Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1999, Blaðsíða 8
 MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1999 DV Kort af „Laugaveginum". Samhentir skokkarar hjá ÍR: Gaman að vera t — segir Svava Oddný Ásgeirsdóttir sem ætlar ásamt fálögunum í Brúarhlaup í Danmörku næsta sumar Seljahverfi er rúmlega 50 manna hópur fólks sem æflr gjaman fjór- um sinnum í viku. Einn helsti leið- beinandi þeirra er Svava Oddný Ásgeirsdóttir. Hún segir að fólk sé nú að skila sér inn í hópinn aftur eftir að hafa tekið sér hvíld eftir sumarið. Svava segir að í þessum hóp sé nokkuð fastur kjarni, en lika séu haldin byrjendanámskeið til að fá nýja skokkara inn í hóp- inn. Hún segir að það þurfi mikla þolinmæði og áhuga til að stunda skokk reglulega og halda það út. „Þeir sem búnir eru að ná því marki hlaupa, skokka eða ganga í hvaða veðri sem er og þá er sama hvort það er Þorláksmessa, gaml- ársdagur eða eitthvað annað.“ Skokk er mjög fjölskylduvænt Sem dæmi um samheldnina hélt hópurinn árshátíð fyrir skömmu þar sem mættu 55 manns. Stærstur hluti hópsins er á aldrinum frá 30 til 50 ára. Svava segir að skokk sé mjög fjölskylduvænt, þar mæti hjón og stundum komi krakkamir með og sumir séu jafnvel með hundana sína. Hún segir að útivist bjóði þannig ekki síður upp á skemmtilegar gönguferðir og víða séu frábærar gönguleiðir í næsta nágrenni þéttbýlisins. Hlaupahópurinn leggur af stað á æfingu frá ÍR-húsinu í Seijahverfi. Utivist snýst ekki bara um hlaup og puð, hún snýst kannski ekkert síður um mannleg samskipti og að hafa ánægju af félagsskapnum. Hópur slikra skokkara hyggst hlaupa hálft maraþon annan í hvítasunnu næsta sumar er brú verður vígð milli Dan- merkur og Svíþjóðar. Æft fjórum sinnum í viku Hjá íþróttafélagi Reykjavikur í Hlupu Laugaveginn og blésu vart úr nös í sumar hlupu 16 einstaklingar úr hópnum, bæði konur og karlar, svokailaðan Laugaveg sem er um 55 km leið. Svava segir að út í slíkt fari enginn nema vera búinn að æfa vel. Við undirbúninginn var arkað upp á Esju vikulega í marg- ar vikur og stunduð löng hlaup um hverja helgi auk æflnga nokkrum sinnum í viku. „Það skilaði sér líka vel því við hlupum þetta með glæsibrag án þess að fmna fyrir því ef svo má segja. Það varð eng- um meint af þessu.“ Svava segist hafa verið 7 klukkustundir og fimmtíu mínútur, en þeir fljótustu hafi verið um sex tíma á leiðinni. Hún segir að veðrið hafl verið eins og best verður á kosið, mátulega mikil sól og golan í bakið alla leið. Svava segir að hópurinn geri þó líka annað en að hlaupa og þessa leið hafl þau líka gengið í róleg- heitunum. Ætla í Brúarhlaupið næsta sumar Á sumrin er gjarnan farið í kvöldgöngur í hverri viku á fjöll í nágrenni Reykjavíkur. Þá er geng- ið á Esjuna, Móskarðshnjúka, Kéili, Vffilsfell eða önnur fjöll á svæðinu. Næsta sumar, eða nánar tiltekið 12. júní, sem er annar í hvítasunnu, á svo að leggjast í vík- ing og taka þátt í svokölluðu Brú- arhlaupi sem fram fer þegar veg- tenging verður vígð milli Dan- merkur og Svlþjóðar. Um tuttugu manns úr hópnum hafa þegar skráð sig í þetta hlaup sem er hálft Laufafell Svava Oddný Ásgeirsdóttir. ■ maraþon, eða 21 kilómetri, sem þeim þykir svo sem ekki mikið. Svava segir að í þeirri ferð verði gert ýmislegt fleira skemmtilegt en að hlaupa. Hugmyndin sé t.d. að leigja hjól og kajaka og gera eitt- hvað fleira skemmtilegt, enda er félagsskapurinn þeim ekki síður mikilvægur en hlaupaáhuginn. -HKr. Ferðir: Ég er kominn upp á það / - allra þakka verðast / - að sitja kyrr á sama stað, / og samt að vera að ferðast. - Jonas Hallgrímsson (Sparnaður). ersónuleg sérversjaj toppurLmv v úfívL&t r°u/^io * ° J ar.. jEGLAGERÐIN JTRIR ÞÁ sem Itt I unvisT www.evorost.iswww.soglagordin.ls Skeifan 6 * Reykjavík * Sími 533 4450 Eyjarslóð 7*101 Reykjavík • Sími 51 I 2200 í útivist kulda Apourtec dF'liBl

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.