Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1999, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1999, Page 7
i LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1999 45 Nýja þriggja strokka vélin var aðeins sýnd sem frumgerð en öruggt má telja að nýja Ford Fiestan sem sýnd var í Frankfurt verður með fyrstu bílum til að fá þessa vél. Mynd DV-bílar SHH Þriggja strokka vistmild vél Ford sýndi í Frankfurt frumgerö af þriggja strokka bensínvél með beinni innspýtingu, sérstaklega hannaða til að draga úr mengun og eldsneytisnotkun í þéttri og hæg- gengri borgarumferð. Þessi vél hef- ur hlotið heitið Ford Zetec SE 13 DISI og er 1,1 1 að rúmtaki, með 4 ventla á hverjum strokk og tvöfald- an yfirliggjandi kambás og skilar 75 hö. við 5500 sn.mín. Hún er með jafnvægisás til að tryggja mjúkan og hnökralausan gang á hvaða snún- ingshraða sem er og á að vera fjarska hljóðlát. Eyðslu- og mengunartölur liggja ekki fyrir en tæknimenn Ford full- yrða að vélin geri betur en standast þær kröfur sem Evrópusambandið gerir á þessu sviði fyrir árið 2004. Ekki liggur heldur fyrir í hvaða bílum við eigum fyrst von á þessari sparneytnu og vistmildu þriggja strokka vél en óhætt mun að slá því fóstu að litlu bílarnir, svo sem Ka og Fiesta, verði hvað fyrstir til að njóta hennar. -SHH Ford Zetec SE 13 DIS11,1 - ný vél frá Ford sem einkum er ætluð í minni bfla til innanborgaaksturs. Lada Sport með dísilvél Þessir bílar koma manni óneitanlega til að staldra við þeg- ar maður sér þá á alþjóðlegum bílasýningum. Þetta er rúss- neski nettjeppinn Lada Niva sem hérlendis var kallaður Lada Sport allt ffá því hann kom fyrst fram fyrir 21 ári eða svo, teiknaður af Giugiario - raunar stækkun á teikningu hans á Fiat 127 sem var þá orðin næstum 10 ára gömul. Tæknimenn Porsche fóru austur til Sovét til þess að hjálpa þarlendum að búa til aldrifið, eins konar rússneskt quadratrack, sem að breyttu breytanda var síðan notað í þýska eðal-aldrifs-sport- bíla. Það sem vakti mesta athygli íslensks blaðamanns í Frankfurt á þessum gamalkunna bíl var innréttingin sem óneitanlega var snoturri en í Ladasportinum sem hann átti sjálfur fyrir tíu árum. Þama voru komin ný og nútímalegri Útlitið er með öllu óbreytt síðustu tvo áratugina: Lada Sport. Mynd DV-bflar SHH Ladasportinn er kominn með ný sæti, nýtt mælaborð og miðjustokk milli sæta. sæti, mælaborðið endurhannað og miðstokkurinn milli sæt- anna; hurðaspjöldin voru þó óneitanlega í gamla dúmum. Tæknilega var munurinn sá að sýningarbíllirm var með með Peugeot dísilvél en þær em einhverjar vinsælustu og best metnu dísilvélar Evrópu um þessar mundir - jafiivel þó viöar væri leitað. -SHH Flestir þekkja heila, óbrotna línu í sjöundu umferðargetraun DV-bíla var spurt hvað hvít, heil og óbrotin lína á þjóðvegi tákn- aði. Mikil þátttaka var í getraun- inni enda góð verðlaun í boði. Langflestir vissu hvað þessi veg- armerking táknar og kom það nokkuð á óvart, miðað við al- menna umferðarhegðun, en um- sjónarmenn DV-bila verða mjög varir við að ökumenn hafi þetta viðvörunarmerki að engu. í 24. gr. reglugerðar um umferðar- merki og notkun þeirra segir í a-lið: Óbrotin lína [(hindrunarlina)] (L31) [sem] gefur til kynna að hættulegt sé að aka yfir hana og óheimilt nema brýna nauðsyn beri til. 1. vinningur í þessari getraun var fjögur BF Goodrich Alaska vetrar- dekk undir fólksbíl, frá Bílabúð Benna. Þennan vinning hlaut Hjör- dís Davíðsdóttir, Álakvísl 84, Reykjavík. 2. vinningur var Safety Seal dekkjaviðgerðasett fyrir jeppa og fólksbíla, frá Bílabúð Benna. Vinn- ingshafi er Einar Gunnarsson, Hlíð- argötu 6, Fáskrúðsfirði. 