Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1999, Blaðsíða 4
22 MÁNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1999 Sport DV Bland í poka Luis Figo, leikmaður Barcelona, bjarg- aði Portúgölum frá háðulegu tapi gegn Aserbaídsjan en hann jafnaði metin einni mínútu fyrir leikslok eftir að heimamenn voru orðnir manni færri eftir að markaskoraranum Taghizadse var vikið af leikvelli seint í síðari hálf- leik. Norómenn eru komnir með góða stöðu í 1. riöli eftir sigur á Grikkjum og geta með sigri gegn Slóveníu á miðvikudag- inn tryggt sér sigur í riðlinum. Það var Öyvind Leonhardsen sem skoraði sig- urmarkið eftir góða samvinnu við Steffen Iversen, félaga sinn hjá Totten- ham. Þetta var 13. leikur Norðmanna án taps en síðast töpuðu þeir leik gegn Lett- um í september á síðasta ári. Svíar eru með annan fótinn í loka- keppninni eftir sannfærandi sigur á Búl- görum og Danir unnu afar mikilvægan sigur á Sviss og eiga mikla möguleika á að komast í útsláttarkeppnina. Teitur Þóröarson er kominn með Eist- lendinga í baráttuna um annað sætið eftir 2-0 sigur í Færeyjum. Lániö lék ekki viö Færeyinga því mörkin komu bæði á siðustu þremur mínútunum. Uni Arge og Allan Mörköre léku með fær- eyska liðinu. Eistland fær Skotland i heimsókn á miðvikudag og sá leikur ræður mestu um annað sætið. Oliver Bierhoff tryggði Þjóðverjum nauman sigur í Finnlandi, 1-2, með tveimur mörkum á fyrstu 17 mínútun- um. Finnar sóttu stíft á lokakaflanum og aðeins markvarsla Jens Lehmans kom í veg fyrir aö þeir jöfnuðu. Davor Suker reyndist Króötum enn dýrmætur þegar hann skoraði sigm-- mark gegn írum, 1-0, á lokasekúndun- um. Króatar höfðu yfirburði í leiknum en markalaust jafntefli blasti við þegar Suker skoraði eftir langa sendingu inn- fyrir írsku vörnina. Uppgjör Króata og Júgóslava í lokaumferðinni mun ráða úrslitum i 8. riðlinum. Kýpur er liklega sú þjóð sem hefur komið næstmest á óvart á eftir Islend- ingum í riðlakeppninni. Kýpurbúar unnu sætan sigur á ísraelum í gær, eru í öðru sæti í sínum riðli og eygja mögu- leika á að komast áfram í keppninni. -VS/GH Bland í poka uottoró Gæóavottorð frá Frumherja staófestir framúrskarandi ástand 7 stjörnu bílanna. Þetta er ein af sjö ástæóum til aó kaupa sjö stjörnu bíl hjá B&L. Bílaland B&L • Gijóthálsi 1 • Sími 575 1230 Úkraínumaðurinn Andriy Husyn gerir hér harða hrið að Fabian Barthez, markverði heimsmeistara Frakka, í leik þjóðanna í Kænugarði á laugardaginn. Reuter Undankeppni EM í knattspyrnu: Mest spenna - í riðli íslands eftir jafntefli Úkraínu og Frakklands Línur skýrðust talsvert í mörgum riðlum undankeppninnar um helg- ina en þó náði ekkert lið að tryggja sér sæti í lokakeppninni í Hollandi og Belgíu. Sem fyrr eru því aðeins Tékkar öruggir með að komast þangað. Þau liö sem tryggðu sér annað tveggja efstu sætanna í sínum riðli og komast því aOa vega i útsláttar- keppnina eru Noregur, Slóvenía, Þýskaland, Tyrkland, Svíþjóð, Rúm- enía og Portúgal. Riðill íslands, sá fjórði, er sá tví- sýnasti í keppninni því þar berjast fjögur lið um tvö efstu sætin og eitt stig skilur þau að. Shabo þurfti læknishjálp vegna spennunnar Úkraína og Frakkland juku enn á spennuna með 0-0 jafntefli í Kiev. Spennan reyndist óbærileg fyrir Yozhef Shabo, þjálfara Úkraínu, sem þurfti læknishjálp í lok leiksins vegna verkja fyrir brjósti. Frakkar, með Zinedine Zidane í aðalhlut- verki, réðu ferðinni í leiknum en heimamenn vörðust og beittu skyndisóknum. Marktækifæri voru afar fá og féllu flest Frökkum