Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1999, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1999, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1999 í- 17 Sport IA (31) 68 - KFI (42) 82 8-5, 10-15, 17-24, 27-37 (31-42) 35-47, 50-58, 56-67, 58-76, 60-80, 68-82. IA: Brynjar Karl Sigurtsson 14 11/23. Reid Beckett 14 Hjörtur Þ. Rjartarson 12 Brynjar Sigurösson 10 Ægir Hrafn Jónsson 8 Bjöm Einarsson 6 Magnús Guömundsson 4 Frákösí: ÍA 23, KFÍ 37. 3ja stiga: LA 7/19, KFÍ KFI: Dómarar (1-10): Kristján Möller og Bergur Stemgrimsson (8). Gœöi leiks (1-10): 7. Halldór Kristmannsson 25 Clifton Bush 24 Gestur Sævarsson 11 Baldur L Jónasson 11 Hrafii Kristjánsson 7 Tómas Hermannsson 4 Víti: ÍA 9/24, KFÍ 6/11.. Áhorfendur: 120. Maður leiksins: Halldór Kristmannsson, KFÍ. Voltun ísfirðingar unnu sinn annan útisigur í röð í úrvalsdeildinni í körfubolta í gærkvöld þegar þeir völtuðu yfir Skagamenn á Akranesi, unnu næsta auð- veldlega, 82-66, og skutust þar með upp um eitt sæti í deildinni. Það var aðeins í upphafi leiksins sem jafnræði var með liðunum. Eftir það tóku gestirnir öll völd á vellinum og juku jafn og þétt á forskot sitt, drifnir af þriggja stiga skyttunum Halldóri Kristmannsyni, Baldri Jónassyni og Glifton Bush. Ungur leikmaður í ísafjarðarliðinu, Gestur Sævarsson, átti einnig góð- an leik og hann á eftir að vera góður í framtíðinni. í liði Skagamanna bar enginn af, agaleysið var algjört, liðið hitti illa og gerði mörg mistök. -DVÓ Árangur Grindavíkur í körfunni í vetur: Niu - eftir 82-76 sigur á Haukum í gær DV, Grindavík: Haukar náðu ekki að stöðva sigur- göngu Grindvíkinga í Röstinni í Grindavík í gær, þrátt fyrir mikinn vilja og ágætan leik lengst af og hefur Grindavík nú unnið alla níu leiki sína í vetur, bæði í deild og Eggjabikar. Grindvikingar náðu yfirhöndinni í fyrri hálfleik sem var nokkuð vel leikinn og í hléi var staðan 49-39. Seinni hálfleik- urinn var sveiflukenndur, heimamenn virtust nokkrum sinnum ætla að stinga af en barátta Haukanna skilaði þeim ávallt vel inn í leikinn. Brenton tók til sinna ráða í hvert skipti sem Haukamir ógnuðu tók Brenton Birmingham til sinna ráða, en hann ber af sem gull af eiri í hinu bar- áttuglaða liði Grindvíkinga. Leikurinn var harður og hraður og fin skemmtun fyrir áhorfendur. Hjá heimamönnum vom Brenton og Ermolinskij bestir, en Guðmundur Bragason var bestur í jöfnu liði Haukanna. „Fyrri hálíleikur- inn var okkur erfið- ur, við misstum þá fram úr okkur og Jón Amar fékk sína 3ju villu. Kerfin gengu ekki nægHega vel upp og víta- nýtingin var ekki ásættan- leg,“ sagði ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka. Spennustigið hátt „Við vorum að ná góðum rispum, en þeim tókst aHtaf að brúa bHið. Sem betur fer er góð- ur karakter í mínu liði og því tókst okkur að hafa sigur í kvöld. Spennustigið í leiknum var nokkuð hátt og við