Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1999, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1999, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1999 37 Boyke Boje, yfirmaður hönnunar- deildarinnar sem bjó til ytra útlit X5 - „hvert einasta smáatriði, líka hjól- in,“ sagði Boyke. hraða, og virkaði aldrei sem hraðakstur (svo afstætt sem það hugtak er). í þröngu færi er bíllinn einstaklega lipur- heygjuradíus 6,05 sem er mjög gott fyrir nærri 5 metra langan bíl. í sportútgáfunni sem við íslend- ingamir höfðum með höndum voru báðir framstólar rafstilltir á alla vegu: fram, aftur, upp niður, með minni fyrir tvo ökumenn. Þeir lykja um þá sem í sitja sem best verður á kosið og í þessum bíl sitja menn hátt og vel og sjá vel yflr. Rúmt er í aftursæti og einnig þar er setið hátt, með ákveðnum hallamöguleikum á sætisbaki sem hægt er að leggja fram 40-60 (50-50 er sérpöntun). Leð- urklætt og upphitað stýrishjólið er með stýringu fyrir útvarpið annars vegar en skriðstillinn og stýrishit- ann hins vegar. Ekki er Ijóst hvað þessi bíll kost- ar þegar hann kemur hingað, hugs- anlega á miðju næsta ári. Amerískt verð og sú staðreynd að hann lend- ir í hæsta vörugjaldsflokki vegna vélarstærðar gefur þá hugmynd að grunnverðið yrði einhvers staðar nálægt 7 milljónum króna. Gefið er þó fyrirheit um að X5 verði síðar meir einnig fáanlegur með stærstu 6 strokka bensínvélinni og stærstu 6 strokka einbunudísilnum. Segja mætti mér að það væru aldeilis nógu stórar vélar fyrir íslenskar að- stæður og að verðið myndi þá um leið lagast þónokkuð. Afturhlerinn er tvískiptur. Efri hlerinn opnast upp, sá neðri niður. Þetta er skárra í umgengni heldur en heill hleri en þægilegast er að hafa hurð sem opnast út á hlið. Á hornunum neðst eru skynjarar fyrir bakkviðvörun - læt- ur í sér heyra þegar bakkað er upp að fyrirstöðu. Dekkjastærðin á sportútgáfunni er óvenjuleg, lágbarðar á 19“ álfelgum. Rúm væri í brettaskálunum fyrir hærri barða. Þegar gestir koma að verksmiðju BMW í Spartanburg koma þeir að skeifulagaðri byggingu, BMW Zentrum, þar sem gestamóttaka, sýningarsalir, verslun og kaffitería hafa 2600 fermetra til umráða. Það var hvasst og svalt þennan haustdag í Spartanburg - þegar ráðamenn BMW vöidu staðinn vildu þeir hafa þar víðsýni og náttúrufegurð en gjalda þess í staðinn að þar er heldur skjóllaust. Mynd DV-bílar SHH Verksmiðja BMW í Spartanburg: Framleiðir Z3 og X5 fyrir heimsmarkaðinn Hver einasti bíll er framleiddur fyrir tiltekinn viðskiptavin eftir óskum hans. Ef enginn einstaklingur er skrifaður fyrir bílnum er hann framleiddur fyrir tiltekinn seljanda og þá eftir fyrirmælum hans. Verksmiðja BMW í Spartanburg í Suður-Karólínu er eina verksmiðja BMW vestan hafs og jafnframt fyrsta verksmiðja BMW utan Þýskalands sem reist er með það fyrir augum að framleiða fyrir fleiri markaði en þá sem hún stendur í - sem sagt útflutn- ing hvert í heim sem er. Bæversku mótorverksmiðjumar tilkynntu árið 1992 þá fyrirætlan sína að reisa verk- smiðju í Bandaríkjunum til að efla al- þjóðlega framleiðslu sína. Fyrirtækið keypti rúmlega 2500 hektara svæði í Suður-Karólinu með þetta fyrir augum og framkvæmdir hóftist í apríl 1993. í mars tveimur árum seinna, 1995, var fyrsti Ameríku-“bimminn“ afhentur kaupandanum og það var met, bíla- verksmiðja hafði aldrei fyrr verið reist frá grunni til framleiðslu á jafn- skömmum tíma. í þetta var varið 1,25 milljörðum Bandaríkjadollara. Til að byrja með framleiddi verk- smiðjan í Spartanburg aðeins 318i fólksbílinn en það stóð ekki lengi. 