Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1999, Blaðsíða 8
26 MÁNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1999 J •• 7 Sport ings með bikarinn. Hér til hægri eru verð- launalið A- liða í 6. flokki karia. Valsmenn eru í efstu röð. Þeir lentu í þriðja sæti þá koma FH- ingar f miðröð- inni en þeir urðu f öðru sæti. Loks eru meistarar Víkinga í neðstu röðinni. Hér að neð- an sést Kristleifur Guðjóns- son, fyrirliði og lykilmað- ur A-liðs 6. flokks Vík- $(gurgleði - í Víkinni þegar fyrstu meistararnir í vetur voru krýndir Fyrsta Islandsmót af fimm í 6. flokki karla í handbolta fór fram í Víkinni á dögunum m og þar mátti sjá I margan strákinn » sína listatilþrif á vellinum. » Heimaliö Vík- & inga vann sigur || í flokki A-liða en FH, sem náði frábærum ár- angri með því að komast í úrslitaleikina í öllum þremur flokkunum, hreppti gullið hjá bæði B- og C-liðum. Víkingur vann FH, 8-6, hjá A- liðum og Valur vann brons- leikinn gegn KR, 9-4. Kristleifur Guðjónsson skoraði 4 mörk fyrir Víking í úrslitaleiknum og Jón Steinar Ágústsson 3, auk þess sem Þórir B. Óskars- son varði 17 skot, mörg hver á frábær- an hátt. Hjá FH gerði Hafsteinn Guðbjarts- son flest mörk, eða 3, og Ólafúr Hannesson var með 2 mörk. FH vann Aftureldingu, lð-9, í framlengdum úrslitaleik B-liða og þar vann Grótta, Víking, 8-5, í bronsleiknum. Bjami Þórðar- son skoraði 6 mörk fyrir FH og Stefán Stefánsson 3 en Róbert Guðmundsson gerði 3 fyrir UMFA og Hjalti Halldórsson, varði 15 skot, þar af 2 viti. Hjá C-liðum vann FH ÍR, 6-3, í úrslitaleik en Víkingar unnu bronsleik gegn HK, 6-4. Sigurgleðin var mikil í lokin en þeir sem töpuðu á þessu móti, hugga sig við það að þeir geta gert betur á næsta móti sem fram fer í desember. -ÓÓJ Hér til hægri dást þeir Elfar S. Sverrisson og Arnór F. Guðmundsson úr C-liði FH að bikarnum sem FH- ingar fengu í leikslok fyrir sigurinn hjá C-liðum. Stefán Stefánsson, fyrirliði B- liðs FH-inga, sést hér, að ofan, lyfta bikarnum hátt á loft. Það er mikilvægt fyrir unga stráka að fá góða leiðsögn. Hér er Gunnar Magnússon, þjálfari 6. flokks Víkings, að skýra út fyrir sínum mönnum hvernig á að spila f seinni háifleik. Að ofan eru verðlaunalið í flokki B-liða. Grótta er í efstu röð (varð f 3. sæti), Afturelding í miðjunni (2. sæti) og sigurlið FH er í neðstu röð. Að neðan eru verðlaunalið í flokki C-liða. ÍR-ingar í efstu röð (2. sæti), þá sigurlið FH í miðjunni og loks eru Víkingar (3. sæti) í neðstu röðinni. DV-myndir Óskar "f m M§k t§

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.