eigum eftir að fara í gegnum marga svona leiki í vetur,“ sagði Einar Einarsson, þjálfari toppliðs Grindvík- inga. -bb Brenton heitur Brenton Birmingham hjá Grindavík skoraði 33 stig gegn Haukum í gær og hefur nú skorað 36,4 stig að meðaltali í fimm leikjum með lið- inu í úrvalsdeildinni. Auk þeirra hefur Brenton tekið 12 fráköst að meðaltali, gefið 5 stoð- sendingar, stolið 4,8 boltum og hitt úr 63,6% skota sinna, þar af 55,6% úr 3ja stiga skotum Fallfnykur - af leik Skallagríms eftir 4. tapið í röð Spillers til Þórsara DV, Borgarnesi Leikur SkaUagrims og Tindastóls í Borgamesi í gær .var ekki upp á marga fiska, sérstaklega leikur heimamanna og náðu gestimir fljótt 15 tU 20 stiga forskoti og kláruðu leikinn í fyrri hálfleik. Það er greinUegt að Valur Ingimundarson er að gera frábæra hluti með ungt og efnilegt lið Tindastóls, liðið vann sinn þriðja leik í röð í gær og er með átta stig af 12 mögulegum. -EP ÚrvalsdeUdarlið Þórsara frá Akureyri hefur skipt um útlending í körfunni í annað skiptið í vetur eftir að Hermann Myers, erlendur leikmaður þeirra, meiddist á hné. Auk þessara meiðsla Myers, var hann í mjög slæmu líkamlegu ásigkomulagi þegar hann kom tU landsins og gagnaðist því liðinu lítið sem ekkert. í stað Myers kemur tU Þórs, Maurice Daniel SpiUers, 2,05 metra miðherji sem hefur leikið hér á landi áður, bæði með Keflavík og svo einn leik með Þór. Það er þó að vona að betur gangi í þetta skiptið hjá SpiUers í Þórsbúningnum því hann spUaði aðeins einn leik er hann kom tU liðsins í fyrra og brákaðist þá á fæti eftir aðeins 10 mínútur. Þegar SpiUers lék með Keflavík skoraði hann 21 stig að meðaltali og tók 15,4 fráköst. -ÓÓJ Skallagrímur (23) 69 - Tindastóll (40) 80 3-9, 8-22, 12-26, 19-30, (23-40), 27-50, 40-56, 48-65, 56-71, 69-80. Skallagrímur: Sigmar EgUsson 19 Birgir Mikaelsson 17 Tómas Holton 10 Dragisa Saric 8 Hlynur Bæringsson 7 Ari Gunnarsson 5 Pálmi Þórisson 3 Fráköst: Skallagrímur 39, Tindastóll 40. 3ja stiga: Skallagrímur 3/16, Tindastóll 5/21. Tindastóll: Grindavík: Dómarar (1-10): Leifur Garðarsson og Björgvin Rúnarsson (7).. Gcedi leiks (1-10): 5. Shawn Myérs 24 Svavar Birgisson 23 Kristinn Friðriksson 17 Isak Einarsson 8 Friðrik Hreinsson 4 Heigi Margeirsson 4 Víti: SkaUagrimur 12/23, Tindastóll 5/9. Áhorfendur: 218. Maöur leiksins: Svavar A. Birgisson, Tindastól • ■ Maður leiksins: Brenton Birmingham, Grindavík Grindavík (49) 82 - Haukar (39) 76 2-0, 9-8, 22-15, 27-25, 29-29, 31-33, 38-35, 47-37, (49-39) 51-49, 58-51, 64-64, 68-66, 77-73, 79-75, 82-76. Brenton Birmingham 33 Bjami Magnússon 13 Alexander Ermolinskij 10 Pétur Guðmundsson 8 Guölaugur Eyjólfsson 7 Sævar Garöarsson 7 Dagur Þórisson 4 Fráköst: Grindavík 31 (6-25), Haukar 38 (14-24). 