá er dagsferð til Bangkok enda vart hægt að heimsækja Taíland án þess að skoða borgina. Konungs- höllin er heimsótt og hinn frægi Búdda, sem vegur flmm tonn og er úr skíragulli. Farið er í siglingu og gefst fólki kostur á að fylgjast með lífi og starfl þeirra sem búa við Chao-Phraya- fljótið. Margt fleira er í boði, svo sem útreiðartúr á fílum, gönguferðir í frumskóginum og uxakerruakstur svo eitthvað sé nefht. Uppáhaldsborgin mín/Bjarni Haukur Pórsson leikari Kammó þrátt fyrir að vera stórborg „Ég er algjör Lundúna- maður enda borgin hreint og beint æðisleg. Leikhúslífið er náttúrlega eitt það besta í heimi og það er alltaf hægt að sjá eitthvað gott i leik- húsi. Matsölustaðir og veit- ingahús í London eru líka ótrúlega mörg góð. Eitt veit- ingahús er í miklu uppá- haldi hjá mér um þessar mundir. Það heitir Gordon Ramsey og er í Chelsea. Þar starfar einn frægasti kokkur í Evrópu og hann er að minnsta kosti þriggja stjama virði. Og það besta er að hann spilaði með Rangers í gamla daga. Það er fastur liður hjá mér að borða einu sinni á Gordon Ramsey í hverri heimsókn til London. London hefur líka þann kost að vera tiltölulega afslöppuð þrátt fyrir að vera stórborg. í New York verður maður fyrir stöðugu áreiti sem ég finn ekki fyrir í London. Það er eitthvað svo kammó við London; löggurn- ar eru ekki einu sinni með byssur. Lundúnabúar eru líka með húmorinn í lagi og maður er sífellt að hitta og spjalla við skemmtilegt fólk. London er einfaldlega skemmtileg borg sem alltaf er gaman að heimsækja og ég fer eins oft og ég get,“ seg- ir Bjarni Haukur Þórsson leikari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.