3. vinningur var Maglite-vasaljós fyrir venjulegar rafhlöður, að vali vinningshafa, frá Bílabúð Benna. Þessi vasaljós eru með 10 ára ábyrgð. Vasaljósið hlaut Helena Sig- urbergsdóttir, Digranesvegi 72A, Kópavogi. Vinningshöfum hefur verið send tilkynning um vinningana. Nagladekkin eru öruggari Um hverjar veturnætur hefst umræða um hvort nagladekk séu æskileg eða óæskileg og þeim er kennt um margvíslegt böl - hávaða, gatnaskemmdir og ryk. Allt má það satt vera, svo langt sem það nær - þó urðu vísindamenn Óslóborgar langir í framan fyrsta veturinn sem nagladekk voru bönnuð þar í borg af því að rykmengunin varð sosum ekkert minni - hvernig gat staðið á því? Það er óþarft að hafa uppi langar lotur um hvort sé öruggara þegar á reynir, að vera á nagladekkjum eða ónegldum. í 19. tbl. sænska blaðsins Teknikens Várld (þið vitið, þessu sem tókst ekki að halda A-Benzin- um á hjólunum) er sagt frá prófun og samanburði á 6 nagladekkjum og 4 „naglalausum nagladekkjum", þ.e. vetrardekkjum sem ekki eru ætluð til neglingar og eiga að hafa líka eiginleika og nagladekk. Til aukasamanburðar var síðan eitt sumardekk prófað. í stuttu máli sagt höfðu nagla- dekkin yfirburði á ílestum sviðum. í hemlun á ís á 50 km hraða fór besta naglalausa dekkið 7,5 m lengra en besta neglda dekkið, 6,3 m lengra en lakasta nagladekkið. í viðbragði á ís, 5-20 km, var tveggja sekúndna munur á lakasta nagla- dekkinu og besta naglalausa dekk- inu, nagladekkinu í hag. Ef til vill má hafa það fyrir við- miðun þegar menn velja milli þess að aka á negldum dekkjum eða ónegldum að ef aksturinn er ein- vörðungu innan saltaðs gatnasvæð- is er minni ástæða til að vera á negldum dekkjum. Hins vegar verða ökumenn alltaf að vera sér meðvitandi um hvaö þeir hafa und- ir bílnum og haga akstri sinum í samræmi við það. - Já, hvað um sumardekkið sem TV prófaði? Umsögnin var m.a. þessi: Hættulegt, ómögulegt, von- laust. Það litla grip sem það gefur hverfur gjörsamlega og fyrirvara- laust - það er ógerningur að reiða sig á það. Skelfileg lífsreynsla! - sögðu prófararnir. Meira segir af þessari prófun í aukablaði DV um vetrarakstur nk. miðvikudag. -SHH Honda HR-V Sport 4x4 '99 rauður ek. 2 þ. 1.750.000 Nissan Almera 1,6 SLX '97 grænn ek. 50 þ. 990.000 Honda Accord EXI ssk. 4d. ‘91 102 þ. 690 h- Honda Prelude 2,2 VII 2 d. '93 115 h. 1.490 b. Honda Accord couoé V6 2 d. ‘99 3 6. 3.540 h- Honda Shuttle 2,2 LSI 5 d. '99 io h. 2.290 b- Honda Accord LSI ssk. 4d. '95 100 h. 1.250 h- Honda Civlc 1,5 LSi 4 d. ■97 38 h. 1.180 h- Honda Civlc LSi 5 g. 3d. '97 40 h- 1.150 b. Honda Civic Si ssk. 4 d. ‘97 33 h. 1.150 h. Honda Cívic LSi 5 g. 5d. '98 22 h- 1.570 b. Honda CR-V RVi ssk. 5d. '98 65 h- 1.950 h- Cltroen XM turtio 5g. 5 d. '93 138 h- 890 h- Dalhatsu Terlos 4x4 ssk. 5 d. '98 14 h- 1.390 h- MMC Lancer GLXi 5 g. 4 d. '98 23 h. 1.190 h- MMC Carisma GDI ssk. 5 d. '98 52 h. 1.500 h- MMC Lancer 5 g. 4d. '91 92 b. 499 h- MMC Lancer ssk. 5 d. •92 58 h- 640 h- MMC Lancer GL 5g. 4d. •93 115 b. 590 h- MMC Lancer stw 4x4 5 d. •93 89 6. 799 b- MMC Spacewagon ssk. 5 d. '93 137 h- 990 b. Suzuki Sidekick 5 g. 5d. '93 105 b. 870 h- Suzukl Vltara 5 g. 3 d. *97 18 b. 1.280 h- Toyota Corolla ssk. 4d. '92 117 b. 730 b. Toyota Corolla ssk. 4d. '96 49 6. 950 h- Toyota Corolla GL 5 g. 4d. '92 113 b. 760 b. Toyota Corolla GE 3d. •98 42 6. 1.190 h. Toyota Tourlng 4x4 5 g. 5 d. •91 130 b. 620 h- Volvo S40 ssk. 4 d '96 21 6. 1.820 h- VWGoll Manhattan 2,0 5 d '96 416. 1.290 h- VW Vento GL ssk. 4d '93 50 b. 990 b. Hhonda NOTAÐIR BÍLAR . I Vatnagörðum 24 Sími 520 1100 BASTA strft/stick sMcone i OMISSANDIIVETRARAKSTRINUM BASTA BASTA • ekkert hrím á rúðum engar frosnar læsingar • engar frosnar hurðir • auðvelð gangsetning í kuldantim • rakavörn fyrir ralkerliö Olíufélagið hf www.esso.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.