í skaut. Allt lagt undir í lokaleikjun- um „Ég er ánægður með úrslitin. Frakkar sýndu sínar bestu hliðar og léku ekki verr en í úrslitaleik HM. En við héldum okkar hlut og gerð- um eins vel og við gátum miðað við það að sumir leikmanna okkar eru ekki komnir í nógu góða æfingu ennþá. Nú þurfum við að hvíla okk- ur fyrir átökin á íslandi á miðviku- daginn. íslenska liðið er gott og ef við erum ekki ferskir í þeim leik verður hann okkur afar erfiður. Að- albaráttan í riðlinum er öll eftir og allt er lagt undir í tveimur síðustu leikjunum,“ sagði Yozhef Shabo þegar hann hafði jafnað sig eftir leikinn. Örlög okkar í höndum ís- lendinga „Við vorum mun betri en höfðum ekki heppnina með okkur. Staðan í riðlinum er sú sama, sömu fjögur liðin eru í hnapp á toppnum. Örlög okkar eru nú í höndum íslendinga og örlög Úkraínumanna í höndum Rússa,“ sagði Roger Lemerre, þjálf- ari Frakka. Rússar unnu Armeníu í Moskvu, 2-0, en voru ekki sannfærandi i sóknarleik sinum. „Við þurfum að laga ýmislegt fyrir leikinn í And- orra á miðvikudag," sagði Oleg Romantsev, þjálfari Rússa. -VS EN61AND B-deild: Barnsley - Tranmere...........3-0 Nottingham Forest - Walsall ... 4-1 Sheffield Utd - Cr. Palace ..3-1 Bolton - Birmingham...........3-3 Port Vale - Grimsby .........3-1 Sigurdur Ragnar Eyjólfsson kom inn á eftir 50 minútna leik þegar Wal- sall tapaði fyrir Forest. Bjarnólfur Lárusson lék ekki með Walsail. Þeg- ar 20 mínútur voru eftir og staðan 1-1 var markvörður Walsall rekinn af velli og Forest nýtti sér þaö vel og skoraði þrivegis. Bolton jafnaöi metin úr vítaspymu á lokamínútunni eftir að hafa lent 1-3 undir. Per Frendsen skoraði 2 mörk fyrir Bolton og Dean Holdsworth skoraði jöfnunarmarkð úr vítaspymu eftir að vamarmaður Birmingham hafði varið skot Frandsens með hendi ár marklínunni. Gudni Bergsson lék síðustu 35 mínútur leiksins. -GH Patrick Kluivert skoraði þrennu fyrir Hollendinga þegar þeir gerðu 5-5 jafntefli við nágranna sína, Belga, i vináttulandsleik í Rotterdam. Vin- átta grannanna reyndist lítil í ótrú- legum leik því auk markanna 10 fóru 9 gul spjöld og eitt rautt á loft áður en yflr lauk. Branko Strupar gerði tvö marka Belga og Edgar Davids gerði einnig tvö mörk fyrir Hollendinga. Argentina vann slakt lið Brasilíu, 2-0, í vináttuleik i Buenos Aires á laugardagskvöldið. Juan Veron og Hernan Crespo skoraðu mörkin. en þjóðimar mætast aftur í Brasilíu annaö kvöld. David Beckham fór meiddur af leikvelli í leik Englendinga og Lux- emborgara og er mjög óvist hvort hann getur spilað gegn Pólverjum á miðvikudaginn. Noah Ngeny frá Ken- ya bætti í gær 18 ára gamalt heimsmet Bret- ans Sebastians Coe í 1.000 metra hlaupi á móti á Ítalíu í gær. Ngeny hljóp skeiðið á 2:11,96 mínútum. -VS/GH Veisluhöld á Wembley Englendingar voru meö mikla sýningu í fyrri hálfleiknum gegn Lúxemborg á Wembley en þeir skoruðu þá 5 mörk. Alan Shearer, sem mikið hefur verið í sviðsljós- inu að undanfómu, skoraði þrennu í fyrri hálfleiknum og Steve McManaman tvö og það var síðan varamaðurinn Michael Owen sem innsiglaði stórsigur Englands með fallegu marki af 25 metra færi á lokamínútunni, 6-0. Shearer hefur nú skorað 27 mörk í 52 leikjum enska landsliðs- ins en McManaman var að opna markareikning sinn með landslið- inu í sínum 24. landsleik. Kiernon Dyer hjá Newcastle, sem var 'að leika sinn fyrsta landsleik, fór á kostum í fyrri hálfleik og átti þátt í öllum mörkum Shearers. Hann varð hins vegar fyrir meiðslum og gat ekki leikið síðari hálfleikinn. „Ég