Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1999, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1999 7 Préttir Spánverjinn Marco Antonio Crespo á Landspítalanum í gær. Landhelgisgæsluþyrla sótti hann langt suður í haf eftir að hann dróst út með veiðarfærum og bjargaðist naumlega, slasaður eftir langa vist í köldum sjó. DV-mynd Hilmar Spænski togarasjómaðurinn dróst út með veiðarfærum: Ég hélt ég væri að deyja - gallalaus í korter í sjónum - félagarnir sáu hann ekki „Þegar ég fór á kaf ætlaði ég aldrei að komast aftur upp á yfir- borðið. Ég fann að ég var fótbrotinn og drakk mikið af sjó. Ég var búinn að vera um eina mínútu í kafi þeg- ar ég hélt ég væri að deyja,“ sagði Spánveijinn Marco Antonio Crespo, 24 ára, í viðtali við DV þar sem hann lá tvíbrotinn á báöum fótleggj- um á Landspítalanum í gær, ný- kominn af gjörgæsludeild. „Einn af mönnunum á íslensku þyrlunni gat talað við mig spænsku á leiðinni til lslands,“ sagði Antonio sem var yfir sig þakklátur fyrir þátt mannanna á stóru þyrlu Landhelg- isgæslunnar, TF-LÍF, sem flaug í eina af sínum allra lengstu ferðum langt suður í haf - um miðja vegu á milli íslands og Skotlands - þegar slysið varð á sunnudagskvöld. Félagar mínir heyrðu ekki í mér „Ég dróst fyrst út með trossu og var ekki í neinum sérstökum hlífð- arfotum," sagði Antonio. „Þegar ég kom í sjóinn fann ég að fætur mínir voru brotnir. Ég slóst um og gat losnað. Síð£m fór ég að reyna að komast upp á yfirborðið. Það tók langan tíma. Ég drakk mikið af sjó og var búinn að vera um eina mín- útu í kafi þegar ég hélt ég væri að deyja. Loksins skaut mér upp. Ég dró andann og sá siðan skipið. En félagar minir hvorki sáu mig né heyrðu í mér. Ég heyrði bara í þeim. Ég reyndi að kalla,“ sagði Antonio. Talið er að um 15 mínútur hafi liðið þangað til félagar hans höfðu stöðvaði skipið, snúið við og komið auga á Antonio þar sem nánast að- eins höfuð hans stóð upp úr öldun- um og siglt að þeim stað sem hann var á. „Eftir allan þennan tíma í ísköld- um sjónum var ég búinn.“ Augun lokuðust af máttleysi „Ég var farinn að loka augunum af máttleysi," segir Antonio. „Félag- ar mínir hentu bjarghring niður til mín. Ég komst í hann með því að smeygja báðum handleggjunum utan um hringinn. Síðan fór annar handleggurinn úr honum. Þá leist mér ekkert á þetta. Ég var alveg bú- inn og ákvað að reyna bara að halda í hringinn með annarri hendi - láta bara ráðast hvort ég kæmist upp og lifði af eða ekki. Ég gat ekkert ann- að gert. Kraftar mínir voru á þrot- um,“ sagði Antonio. „Ég bara hélt.“ Þótt Antonio væri tvífótbrotinn tókst honum að halda í bjarghring- inn þangað til félagar hans náðu honum rnn borð. Þá fór hann að finna fyrir miklum kvölum. Antonio sagði að um þrettán klukkustundir hefðu liðið frá slys- inu þangað til hann var kominn á sjúkrahús. Hann var lagður inn á gjörgæsludeild Landspítalans en er nú kominn á almenna deild. Spán- verjinn vildi koma á framfæri þákk- læti til starfsfólks sjúkrahússins og kvaðst vonast til að komast heim til Spánar í næstu viku þrátt fyrir allt. Þar er reiknað með að hann verði jafnvel að liggja eða fara sér hægt næstu 3 mánuði vegna beinbrot- anna. -Ótt n eyra rarferðin I stanum midvikudagskvlllcl 10. nóvember kl. 20 Dagskrá í tilefni af útgáfu bókar Ólafs Gunnarssonar Vetrarferðin Höfundur les úr bókinni. Vésteinn Ólason prófessor rabbar við hann um verk hans. FORLAGIÐ $ SUZUKI -------- Suzuki Baleno Wagon, skr. 06/97, ek. 52 þús. km, ssk., 5 d. Verð 1.090 þús. Renault 19RN, skr. 11/'95, ek. 49 þús. km., bsk., 4 d. Verð 695 þús. Suzuki Baleno GL, skr. 02/97, ek. 58 þús. km., bsk., 3 d. Verð 790 þús. Suzuki Vitara JLX, skr. 09/95, ek. 72 þús. km, bsk., 5 d. Verð 1.230 þús. Suzuki Baleno Wagon 4x4, skr. 10/96, ek. 113 þús. km, bsk., 5 d. Verð 980 þús. Suzuki Baleno GL, skr. 02/97, ek. 58 þús. km, bsk., 3 d. Verð 790 þús. Opel Astra ST, skr. 05/97, ek. 56 þús. km, bsk., 5 d. Verð 850 þús. Suzuki Sidekick JX '93, ek. 98 þús. km, ssk., 5 d. Verð 790 þús. Opel Corsa, skr. 06/97, ek. 74 þús. km, bsk., 5 d. Verð 750 þús. VW Golf ST, skr. 05/96, ek. 74 þús. km, bsk., 5 d. Verð 930 þús. Suzuki Vitara JLX, skr. 11/98, ek. 24 þús. km, ssk., 5 d. Verð 1.850 þús. Suzuki Swift GLX, skr. 06/98, ek. 22 þús. km, bsk., 5 d. Verð 870 þús. MMC Lancer ST 4wd, skr. 06/96, ek. 59 þús. km, bsk., 5 d. Verð 1.180 þús. Suzuki Swift GX, skr. 02/97, ek. 55 þús. km, bsk., 5 d. Verð 680 þús. Suzuki Swift GLS, skr. 04/96, ek. 56 þús. km, bsk., 3 d. Verð 650 þús. Suzuki Swift GX, skr. 01/96, ek. 81 þús. km, bsk., 5 d. Verð 570 þús. Suzuki Vitara JLX, skr. 10/92, ek. 53 þús. km, ssk., 5 d. Verð 970 þús. Mazda 626, skr. 01/98, ek. 29 þús. km, ssk., 4 d. Verð 1.740 þús. SUZUKI BÍLAR HR Skeifunni 17 • Sími 568 5100 www.suzukibilar.is Askrifendur fá aukaafslátt af smáauglýsingum DV dltmn Ihlrrt/n, Smáauglýsingar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.