Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1999, Blaðsíða 7
24 MÁNUDAGUR 13. SEPTEMBER 1999 MÁNUDAGUR 13. SEPTEMBER 1999 25 Sport Sport ÍA2(1) - Breiöablik 3 (2) Baldur Bragson @ - Sturlaugur Haraldsson @, Ragnar Ámason, Gunnlaugur Jónsson Freyr Bjamason - Unnar Valgeirsson (Jóhannes Gíslason 63.), Alexander Högnason, Heimir Guðjónsson @, Pálmi Haraldsson (Baldur Aðalsteinsson 63.) - Ragnar Hauksson, Kári Steinn Reynisson. Gul spjöld: Gunnlaugur, Alexander, Heimir. Atli Knútsson - Che Bunce @, Sigurður Grétarsson, Pétur Jónsson @, Guðmundur K. Guðmundsson - Hreiðar Bjamason @@, Hákon Sverrisson, Kjartan Einarsson, Ámi K. Gunnarsson (Hörður Bjamason 74.), - Atli Kristjánsson, Bjarki Pétursson. Gul spjöld: Sigurður. Breiöablik: ÍA-Breiðablik ÍA-Breiðablik Markskot: 7 8 Völlur: Ágætur, strekkingur Hom: 3 2 Dómari: Gylfi Orrason, Áhorfendur: 550 þokkalegur. Maður leiksins: Hreiðar Bjarnason, Breiðabliki. Skoraði tvö mörk og tryggði Blikum áframhaldandi sæti i efstu deild. Þettánda vítið óhappavíti Sigurður Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, hafði nýtt aliar sínar 12 vitaspymur í efstu deild þegar hann steig á vítapunktinn uppi á Akranesi. Sigurður og Þórsarinn Jónas Róbertsson voru þá þeir einu sem höfðu náð að nýta tólf víti i röð en líkt og með Jónas klikkaöi Siguröur á 13. vítinu þegar hann skaut yfir markið um helgina. Sigurbjöm Hreiðarsson er nú sá leikmaður sem hefur nýtt flest víti 100 prósent eða afls niu og er því ömggasta vítaskyttan í sögu 10 liða efstu deildar sem stendur. -ÓÓJ Grænt fellur ekki - Blikar tryggðu sér tilverurétt í efstu deiid Blikar tryggðu sér áframhald- andi veru í efstu deild með því að sigra Skagamenn, 3-2, á Akranesi á laugardag. Þannig að máltækið „Hvað er grænt og fell- ur á haustin" á ekki við í ár. Blikamir björguðu sér í næst- síðustu umferð. Blikamir komu greinilega ákveðnir til leiks og ætluðu að selja sig dýrt. Hjá Skagamönn- um vantaði fjóra mikilvæga leikmenn í þessum leik. Ólafur Þór Gunnarsson markvörður var erlendis, Reynir Leósson veikur, Stefán Þórðarson meidd- ur og Jóhannes Harðarson í banni, þannig að það var skarð fyrir skildi hjá Skagamönnum. Blikar náðu fyrst forystu, Skagamenn jöfiiuðu strax eftir 3 mín. Aðeins 60 sekúndum síðar náðu Blikar forystu og héldu henni í háfleik. KJortan Einarsson (12.) úr v ” aukaspymu rétt fyrir utan miðjan vítateig Skagamanna sem hafði viökomu i vamarmönnum ÍA. A-A Kári Steinn Reynisson (15.) w v fékk boltann á markteig frá Alexander eftir þvögu i framhaldi af aukaspymu Sturlaugs Haraldssonar. A-A Hreiöar Bjarnason (16.) w w fékk boltann frá Atla Kristjánssyni, óð inn i teiginn og skoraði á laglegan hátt. 0-0 Alexander Högnason (65.) úr vítaspymu eftir að Hákon Sverrisson hafði ýtt á bak hans í vítateignum. 