er fyrst og fremst ánægður með stigin þrjú og þessi leikur er gott veganesti í leikinn gegn Pól- verjum. Við vitum hvað við þurf- um að gera þar,“ sagði Alan Shear- er eftir leikinn. England þarf að sigra í Póllandi á miðvikudag til að komast áfram í keppninni. „Ég er auðvitað mjög sáttur við leik minna manna og þá sérstak- lega fyrri hálfleikinn. Fyrir hönd Shearers er ég kátur og þessi þrjú mörk eiga eftir að gera honum mjög gott,“ sagði Kevin Keegan, landsliðsþjálfari Englendinga. -GH ^ÍeVRÓPUKEPPNIN H* ..>4--------- 1. riðill: Hvlta-Rússland - Wales......1-2 1-0 Baranov (30.), 1-1 Saunders (42.), 1-2 Giggs (86.) Danmörk - Sviss ............2-1 1- 0 Nielsen (54.), 1-1 Túrkyilmaz (79.), 2- 1 Tomasson (81.) Ítalía 6 4 2 0 11-2 14 Danmörk 7 3 2 2 8-6 11 Wales 7 3 0 4 7-14 9 Sviss 6 2 2 2 5-5 8 H-Rússland 6 0 2 4 4-8 2 2. riðill: Noregur - Grikkland...........1-0 1-0 Leonhardsen (34.) Albanla - Lettland............3-3 0-1 Astafjevs (20.), 1-1 Bushi (29.), 1-2 Astafjevs (62.), 1-3 Stolcers (70.), 2-3 Bushi (78.), 3-3 Muka (90.) Slóvenía - Georgía............2-1 1-0 Acimovic (47.), 1-1 Arveladze (55.), 2-1 Zahovic (80.) Noregur 8 6 11 15-8 19 Slóvenía 8 5 2 1 12-7 17 Lettland 8 3 3 2 10-8 12 Grikkland 8 2 3 3 8-8 9 Albanía 8 0 4 4 6-11 4 Georgía 8116 5-14 4 3. riðill: Norður-írland - Tyrkland . .. 0-3 0-1 Arif (45.), 0-2 Arif (46.), Arif (49.) Finnland - Þýskaland .........1-2 0-1 Bierhoff (2.), 0-2 Bierhoff (17.), 1-2 Salli (63.) Þýskaland 6 5 Tyrkland 6 5 Finnland 7 2 N-írland 6 1 Moldavía 7 0 0 1 16-4 15 0 1 14-5 15 1 4 9-12 7 2 3 3-11 5 34 6-16 3 5. riðill: England - Lúxemborg ..........6-0 1-0 Shearer (12.), 2-0 Shearer (28.), 3-0 McManaman (30.), 4-0 Shearer (34.), 5-0 McManaman (44.), 6-0 Owen (90.) Sviþjóð - Búlgaría............1-0 Alexandersson (65.) Svíþjóð 6 5 1 0 7-1 16 England 7 3 3 1 14-4 12 Póiland 6 4 0 2 12-6 12 Búlgaría 7 1 2 4 3-8 5 Lúxemborg 6 0 0 6 2-19 0 6. riðill: Austurríki - Spánn ...........1-3 0-1 Raúl (22.), 1-1 sjálfsmark (49.), 1-2 Hierro (51.), Enrique (88.) Kýpur - ísrael ...............3-2 1- 0 Engomitis (27.), 1-1 Badir (31.), 2- 1 Spoljaric (53.), 2-2 Benayoun (82.), 3- 2 Spoijaric (86.) Spánn 6 5 Kýpur 6 4 tsrael 6 3 Austurríki 7 3 San Marino 7 0 0 1 31-5 15 0 2 11-10 12 1 2 17-6 10 1 3 16-19 10 0 7 1-36 0 7. riðill: Azerbaijan - Portúgal ........1-1 1-0 Taghizadse (50.) 1-1 Figo (88.) Slóvakia - Rúmenía............1-5 0-1 Ilie (6.), 1-1 Labant (22.), 1-2 Hagi (30.), 1-3 Ciobotariu (66.), 1-4 Moldo- van (88.), 1-5 Moldovan (90.) Liechtenstein - Ungverjaland . 0-0 Rúmenía 8 6 2 ' 0 21-2 20 Portúgal 8 6 1 1 28-3 19 Slóvakía 8 3 2 3 9-9 11 Ungverjal. 8 2 3 3 11-7 9 Azerbaijan 8 1 1 6 6-22 4 Liechtenst. 8 1 1 6 2-34 4 8. riðill: Króatia - frland.............1-0 1-0 Suker (90.) Júgóslavía - Makedónía.......3-1 1- 0 Stojkovic (37.), 2-0 Stojkovic (54.), 2- 1 Ciric (64.), 3-1 Savicevic (77.) Króatia 7 4 2 1 12-8 14 Júgóslavía 6 4 11 12-4 13 trland" 6 4 0 2 10-3 12 Makedónía 6 2 13 10-9 7 Malta 7 0 0 7 4-24 0 9. riðill: Bosnía - Skotland ...........1-2 0-1 Hutchison (13.), 1-1 Bolic (23.), 1-2 Dodds (45.) Færeyjar - Eistland..........0-2 0-1 Reim (88.), 0-2 Piiroja (90.) Litháen - Tékkland ..........0-4 0-1 Nedved (60.), 0-2 Nedved (63.), 0-3 Koller (68.), 84 Koller (90.) Tékkland 8 8 Skotland 7 3 Eistland 8 3 Bosnía 7 2 Litháen 8 2 Færeyjar 8 0 0 0 21-5 24 2 2 11-10 11 1 4 14-13 10 2 3 18-12 8 2 4 7-13 8 3 5 4-14 3

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.