Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1999, Blaðsíða 6
24
MÁNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1999
MÁNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1999
25
Sport
Bland í nok
Rúnar Kristinsson náði
ekki að slá
Frammistaða íslensku
leikmannanna:
Sport
lands-
Jeikiametið
'
laugar
d.i'J
Hann
ekki
var
orðmn goð
meiðslunum á hálsi sem
hann varð fyrir um síð-
ustu helgi en góðar líkur
eru á að hann nái að
spila gegn Úkraínu og þá
fellur metið.
Bjarni Guöjónsson spil-
aði sinn fyrsta EM-leik
gegn Andorra. Það var
hans fyrsti A-landsleikur
siðan í febrúar 1998 þeg-
ar hann lék gegn Slóven-
iu og Slóvakíu á Kýpur.
Tryggvi Guömundsson
var i byrjunarliðinu í
fyrsta sinn í EM en hann
hafði ekki byrjað inni á í
landsleik síðan gegn
Lettlandi 19. ágúst í
fyrra.
Hermann Hreiöarsson
lék sinn 25. landsleik og
hélt upp á það með því
að skora glæsilegt skalla-
mark í fyrri hálíleik.
Eiöur Smári Guöjohn-
sen lék sinn annan A-
landsleik
en sá
fyrsti var í
Eistlandi i
apríl 1996.
Stuttu sið-
ar fót-
brotnaði
Eiður illa
og var frá keppni í tvö
ár. Hann hélt upp á
fyrsta landsleik sinn á
Laugardalsvellinum með
fallegu skailamarki.
Enginn íslenskur leik-
maður fékk gult spjald,
fjórða leikinn í röð, og
þvi verður enginn i
banni gegn Úkraínu.
Siguröur Jónsson slapp
þó með skrekkinn, fékk
tiltal fyrir brot sem hæg-
lega hefði getað þýtt gult
spjald og leikbann.
Niu leikmenn af ellefu i
byrjunarliði Andorra og
tveir af þremur vara-
mönnum sem komu inn
á leika saman með FC
Andorra. Það félag spilar
nú i efstu deild í Katalón-
íu eftir að hafa falliö úr
spænsku D-deildinni í
fyrra. Hinir þrír sem
tóku þátt í leiknum spila
allir með spænskum lið-
um í sömu deild.
Lárus Orri Sigurösson
var ekki hress þegar
honum var skipt af velli
eftir aðeins 29 mínútur
og sýndi það með lát-
bragði þegar hann settist
á bekkinn.
Guöjón Þóráarson var í
þann veginn að skipta
Arnari Viöarssyni inn
á fyrir Lárus Orra þegar
Þórður skoraði fyrsta
mark fslands. Guðjón
virtist hættur við skipt-
inguna og þeir Arnar
löbbuðu aftur að bekkn-
um. Ásgeir Sigurvins-
son, tæknilegur ráðgjafi
Guðjóns, var hins vegar
greinilega á því að ekki
væri rétt að hætta við og
Arnar fór inn á að
vörmu spori.
-VS
Birkir Kristinsson markvörður. Lítið reyndi á
Birki en hann greip einu sinni ágætlega inn í. Hann var öruggur
og hélt einbeitingu þrátt fyrir að lítið væri að gera hjá honum í
markinu.
Auðun Helgason, hægri bakvörður. Spilaöi örugg-
lega sinn léttasta landsleik, var ekki mikið í boltanum og fékk
fáar sóknir á sig. Gerði þó áfram út á sinn stíl, skynsaman og
öruggan varnarleik í þau skipti sem á reyndi.
Sigurður Jónsson miðvörður. Var mikið með bolt-
ann, kannski of mikið, og oft heppinn þegar hann gleymdi sér
og kom sér í vandræði. Langar fyrirgjafir hans frá öftustu vöm
voru ekki leiðin í gegnum Andorra-vörnina og gáfu lítið.
Hermann Hreiðarsson miðvörður. Lék af
feiknakrafti og er í góðu formi. Auk þess að opna markareikn-
inginn lék hann manna best í vöminni og stríddi „sóknar“-
mönnum Andorra með að sýna augljósa yfirburði sína.
Arnar Þór Viðarsson, vinstri bakvörður. Kom
inn á eftir 28 mínútur. Sýndi að hann er orðinn þroskaður leik-
maður, tilbúinn í landsliðið. Gerði engin mistök, vann oft bolt-
ann af skynsemi og kom honum fljótt og örugglega í leik.
