Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1999, Blaðsíða 8
8 MIÐVKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1999 Útlönd Hermenn fluttu landnema burt Hundruö ísraelskra hermanna brutu sér leið fram hjá brennandi götuvígjum á Vesturbakkanum í morgunsárið til að fjarlægja land- nema gyðinga sem höfðu ekki hlýtt fyrirskipunum um að hafa sig á brott frá ólöglegri byggð sinni. Landnemarnir létu öllum illum látum, hrópuðu ókvæðisorö að hermönnunum og sungu ísra- elska þjóðsönginn. Evrópskir eftirlitsmenn til Tsjetsjeníu: Flóttamennirnir skjélfa af kulda BIFREIÐASTILLINGAR NICOLAI * leit.is og þér munuð íinna... ...yflr 300.000 íslenskar vcfsíður. ÞÚ GETUR SPARAÐ ig| ÞÚSUNDIR Gleraugnaverslunin SJÓNARHÓLL HAFNARFIRÐI & GLÆSIBÆ Frumkvöðull að lækkun gleraugnaverðs á íslandi Þúsundir tsjetsjenskra flótta- manna máttu þola heldur kalda vist í bráðabirgðaskýlum í rússneska héraðinu Ingúsjetíu í nótt. Snjó- koma var og hitastigið fór niður fyrir frostmarkið. „Aðstæðurnar eru hræðilegar. Okkur var komið fyrir í tjöldum og við fengum ofna en það er ekki til neinn eldiviður. Bömin eru veik,“ sagði ung kona sem hélt á litlu bami sínu. Sendinefnd frá Öryggis- og sam- vinnustofnun Evrópu (ÖSE) er væntanleg til Ingúsjetíu í dag til aö kynna sér bágt ástand flóttamann- anna. Um tvö hundmð þúsund manns á flótta undan árásum Rússa á uppreisnarmenn múslíma í Tsjetsjeníu hafa farið yfir til Ingúsjetiu. Heimsókn eftirlitsmannanna ber upp daginn eftir að rússneskir ráðamenn héldu uppi vömum fyrir hemað sinn í Tsjetsjeníu. Þeir vís- uðu á bug gagnrýni vestrænna ríkja um að algjört neyðarástand væri yfirvofandi vegna flótta- mannastraumsins. Vladímír Pútín forsætisráðherra hét því að árásunum yrði haldið áfram, þrátt fyrir mikið fannfergi sem gerði rússnesku hermönnun- um víða erfitt fyrir. „ÖSE hefur þungar áhyggjur af ástandinu í Norður-Kákasus,“ sagði formaður sendinefndarinnar. I’ *sT ' ' Ekkert lát er á árásum rússneska hersins á Tsjetsjeníu. Þessi mynd var tek- in í höfuðborginni Grosní þar sem loftárásir hafa valdið miklum skemmdum. Persson vill ekki norrænan hóp innan ESB Göran Persson, forsætisráð- herra Svíþjóðar, sagði á fundi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi í gær að hann væri mótfallinn því að Norðurlönd kæmu fram sem einn hópur innan Evrópusam- bandsins. Óttast Persson að önn- ur og miklu stærri svæði muni þá mynda hópa sem andstæða póla gegn Norðurlöndunum. „Við eigum að hafa áhrif á Evr- ópu með hugmyndum," sagði Persson og benti á velferðarkerfi Norðurlanda sem dæmi. Paavo Lipponen, forsætisráð- herra Finnlands, tók undir skoð- un sænska forsætisráðherrans. Hann vildi þó ekki útiloka nána norræna samvinnu. Lipponen lagði áherslu á að NATO og Evr- ópusambandið yrðu að koma sér saman um reglur í sambandi við samvinnu í erfiðum málefnum. Lögregla barði á námsmönnum í Belgrad Um 200 óeirðalögreglumenn í Belgrad réðust með kylfum á nokkur þúsund námsmenn sem safnast höfðu saman í miðborg Belgrad i Serbíu í gær til að mót- mæla Slobodan Milosevic Serbíu- forseta. Um 50 manns særðust í átökunum. „Slobodan til Haag,“ hrópuðu margir námsmannanna er þeir hörfuðu undan barsmíðum lög- reglunnar. Síðar um kvöldið sak- aði ríkissjónvarpið í Serbíu námsmenn um að hafa ögrað lög- reglunni og sýndi myndir þar sem námsmenn sáust kasta hlut- um að