Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1999, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1999 Útlönd Kvennqmót í snóker Kvennamót í snóker verður haldið ó Billiardstofu Reykjavíkur, Hverfisgötu 46, sími 552 5300, laugardaginn ó. nóv. Skróningu lýkur föstudaginn 5. nóv., kl. 23.30. Þátttökugjald er 1000 krónur. Vegleg verðlaun! Gerhard Schröder Þýskalandskanslari lauk Kínaheimsókn sinni í morgun með heimsókn til Forboðnu borgarinnar þar sem tuttugu og fjórir keisarar höfðu höll sína, eða allt til ársins 1911. UPPB0Ð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum veröur háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Furubyggð 5, íbúðarhúsalóð, Mosfellsbæ, þingl. eig. Halldóra Friðriksdóttir og Am- ór Guðbjartsson, gerðarbeiðandi Ibúða- lánasjóður, þriðjudaginn 9. nóvember 1999, kl. 11.00. Smalaskáli, landspilda úr Elliðakotslandi, 50% ehl., Reykjavík, þingl. eig. Guð- mundur R. Lúðvíksson, gerðarbeiðandi Spor ehf., þriðjudaginn 9. nóvember 1999, kl. 13.30. SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK Lögreglan í Seattle róar borgarbúa Lögreglustjórinn í Seattle í Bandaríkjunum reyndi í gær að róa skelfingu lostna íbúa borgar- innar. Morðinginn, sem skaut tvo menn til bana og særði tvo aðra í skipasmíðastöð í borginni í fyrra- dag, leikur enn lausum hala. Lögreglustjórinn sagði skiljan- legt að fólk væri óttaslegið. „Við erum sannfærðir um að þetta var ekki handahófsverk. Við teljum að hinn almenni borgari sé ekki i hættu,“ sagði lögreglustjórinn. Morðinginn, sem var í frakka yfir fotum í felulitum, kom inn á skrif- stofu skipasmíðastöðvarinnar á miðvikudagsmorgun og skaut á alla fjóra mennina sem þar voru. Texas-Bush féll á leiðtogaprófi Þótt Ástralir séu ekkert allt of hrifnir af sambandinu við Bret- land bendir allt til að þeir muni hafna stofnun lýðveldis í þjóöar- atkvæðagreiðslu á morgun, með 53 prósentum gegn 47. Landamæri Tsjetsjeníu opnuð á ný: George W. Bush, ríkisstjóri i Texas og líklegur forsetafram- bjóðandi Repúblikanaflokksins, féll á prófi um erlenda leiðtoga sem sjónvarps- stöð i Boston lagði óvænt fyr- ir hann. Bush er víst annars gjam á að rugl- ast á nöfnum er- lendra ríkja. Bush var beð- inn um að nafngreina leiðtoga fiögurra ríkja sem mjög hafa ver- ið í fréttum að undanfómu, Ind- lands, Pakistans, Tsjetsjeníu og Taívans. Forsetaframbjóðandinn vissi aðeins nafnið á Taívanleið- toganum. Þegar niðurstaðan lá fyrir reyndi Bush aðeins að malda í móinn og sagði að þótt hann þekkti ekki nöfnin á erlendum leiðtogum væri ekki þar með sagt að hann gæti ekki haldið utan um utanríkisstefnu. Ástralir munu hafna lýðveldi Flóttamennirnir Búist er við að þúsundir flótta- manna flýi átökin í Tsjetsjeníu í dag og fari yfir til nágrannaríkisins Ingúsjetíu. Rússnesk stjórnvöld opnuðu landamærin á ný í gær og komst þá mikill fiöldi flóttamanna burt. Fólkið hafði verið strandaglóp- ar við landamærin í hálfan mánuð. Sergei Sjoigú, ráðherra neyðar- mála í Rússlandi, hefur lofað að að- stoða flóttamenn við að komast yfir landamæri Tsjetsjeníu og Ingúsjetíu og sendinefnd frá Sameinuðu þjóð- unum, sem er í héraðinu, hét því að auka neyðaraðstoð við flóttamenn- ina. Sjoigú skoðaði landamærastöð í gær og þar veittist reiður múgurinn aö honum og Rúslan Ausjev Ingúsjetiuforseta. Rússneski ráðherrann sagði að ástandið við landamærin myndi færast aftur í eðlilegt horf í dag, Vladímír Pútín, forsætisráðherra Rússlands, ræðir ástandið f Tsjetsjeníu við forsætisráðherra Tyrklands í dag. fóstudag. Fjöldi flóttamanna lét lífið fyrr í vikunni þegar þúsundir reyndu að troðast í gegnum pínulitla landamærastöð. Nærri tvö hundruð þúsund manns hafa lagt á flótta frá Tsjetsjeníu frá því Rússar hófu sókn sína fyrir meira en mánuði, flestir til Ingúsjetíu. Rússar hafa ekki sýnt þess nein merki að þeir ætli að draga úr sókn sinni í Tsjetsjeníu, þrátt fyrir að er- lendir ráðamenn á borð við Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, og