Bjarni Guðjónsson, hægri tengiliður. Stóð undir
væntingum og var ekki langt frá því að skora í fyrri hálfleik
þegar hann átti í tvigang skot að marki í sömu sókninni. Frá-
bær sending fyrir markið var uppsprettan að þriðja markinu.
Brynjar Gunnarsson tengiliður. Tvímælalaust
besti maður íslenska liðsins. Vann eins og hestur á miðjunni og
tók nokkrar rispur upp að markinu. Skilaði boltanum vel og átti
góðar sendingar. Hefur farið mikið fram á þessu ári.
Þórður Guðjónsson tengiiiður. Gaf íslenska lið-
inu tóninn með ágætu marki og tók síðan hornspymuna sem fór
beint á kollinn á Hermanni og í netið. Þórður vann vel og réðu
mótherjamir lítið sem ekkert við hraða hans og kraft.
Tryggvi Guðmundsson, vinstri tengiliður. Góð
sending hans færði íslenska liðinu fyrsta markið í leiknum.
Hann vann vel og átti að auki góðar fyrirgjafir fyrir markið. Á
með sanni heima í íslenska landsliðshópnum.
Ríkharður Daðason framherji. Hefur oft spilað
betur. Hann fékk lítið pláss til að athafna sig en átti oft ágætis-
skalla og finar sendingar. Fékk fá marktækifæri, átti skalla í slá
og undir lokin fékk hann ágætt færi sem hann hefði átt að klára.
Helgi Sigurðsson framherji. Helgi vann boltann oft
vel af varnarmönnum Andoma. Sendingar hans voru ekki nógu
hnitmiðaðar. Helgi átti ágætisrispur inni á milli en vantaði
neista til skapa sér góð færi og skora.
Varamenn: Heiðar Helguson komst aldrei almennilega i takt við leik-
inn. Eiður Smári lífgaði upp á íslenska sóknarleikinn og skoraði gott
mark. Hann hefði jafnvel mátt koma fym inn á. Lárus Omi byrjaöi inni
á en fór af velli fyrir Amar Þór. Lárus Orri átti í miklum vandræðum
með sendingar þær 28 mínútur sem hann lék. -JKS/ÓÓJ/ÍBE
Einkunnagjöf DV: 10 = stórkostlegur, 9 = frábær, 8 = mjög góður,
7 = góður, 6 = í meðallagi (+), 5 = í meðallagi (-), 4 = slakur, 3 = lé-
legur, 2 = hræðilegur, 1 = skelfilegur.
s%-.
-
Vörn Andorramanna var þéttskipuð í
leiknum á laugardaginn. Hér þrengja
sex leikmenn Andorra að Ríkharði
Daðasyni og Tryggvi Guðmundsson
fylgist með. DV-mynd E.ÓI.
m •
l..
" fittHjr Ji
{
■
‘ >, V 1 - •• . ■
.
.. , fm
m
1
.
ísland 3 (2) - Andorra 0
Birkir Kristinsson - Auðun Helgason, Lárus Orri Sig-
urðsson (Amar Þór Viðarsson (29.), Sigurður Jóns-1
Ison, Hermann Hreiðarsson - Bjami Guðjónsson, Brynjar B. Gunn-
larsson, Þórður Guðjónsson - Ríkharður Daöason (Eiöur S. Guðjohnsen |
I (75.), Helgi Sigurðsson (Heiðar Helguson 57.). Gul spjöld: Engin.
Godoy 60.), Francisco Ramirez, Oscar Sonejee, Jose I
I Garcia Luena, Jordi Escura - Augusti Pol (David Buxo 90.), Emiliano I
■ González, Alex Godoy (Genis Garcia 66.), Manuel Jiminez - Juli |
| Sanchez. Gult spjald: Armannd Godoy (88.)
ísland - Andorra fsland - Andorra ]
iMarkskot: 22 0 jHorn: 17 0 Áhorfendur: 4.795. Völlur: Góður. Dómari: Miroslav Liba frá | Tékklandi, ágætur.
Madur leiksins: Brynjar Björn Gunnarsson.
1EM - 4. riðill 1
| fsland - Andorra 3-0
Rússland - Armenía . . . 2-0
1-0 Beschastnykh (7.), 2-0 Karpin (77.)
