Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1999, Blaðsíða 2
22 FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 1999 Sport JDV Vinna alla bikarana aftur - er draumurinn, segir Skúli Gunnsteinsson, þjálfari Mosfellinga „Ég bjóst ekki viö öðru en að hin liðin myndu benda á okkur sem líklega meistarakandítata eftir að við tókum aila þrjá titlana í fyrra. Draumurinn og markmiðið hjá okkur í vetur er aö vinna þessa bikara aftur og verða fyrsta liðið í sögunni til að gera það. Það verður gríðarlega mikil vinna að ná þess- um markmiðum og margt sem getur spilað inní eins og meiðsli og fleira. í sjálfu sér fmnst mér ekki vera nein pressa á okkur. Hún var miklu meiri í fyrra en þá tókst okkur að brjóta ísinn,“ segir Skúli Gunnsteinsson, þjálf- ari Aftureldingar, en undir hans stjóm unnu Mosfellingar þrennu á síðustu leiktíð og eru líklegir til afreka á þessu tímabili enda liðið lítið breytt. „Ég held að aðalmálið hjá okkur verði að halda einbeitingu enda hefur andlegi þáttur- inn mikið að segja. Það kemur stórt hlé i mót- ið og þá reynir á að geta haldið einbeiting- unni.“ - Hverjir verða ykkar helstu keppinaut- ar í vetur? „Eftir þessar fyrstu umferðir er ljóst að KA- liðið er mjög sterkt. Við réttum mörðum það á heimavelli svo ég held að KA verði mjög erfitt heima að sækja. Framararnir hafa kom- ið sterkir til leiks og sterkari en ég reiknaði meö. Ég býst við að Valsmenn eigi eftir eflast og styrkjast þegar Geir hoppar úr jakkafotun- um í gallann og tekur fram skóna. Ég held að Stjaman eigi töluvert mikið inni og ég reikna með því sterku þegar á líður. Haukamir hafa einnig burði til að fara langt. FH og ÍR era spumingamerki en þó gætu bæði blandað sér í toppbaráttuna. Ég er sannfærður um að mót- ið eigi eftir að verða jafnt og fjörugt. Útlend- ingamir sitja skemmtilegan svip á mótið og þá held ég að margir ungir leikmenn eigi eft- ir blómstra með liðum sínum í vetur,“ sagði Skúli sem er yngsti þjálfarinn í deildinni. -GH Siggeir Magnússon, Ásmundur Einarsson, 34 ára, liðsstjóri. 23 ára, markmaður. Hilmar Stefánsson, Galkauskas Gintas, 19 ára, hornamaður. 26 ára, skytta. Bergsveinn Bergsveinsson, 31 árs, markmaður. Savukynas Gintaras, 28 ára, miðjumaður. Magnús Már Þórðarson, 27 ára, línumaður. Haukur Sigurvinsson, 19 ára, skytta. r Allir leikmenn Aftureldingar sem léku á síðustu leiktíð eru áfram hjá félaginu. Útlit er hins vegar fyrir að homamaðurinn Sig- uröur Sveinsson leiki ekkert með Aftureld- ingu í vetur. Tveir leikmenn hafa bæst í hópinn en það era þeir Þorkell Guðbrands- son frá Cottbus og Valdimar Þórsson frá Seifossi. Afturelding varö niunda félagið í sögimni til að verða íslandsmeistari i handbolta þeg- ar liðið varð það í fyrsta sinn í fyrra og enn- fremur ijórða félagið frá upphafi bikar- keppninnar, vorið 1974, til að vinna tvöfalt, það er bæði i deild og bikarkeppni. Bjarki Sigurösson er fimmti markahæsti leikmaður efstu deildar karla í handbolta frá því að fyrst var keppt í löglegum sal 1966. Bjarki hefur skorað 1208 mörk og vantar fyr- ir þetta tímabil aðeins 44 mörk til að komast upp fyrir Birgi Sigurös- son í fjórða sætið og 71 tfi að ná Hans Guömunds- syni í þriðja sætinu. Bjarki varö á síöasta vetri fyrsti MosfeUingur- inn tU aö verða marka- kóngur deUdarinnar en Bjarki hefur verið kosinn besti leikmaöur fyrstu deUdarinnar tvisvar á síðustu þremur árum. Bjarki hefur aUs skorað 421 mörk i 66 leikjum sínum fyr- ir MosfeUinga, sem gerir 6,38 mörk að með- altali I leUc. Skúli Gunnsteinsson, þjáifari Afturelding- ar, stjórnar nú liöinu þriðja árið i röð en Skúli hefur náð 72,7% árangri í deUdinni í tveggja ára veru sinni i Mosfellsbænum sem er besti árangur einstaks þjálfara í 12 liða efstu deUd. Undir stjóm Skúla hefur Aftur- elding unnið 30 af 44 leikjum í deUd og 7 af 12 leikjum í úrslitakeppni. Nœstur á eftir Skúla á listanum yfir bestu þjálfara 12 liða efstu deUdar, af þeim sem hafa minnst stjómað í tvö tímabU, er Þor- björn Jensson, núverandi landsliðsþjálfari. Þorbjöm náði 69,5% árangri í þeim 110 leikj- um sem hann stjómaði en í þriðja sæti kemur síðan Kristján Arason, fyrrverandi þjálfari FH, en undir hans stjórn náði FH 66,8% árangri i 110 leikjum. -ÓÓJ Heimaleikir: 17/10 Afturelding-tBV 20.00 30/10 Afturelding-Haukar 16.30 10/11 Afturelding-HK 20.00 28/11 .Afturelding-Stjarnan 20.00 11/12 Afturelding-Víkingur 16.30 23/2 Afturelding-ÍR 20.00 1/3 Afturelding-Valur 20.00 12/3 Afturelding-Fram 20.00 18/3 Afturelding-Fylkir 16.30 oka Bland í Einri albesti Rallý leíkurinn! Firnm leikir í einum! Nú eru þeir bræóur Mario og Pú getur valiö um . Sígildir og sívinsælir tólvuleikir. Luiyi -.em gerðu allt vitlau'.t; akstursskilyrði, umhverfi, veður Hvor rnari ekki oftír: Paraohute sínurrí tírna. loksina fáarilegir og styrk. Helmet Cbef, Vermin og Donke/ nýirri og endurbasttrj útgáfu •• f:rt þú tíl i RALLÝ? Konq'' GAME BOYtJOLOR. <1151355© MlKíQ ÚRUAL LEIKJA FYRIR ALLA ALDURSHDPA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.