3ja stiga: Grindavík 6/15, Haukar 5/20. Dómarar (1-10): Kristinn Albertsson og Jón Halidór Eðvaldsson (7). Gœði leiks (1-10): 8. Haukar: Guðmundur Bragason 17 Chris Dade 13 Marel Guðlaugsson 12 Jón Amar Ingvarsson 11 Ingvar Guðjónsson 10 Eyjóifur Jónsson 9 Bragi Magnússon 4 Víti: Grindavik Haukar 17/26. Áhorfendur: 300. 18/23, 5 NBA-DEILDIN Úrslit leikja í NBA-deildinni í nótt urðu sem hér segir: Toronto-Miami.............97-86 Christe 28, Carter 24 Mournig 18, Brown 17 Charlotte-Indiana.........98-89 Jones 22 - Wesley 17 Miller 20 - Harrington 15 Atlanta-Millwaukee .... 109-119 Rider 19 - Jackson 19 Allen 31 - Cassell 24 San Antonio-Golden State 104-81 Robinson 21 - Walker 16 Jamisom 18 - Farmer 11 Utah-Houston............. 98-82 Malone 21 - Stockton 18 Mobley 17 - Olajuwon 12 Phoenix-PhUadelphia.......84-80 Kidd 22 - Hardaway 18 Hill 14 - Iverson 11 Seattle-DaUas............106-96 Baker 22 - Maxwell 22 Cabellos 34 - Nowitzki 15 Guðmundur beint í liðið? Guðmundur Benediktsson leikur væntanlega sinn fyrsta leik meðv Geel í belgísku A-deUdinni í knatt- spymu á morgun en þá sækir liðið Harelbeke heim. „Miðað við æfingarnar síðustu daga verð ég í fremstu víglínu. Ég bíð þó eftir endanlegu keppnisleyfi en það á að vera í höfn í tæka tíð,“ sagði Guðmundur í spjaUi við DV í gær. Guðmundur hefur sem kunnugt er verið leigður tU Geel til vorsins en þá snýr hann aftur tU KR. Geel er að leika í efstu deild í fyrsta skipti í sögunni og er í næstneðsta sæti með 6 jafntefli og 5 töp í fyrstu 11 umferðunum. Harelbeke er stigi ofar ásamt fjölda liða þannig að leikurinn á morgun er afar mikUvægur. -VS rEEEEB* oka Jóhann B. Guðmundsson skoraði glæsUegt mark af 25 metra færi fyrir varalið Watford gegn Derby í ensku knattspymunni í fyrrakvöld. Markið dugði þó skammt þvi Derby sigraði, 4-1. Watford keypti i gær varnarmann- inn Neil Cox frá Bolton fyrir 60 mUfj- ónir króna. Siguröur Jónsson leikur ekki með Dundee United gegn Aberdeen í skosku A-deUdinni um helgina. Sig- urður hefur misst af þremur síðustu deUdaleikjum liðsins vegna tábrots. Falur Haröarson skoraði 17 stig fyr- ir ToPo Helsinki sem vann Vilpas, 66-78, í 7. umferð ftnnsku A-deUdar- innar i körfubolta. ToPo er í 9. sæti af 14 liðum, hefur unniö 3 leiki en tapað 4. Jackson Richardson, hinn snjaUi franski handknattleiksmaður, meidd- ist á auga í góðgerðarleUt með Gross- wallstadt í vikunni. Hann fór í aðgerð í gær og verður frá keppni í 6-8 vik- ur. Aöalfundur Glímudómarafélags ís- lands verður haldinn sunnudaginn 21. nóvember kl. 13 í fundasal nr. 4, þriðju hæð, i íþróttamiðstöðinni í Laugardal. -VS URVALSDEILDIN Grindavík 5 5 0 470-366 10 Hamar TindastóU Haukar KR Njarðvík Keflavik KFÍ 1 388-348 2 485-443 2 421-382 2 350-355 1 369-320 2 380-299 4 475489 SnæfeU 5 2 3 338-396 4 Þór A. 5 1 4 376-509 2 ÍA 6 1 5 362-456 2 SkaUagr. 6 1 5 506-557 2 Þrír síöustu leikir sjöttu umferðar fara fram í kvöld og þá mætast: Keflavík-Hamar, Þór A.-KR og Njarðvik-SnæfeU.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.