Úkraína - Frakkland . . 0-0
J Úkraína 8 4 4 0 12-3 16
Rússland 8 5 0 3 19-10 15
ÍSLAND 8 4 3 1 10-3 15 I
Frakkland 8 4 3 1 11-6 15
Armenía 8 12 5 3-12 5 |
Andorra 8 0 0 8 2-23 0
Sigurliöiö i riólinum fer beint í úr- slitakeppni EM í Hollandi og Belgiu næsta sumar og lið númer tvö fer i útsláttarkeppni um sæti þar.
8. september:
Andorra-Rússland, Armenía-Frakk-
land, Ísland-Úkraína.
9. október:
Andorra-Armenía, Frakldand-ísland,
Rússland-Úkraína.
Þórður Guðjónsson skorar fyrsta mark íslands gegn Andorra.
DV-mynd E.ÓL
Bland * i P oka
Guöjón Þóröarson stjómaöi íslenska
liðinu í sjötta sinn til sigurs i und-
ankeppni stórmóts um helgina og varð
þar með fyrsti landsliösþjálfarinn frá
upphafi sem nær þeim árangri en þetta
var þó aðeins 12. leikurinn hans með
liðið i keppni.
Undir stjórn Guöjóns hefur liðið náð
60,9% árangri með íslenska landsliðið í 23
leikjum. Liðið hefur unnið 11 leiki, gert 6
jafntefli og tapað 6 en 5 af þessum 6 tó>
um komu í fyrstu 9 leikjunum því að Is-
land hefur aðeins tapað einum af síðustu
14 landsleikjum og unnið 8 af þeim.
Birkir Kristinsson hélt í 24. sinn
hreinu hjá íslenska landsliðinu í sínum
63. landsleik en með þvi að halda hreinu
á iaugardag hefur hann fengið undir
mark á sig að meðaltali í landsleikjum
eða alls 62. Birkir hefur haldið hreinu í
6 af síðustu 10 landsleikjum sínum.
ísland hefur aöeins fengið á sig þrjú
mörk i átta leikjum í EM til þessa og
Birkir Kristinsson hefur haldið hreinu
í fimm af síðustu 7 landsleikjum íslands
í keppninni.
Bæði Hermann Hreiöarsson og Eiöur
Smári Guöjohnsen skoruðu meö skalla
í leiknum á laugardag en fimm af tíu
mörkum íslenska landsliðsins í und-
ankeppni Evrópukeppninnar hafa kom-
ið með skalla.
Þóröur Guöjónsson
hefur átt þátt i 6 mörk-
um íslenska landsliðs-
ins í ár, skorað 3 og
lagt upp önnur þrjú.
Þórður hefur alls átt
þátt í 14 mörkum í 18
landsleikjum undir
stjóm foður síns, Guöjóns Þóröarson-
ar. Hann hefur skorað sjö mörk og lagt
upp önnur sjö fyrir félaga siria.
Þóróur skoraði sitt níunda mark fyrir
A-landsliðið og er kominn í 5.-7. sætið
frá upphafi ásamt feögunum Þórði
Þóróarsyni og Teiti Þóröarsyni. Fyrir
ofan era Rikharóur Jónsson með 17
mörk, Arnór Guöjohnsen með 14, Pét-
ur Pétursson og Matthias Hallgrims-
son með 11 mörk. -ÓÓJ/VS
- algjörir yfirburðir Islands gegn Andorra og EM-draumurinn lifir enn góðu lífi
Það er vægt til orða tekið að ísland
hafi hcift yfirburði gegn Andorra í
Evrópuleiknum á Laugardalsvelli á
laugardaginn. Þvílík einstefna hefur
sennilega aldrei sést í landsleik ís-
lands, ekki einu sinni gegn Liechten-
stein fyrir tveimur árum. En þrátt
fyrir 22 markskot og 17 hornspymur
án þess að Andorra svaraði fyrir sig
á þeim sviðum urðu mörkin aðeins
þrjú.
Aðeins þrjú, segi ég, en staðreynd-
in er sú að opin marktækifæri Is-
lands voru ekki svo mörg þrátt fyrir
einstefnuna. Skalli Ríkharðs í þver-
slá, fjögur skot sem Koldo markvörð-
ur varði vel og mikið af skotum í
kringum vítateiginn sem hittu ekki
rammann. Vamarleikur Andorra er
mjög vel skipulagður og langtímum
saman vom allir tíu útispilarar liðs-
ins í eða við eigin vítateig. Liðið
þekkir sín takmörk og leikmenn þess
færðu sig ekki tommu framar á
vellinum þó ísland næði að skora
tvisvar á 4 mínútum eftir miðjan
fyrri hálfleik. Eftir mörk Þórðar og
Hermanns hélt fjölmenn Andorra-
vömin út í 58 mínútur eða þar til
Eiður Smári bætti þriðja markinu
við þegar 24 sekúndur voru eftir.