0-0 Hreióar Bjarnason (71.) w w komst í gegnum vöm ÍA eftir samspil við Kjartan og skoraöi laglega undir Baldur i markinu. I upphafi síðari háfleiks var Ragnar Hauksson greinilega tek- inn niður en ekkert dæmt, skömmu siðar fengu Blikar víta- spymu. Sigurður Grétarson tók spymuna og hann skaut yfir. Skagamenn jöfnuðu en maður leiksins, Hreiðar Bjamason, tryggði Blikum síðan sigurinn annan leikinn í röð. I leikslok fógnuðu Blikar gríð- arlega, bæði leikmenn og áhorf- endur sem fylgdu þeim. Þeir höfðu æma ástæðu til að kætast enda tryggt sér áframhaldandi vera í efstu deild. Þeir vom ágætlega að sigrinum komnir, börðust vel og sköpuðu sér oft á tíðum fleiri tækifæri en Skaga- menn. Auðvitað vantaði lykil- menn í Skagaliðið en eigi að síð- ur lék liðið illa og sérstaklega vömin þegar Blikar áttu sókn og það má segja að Skagamenn hafi tapað slagnum á vamarleik. -DVÓ Ertt stig nog - fyrir Keflavík gegn ÍBV til að forða sér úr fallbaráttunni DV, Keflavík Keflvíkingar lögðu greini- lega í leikinn gegn ÍBV á laug- ardaginn með því hugarfari að eitt stig myndi duga þeim til að tryggja sér áframhaldandi sæti í úrvalsdeildinni. Með fjögurra manna vörn, fimm menn á miðjunni og Þór- arin Kristjánsson einan frammi ætluðu þeir sér greini- lega að halda hreinu. Þeir tóku á móti Eyjamönn- um mjög aftarlega og beittu síðan skyndisóknum með tveimur til þremur mönnum. Ætla hefði mátt að þetta leik- skipulag Keflvíkinga gleddi Eyjamenn og yrði til þess að Bjami þjálfari blési til allsherj- ar sóknarknattspymu en svo varð alls ekki og allan leikinn spilaði Bjami með Steingrim einan frammi. Fyrir vikið var leikurinn lítið fyrir augað en oft sást þó gott spil manna á milli og þá sérstaklega hjá Eyjamönnum. Það fór því kuldarhrollur tjt.A Steingrímur Jóhannesson v " (85.) fékk boltann rétt utan markteigs og skoraði eftir fyrirgjöf ívars Ingimarssonar frá vinstri. 0-0 Kristján Brooks (90.) þrumaði boltanum fram hjá Birki í markinu eftir stungusendingu frá Zoran Daníel Ljubicic. niður bak þeirra áhorfenda sem voru á bandi Keflvíkinga þegar gestimir skomðu mark á 85. mínútu. Það tók heimamenn nokkra stund að átta sig á því að þeir væm komnir undir og þá hefði Steingrímur hæglega getað bætt við sínu öðm marki þeg- ar skot hans lenti i þverslánni. Jöfnuðu í blálokin Komið var fram í uppbótar- tíma þegar Keflvíkingar náðu að jafna og tryggja stöðu sína í deildinni. Ekki mátti tæpara standa því örfáum andartökum síðar flautaði röggsamur dóm- ari leiksins, Kristinn Jakobsson, leikinn af. Úrslitin verða að teljast vera sanngjörn því þrátt fyrir að Eyjamenn sæktu meira var sóknarleikur þeirra hugmyndasnauður. Keflvíkingar freistuðu þess að halda hreinu og spiluðu mestallan leikinn mjög skyn- samlega og stigið sem kom í hús forðaði þeim frá því að vera í fallbaráttu í síðustu um- ferð. -KS Keflavík 1(0) - IBV1(0) Keflavík: Bjarki Guðmundsson - Snorri Már Jónsson, Garðar Newman @, Guðmundur Oddsson @@, Gestur Gylfason - Kristján Brooks @@, Gunnar Oddsson, Ragnar Steinarsson, Eysteinn Hauksson, Rútur Snorrason (Zoran Daníel Ljubicic 65. @) - Þórarinn Kristjánsson (Róbert Sigurðsson 65.). Gul spjöld: Gunnar, Kristján, Ljubicic. Birkir Kristinsson - ívar Bjarklind, Hlynur Stefansson @, Guðni Rúnar Helgason, Hjalti Jóhannesson - Ingi Sigurðsson, Goran Aleksic @, ívar Ingimarsson @@, Baldur Bragason @ (Bjami G. Viðarsson 78.), Allan Mörköre (Jóhann Möller 75.) - Steingrímur Jóhannesson @. Gul spjöld: Hlynur, Baldur. Keflavík - ÍBV Markskot: 9 Horn: 3 Áhorfendur: 4Ö0. Keflavlk-fBV Völlur: Blautur, teigar slæmir Dómari: Kristinn Jakobsson, góöur. Maður leiksins: Kristján Brooks, Keflavík Tryggðl Keflvíkingum áframhaldandi sæti meðai hinna bestu. 