Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1999, Side 3
MÁNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1999
21
Tiger Woods
vann glæsileg-
an sigur á stór-
mótinu á Spáni í
gær og endaði
leiktíð bestu
kylfinga heims
með sætum
sigri. Spánverj-
inn Jiminez
varð að játa sig
sigraðan f
bráðabana og
Kærkominn
sigur hjá
Dormagen
Lærisveinar Guömundar Guð-
mundssonar unnu kærkominn
sigur í þýska handboltanum um
helgina þegar liðið lagði Essen
að velli, 23-20, og var þetta ann-
ar sigur liðsins í deildinni til
þessa. Héðinn Gilsson og Róhert
Sighvatsson skoruðu fjögur
mörk hvor fyrir Dormagen en
Patrekur Jóhannesson skoraði
eitt mark fyrir Essen.
Róbert Duranona skoraði sex
mörk fyrir Eisenach sem sigraði
Bad Schwartau, 28-25. Ólafur
Stefánsson gerði fimm mörk fyr-
ir Magdeburg sem tapaði fyrir
Frankfurt, 22-19. Gústaf Bjama-
son skoraði sex mörk fyrir
Willstatt sem tapaði, 27-24, fyrir
Nettelstedt.
Þá vann Flensburg lið Lemgo,
21-27, en Scútterwald tapaði fyr-
ir Gummersbach, 19-24.
Staða efstu liða:
Flensburg 10
Kiel 9
Lemgo 10
Minden 10
Nordhom 9
Magdeburg 10
1 283-235 18
1 253-209 15
2 259-220 15
2 268-242 15
1 241-197 14
2 285-270 14
-JKS
Sport
./ 9 /
Andre Agassi með verðlaunin í París í gær. Reuter
Agassi varð sá fyrsti
Bandaríski tennisleikarinn Andre Agassi varð í gær fyrstur
tennisleikara í karlaflokki til að vinna bæði opna franska mót-
ið og opna Parísarmótiö á sama árinu, en um er að ræða tvö af
stærstu mótum atvinnumanna í tennis árlega.
Andre Agassi lék til úrslita á Parísarmótinu í gær gegn Rúss-
anum Marat Safin og sigraði í hörkuleik, 7-6, 6-2, 4-6 og 6-4.
-SK
Tiger Woods varð í gær fyrsti
kylfingurinn í 46 ár til að vinna fjögur
mót í röð á bandarísku mótaröðinni í
golfi atvinnumanna. Ben Hogan lék
þetta síðast árið 1953.
50 bestu kylfingar heims tóku þátt í
lokamótinu á Spáni um helgina með
fáum undantekningum. Keppnin var
gífurlega spennandi og varð að grípa til
bráðabana til að fá fram úrslit.
Tiger Woods var á undan Spánverj-
anum Miguel Angel Jiminez i hús og
þegar Jiminez kom á 18. teiginn hafði
hann eins höggs forskot á Woods.
Jiminez lék hins vegar síðustu holuna
á höggi yfir pari og þar með voru þeir
jafnir á 6 höggum yfir pari.
Tiger mætti grimmur í bráðabanann
og tókst að leika fyrstu holu hans á
höggi undir pari og tryggja sér sigur-
inn. Undir lokin hafði Tiger Woods
nokkuð þægilega stöðu. Hann lék þá 16.
holuna á höggi yfir pari og hina ill-
ræmdu 17. holu fór hann á 8 höggum,
þremur höggum yfir pari. Þar komst
Jiminez í forystuna sem hann síðan
glataði á lokaholu mótsins.
Ótrúlegt ár að baki hjá
„Tægernum"
Arið hefur verið ótrúlegt hjá Tiger
Woods og eftir langa mæðu náði hann
loks að sýna sitt rétta andlit og standa
undir þeim væntingum sem til hans
eru gerðar. Sigur Woods í gær var sá
fjórði í röð eins og
áður sagði en alls
sigraði hann á átta
mótum á bandarísku
mótaröðinni í ár.
„Þetta hefur verið
frábært ár og árangur
þrotlausrar vinnu síð-
ustu tvö árin skilaði
sér. Nú er það minn
stærsti draumur að ég
geti leikið jafn gott golf á
næsta ári,“ sagði Tiger
Woods eftir sigurinn.
Woods fékk 70 milljónir
fyrir sigurinn
Fyrir fyrsta sætið fékk Woods
um 70 milljónir króna. Þess má
hins vegar geta að höggið sem
Jiminez tapaði á lokaholu mótsins
og gerði það að verkum að hann
þurfti að mæta Woods í bráðabana
kostaði hann 4,3 milljónir króna.
Montgomerie bestur í Evr-
ópu
Skotinn Colin Montgomerie
varð aftarlega á mótinu um helg-
ina en þar sem hvorki Lee
Westwood né Sergio Garcia
unnu mótið vann Montgomerie
titilinn besti kylfmgur Evrópu
sjöunda árið í röð.
-SK
ÞIN FRISTUND
-OKKAR FAG
V
llNTER
SPORT
Bíldshöfða 20 • 112 Reykjavík • 510 8020
• www.intersport.is
Guðmundur Stephensen
Guömundi í Danaveldi
Guðmundur Stephensen gerði það gott í borðtennis á
danskri grund um helgina.
Á laugardaginn keppti hann með félagi sinu.
OB, í deildarkeppninni þegar liðið sigraði Hörn-
ing, 8-2. Guðmundur vann báða sína leiki í
viðureigninni.
í gær gerði Guðmundur sér lítið fyrir og sigraði
á sterku stigamóti í Árósum. Hann vann sigur, bæði í einliða-
og tvíliðaleik. -JKS
- Tiger Woods sá fyrsti til
að vinna 4 mót í röð í 46 ár
■ ••
B ■ ■ >
Mjög góð helgi hjá
afrek
Þjálfari Lokeren
vill fá Ríkharð
Þjálfari Lokeren, George Leekens, vill gera allt sem
hægt er til að fá Ríkharð Daðason til Lokeren.
Það eina sem kemur í veg fyrir það er að Viking
Stavanger vill fá 100 milljónir fyrir hann. Komið hefur
fram að forráðamenn Lokeren hafa rætt við umboðs-
mann Ríkharðs og falast eftir leigu með möguleika á
kaupum eftir tímabilið í vor. Viking Stavanger hefur
hafnað tilboði Lokeren. Búist er við að belgíska liðið
geri aftur tilboð í Ríkharð.
„Ég hef voðalega lítið fylgst með gangi mála um helg-
ina. Ég hef hvílt mig frá þessu en ég á allt eins von á
því að hreyfing komist á hlutina núna á fyrstu dögum
vikunnar," sagði Ríkharður Daðason i samtali
við DV. Man. City er komið inn í myndina
vitað er að af fleiri félögum sem hafa
verið í sambandi við umboðs-
mann Ríkharðs á síðustu
dögum.
-JKS/KB
' .
■
.