Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1999, Blaðsíða 2
20 MM&HaMBJOlUR *I«»KHMBEK 1999 Sport Hvað fínnst þér? Mun Atli Eðvaldsson ná jafngóðum eða betri árangri sem landsliðsþjálfari í knattspyrnu ogGuöjón Þórðarson? Ottó K. Þorgrimssotu Hann mun ná sama árangri. Bjálmar Blöndal: í það minnsta sama árangri og líklega betri. Finnur Jóhannsson: Já, ég hef fulla trú á því. Anna Birna Smáradóttir: Ég hef enga skoðun á því. Orri Einarsson: Já, já. Fallegasti fugl- inn „sem dó" Á einu golfmótanna sem íslenskir kylfingar tóku þátt í á írlandi á dögunum og getið er um hér að neðan voru veitt aukaverðlaun fyrir fallegasta „bördíið" eða fuglinn. Ingibjörg Halldórsdóttir, GR, hreppti verðlaunin. Á 5. braut sló hún fallegt högg sem hafnaði í fuglageri sem átti leið þvert yfir brautina. Golfkúlan hafnaði því miður í einum fuglinum og er skemmst frá því að segja að hann flaug ekki meira. Hreint ótrúlegt högg og líklega einsdæmi að kylfingur nái slíku höggi. -SK Teitur á góðum launum hja Brann Eins og komið hefur fram hefur Teitur Þórðarson verið ráðinn næsti þjálfari norska knattspyrnuliðsins Brann frá Bergen og tekur hann við þjálfun liðsins í janúar á næsta ári. í samtölum við fjölmiðla hafa forráðamenn Brann sagt að Teitur fái um 8,8 miUjónir íslenskra króna í árslaun. Teitur hefur áður þjálfað Brann og einnig norsku liðin Lilleström og Lyn. Lið Brann er i fremstu röð í Noregi. Mikill áhugi er á knattspyrnu í Bergen og miklar kröfur eru gerðar til liðsins. -SK Hjónin Snorri Hjaltason og Brynhildur Sigursteinsdóttir með verðlaunin glæsilegu sem þau unnu á golfmótinu á írlandi á dögunum. DV-mynd Pjetur Hjónin Snorri Hjaltason og Brynhildur Sigursteinsdóttir sigursæl í golfi: Boðið á mót atvinnumanna „Þetta var mikið ævintýri og við hjónin erum auðvitað himinlifandi með árangurinn. Við áttum alls ekki von á því að ná þessum árangri og það er óhætt að segja að þetta hafi komið skemmtilega á óvart," sagði Snorri Hjaltason, kylfingur í GR, í samtali við DV. Snorri sló í gegn ásamt eiginkonu sinni, Brynhildi Sigursteinsdóttur, GR, á golfmótinu Samvinn Irish Golf Classic, sem fram fór á Druids Glen-golfvellinum í Dublin á dögun- um. 60 kylfingar kepptu á mótinu. Snorri lék 18 holurnar á 71 höggi með forgjöf en annar varð Yozuro Ogino, GR, á 73 höggum. Einar Magnússon, GS, og Erling Pedersen, GR, komu i næstu sætum á 75 högg- um. „Mér gekk frekar illa á fyrri níu holunum en síðari níu holurnar lék ég á pari og þá gekk allt upp. Þetta var skemmtilegt mót og keppnin var hörð," sagði Snorri eftir að sig- urinn var í höfn. Brynhildur varð í öðru sæti í kvennaflokki. Þar sigraði Lucinda Grímsdóttir, GK, en hún lék á 91 höggi. Brynhildur var á 93 höggum. í næstu sætum komu þær Sigríður Jensdóttir, GR, og Agnes Sigurþórs- dóttir, GR, á 96 höggum. Þau Snorri og Brynhildur létu mikið að sér kveða á þremur öðrum mótum sem fram fóru um svipað leyti á írlandi. Þau sigruðu á móti sem fram fór í City West Golf Club. Þar lék Snorri á 65 höggum nettó og Brynhildur á 75 höggum nettó. Hermann Jónasson, GS, sigraði síðan á móti í punktakeppni sem fram fór hjá Edmundstown Golf Club. Hermann hlaut 36 punkta. í kvennaflokki sigraði Brynhildur og náði 37 punktum. Á móti hjá City West Golf Club í punktakeppni sigr- aði Yozuro Ogino, GR, og náði 39 punktum. Ingibjörg Bjarnadóttir, GS, sigraði í kvennaflokki með 30 punkta. „Allt í einu fór þetta allt að smella saman" Snorri hefur stundað golfið síðan 1992 og Brynhildur síðan 1993 en síðustu árin og þá sérstaklega í sumar fóru hlutirnir að ganga ótrú- lega vel fyrir sig. „Þetta ár hefur verið ævintýri lík- ast í golfinu hjá mér. Mér hefur tek- ist að sigra á mörgum mótum hér- lendis og ég hef náð að lækka mig nokkuð í forgjöf. Nú er bara að vona að áframhald verði á þessu næsta sumar," sagði Snorri enn fremur. íþrótta- og ferðamálaráðherra ír- lands, James McDaid, afhenti öll verðlaun á mótinu á Druids Glen- vellinum en írska ferðamálaráðið gaf þau. Boðið á mót atvinnumanna Fyrir sigurinn á mðtinu fékk Snorri ekki einungis glæsileg verð- laun í formi kristals. Honum var boðið að taka þátt í Pro/Am móti Irish Open atvinnumannamótsins sem fram fer á Druids Glen-vellin- um á næsta ári. „Það verður spennandi að taka þátt i því móti en víst að það verður erfitt," sagði Snorri Hjaltason. -SK 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.