100 mörk á 100 ára afmæli Þegar Bjarki Gunnlaugsson skor- aði þriðja mark KR-inga gegn Víking- um, eftir að KR-liðiö haiði sundur- spilað vöm Vikinga, gerði hann 100. mark KR-liðsins i sumar. Eins og kunnugt er á KR 100 ára afmæli og mörkin i sumar eru því orðin meira en eitt fyrir hvert ár í sögu félagsins. KR hefur skorað 101 mark, 40 í deildinni, 13 í bikarkeppn- inni, 32 í deildabikarnum, 9 á Reykj- arvíkurmótinu, eitt í Evrópukeppn- inni, 4 á æfmgamóti á Kýpur og tvö í afmælisleiknum gegn Watford. Flest þessara marka hafa þeir fé- lagar Guðmundur Benediktsson og Bjarki Gunnlaugsson gert eða 14 hvor en Andri Sigþórsson og Sigþór Júlíusson hafa báöir gert tólf. -ÖÓJ m KR-ingar íslandsmeistarar í 21. skipti og^fyrsta sinn í 31 ár eftir sigur á Víkingum: 0 V * LANDSSÍMA - 11. september 1999 er dagurinn sem KR fór úr sögubókunum inn í nýja siguröld Laugardaginn 11. september 1999 rann loksins upp stundin fyrir KR-inga sem þeir em búnir að bíða eftir í 31 ár. Tuttugasti og fyrsti íslandsmeistaratitillinn kom í hús með 4-0 sigri á Víkingum í Laugardalnum. Það má segja að á þeim degi hafi KR-ingar hopp- að upp úr sögubókunum inn i nýja siguröld og stuðningsmenn, leikmenn, stjórnarmenn og aðrir tengdir félaginu fögnuðu á ógleymanlegan háft og næsta öruggt er að brosið fer ekki af þeim svarthvítu í Vestur- bænum fyrr en ef til vill á næstu öld. Þrátt fyrir að leikur KR-liðsins hafi ekki verið sannfærandi á laugardaginn er sigur- inn í mótinu í suntar það hins vegar og KR- liðið hefur sýnt það og sannað að það er besta knattspymulið landsins í dag. Breiddin er mikil, liðið spilar skemmtilegan sóknarbolta þar sem boltinn er látinn ganga jafnframt því að sterk og örugg vörn styð- ur vel við bakið á sókndjörf- um leikmönnum liðsins. Sjö stiga forusta liðsins fyrir síðasta leik er gott dæmi um stöðu KR-inga í sumar en KR-liðið er ósigr- að hér á landi síðan í júní og hefur nú leikið fimmtán leiki í röð í deild og bikar án þess að tapa. Atli er maðurinn Atli Eðvaldsson er maður- inn á bak við þetta sterka KR-lið. Honum hefur tekist að gera KR-inga að íslands- meisturum, nokkuð sem nánast öllum færustu þjálf- 0-0 Guðmundur Benediktsson v v ft3:jskoraðiafinikluöryggiúr viti sem Bjarki Gunnlaugsson fiskaði á Gunnar Magnússon, markvörð Vikings. 0-0 Bjarki Gunnlaugsson (73.) w w Amar Jón Sigurgeirsson vann boltann á miðjum vallarhelmingi, hann barst til Bjarka sem lét vaða á markið af um 25 metra færi og niður í bláhomið. 0-0 Bjarki Gunnlaugsson (75.) skoraði af markteig eftir sendingu Amar Jóns Sigurgeirssonar og frábæra sókn KR sem Sigursteinn Gislason var maðurinn á bak við. 0.0 Þórhallur Hinriksson (85.) ^ v lyfti knetdnum yfir Gunnar, markvörð Vikinga. eftir frábæra sendingu Sigursteins Gísiasonar. urum hér á landi í gegnum tíðina hefur mistekist frá því að Austurríksmann- inum Walter Pfeiffer tókst það á hippaárunum. 