Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1999, Blaðsíða 12
& 30 MÁNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1999 Sport dvsport@ff.is Jóhannes Karl Guð- jónsson lék með varaliði RC Genk móti Lokeren og tap- aði RC Genk 6-0. Jó- hannes átti ekki góðan dag þarna en hann er nú á fbrum til hollenska liðsins MW og verður þar tvær vikur til reynslu. Enrique Martin, þjálf- ari spænska 2. deildarliðs- ins Leganes í knatt- spyrnu, hefur verið dæmdur í 10 leikja bann. Martin „tæklaði" einn andstæðing sinna manna á dögunum er hann var að komast einn inn fyrir vörn Leganes við hliðar- línuna. Leganes vann leik- inn 1-0 og úrslitin standa. Úrslitaleikurinn í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu mun fara fram á Stade de France- leikvanginum í Paris þann 24. maí á næsta ári. Úrslit UEFA-bikarsins fara fram í Kaupmanna- höfn 17. maí. Magnus Svensson, fé- lagi Rikharðs Daðason- ar hjá norska liðinu Vik- ing, hefur verið seldur frá félaginu til danska liðsins Bröndby. Kaupverðið var um 110 milljónir íslenskra króna. Svensson, sem er 31 árs, skrifaði undir eins árs samning við danska liðið. Rúnar Alexandersson, fimleikamaður úr Gerplu, varð í sjöunda sæti í æfing- um boga- hesti á alþjóð- legu stigamóti í Glasgow um helgina. Rúnar fékk 9,55 í einkunn fyrir æfingarnar en það var Rúmeni sem sigraði og fékk hann 9,90 í einkunn. Albert Ferrer, bak- vórð-ur Chelsea, hefur á ný verið valinn í spænska landsliðshópinn í knatt- spyrnu. Spánverjar leika vináttuleiki gegn Brasilíu og Argentínu um miðjan þennan mánuð. Ferrer á 35 landsleiki að baki en hann hefur ekki verið í náðinni hjá landsliðsþjálf- aranum siðan hann fór til Chelsea. Enska sjónvarpsstððin BskyB hefur keypt 9,9% hlut í enska knattspyrnu- félaginu Man. City. Kaup- verðið var um 620 milljón- ir íslenskra króna. City er efst í B-deildinni. Áður hafði BskyB keypt sama hlut í Leeds og Man Utd. -SK Metjöfnun hjá Kristni Kristinn Albertsson. Kristinn Albertsson jafnaði í gær met Jón Otta Ólafssonar fyrir fiesta dæmda úrvalsdeildarleiki í körfubolta. Kristinn dæmdi leik Hamars og Þórs í Hveragerði í gær, sinn 382. leik, en hann hefur dæmt í deildinni frá 1982. Fyrsta leikinn dæmdi Kristinn 25. febrúar 1982 milli ÍS og Njarðvikur. Jón Otti dæmdi sína 382 leiki á árun- um 1978 til 1994 en eins og kunnugt er hófst úrvalsdeildin haustið 1978. Jón Otti hóf dómgæslu aftur á móti árið 1963 og er enn að þó ekki dæmi hann í úrvalsdeildinni lengur. Þessir hafa dæmt flesta leiki í sögu úrvalsdeildar: Kristinn Albertsson 382, Jón Otti Ólafsson 382, Bergur Steingrímsson 320, Leifor Garðarsson 290, Kristinn Óskarsson 266. -ÓÓJ Slagurinn er hafinn í NBA. Hér berjast þeir Bryce Drew í Houston, til hægi, og Jacque Vaughn, bakvöröur Utah Jazz, um boltann. Reuter Portland - er ósigrað í NBA-deildinni og Indiana stöðvaði sigurgöngu Boston Celtic Portland hefur fullt hús stiga eftir fjóra leiki í bandaríska körfu- knattleiknum. LA Lakers komu þangað í heimsókn og áttu í raun aldrei möguleika. Poftland-liðið, með Scottie Pippen í broddi fylkingar og aðra snjalla leikmenn, er til alls líklegt í vetur. Lið Boston Celtics hefur byrjað tímabilið í NBA-deildinni í körfu- knattleik af miklum krafti. Eftir þrjá sigra í