Og gleymum því ekki að ísland
skoraði jafnmörg mörk á þessum 90
mínútum og sjálfir heimsmeistaram-
ir, Frakkar, gerðu í báðum leikjum
sínum við Andorra, á 180 mínútum!
Þessi úrslit, ásamt jafntefli Úkraínu
og Frakklands, þýða jafnframt að ís-
land er komið í 3. sætið í riðlinum á
ný, stigi á eftir efsta liðinu, Úkraínu,
og er fyrir ofan heimsmeistarana á
hagstæðari markatölu. Ótrúleg staða
og EM-draumurinn lifir enn góðu lífi.
Það er hægt að segja að Andorra sé
eitt slakasta landslið sem stigið hefur
inn á Laugardalsvöllinn en samt er
ekki hægt annað en dást að þraut-
seigju þessara síðustu áhugamanna
Evrópu sem voru án fjögurra bestu
leikmanna sinna í þessum leik.
Birkir Kristinsson þurfti einu
sinni að grípa inn í leikinn og hirða
boltann á undan fremsta manni And-
orra eftir langa sendingu í gegnum
vörnina. Að öðra leyti var hann
A./jt Þóröur Guðjónsson (28.) með
” skoti af markteig eftir snögga
sókn upp vinstri vænginn og óeigingjama
sendingu Tryggva Guðmundssonar.
0_|í\ Hermann Hreióarsson (32.)
^ með hörkuskalla. við nærstöng
eftir homspymu Þórðar frá vinstri.
A./jt Eióur Smári Guðjohnsen (90.)
*** “ með góðum skalla rétt utan
markteigs, alveg út við stöng, eftir fyrir-
gjöf Bjama Guðjónssonar frá hægri.
5.118. áhorfandinn á Laugardalsvell-
inum og spilaði þann rólegasta af 63
landsleikjum sínum. Hann hefði lítið
getað sagt þó hann hefði verið rakk-
aður um aðgangseyri í seinni hálf-
leiknum.
Þrjú mörk og langir kaflar þar sem
lítið var að gerast annað en það að ís-
lensku leikmennirnir reyndu og
reyndu að brjóta niður pýreneska
vamarmúrinn. En þeir vora þó að
reyna og það er erfitt að kvarta mik-
ið yfir frammistöðunni. Leikmönn-
um Andorra var haldið í heljargreip-
um með þungri pressu og það vottaði
merkilega lítið fyrir kæruleysi í ís-
lenska liðinu. Einbeitingin hélst
þokkaleg allan tímann, viljinn til að
halda áfram og skora var alltaf til
staðar og það eitt er oft það erfiðasta
að viðhalda i svona leik. Og þó seinni
hálfleikurinn væri afskaplega lítið
fyrir augað, já hreint og beint leið-
inlegur frá knattspymulegu sjónar-
miði, luku allir leiknum með bros á
vör eftir mark Eiðs Smára í lokin.
Áhorfendur létu meira að segja að
mestu af þeim leiða ósið aö fara
löngu fyrir leikslok og biðu til að geta
klappað fyrir íslensku leikmönnun-
um. Á öðram tíma hefðu varla nema
nokkur hundruð manns nennt á
landsleik milli Islands og Andorra. í
dag er viðhorfið til íslenska landsliðs-
ins annað en áður. Á sjötta þúsund
manns mættu til að sjá sitt lið, þeir
komu til að sjá sína menn en ekki
mótherjana. Þaö eitt er mikil hugar-
farsbreyting sem óvæntur og frábær
árangur landsliðsins í þessari Evr-
ópukeppni hefur leitt af sér.
Andorra er að baki, skylduverki er
lokið. Vissulega hefðu fleiri mörk»-
verið vel þegin en það sem skiptir
máli er að stigin unnust á öruggan
hátt og ísland er áfram með í barátt-
unni um sæti í lokakeppninni. Eng-
in meiösli og engin spjöld. Fram und-
an er miðvikudagurinn, mótherjinn
er Úkraina í mikilvægasta leik í sögu
íslenskrar knattspyrnu. -VS