Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1999, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1999 31 Sport Arni J. Stefánsson, 40 ára, liðstjóri. Reynir Þór Reynisson, 26 ára, markmaður. Hjörtur Flóki Olafsson, 21 ára, markmaður. Halldór Sigfússon, 21 ára, miðjumaður. Bo Stage, 25 ára, skytta. Hafþór Einarsson, 20 ára, markmaður. Guðjón Valur Sigurðsson, 20 ára, hornamaður. Lars Walther, 34 ára, skytta. Jóhann G. Jóhannsson, 29 ára, hornamaður. Magnús A. Magnússon, 25 ára, línumaður. Þorvaldur Þorvaldsson, 27 ára, línumaður. Geir K. Aðalsteinsson, 24 ára, hornamaður. Jónatan Magnússon, 19 ára, miðjumaður. m Hreinn Hauksson, 17 ára, hornamaður. Heimir Orn Arnason, 20 ára, skytta. ▼ Bland f KA hefur misst fimm leikmenn frá síðustu leiktíð. Þeir eru Sverrir Björnsson sem fór til HK, Leó Örn Þorleifsson til Víkings, Kári Jónsson til Víkings, Þórir Sigmundsson til ÍR og Hilmar Bjarnason til TG Cronenburg. Nýir leikmenn í herbúðum KA eru þeir Bo Stage sem kom frá Viborg HK, Höröur Flóki Ólafsson frá Þór og Magnús A. Magnússon frá Gróttu/KR. Valdimar Grímsson setti markamet í deildinni með KA 1993 til 1994. Valdimar skoraði þá 198 mörk í 20 leikjum og bætti þar með metið yfir flest mörk að meðaltali í sögu efstu deildar. Valdimar skoraði 9,9 mörk að meðaltali í leik þetta tímabil en metið á und- an honum átti Siguröur yalur Sveinsson sem skoraði 135 mörk í 14 leikjum 1980-81 sem gera 9,64 mörk að meðaltali í leik. Erlingur Kristjánsson er markahæsti KA-maðurinn í sögu efstu deildar en hann gerði 813 mörk fyrir Akureyrarliðið á árun- um 1981 til 1997. Errlingur lagði skóna á hill- una fyrir þetta tímabil en hann náði ekki að skora á síðasta tímabili þar sem hann tók að- eins þátt í vörninni. KA hefur einu sinni orðið íslandsmeistari en það var árið 1997 en tvisvar hefur félagið orðið deildarmeistari (1996 og 1998) og tvisvar bikarmeistari (1995 og 1996). Síðasta tímabil var það fyrsta siðan 1995 að ekki bættist bik- ar í safnið í KA-húsinu og ennfremur í fyrsta sinn í fimm ár sem liðið komst ekki í undan- úrslit úrslitakeppninnar. Alfreö Gíslason á mikinn heiður skilinn fyrir uppkomu handboltans hjá KA á Akur- eyri en Alfreð tók við þjálfun liðsins 1991 og á næstu sex tímabilum vann liðið 68 af 132 deildarleikjum og 20 af 36 leikjum í úrslita- keppninni. Heimaleikir: 16/10 KA-Fram 16.30 29/10 KA-Stjarnan 20.00 12/11 KA-Fylkir 20.00 26/11 KA-FH 20.00 3/12 KA-Vlkingur 20.00 4/2 KA-Afturelding 20.00 23/2 KA-lBV 20.00 1/3 KA-ÍR 20.00 12/3 KA-Haukar 20.00 18/3 KA-Valur 16.30 Stefnan sett á titil - segir Atli Hilmarsson, þjálfari KA „Við setjum stefnuna á titilinn að sjálfsögðu. Ég held að við séum með það sterkt lið að það sé raunhæfur möguleiki, við erum með sterkara lið en í fyrra, samkeppnin í liðinu er mikil og það er sama hvern ég set inn á, liðið veikist ekki sem er stór kostur. Bo Stage, sem kom til okkar frá Danmörku í sumar hefur ekki ennþá komist almennilega í gang, en hann á eftir að falla betur inn í okkar leik, og þá verð- um við enn sterkari," segir Atli Hilmarsson, þjálfari KA. Hverjir veröa í haráttunni um íslandsmeist- aratitilinn? „Afturelding verður að teljast sigurstrangleg- ast, þeir eru með besta liðið í dag. Ég hef einnig mikla trú á að Haukar eigi eftir að blanda sér í toppbaráttuna. Þeir hafa fengið sterka leik- menn til liðs við sig og eru til alls líklegir. Fram, FH og Valur eru lið sen enginn hefur efni á að afskrifa, þetta eru lið sem eru alltaf í toppbaráttunni. En í heild sinni á ég von á að deildin verði mjög jöfn og spennandi. Og það sem gæti gert þetta mjög skemmtilegt og spennandi er að ég held að liðin verði að taka stig hvort af öðru í allan vetur. Niðurstaðan ætti að geta orðið mjög spenn- andi úrslitakeppninni þegar líða tekur að lok- um keppnistimabilsins næsta vor. Handboltinn hér er ekki á niðurleið. Það eru margir efnilegir leikmenn á leiðinni og það er gott mál. Þessir leikmenn eiga eftir að taka við og þeir hafa alla burði til þess. Hins vegar er það slæm þróun að engin lið taka þátt í Evrópukeppninni," sagði Atli Hilmarsson, þjálfari KA-manna. Atli Hilmarsson, 39 ára, þjálfari KA.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.