21 komið og farið Tuttugu og einn þjálfari hefur komið og farið á þess- um langa biðtíma eftir ís- landsmeistaratitlinum en öll önnur sæti en toppsætið hafa fallið félaginu í skaut. Þetta er annað ár Atla með liðið, það tók hann fyrri umferðina í fyrra að ná tök- um á því en síðan hefur lið- ið unnið 20 af 26 deildarleikjum undir hans stjóm, aðeins tapað þremur leikjum og er með 83% sigurhlutfall á þessu síðasta eina og hálfa ári. Víkingar áttu við ofjarla sína að etja í þessum leik. Liðið saknaði mjög tveggja baráttukarla úr vörninni og þrátt fyrir góða framgöngu Vals Úlfarssonar í vöminni, sem tók Bjarka Gunnlaugsson nánast úr umferð fyrstu 73 mínútur leiksins, var lukkan ekki með liðinu. Víkingar fá bæði á sig umdeilt víti strax í upphafi og ná síðan ekki að nýta tvö góð færi í upphafi seinni hálfleiks. Von Víkinga ekki úti enn Úrslit annarra leikja þýddu þó að möguleikar Víkinga á áframhaldandi veru í efstu deild eru ekki úti og þeir spila annan úrslitaleik fallbaráttunnar í ár við Framara um næstu helgi. -ÓÓJ DEILDIN v rj r j 17 13 3 1 40-11 42 17 10 5 2 29-14 35 17 6 7 4 22-26 25 17 6 6 5 21-19 24 17 5 5 7 22-24 20 17 5 4 8 26-31 19 17 4 6 7 27-35 18 17 3 7 7 20-25 16 17 4 4 9 22-28 16 17 3 5 9 19-35 14 :ir fyrir siðustu umferð daugsson, KR . 11 KR ÍBV Leiftur ÍA Breiöablik Keflavík Valur Fram Grindavik Víkingur Steingrímur Jóhannesson, ÍBV .. 11 Grétar Hjartarson, Grindavík ... 10 Guðmundur Benediktsson, KR ... 9 Kristján Brooks, Keflavík..........9 Sigurbjöm Hreiöarsson, Val........9 Alexandre Santos, Leiftri .........8 Uni Arge, Leiftri..................8 Hreiðar Bjamason, Breiöabliki ... 6 Amór Guöjohnsen, Val...............5 Kristinn Lárusson, Val.............5 Salih Heimir Porca, Breiðabliki . . 5 Siöasta umferöin fer fram laugardaginn 18. september og þá mætast Grindavík-Valur, ÍBV-ÍA, Breiðablik-Leiftur, KR-Keflavík og Fram-Víkingur. Þurfti KR-ing til „Það þurfti að hafa KR-ing við stjórnvölinn til aö titillinn kæmi loksins og ég er svo mikill KR- ingur. Nýja stjórnin, undir forustu Guömundar Péturssonar, hefur staðið sig frábærlega, stutt okkur aflan tímann og stærsti hluturinn er þeirra. Liðið er líka frábært, þetta em einstakir strákar, tilbúnir að vinna eftir þessum kröfum sem við settum og það skilaði árangri. Við náðum að losa okkur viö pressuna utan frá, erum meö fullt af góðu fólki sem vinnur með okkur í öllum þessum þáttum sem skipta máli, þetta hefur tekist frábærlega þannig að viö erum i skýjunum," sagði Atli Eðvaldsson, þjálfari KR, eflir sigurinn. Verður Atli tölulega besti þjálfarinn frá upphafi Atli Eðvaldsson getur orðið sá þjálfari í efstu deild frá 1959 sem hefur besta sigurhlutfallið vinni KR-ingar Keflavík í síðasta leiknum. Með sigri á Víkingum komst Atli (64,1%) upp í þriðja sætið á eftir Herði Helgasyni (64,55%) og Guðjóni Þórðarsyni (64,20%) en lið undir stjóm hans hafa unnið 40 af 71 leik og gert 11 jafntefli. Vinnist síðasti leikurinn kemst hann í 64,58% árangur með lið sín og þar með upp fyrir bæði Hörð og Guðjón sem besti þjálfari frá upphafi. -ÓOJ Þetta sögðu þeir eftir leikinn: 3 gleðihelgar í röð „Þetta er alveg frá- bært og ekki hægt að lýsa þessu. Ég held að maður verði að hafa ver- ið með í hópnum til að finna hvernig tilfinning- in er. Við höfum verið með besta liðið í sumar og áttum að vinna þetta mót. Við von- um að það verði þrjár gleði- helgar í röð og