Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1999, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1999, Blaðsíða 5
MANUDAGUR 6. SEPTEMBER 1999 23 av_________________________________Sport Guðjón Þórðarson landsliösþjálfari: Stigin mikilvægust Guðjón Þórðarson landsliðsþjálfari og Magnús Gylfason, aðstoðarmaður hans, laumast í nammipokann eftir mark íslands. Ásgeir Sigurvinsson fylgist með og hefur greinilega í hyggju að fá sér einn mola. DV-mynd E.ÓL Guðjón Þórðarson landsliðsþjálf- ari virtist ánægður með sigurinn á Andorra þegar DV hitti hann að máli eftir leikinn á laugardag. Guð- jón var inntur eftir því hvort leik- urinn hefði þróast með þeim hætti sem hann heíði átt von á. „Já, ég held ég geti sagt það. Þeir léku nánast með tvær fimm manna línur og það kom í sjálfu sér ekkert á óvart hvernig þeir léku. Það vakti kannski furðu mína hvað þeir reyndu raunverulega lítið að komast fram á völlinn. Þeir töfðu hvað þeir gátu, lágu á boltanum og reyndu að draga leikinn dauðan eins og hægt var. Það mátti undrum sæta hvað dómarinn tók lítið á töfum og leikaraskap þeirra. „í heildina gekk leikurinn eins og ég átti von á. Það var vitað mál að þolinmæði þyrfti til að brjóta hann niður en aðalmarkmiðið var að fá þrjú stig. Við gerðum þrjú mörk, það meiddist enginn, enginn fékk spjald þannig að við fengum það sem við vorum að sækjast eftir.“ - Hvað varstu ánægðastur með og hvað olli þér mestum von- brigðum? „Ég er ánægðastur með stigin þrjú en í sjálfu sér var ekkert sem olli mér vonbrigðum. Ég er kröfu- harður og hef alltaf verið það. Ég geri kröfur til minna manna og tel að við hefðum getað spilað betri leik úti á vellinum. Að öðru leyti eins og dæmin sanna er mjög erfitt að leika gegn liði á borð við And- orra. Svæðin eru fá og plássið er lítið. Vinnubrögðin þurfa að vera mjög einbeitt til að brjóta svona lagað og spilið og öll vinna þarf aö vera mjög nákvæm til að fara í gegnum svona þéttar varnir. Frakkar unnu t.d. þetta lið 1-0 og markið úr vítaspyrnu." - Svona eftir á, hefðir þú vilj- að sjá fleiri mörk skoruð í þess- um leik? „Mörk er eitthvað sem skemmtir mér og áhorfendum og ég hefði al- veg þegið fleiri mörk. Það hefði ekki þurft að gerast mikið til að gera þetta tvö til þrjú mörk í við- bót.“ - Nú bíður liðsins allt annar leikur á miðvikudag. Ég þykist vita að þú sért búinn að velta honum mikið fyrir þér? „Sá leikur verður mjög ólíkur. Hann verðm’ eins og dagur og nótt. Úkraínumenn mæta hingað dýrvit- lausir í þeirri stöðu sem þeir eru. Þeir gera sér grein fyrir að jafntefli getur þýtt að þeir fái jafnvel Frakka og Rússa upp fyrir sig. Það er eitthvað sem þeir vilja ekki að gerist og því mæta þeir með ekkert annað en sigur í huga. Að því leyt- inu til hjálpar það okkur. Það er rétt hjá þér að ég er fyrir löngu bú- inn að spá í það hvað við ætlum að gera gegn Úkraínu. Ég er nánast ákveðinn í því hvernig við leikum gegn þeim og ef við ætlum að vera með í baráttunni verðum við að sigra. Ef það gengur eftir erum við í feiknalega góðu standi. Samt sem áður gæti dæmið sloppið með'jafn- tefli en riöillinn er galopinn og allt getur gerst í honum. Áður en leik lýkur hef ég trú á þvi að báðar þjóðirnar vilji knýja fram sigur." - Úrslitin í viðureign Úkraínu og Frakka voru eftir ósk þinni. „Já, þau voru eins og ég hafði vonast eftir og þau sem slík komu ekki á óvart." - Telur þú leikinn á miðviku- dag við Úkraínu mikilvægasta leik sem íslenskt landslið hefur spilað? „Hann verður ekki einn sá mik- ilvægasti heldur sá langmikilvæg- asti í sögunni," sagði Guðjón Þórð- arson. -JKS Sagt eftir leikinn viö Andorra: Þolinmæði „Þennan leik einkenndi það að vera þolinmóður, aldrei að gefast upp og halda bolt- anum eins og I kostur var. Við I vissum það fyrir að þeir myndu ;í leika með tvær HK-V fimm manna lín- - ur og við yrðum Ck____________LJ með einhverjum hætti að komast í gegnum þær og það tókst með þrem- ur mörkum. Ég er sáttur með það, sigurinn var skylduverk og fyrir öllu að ná í þrjú stig. Úr þessu verð- um við að einbeita okkur að leikn- um við Úkraínu á miðvikudag sem verður mjög erfiður," sagði Auðun Helgason við DV eftir leikinn. - Var ekki erfitt að leika gegn liði sem liggur svona aftarlega? „Það er mjög erfitt að vera með boltann 80-90% af leiknum og í ofanálag er hætta á því að við ger- um fleiri mistök. Aðalatriðið var að gera þetta einfalt, oft á tíðum tókst það enda er það árangursríkast. Þetta er heldur ekki það skemmti- legasta fyrir áhorfendur að sjá svona taktík, sem Andorra beitti, í 90 mínútur. Það v£ir frábært að sjá fimm þúsund áhorfendur koma á þennan leik og