Madeleine Albright, utanrikis- ráðherra Bandaríkjanna, hafi hvatt þá til að hefia viðræður við upp- reisnarmenn múslíma. ígor Sergeijev, landvamaráð- herra Rússlands, ítrekaði í gær þá stefnu stjómvalda að ná aftur fulln- aðaryfirráðum í Tsjetsjeníu sem Rússar urðu að gefa eftir 1996. streyma í gegn Auglýsing um innlausnarverð ECU-tengdra spariskírteina ríkissjóðs FLOKKUR INNLAUSN INNL AU SN ARVERÐ 1994-1.fl.D ECU 05.11.99 kr.: sjá skilmála Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, 5. nóvember 1999 SEÐLABANKIÍSLANDS Brundtland í stríð við tóbaks- framleiðendur Gro Harlem Brandtland, fram- kvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunarinnar, WHO, undir- býr nú alþjóðlega samþykkt um eftirlit með tóbaki. Setja á viðmið- unarreglur um eftirlit með reyk- ingum og takmörkun þeirra. Berj- ast á fyrir alþjóðlegu banni við auglýsingum á tóbaki og öðrum aðferðum til að selja það. Einnig á að reyna að koma í veg fyrir smygl á tóbaki og reyna að stjóma viðskiptum með það. „Á hverjum degi byrja á milli 82 þúsund og 99 þúsund unglingar að reykja um allan heim. Það kemur ekki á óvart því tóbaksframleið- endur beina auglýsingavél sinni einmitt að ungu fólki,“ segir Brundtland. Tóbaksframleiðendur verja sig með því segja að fólk eigi að hafa frelsi til að velja. „En sið- menntaðar þjóðir verja þegna sína undir 18 ára aldri. Þær láta þá ekki fá vöru sem drepur annan hvern notanda," segir Bmndtland. Stuttar fréttir i>v Lífstíð fyrir hommamorð Rúmlega tvítugur maður í Wyoming hefur verið dæmdur í tvöfalt lífstíðarfangelsi fyrir að myrða samkynhneigðan stúdent. Blair með gott forskot Verkamannaflokkur Tonys Bla- irs, forsætisráðhema Bretlands, hefur hvorki meira né minna en 24 prósentu- stiga forskot á íhaldsflokkinn samkvæmt nýrri skoðana- könnim Gallups fyrir blaðið Daily Tele- graph. Verka- mannaflokkurinn hefur aukið for- skot sitt um eitt stig frá í síðasta mánuði. Leita svarta kassans Bandarískt herskip hélt í gær til leitar að svarta kassanum úr egypsku flugvélinni sem hrapaöi undan austurströnd Bandaríkj- anna á sunnudagsmorgun. Létust í flóðum Á þriðja hundrað manns hafa farist í flóðum í Víetnam undan- fama daga. Fjölda er saknað. Leigubílastríð Átta menn féllu í skotbardaga milli stríðandi fylkinga leigubíl- stjóra í Suður-Afríku í gær. Afsögnin var rétt Meirihluti frönsku þjóðarinn- ar, eða 78 prósent, telur að það hafi verið rétt af Dominique Strauss-Kahn að segja af sér embætti fiár- málaráðherra. Strauss-Kahn sagði af sér til að reyna að hreinsa mann- orð sitt en hann hefur verið sakaður um að hafa þegið um 7 milljónir íslenskra króna af tryggingafélagi náms- manna fyrir staif sem hann innti ekki af hendi. Deyja í varðhaldi Að minnsta kosti sex félagar í Falun Gong hreyfingunni hafa látist í varðhaldi í Kína frá því í ágúst, að sögn mannréttindasam- taka. Kínversk yfirvöld hafa bannað hreyfinguna. Ráðist á flóttamenn Byssumenn á V-Timor réðust í gær á hóp flóttamanna á leið heim til A-Tímor. Enginn særðist í árásinni. Vill 2 milljarða í bætur Maður, sem sat fastur i 40 klukkustimdir í lyftu í skýjakljúf i New York, krefst nú 2 milljarða króna í bætur af eiganda fasteign- arinnar. Segist maðurinn hafa hlotiö sálarmein af atvikinu. Kveðst vera skrímsli Kólumbíski raðmorðinginn, sem hefur viðurkennt misnotkun og morð á 140 börnum, sagðist í gær hafa orðiö að stjórnlausu skrímsli. Á myndbandi, sem sjónvarpað var í gær, bað Luis Alfredo Garavito kólumbísku þjóðina og móður sína um fyrir- gefningu. Sagöi Garavito að hon- um hefði verið nauðgað í bemsku og hann beittur ofbeldi. 35 lögreglumenn felldir 35 íranskir lögreglumenn vora drepnir í gær í átökum við vopn- aða fíkniefnasmyglara á landa- mæmm írans og Pakistans. Ekki er vitað hversu margir smyglarar féllu. Fangar struku 26 fangar struku á miðvikudag- inn úr fangelsi í Argentinu eftir að hafa tekið 7 manns í gíslingu. Tólf strokufanganna hafa verið gripnir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.