Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1999, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1999 29 DV Sport Rúndr Jónsson var að aka alþjöð- lega'rallið í 10. sinn og náði nú sí um 12. sigri. Imprezan virkaði vei hann sleit sig lausan frá keppinaut-1 unirp á öðrum degi sem hefur oftj reynst úrslitadagurinn og glima vi^ bilanu: 1 keppnisbílum. Siguróur Bragi og RögnytUdur á Rover, sigurvegaTar-tveggfa síðustu ára, vonuðust eftir þrennu. þeir luku fyrsta keppnisdegi ,26 sekúndum á eftir besta tíma Bfétanna en eftir fyrstu sérleið laugardagstns varð bil- un í rafli sem breýtti rafgeýminum í goshver og leilpíum var lokiði Gunnarsholt var blaut leið og sumum ijeppendum blotnaði allt se blotnað'gat. Niðurfallstappar skut- ust úr/botnum bíla við þrýstinginn frá pqllunum og þurfti t.d. Jóhannes Jóliannesson íslandsmeistari að nota pótublokkina sem skjöld til að verjas^ vatnsgusunum þegar hvery pollurinp tók við af öðrum. Baldur Jón i taldi sii ið 20 litra af vatni inn í bílinn og kvartaöi undan rassbleytu það sem eftir var dags. Kem4ndur voru ekki allir sáttir við að'áka' Jeiðina til baka þar sem grjój. getiu- léynst í pollun- um. Keppnisstjóri ákváð að fella seinni upíferð um leiðina rliöur. -ÁS Feðgarnir Rúnar Jónsson og Jón Ragnarsson fagna sigri sínum í alþjóðlega rallinu ásamt aðstoðarfólki sínu. DV-myndir ÁS Alþjóðlega rallið: - Rúnar og Jón sigruðu Bretana og Páll og Jóhannes urðu í þriðja sætinu Baldur Jónsson, litli bróðir Rúnars, hafnaði í fjórða sætinu. Svipurinn líkist golfleikara sem hefur sett niður langt pútt. Rúnar Jónsson og Jón Ragnars- son héldu uppi heiöri íslenskra rall- ökumanna þegar þeir unnu alþjóð- lega rallið um helgina og báru sig- urorð af Bretunum Ian Gwynne og Lyn Jenkins en báðar áhafnir aka mjög öflugum Subaru Impreza-bíl- um. í þriðja sæti urðu Páll Halldórs- son og Jóhannes Jóhannesson á MMC Lancer, Sighvatur Sigurðsson og Úlfar Eysteinsson unnu jeppa- flokk á Cherokee og Daníel Sigurðs- son og Sunneva Lind Ólafsdóttir á Toyota Corofla sigruðu í flokki eins drifs bíla. Úrslit og sérleiðatímar eru skráðir á rallsíðum mótorsport- vefs visir.is ásamt upplýsingum 'um afdrif keppenda sem heltust úr lest- inni. Hraði og spenna Frá fyrstu sérleið þessa þrjá rall- daga var mikfl keppni og reyndi hver sem betur gat að koma sér framarlega i ráshóp næsta dags. Ian Gwynne og Lyn Jenkins sýndu að þar eru engir pappakassar á ferð, byrjuðu raflið með sigri á fyrstu sérleið og með ákveðnum akstri héldu þeir forustu fyrsta keppnis- dag. Þeir voru hins vegar ekki til- búnir að takast á við hröðustu sér- leiðirnar seinni dagana af sama afli og heimamenn og drógust þar aftur úr, enda stór munur á að kunna leiðina eða að sveiflast milli blind- beygja og hæða, eingöngu eftir lýs- ingu aðstoðarökumanns, þar sem hraðinn nær allt að 200 km. í Bret- landi eru þeir vanari þröngum leið- um í skógum og kröppum beygjum. Einvígi um annað sætið íslandsmeistararnir Páll og Jó- hannes nýttu sér það, geröu harða atlögu að Gwynne/Jenkins síðasta keppnisdag og jöfnuðu leikinn. Báð- ar áhafnir settu undir sig hausinn og háðu einvígi um annað sætið á síðustu leið, næstlengstu sérleið keppninnar um Ísólfsskála/Djúpa- vatn. Páll og Jóhannes ráku bílinn utan í grjót fljótlega, urðu að slá af og töldust heppnir að ljúka leiðinni án þess að tapa af þriðja sætinu með brotinn drifbúnað að aftan. Subaru Bretanna virtist hins veg- ar þola akstur um jarðsprengju- svæði því þrátt fyrir að riðlast yfir talsvert af grjóti í köntunum gaf hann sig ekki. Fleiri stórir strákar Fjórða sætinu náðu Baldur Jóns- son og Geir Óskar Hjartarson á Subaru Legacy eftir tilþrifamikinn akstur og ná þeir að þróa sig hratt inn í hóp „stóru strákanna" með sí- felldri bætingu á aksturstímum og betri höndlun á bílnum. Hjörtin: Pálmi Jónsson og ísak Guðjónsson á Toyota Corolla glímdu hins vegar enn og aftur við óheppnisdrauginn og urðu að gera sér fimmta sætið að góðu eftir tímatap við dekkjaskipti á sérleið. Þolraun 32 áhafnir hófu keppni en 14 féllu úr leik, þar á meðal sigurvegarar tveggja síðustu ára, þeir Sigurður Bragi Guðmundsson og Rögnvaldur Pálmason. Var auðséð i endamarki á sumum ökutækjanna að keppnin mátti ekki lengri vera. Hún er líka þolraun fyrir keppn- isstjórn sem hefur alltof fáum starfsmönnum á að skipa og vissu- lega veitti ekki af að innramma bet- ur það glæsilega sérleiðamálverk sem er íslenska alþjólega rallið. -ÁS Mercedes Benz C220 Elegance, 4 d., '96, grænn, ek. 89 þ. km, ssk., ABS, álf., CD o.fl. V. 2.950.000. Subaru Legacy Outback, 4x4, 2500, 5 d., '97, grænn, ek. 17 þ. míl., ssk., ABS, álf. o.fl. V. 2.350.000. Toyota Cellca GT2200, 2 d., '94, svartur, ek. 64 þ. km, þsk., leður, a/c O.fl. V. 1.790.000. Toyota Avensis 1600 L/B sol '98, grænn, ek. 15 þ. km, bsk., álf., CD, spoi. V. 1.700.000. Land Rover, langur, dísil, 5 d., lO.manna, '81, grænn, ek. 91 þ. km, bsk. V. 450.000. Mjög gott úrval blla á skrá og á staðnum Opið virka daga 10-12 og 13-18. Lokað á laugardögum til og með 7. ágúst. BÍLASALA Tryggvabraut 14, 600 Akureyri 461 3020-461 3019 Cadillac sedan de Ville V8, 4 d., '91, blár, ek. 66 þ. km, ssk., m/öllu. V. 2.500.000.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.