vonandi koma þeir allir aftur og gott betur á miðviku- dag. í leiknum við Úkraínu verðum við í því hlutverki að verjast og nýta skyndisóknir til hins ýtrasta. Úkraína er mjög svipað að getu og Frakkar og tvímælalaust í hópi tíu bestu liða í Evrópu,“ sagði Auðun. Kom varla við boltann „Ég man ekki eftir jafnrólegum leik og ef ég man rétt kom ég varla við boltann í síðari hálfleik. Ég átti svo sem von á því að við myndum sækja en Andorramenn voru samt beittari í aðgerðum sínum í fyrri leiknum. Það var frumskilyrði hjá okkur að ná i þrjú stig og ekki var verra að skora þrjú mörk því væntanlega skipt- ir markatalan máli þegar upp verður staðið," sagði Birkir Kristinsson markvörður. „Það verður væntanlega meira um skot á markið gegn Úkraínu. Ef við leikum þéttan varnarleik eins og við erum vanir að gera þá svo sem hef ég trú á að við getum varist vel. Það þarf ekkert að vera að mik- ið verði að gera í markinu ef við leikum vörnina eins og við höfum gert fram að þessu. Við komum til með að liggja aftarlega og reyna þess í stað að ná hraðaupphlaupum og setja þannig mark á þá eins og í fyrri leiknum,“ sagöi Birkir. Höfum allt að vinna „Ég er mjög sáttur við stigin þrjú en það er mjög erfitt að leika gegn liði sem nánast stifbakkar í vöm. Það tók svolítinn tíma að brjóta þá á bak aftur og skora fyrsta markið. Við vor- um ákveðnir í því að bæta okkur í síðari hálfleik því við vorum ekki nógu ánægðir með fyrri hálfleikinn. Það var mjög ánægjulegt að ná að bæta við þriðja markinu í blálokin," sagði Sigurður Jónsson fyrirliði. „Leikurinn þróaðist alveg með þeim hætti sem ég átti von á. Frakk- ar lentu í basli með Andorra á stór- um velli Barcelona en í þessum leik réðum við ganginum allan tímann. Núna er bara að snúa sér að leikn- um við Úkraínu en hann verður gíf- urlega erfiður. Þeir eru með hörku- lið, efstir í riðlinum, og því er allt að vinna fyrir okkur. Oft hefur ver- ið nauðsyn að fá hvatningu en nú er nauðsyn. Ég hvet alla til að mæta á völinn og hvetja okkur í baráttunni við Úkraínu," sagði Sigurður. Kominn tími til að skora „Sigurinn skipti öllu og stigin þijú. Leikurinn var alveg eins og ég átti von á. Það var enn fremur kominn tími á það að ég skoraði mark í landsleik og það var frá- bært að sjá bolt- ann í netinu. Mér líst mjög vel á leikinn á miðvikdag gegn Úkrainu en þá verjumst við og beitum skyndisóknum. Það er okk- ar sterkasta hlið og við hlökkum allir mikið til leiksins. Landsliðs- hópurinn er einhuga og samheldnin er mikil og allir eru tilbúnir að leggja sig 100% fram. Það verður allt lagt undir gegn Úkraínu og við köstum ekki frá okkur þeirri stöðu sem við erum komnir í,“ sagði Her- mann Hreiðarsson við DV eftir leik- inn. -JKS Eiður Smári Guðjohnsen kom frískur inn á undir lok leiksins. Hér er hann í góðu færi en markvörður Andorra sá við honum. Stuttu síðar kom markvörðurinn engum vörnum við þegar Eiður skaliaði laglega í netið eftir hornspyrnu. David Rodrigo, þjálfari Andorra: „Mjög ánægöur“ „Það eru allir leikir erfiðir hjá okkur Andorra-mönnum og þessi leikur var því engin undantekning. Liðið er neðarlega á styrkleikalist- anum hjá FIFA og verður því að spila samkvæmt sinni getu,“ sagði David Rodrigo, þjálfari Andorra, við DV eftir leikinn. „íslenska liðið haföi völdin allar 90 mínútur leiksins en við náðum að skipuleggja okkur vel í vöminni og stoppa vængspilið, það sem við lögðum upp með í þessum leik. Þar er íslenska liðið sterkast. Fyrsta markið kemur einmitt eftir að við opnum fyrir vörn okkar úti á kanti. Seinna markið kemur eftir hom þar sem íslenska liðið hefur yfirburði hvað varðar likamlegan styrk eins og sást í fyrri leiknum þegar bæði mörkin komu eftir hom. Ég var mjög ánægður með mitt lið og sér- staklega með að halda áfram og missa ekki kraftinn þegar við feng- um þessi tvö mörk á okkur á þrem- ur mínútum í fyrri hálfleik”. Hver er munurinn á þessum leik og síðasta leik ykkar gegn Frökkum? „Liðin hafa gjörólíkt leikskipulag. Frakkar em með mjög gott lið, eitt hið besta í heimi án boltans og þeir reyna að komast hjá því að stjórna leiknum og því hentaði okkur vel að loka svæðum og láta þá hafa boltann." Hverja telur þú möguleika ís- lands á að komast áfram? „Þeir ráðast algjörlega af næsta leik liðsins gegn Úkraínu, að mínu mati,” sagöi David Rodrigo. -ÓÓJ Sólgleraugu á húsið ,r bílinn Lituð fiima innan á gler tekur ca 2/3 af hita, 1/3 af glæru og nær alla upplitun. Við óhapp situr glerið í filmunni og því er minni hætta á að fólk skerist. Ásetning meöhita - fagmenn 'OYóf //: Dalbrekku 22, Kóp. S. 544 5770

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.