Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1999, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1999, Page 10
1 I ERU NAGLARNIR NAUDSYNLEGIR á götum borgarinnar? Heimilt er að aka á negldum hjólbörðum frá byrjun návember til 15. apríl eða í 167 daga alls. Að jafnaði er íærð í borginni þannig að naglar koma einungis að gagni örfáa daga vetrarins. Því ættu varkárir bflstjárar að fliuga hvort ástæða sé til að nota nagladekk ef að mestu er ekið innan borgarmarkanna því að: Akstur á höfuðborgarsvæðinu krefst yfirleitt ekki negldra hjólbarða Á höfuðborgarsvæðinu eru götur ruddar og afar sjaldgæft er að færðin kalli á notkun nagladekkja. Góð ónegld snjódekk eru góður kostur fyrir varkáran ökumann sem ekur einkum innan borgarmarkanna. # flesta daga vetrarins fer akstur fram á auðu malbiki # áætlað er að yfir vetrartímann nemi slit á götum borgarinnar af völdum nagladekkja u.þ.b. 10.000 tonnum af malbiki eða 6 tonnum á dag og nemur árlegur kostnaður eingöngu vegna þess kr. 150 milljónum # mikill hluti af nagladekkjum í notkun eru mjög slitin og veita því falska öryggiskennd # notkun nagladekkja veldur aukinni hávaðamengun # svifryk af völdum nagladekkja getur valdið fólki óþægindum # hætta stafar af slithjólförum í malbiki, einkum í bleytu hemlunarvegalengd á auðu malbiki eykst nokkuð ef ekið er á nagladekkjum AðPir valkostip en nagladekk Miklar framfarir hafa verið á hönnun og framleiðslu ónegldra vetrarhjólbarða. Einkum er um að ræða endur- bætur á gúmmíinu sem og miklar endurbætur á mynstri hjólbarðanna sem hvort tveggja gefur aukið veggrip. Þá eru harðkornadekk og bóludekk álitlegur valkostur. Þessar gerðir hjólbarða hafa komið vel út við prófanir og eru lausar við vankanta negldra hjólbarða. Um það bil 40% bílstjóra gera sér grein fyrir þessu og nota því að staðaldri ónegld snjódekk. Notkun nagladekkja er hvorki lagaleg skylda né forsenda fyrir tryggingavernd af hálfu tryggingafélaganna. Aktu varlega - aktu naglalaus inn í nýja öld j E.BACKMAN auglýsingastofa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.