Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1999, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 1999 27 DV Sport Hörður Davíð Harðarson, 34 ára, liðsstjóri. Lasse Steinseth, 25 ára, hornamaður. Sigurður Þórðarson, 31 ára, skytta. Magnús Sigmundsson, 28 ára, markmaður. Jónas Stefánsson, 23 ára, markmaður. Aliaksandr Shamkuts, 26 ára, línumaður. Jón Karl Björnsson, 24 ára, hornamaður. Petr Baumruk, 37 ára, skytta. Halldór Ingólfsson, 30 ára, skytta. Sigurjón Sigurðsson, 33 ára, skytta. Vignir Svavarsson, 19 ára, línumaður. Kjetil Ellertsen, 29 ára, miðjumaður. Einar Gunnarsson, 23 ára, skytta. Óskar Ármannsson, 34 ára, miðjumaður. ^ J* Óskar Ármannsson, 34 ára, miðjumaður. Bland í noka Fjórir nýir leikmenn eru komnir til liðs við lið Hauka frá síðustu leiktíð. Þetta eru þeir Gylfi Gylfason sem kom frá Gróttu/KR, Aleksandr Shamkuts frá Stömunni, Lasse Steinseth frá Drammen. Liðið missir tvo leikmenn frá síðustu leiktíð en það eru þeir Þorkell Magnússon og Jón Freyr Egilsson sem eru báðir hættir. Haukar hafa einu sinni orðið íslandsmeist- arar og það fyrir 56 árum síðan þegar Haukamenn rufu einveldi Valsmanna, 1943, en þá höfðu Valsmenn unnið titilinn þrjú fyrstu árin. Besta árangri frá 1953 náðu Haukar 1993 til 1994 undir stjóm Jóhanns T’V Inga Gunnarssonar er lið- jl )\. ið varð deildarmeistari /fSB °.B sP'*aði úrslita 18 við Valsmenn um titil- inn þar sem liðið varð mk . jf þó að sætta sig við tap. Haukar liafa siðan tvisvar unnið bikarinn " -Æf 1980 eftir tvo úrslitaleiki við KR og svo 1997 þegar fé- lagið vann tvöfalt bæði hjá körlum og konum, vann þá KA hjá körlun- um og Vai í kvennaflokki. Haukar voru i fremsta flokki í tölfræðinni í fyrra. Liðið skoraöi næstflest mörk allra liða í deildinni eða 26,9 að meðaltali og markverðir liðsins vörðu flest skot eða 17,5 að meðaltali í leik. Petr Baumruk hefur skorað flest mörk fyr- ir Hauka í eflsu deild en alls hefur þessi 37 ára Tékki skorað 838 mörk frá því að hann kom fyrst til félagsins 1990. Halldór Ing- ólfsson er aftur á móti sá leikmaður liðsins sem hefur skorað flest mörk í efstu deild en hann hefur fyrir Islandsmótið i ár gert 971 mark fyrir Gróttu og Hauka. Þrisvar hafa Haukamenn átt markakóng deildarinnar, Höröur Sigmarsson varð markakóngur 1974-75 og 1976-77 og Sigur- jón Sigurösson náöi þeim árangri aó skora flest mörk leikmanna tímabilið 1986-87. Sigurjón er eins og kunnugt er ennþá í fullu Qöri og mun spila með Haukaliðinu í vetur. 23/10 Heimaleikir: Haukar-Víkingur 16.30 7/11 Haukar-ÍBV 20.00 21/11 Haukar-KA 20.00 24/11 Haukar-Valur 20.00 12/12 Haukar-Stjarnan 20.00 13/2 Haukar-FH 20.00 27/2 Haukar-Afturelding 20.00 5/3 Haukar-lR 20.00 18/3 Haukar-HK 16.30 Ætlum að spila um titil \ - segir Guðmundur Karlsson, þjálfari Hauka „Ég á von á mjög skemmtilegu og jöfnu móti í vetur. Mér sýnist að róðurinn geti orð- ið þungur hjá Fylki, Víkingi og ÍBV. HK á eft- ir að ná sér á strik og ég sé fyrir mér að liðin eigi eftir að taka stig af hvert öðru. Það er ekkert sem bendir til annars en að Aftureld- ing verði í baráttunni um þá titla sem verða í boði en ég hef ekki trú á að þeim takist að ná í þrennuna eins og í fyrra,“ segir Guðmundur Karlsson, þjálfari Hauka. „Það er ekki farið að reyna á það enn hvort okkur hafi tekist að fylla skarð Jóns Freys og Þorkels. Ég verð sáttur ef Lasse og Gylfi ná að fylla skörðin og ég býst ekki við meira. Við fengum góðan styrk þegar Shamkuts línumað- ur kom til okkar, þannig að við ættum að vera i það minnsta jafnsterkir og á síðasta tímabili og vonandi sterkari. Ég vil sjá okkur fara lengra en í fyrra og ég vil helst sjá okkur spila einhvers staðar um titil hvar sem það verður. Það er markmiðið sem ég hef sett mér. Afturelding fær meiri mótspyrnu Mér sýnist að það sé búið að þétta svolítið að Aftureldingu og að KA, Fram, vonandi við, Valur, Stjarnan og jafnvel FH geti veitt Mos- fellingum harða keppni. Ég held að Aftureld- ing eigi eftir að fá meiri mótspymu en i fyrra þegar liðið virtist hafa meiri styrk umfram önnur lið þegar komið var í alvöruleikina. Mér fmnst hafa verið miklar sveiflur í leik lið- anna í upphafi mótsins. Það vantar stöðug- leika hjá þeim liðum sem eiga að vera sterk- ari en það markast kannski vegna þess hve mótið er jafnt,“ sagði Guðmundur. -GH Guðmundur Karlsson, 35 ára, þjálfari Hauka. mr 'iijii Afram Hafnarfjörður! Sparisjóður Hafnarfjarðar - FH og Haukar. Samstarf sem skilar árangri. Spbft SPARISJÓÐUR HAFNARFJARÐAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.