20. september sama ár var fyrsta Z3 sport- bilnum ekið af færibandinu og hann reyndist framleiðendum sínum vonum framar: eftirspumin varð svo mikil að ekki leið á löngu áður en 3-línan varð að víkja í Spartanburg og verksmiðj- an framleiddi aðeins Z3 til sölu um allan heim. í maí í fyrra, þegar hönnun X5 var vel á veg komin, var til- kynnt að verksmiðjan yrði stækkuð til að taka einnig að sér framleiðslu X5 fjölsportarans og í september á þessu ári var framleiðsla hans hafrn. Segja má að þetta hafi allt gerst með amer- ískum hraða. Þegar bílablaðamenn víða úr veröld voru leiddir þar um garða á dögunum var þeim sagt að þama störfúðu nú 2300 samstarfsmenn en þeim myndi fljótlega fjölga í 3000. Lögð var sérstök áhersla á að þetta væm allt samstarfs- menn, til marks um að allir starfs- kraftar væm taldir áríðandi og mikils metnir. „Við viljum ekki að neinir þeirra sem hér leggja fram orku sína byrji vinnu daginn á því að skrúfa fyr- ir hugsun og skynsemi," sagði sá sem sýndi okkur staðinn. „Allir þurfa að vera með á nótunum og sá sem í dag skrúfar á felgumar getur alveg eins og sá sem er á teiknitölvunni inni á hönn- unardeild fengið góða hugmynd, sem nýtist okkur öllurn." Allir nota sama inngang í verk- smiðjuna sem greinist út frá einum meginmiðpunkti sem allir eiga leið um einhvem tíma vinnudagsins, misjafn- lega oft. Þar renna bíiamir hjá á færi- bandi, mismunandi langt á veg komn- ir, fyrir allra augum sem eiga leið um. „Bíllinn sem samstarfsmaðurinn var að vinna við rétt áðan fer hér fram hjá honum þegar hann fer á kaffi- stofuna," sagði leiðsögumaður- inn, „og ef eitt- hvað hefur ekki verið nógu vel gert blasir það við gerandanum hvað það tefur einhvem annan, jafnvel alla hina, þannig að þetta stuðlar að því að við leggjum okk- ur öll fram.“ Bílaverk- smiðja BMW í Spartanburg, 111.483 fermetrar að stærð, vinnur eins og aðrar nútimalegar bílaverksmiðjur samkvæmt „í tæka tíð“- kerfmu (just in time), sem felst í því að lager er eng- inn en birgjar og íhlutaframleiðendur skila sínum hlutum til verksmiðjunn- ar í tæka tíð - nákvæmlega á réttum tíma. Þijátíu og sex íhlutaframleiðend- ur með samtals 2000 starfsmenn sjá BMW i Spartanburg fyrir því sem með þarf til að framleiða Z3 og X5, allir i Suður-Karólínu og í mesta lagi 5 tíma akstursftarlægð frá verksmiðjunni. Innan landareignar BMW í Spartan- burg og skammt frá verksmiðjunni sjálfri er heilmikil höll, nærri 5600 fer- metrar, sem rúmar þjálfunar- og ráð- stefnusali og er einnig afhendingarhöll fyrir þá viðskiptavini sem geta sótt bíla sína til verksmiðjunnar. Þar er einnig 2,7 km löng þjálfunarbraut þar sem viðskiptavinir BMW, hvort heldur þeir kaupa bíla ellegar mótorhjól, geta fengið þjálfunamámskeið til að auka hæfni sína og öryggi sem ökumenn. Þar er rúm fyrir 35 mismunandi atriði sem snerta akstur og umferð, hálku- braut, hraðaksturbraut og braut þar sem hægt er að kenna mönnum að víkja sér undan yfirvofandi hættum og raunar átta sig betur á flestu því sem upp á kemur í daglegri umferð. Þar að auki er þama verið að vinna að 2 km langri braut sem er sérstaklega ætluð til að kynna kaupendum möguleika X5 fjölsportarans. -SHH X5 settur saman. Yfirbyggingin er tilbúin og leggst yfir und- irvagninn og nú líður að því að þetta sé fullgerður bfll. Albarkar. Bensindælur. Bensínlok. Bensinslöngur. Hjólalegur. Hosuklemmur. Kúplingar, Kúplingsbarkar og undirvagnsgormar. Rafmagnsvarahlutir. Topa vökvafleygar vigtabúnaður. Tímareimar. Vatnshosur og strekkjarar. Þurrkublöð. IOSCH Kuplingar oll Ratgeymar Venslun full af nýjum vöpum! Efnavörur ÍaeKfi' Kveikjuhlutír uarahlutlr li miklu úrvali mma. Þjónustumiðstöð í hjanta borgarinnar Lágmúla 9 • Sími: 530 2800 • Fax: 530 2820 BOSCH verkstæðið aðkeyrsla frá Háaleitisbraut

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.