röð beið liðið sinn fyrsta ósigur á útivelli gegn Indiana þar sem tekin var í notkun ný og glæsileg íþróttahöll. Karl Malone varð fjórði leikmaðurinn í sögu NBA til að fara yfir 29.000 múrinn í stigaskorun. Malone gerði 31 stig í leiknum gegn Seattle, tók 13 fráköst og var með sjö stoðsendingar. Frábær körfubolta- niaður þarna á ferð. Annað frægt félag, Houston Rockets, hefur tapað þremur fyrstu leikjum sínum og það er versta byrjun Houston í sautján ár. Dallas átti ekki i neinum erfiðleikum með Golden State sem ekki hefur unnið leik til þessa í deildinni. Cleveland iagði New York í jöfnum leik. Larry Johnsons var sárt saknað hjá New York en hann kvartaði undan verkjum í baki fyrir leikinn. Byrjunin hjá Milwaukee hefur ekki verið betri í mörg ár og ætti liðið að hafa burði til að standa sig vel í vetur. Sacramento og Minnesota léku tvo leiki í Tokyo um helgina og sigraði hvort liðið sinn leik. Mike Bibby hjá Vancouver var með 16 stoðsendingar gegn Denver sem er met hjá Vancouver. -JKS/SK Astralar heimsmeist- arar í annað skipti Ástralía varð heimsmeistari um helgina í rugby eftir sigur á liði Frakka í úrslitaleik, 35-12. Ástralar höfðu mikla yfirburði í úrslitaleiknum eins og tölurnar gefa til kynna. Með sigrinum varð Ástralía fyrst allra landa til að hampa heimsmeistaratitlinum tvívegis. Árangur Frakka á mótinu kom mjög á óvart en þeir sigruðu fyrrverandi heimsmeistara í Uði Nýja-Sjálands í undanúrslitum. Elísabet Englandsdrottning afhendir Aströlum ver&laun sín eftir sigurinn gegn Frökkum. Aöfaranótt sunnudags: Indiana-Boston..........115-108 Mffler 29, Jackson 15 - Walker 21, And- erson 19. Washington-Orlando......104-107 Howard 22, Strickland 18 - Armstrong 20, Harping 16. Atlanta-Cicago...........113-97 Rider 18, Mutombo 16 - Brand 21, Kokoc 21. Cleveland-NY Knicks ......102-93 Kemp 25, Knight 18 - Sprewell 22, Hous- ton22. Milwaukee-Detroit .......121-111 Cassell 28, Allen 26 - Stackhouse 20, Hill 18, Laettner 18. Portland-LA Lakers........97-82 Pippen 19, Sabonis 17, Stoudamire 17 - O'Neal 21, Rice 14. Seattle-Utah Jazz ..........99-94 Payton 22, Patterson 21 - Malone 31, Russell 20. Vancouver-Denver ........109-94 Rahim 27, Reeves 22 - Mercer 31, Lafrentz 19. Golden State-Dallas........97-120 Mills 21, Jamison 21 - Finley 23, Ceball- os22. Minnesota-Sacramento .... 114-101 Garrnett 31, Peeler 19 - Webber 22, Divac 19. Aöfaranótt laugardags: Boston-Charlotte.........103-100 Anderson 24, Battie 18 - Wesley 17, Phfflips 15. NJ Nets-Totonto ..........92-112 Marbury 25, Haris 19 - Carter 26, Wfflis 20. Orlando-Cleveland ........99-104 Cartling 21, Armstrong 20 Wahd 20 - Knight 18, Ferry 16. Detroit-NY Knicks.........91-103 Stackhouse 30, Hffl 23 - Houston 29, Gamby 19. Houston-SA Spurs..........85-95 Wffliams 19 Barkley 18 - Porter 18, Elie 15. Chicago-Miami...........87-105 Kukoc 25, Hoiberg 11 - Lenard 22, Mash- burn21. Portland-Denver...........95-83 Smith 22, Pippen 18 - Lafrentz 17, Van Exel 16. LA Clippers-76ers..........91-81 Anderson 21, Odon 18 - Iverson 21, Lynch 15. Sacramento-Minnesota.....100-95 Anderson 17, Webber 15, Wffliams 15 - Garrnett 34, Brandon 18. AKIt það nýjasta í DV-Sport á morgun!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.