ætlum að vinna tvöfalt í ár,“ sagði Guð- mundur Benediktsson, KR- ingur. Allir spilað vel „Þetta er meiri háttar fyrir alla KR-inga úti um allt land, að verða loksins meistarar eftir 31 árs bið. Við höfum allir spUað vel í sumar, frá markmanni fram til fremsta manns og ég gæti ekki gert mitt nema af því að þeir vinna vel fyrir mig,“ sagði Bjarki Gunnlaugsson sem spUar ekki lokaleikinn gegn Keflavík þar sem hann er i leikbanni. Draumurinn rættist „Þetta er yndislegt enda draumurinn frá því ég fæddist og varð KR-ingur, þannig að hann er að rætast núna. Þettaerfyr- ir aUa KR-inga sem hafa stutt okkur og hlýtur að vera ótrúlega sætt fyrir þá eins og okkur. Við stefnum líka á að taka bikar- inn en þessi er sá sætasti og sá sem við höfum verið að bíða eftir i 31 ár,“ sagði Krist- ján Finnbogason, markvörður KR. Alltaf jafnsætt „Þetta er í sjötta skiptið sem ég verð íslandsmeistari og þetta er aUtaf jafnsætt. Við viss- um að við vorum miklu betri en Víkingar og biðum bara átekta. Ég tel að við séum búnir að spUa langbest í sum- ar. Nú eru tveir leikir eftir sem við ætlum að vinna og fagna síðan vel eftir það,“ sagði Sigursteinn Gíslason, KR-ingur. Aldrei unnið áður „Þetta er frá- bært. Ég hef oft komist nálægt því á ferlinum að verða meistari en aldrei náð því fyrr, þannig að þetta er ein- stök tilfinning. Við vorum of sterkir i dag enda aldrei verið í þessari stöðu áður en kláruðum þetta með öðra markinu. Ein af ástæðum þess að KR fékk mig tU að koma aftur var að vinna titU- inn og ég vona að ég hafi hjálpað. Nú er að vinna bikar- inn líka sem myndi gera þetta að ólgeymanlegu sumri," sagði David Winnie. -ÓÓJ Trui þessu varla enn „Ég trúi þessu varla enn og er bara rosalega glaður. Við náðum ekki taktinum í spilið í dag en um leið og annað markið kom vissi ég að þetta væri komið. Við höfum oft verið með sterkt lið á pappírunum en það hefur ekki gengið en í ár small þetta allt saman. Öll umgjörð og allt í kringum þetta var eins og best verður á kosið, eins og í draumi," sagði Þormóður Egilsson, fyrirliði KR-inga, sem hefur verið yfir 12 ár leikmaður í meistaraflokki KR og beðið manna lengst eftir næstu helgi þegar hann tekur við íslandsbikarnum. -ÓÓJ Víkingur 0 - KR 4 (1) Víkingur: Gunnar S. Magnússon - Hólmsteinn Jónasson, _____ Sigurður Sighvatsson @, Lárus Huldarsson, Valur Úlfarsson @(Þrándur Sigurðsson 74.), Sigurður Elí Haraldsson - Jón Grétar Ólafsson (Finnur Bjarnason 52.), Daníel Hjaltason, Alan Prentice @, Daníel Hafliðason (Bjarni Hall 46.) - Sumarliði Ámason @. Gul spjöld: Sigurður, Prentice, Sumarliði. Kristján Finnbogason - Sigurður Örn Jónsson @, Þormóður Egilsson @, David Winnie (Indriði Sigurðsson 76.), Bjami Þorsteinsson - Sigþór Júlíusson (Amar Jón Sigurgeirsson 68.@), Þórhallur Hinriksson @, Sigursteinn Gisiason @, Einar Þór Daníelsson (Þorsteinn Jónsson 68.) - Guðmundur Benediktsson, Bjarki Gunnlaugsson. Gul spjöld: Bjarki. Vikingur - KR Markskot: 10 Horn: 2 Áhorfendur: 3410 Vikingur - KR Völlur: Mjög góður Dómari: Garðar Örn Hinriksson, góður Maður leiksins: Sigursteinn Gíslason, KR. Skilaði sigurreynslu sinni yfir á KR-liðið, leiðtogi á miðjunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.