lögreglumönnunum. Um 5 þúsimd manns tóku þátt í mót- mælum stjórnarandstæðinga í Belgrad í gær. Serbneska þingið samþykkti í gær að ræða kröfu stjómarandstöðunnar um að flýta kosningum. Súpa dagsins 390 Matseðill Speise Karte GríiluS matarpylsa, brauð, sinnep 390 Þýsk uppskrift Thuringer Bralwurst Bratwurst, grilluð meS brauSi (Bratwúrst) Pizza 390 Pizza 2 Schnitten Svínasulta, steiktar kartöflur, rauSrófur 390 Schweinesulze mit Bratenkartoflen und Roten Beeten RauSgrautur m/rjóma 390 Rote Griítze mit Sahne Stórtónleikar meS Bubba Morthens fró miSnætti föstudagskvöldiS 12. nóv. Stuttar fréttir i>v Flugslys í Mexíkó Átján týndu lífi þegar DC-9 far- þegaþota í innanlandsflugi hrap- aði skömmu eftir flugtak frá Uru- apan í Mexíkó í gær. Hrefnur í matinn Fimm japönsk hvalveiðiskip sigldu í gær til Suöurskautslands- ins til þess að veiða 400 hrefnur í vísindaskyni. Hrefnumar enda sem sælkeramatur á veitingahús- um í Japan. Umhverfisvemdar- samtök segja slíka sölu hvetja til ólöglegra veiða. Hillary til ísraels Hillary Clinton, forsetafrú Bandaríkjanna, hélt í gær í fjög- urra daga heim- sókn til ísraels og Jórdaníu. Mun Hillary eiga viðræður við Ehud Barak, forsætis- ráðherra ísra- els, og Rania Jórdaníudrottningu. Ekki var ijóst hvort Hillary myndi hitta Yasser Arafat Palestínuleiðtoga. Um er að ræða opinbera heim- sókn forsetafrúarinnar en bent hefur verið á að gyðingar í New York, þar sem Hiilary hyggur á framboð, kuhni að veröa ánægðir með áhuga hennar á svæðinu. Endurskoða feröaáætlun Endurskoða á ferðaáætlun og dagskrá heimsóknar Bills Clintons Bandaríkjaforseta til Grikklands í vikunni vegna fyrirhugaðra mótmælaaðgerða. Njósnir á Netinu Yfirmönnum njósna í Rúmeníu nægja ekki 9 leyniþjónustur. Nú hvetja þeir borgarana til að njósna fyrir þá á Netinu og til- kynna um allt sem þykir grun- samlegt. Mæður tortryggðar Samtök kynferðislega misnot- aðra barna í Svíþjóð segja félags- málayfirvöld tortryggja mæöur barnanna. Örvæntingarfullar mæður, sem greina frá gmni sín- um um misnotkun feöranna, séu neyddar til vistar á geðdeildum og bömin tekin af þeim. Aceh áfram í Indónesíu Abdurrahman Wahid, forseti Indónesíu, kvaðst í gær sannfærð- ur um að íbúar Aceh vilji vera áfram í Indónesíu þrátt fyrir kröf- ur um þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði héraðsins. Wahid sagð- ist ekkert hafa á móti atkvæða- greiðslunni. Bradley sækir á Bill Bradley hefur saxað mjög á forskot Als Gores í kapphlaupinu um að verða forsetaefni demókrata í Bandaríkjunum að ári, samkvæmt nýrri könnun. Mótmælendur hafna Fréttir herma að stjómmála- menn úr röðum mótmælenda á Norður-írlandi hafi hafnað yfir- lýsingu frá IRA sem ætlað var aö binda enda á þráteflið sem friðar- viöræðumar eru í. Lögmaöur á hlaupum Anfinn Kallsberg, lögmaður Færeyja, hefur verið sakaöur um að hlaupast undan ábyrgð í sjálfstæðismál- inu með því að tala í sífellu um breiða sam- stöðu á þingi um málið. Á sama tíma ætli hann sér ekki að hafa samráð við stjómarandstöðuna áður en málið fer í utanríkismálanefnd lögþings- ins. Jóannes Eidesgaard, leiðtogi færeyskra jafnaðannanna, heldur þessu fram í blaöinu Sosialurin. Camdessus hættir Frakkinn Michel Camdessus hefur ákveðið að hætta sem bankastjóri Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins á næsta ári.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.